Á mannúð heima í stjórnmálum? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 2. desember 2022 16:00 Það að sýna mannúð er að sýna umhyggju fyrir öðrum, sér í lagi gagnvart þeim sem eru í erfiðum aðstæðum. Á hverjum degi sýnum við flest mannúð gagnvart fjölskyldumeðlimum okkar og stundum jafnvel gagnvart fólki sem við þekkjum ekki neitt. Þúsundir sjálfboðaliða björgunarsveitanna sýna mannúð í hvert skipti sem þau fara í leit að týndu fólki. Stór hluti þjóðarinnar sýnir mannúð þegar það gerist mannvinur, ljósvinur, bakhjarl eða hvað svo sem öll hin fjölbreyttu mánaðarlegu stuðningsprógrömm hjálparstofnanna heita. Aðrir ganga svo enn lengra og taka beinann þátt í að sinna heimilislausum, fíkniefnaneytendum og öðrum í neyð. Einstaklingar og fyrirtæki hjálpast að við að safna fjármagni fyrir hjálparsamtök sem sinna fólk í neyð. Það þarf ekki meira en að lesa um eða sjá neyðina til þess að þú finnir sting í hjartanu og ákveðir að sýna þína mannúð í verki með því að styðja viðkomandi eða mótmæla því ranglæti sem viðkomandi hefur orðið fyrir. Við fundum öll þennan sting þegar myndin af Alan litla Kurdi, tveggja ára dreng sem lá á ströndinni í Grikklandi, birtist í fjölmiðlum síðla árs 2015. Þessi sami stingur heltók okkur í desember 2015 þegar mynd birtist af Arjan litla með bangsann sinn þegar honum og fjölskyldu hans frá Albaníu var vísað úr landi. Sá stingur heltók þjóðina og mannúðin náði að meira segja inn á Alþingi þar sem samstaða varð um að Arjan litli og samlandi hans Kevi og fjölskyldur þeirra fengju íslenskan ríkisborgararétt svo tryggja mætti að þeir báðir fengju aðgengi að þeir læknisþjónustu sem þeir þurftu nauðsynlega á að halda. En síðan þá hefur hundruðum barna verið vísað úr landi og beint á götuna í Grikklandi. Síðan þá hefur fátækt innanlands aukist og geðheilsu þjóðarinnar hrakað. Síðan þá hafa öryrkjar og aldraðir þurft að herða sultarólina. Síðan þá virðist eins og mannúð hafi horfið úr íslenskum stjórnmálum. Alltaf þegar rætt er að bæta þurfi aðstöðu þeirra verst settu, alltaf þegar rætt er um að gera þurfi hælisleitendakerfið mannúðlegra, alltaf þegar rætt er um að fjárfesta í geðheilsu þjóðarinnar, þá er eins og að það séu ekki til neinir peningar til þess að gera neitt í þessum málum. En þegar fjölga þarf ráðuneytum eða framkvæma eitthvað í kjördæmum ráðherra, þá virðist alltaf vera til nóg af aur. Í umræðum um fjáraukalög fyrir árið 2022 sem átti sér stað nú í vikunni var verið að ræða um 90 milljarða króna aukningu á ýmsum liðum frá því að fjárlög voru lögð fram fyrir ári síðan. Lögð var fram tillaga um að setja 150 milljónir, eða innan við 0,1% af heildarupphæð fjáraukans, í styrki til þeirra hjálparstofnanna sem úthluta matargjöfum nú á aðventunni. Þetta er örlítil upphæð í „stóra samhenginu” – en hún hefði gert hátíðirnar og dökkasta skammdegið örlítið bjartara fyrir þau sem verst eru sett í samfélaginu. Það er auðvelt að missa sambandið við raunverulegt fólk þegar maður vinnur í stjórnarráðum og ráðuneytum, þar sem fæsta skortir neitt og enginn upplifir neyð á eigin skinni -- og þess vegna verðum við sem á þingi sitjum að reyna að halda hvoru öðru á jörðu niðri og muna eftir neyðinni sem er því mjög miður hversdagsleg staðreynd fyrir langtum of margra í samfélaginu. Þótt það hafi kannski ekki tekist í þetta sinn þá mun ég ekki hætta að reyna að berjast fyrir aukinni mannúð í stjórnmálum á Íslandi. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Það að sýna mannúð er að sýna umhyggju fyrir öðrum, sér í lagi gagnvart þeim sem eru í erfiðum aðstæðum. Á hverjum degi sýnum við flest mannúð gagnvart fjölskyldumeðlimum okkar og stundum jafnvel gagnvart fólki sem við þekkjum ekki neitt. Þúsundir sjálfboðaliða björgunarsveitanna sýna mannúð í hvert skipti sem þau fara í leit að týndu fólki. Stór hluti þjóðarinnar sýnir mannúð þegar það gerist mannvinur, ljósvinur, bakhjarl eða hvað svo sem öll hin fjölbreyttu mánaðarlegu stuðningsprógrömm hjálparstofnanna heita. Aðrir ganga svo enn lengra og taka beinann þátt í að sinna heimilislausum, fíkniefnaneytendum og öðrum í neyð. Einstaklingar og fyrirtæki hjálpast að við að safna fjármagni fyrir hjálparsamtök sem sinna fólk í neyð. Það þarf ekki meira en að lesa um eða sjá neyðina til þess að þú finnir sting í hjartanu og ákveðir að sýna þína mannúð í verki með því að styðja viðkomandi eða mótmæla því ranglæti sem viðkomandi hefur orðið fyrir. Við fundum öll þennan sting þegar myndin af Alan litla Kurdi, tveggja ára dreng sem lá á ströndinni í Grikklandi, birtist í fjölmiðlum síðla árs 2015. Þessi sami stingur heltók okkur í desember 2015 þegar mynd birtist af Arjan litla með bangsann sinn þegar honum og fjölskyldu hans frá Albaníu var vísað úr landi. Sá stingur heltók þjóðina og mannúðin náði að meira segja inn á Alþingi þar sem samstaða varð um að Arjan litli og samlandi hans Kevi og fjölskyldur þeirra fengju íslenskan ríkisborgararétt svo tryggja mætti að þeir báðir fengju aðgengi að þeir læknisþjónustu sem þeir þurftu nauðsynlega á að halda. En síðan þá hefur hundruðum barna verið vísað úr landi og beint á götuna í Grikklandi. Síðan þá hefur fátækt innanlands aukist og geðheilsu þjóðarinnar hrakað. Síðan þá hafa öryrkjar og aldraðir þurft að herða sultarólina. Síðan þá virðist eins og mannúð hafi horfið úr íslenskum stjórnmálum. Alltaf þegar rætt er að bæta þurfi aðstöðu þeirra verst settu, alltaf þegar rætt er um að gera þurfi hælisleitendakerfið mannúðlegra, alltaf þegar rætt er um að fjárfesta í geðheilsu þjóðarinnar, þá er eins og að það séu ekki til neinir peningar til þess að gera neitt í þessum málum. En þegar fjölga þarf ráðuneytum eða framkvæma eitthvað í kjördæmum ráðherra, þá virðist alltaf vera til nóg af aur. Í umræðum um fjáraukalög fyrir árið 2022 sem átti sér stað nú í vikunni var verið að ræða um 90 milljarða króna aukningu á ýmsum liðum frá því að fjárlög voru lögð fram fyrir ári síðan. Lögð var fram tillaga um að setja 150 milljónir, eða innan við 0,1% af heildarupphæð fjáraukans, í styrki til þeirra hjálparstofnanna sem úthluta matargjöfum nú á aðventunni. Þetta er örlítil upphæð í „stóra samhenginu” – en hún hefði gert hátíðirnar og dökkasta skammdegið örlítið bjartara fyrir þau sem verst eru sett í samfélaginu. Það er auðvelt að missa sambandið við raunverulegt fólk þegar maður vinnur í stjórnarráðum og ráðuneytum, þar sem fæsta skortir neitt og enginn upplifir neyð á eigin skinni -- og þess vegna verðum við sem á þingi sitjum að reyna að halda hvoru öðru á jörðu niðri og muna eftir neyðinni sem er því mjög miður hversdagsleg staðreynd fyrir langtum of margra í samfélaginu. Þótt það hafi kannski ekki tekist í þetta sinn þá mun ég ekki hætta að reyna að berjast fyrir aukinni mannúð í stjórnmálum á Íslandi. Höfundur er þingmaður Pírata.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun