Uggur um lífeyrisréttindi heilbrigðisstarfsmanna sem fresta starfslokum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2022 06:59 Helgi segir það verða að vera freistandi fyrir eldra fólk að fresta starfslokum eða snúa aftur til starfa. Stöð 2 „Við viljum alls ekki hafa nein ákvæði um starfslokaaldur í lögum, hvorki hámörk um 67 né 70 ára aldur. Þetta á fyrst og fremst að vera samningsatriði milli þess sem vinnur og þess sem vill hafa fólk í vinnu.“ Þetta segir Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, í samtali við Fréttablaðið en tilefnið er frumvarp heilbrigðisráðherra um að heimila heilbrigðisstofnunum að ráða fólk á aldrinum 70 til 75 ára til starfa vegna mannneklu innan heilbrigðiskerfisins. Helgi segir ótækt að setja sérstakar reglur fyrir eina starfsgrein og þá eru uppi áhyggjur af því hvað verður um lífeyrisréttindi þessa fólks. Samkvæmt núgildandi lögum er öllum ráðningarsamningum við starfsmenn ríkisins sagt upp þegar þeir ná 70 ára aldri. Ef frumvarpið nær fram að ganga verður heilbrigðisstofnunum hins vegar heimilt að gera nýja ráðningarsamninga í framhaldinu, sem gilda þar til fólk verður 75 ára. Í umfjöllun Fréttablaðsins segir að margir óttist að lífeyrisgreiðslur skerðist við breytinguna og að eldri borgarar verði notaðir sem ódýrt vinnuafl. „Samkvæmt núgildandi lögum ber atvinnurekendum aðeins skylda til að greiða í lífeyrissjóð fyrir starfsfólk til sjötugs og samkvæmt núverandi samþykktum LSR tekur sjóðurinn ekki við greiðslum frá félagsfólki eftir þann aldur,“ segir í umsögn Bandalags háskólamanna um frumvarpið. Helgi tekur undir gagnrýnina og segir að það verði að vera bitastætt fyrir eldra fólk að fresta starfslokum eða snúa aftur til starfa. Heilbrigðismál Eldri borgarar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Þetta segir Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, í samtali við Fréttablaðið en tilefnið er frumvarp heilbrigðisráðherra um að heimila heilbrigðisstofnunum að ráða fólk á aldrinum 70 til 75 ára til starfa vegna mannneklu innan heilbrigðiskerfisins. Helgi segir ótækt að setja sérstakar reglur fyrir eina starfsgrein og þá eru uppi áhyggjur af því hvað verður um lífeyrisréttindi þessa fólks. Samkvæmt núgildandi lögum er öllum ráðningarsamningum við starfsmenn ríkisins sagt upp þegar þeir ná 70 ára aldri. Ef frumvarpið nær fram að ganga verður heilbrigðisstofnunum hins vegar heimilt að gera nýja ráðningarsamninga í framhaldinu, sem gilda þar til fólk verður 75 ára. Í umfjöllun Fréttablaðsins segir að margir óttist að lífeyrisgreiðslur skerðist við breytinguna og að eldri borgarar verði notaðir sem ódýrt vinnuafl. „Samkvæmt núgildandi lögum ber atvinnurekendum aðeins skylda til að greiða í lífeyrissjóð fyrir starfsfólk til sjötugs og samkvæmt núverandi samþykktum LSR tekur sjóðurinn ekki við greiðslum frá félagsfólki eftir þann aldur,“ segir í umsögn Bandalags háskólamanna um frumvarpið. Helgi tekur undir gagnrýnina og segir að það verði að vera bitastætt fyrir eldra fólk að fresta starfslokum eða snúa aftur til starfa.
Heilbrigðismál Eldri borgarar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira