Loftslagskvabbið Jónas Elíasson skrifar 30. nóvember 2022 11:01 Ríkisstjórnin er búin að setja mikla peninga í loftslagsmál og orkuskipti við mikið klapp frá umhverfissinnum. Þetta er gersamlega tilgangslaust (sjá Mbl 17.11.2021 Loftslag og umhverfissinnar), út úr þessum fjárveitingum getur ekkert komið, enda bera þær keim af eftirhermusksap og umhverfismonti, ætlaðar til að geta gefið digrar yfirlýsingar á alþjóðaþingum. Orkan sem Ísland hefur virkjað er 80 % hrein. Tilsvarandi tala í BNA er 9%. Hvað halda menn að gerist við þessar yfirlýsingar? Einhver flytji tillögu á Bandaríkjaþingi um að gera eins og Íslendingar? Kolsýrulosun frá íslandi er tiltölulega lítil, en verið er að reikna hana upp með því að taka inn kolsýrulosun frá landbúnaði sem er í eðlilegri hringrás milli lofthjúps og gróðurþekju. Gróðurhúsaáhrif kolsýrulosunar eru búin að vera þekkt í 150 ár og er auðvitað allt of mikil. Orsökin liggur í áformum BNA að kjarnorkuvæða raforkuiðnaðinn, þá spruttu mótmælasamtök upp eins og gorkúlur, ferðuðust á milli borga, brutu rúður og stálu úr búðum en KGB borgaði ferðakostnaðinn. Raforkuiðnaðurinn var alls hugar feginn. Nú þurfti ekki að byggja rándýrar kjarnorkurafstöðvar, bara ódýrar olíustöðvar, annaðhvort þarf að keyra þær eða vera rafmagnslaus. Svo gerði ESB þá ótrúlegu vitleysu að taka inn gas frá rússum án þess að hafa nokkurt varaafl. Svo skúfuðu rússar fyrir og orkuverð í ESB þrefaldaðist. Við erum ekki virkir meðlimir í orkumarkaði ESB þrátt fyrir tilraunir ríkisstjórnarinnar að koma okkur þangað og sluppum. En ætlar ESB ekki að vinda sér í kjarnorkuvæðinguna, fá hreina orku og losna við olíuna? Nei, það stendur ekki til. Slíkar fjárfestingar mundu fara með orkuverðið í fjórfalt eða fimmfalt. Kjarnorkan kemur ekki hraðar inn en sem nemur aukningu í notkun. Besta leiðin fyrir Ísland til að verða samferða nágrannalöndunum í orkuskiptum og baráttunni gegn loftslagsbreytingum er að gera eins og þau, ekki neitt nema sinna aukinni þörf eins og hingað til. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er búin að setja mikla peninga í loftslagsmál og orkuskipti við mikið klapp frá umhverfissinnum. Þetta er gersamlega tilgangslaust (sjá Mbl 17.11.2021 Loftslag og umhverfissinnar), út úr þessum fjárveitingum getur ekkert komið, enda bera þær keim af eftirhermusksap og umhverfismonti, ætlaðar til að geta gefið digrar yfirlýsingar á alþjóðaþingum. Orkan sem Ísland hefur virkjað er 80 % hrein. Tilsvarandi tala í BNA er 9%. Hvað halda menn að gerist við þessar yfirlýsingar? Einhver flytji tillögu á Bandaríkjaþingi um að gera eins og Íslendingar? Kolsýrulosun frá íslandi er tiltölulega lítil, en verið er að reikna hana upp með því að taka inn kolsýrulosun frá landbúnaði sem er í eðlilegri hringrás milli lofthjúps og gróðurþekju. Gróðurhúsaáhrif kolsýrulosunar eru búin að vera þekkt í 150 ár og er auðvitað allt of mikil. Orsökin liggur í áformum BNA að kjarnorkuvæða raforkuiðnaðinn, þá spruttu mótmælasamtök upp eins og gorkúlur, ferðuðust á milli borga, brutu rúður og stálu úr búðum en KGB borgaði ferðakostnaðinn. Raforkuiðnaðurinn var alls hugar feginn. Nú þurfti ekki að byggja rándýrar kjarnorkurafstöðvar, bara ódýrar olíustöðvar, annaðhvort þarf að keyra þær eða vera rafmagnslaus. Svo gerði ESB þá ótrúlegu vitleysu að taka inn gas frá rússum án þess að hafa nokkurt varaafl. Svo skúfuðu rússar fyrir og orkuverð í ESB þrefaldaðist. Við erum ekki virkir meðlimir í orkumarkaði ESB þrátt fyrir tilraunir ríkisstjórnarinnar að koma okkur þangað og sluppum. En ætlar ESB ekki að vinda sér í kjarnorkuvæðinguna, fá hreina orku og losna við olíuna? Nei, það stendur ekki til. Slíkar fjárfestingar mundu fara með orkuverðið í fjórfalt eða fimmfalt. Kjarnorkan kemur ekki hraðar inn en sem nemur aukningu í notkun. Besta leiðin fyrir Ísland til að verða samferða nágrannalöndunum í orkuskiptum og baráttunni gegn loftslagsbreytingum er að gera eins og þau, ekki neitt nema sinna aukinni þörf eins og hingað til. Höfundur er prófessor.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar