Verð sérbýla leiðir lækkun íbúðaverðs Árni Sæberg skrifar 21. desember 2022 11:43 Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu fer lækkandi. Vísir/Vilhelm Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,3 prósent í nóvember frá október. Ástæða lækkunarinnar er 1,2 prósent lækkun verðs sérbýla en verð íbúða í fjölbýli stendur í stað. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Lækkunin í nóvember kemur í kjölfar hækkana síðustu tvo mánuði á undan. Lækkun í ágúst síðastliðnum var sú fyrsta frá því í nóvember árið 2019, að því er segir í pistli á vef Íslandsbanka um málið. Þar segir íbúðamarkaður hafi róast að undanförnu. Í nóvember hafi um 550 kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu verið þinglýst, sem sé svipaður fjöldi og hefur verið undanfarna mánuði, eða frá því að íbúðamarkaðurinn tók að kólna síðasta sumar. Til samanburðar hafi ríflega 700 kaupsamningum verið þinglýst í maí og júní. „Við spáum því að íbúðamarkaðurinn muni stefna í visst jafnvægi og sigla lygnan sjó á komandi mánuðum. Verð á íbúðamarkaði hefur verið að sveiflast til og það gæti vel farið svo að verðið lækki til skemmri tíma en við teljum að til meðallangs tíma litið muni íbúðaverð þróast í takt við annað verðlag,“ segir í pistlinum. Spá meiri lækkun verðbólgu Landsbankinn gerir lækkun íbúðaverðs einnig að viðfangsefni sínu í hagsjánni sem birt var í dag. Þar segir að nýjast mæling Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi áhrif á skammtímaverðbólguspá bankans til lækkunar. Spáin hliðrast um 0,1 prósentustig niður á við. Því spáir bankinn nú 9,5 prósent verðbólgu í desember í stað 9,6 prósent. Þá lækkar spáin fyrir desember næsta árs úr 7,9 prósent í 7,8 prósent. Þá segir í hagsjánni að rólegri íbúðamarkaður sé stór þáttur í hjöðnun verðbólgunnar og nýjustu tölur bendi til þess að markaðurinn sé farinn að róast. Færri kaupsamningar séu alla jafna undirritaðir nú og samkvæmt gögnum HMS seljist nú hlutfallslega færri íbúðir yfir ásettu verði. Fasteignamarkaður Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Lækkunin í nóvember kemur í kjölfar hækkana síðustu tvo mánuði á undan. Lækkun í ágúst síðastliðnum var sú fyrsta frá því í nóvember árið 2019, að því er segir í pistli á vef Íslandsbanka um málið. Þar segir íbúðamarkaður hafi róast að undanförnu. Í nóvember hafi um 550 kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu verið þinglýst, sem sé svipaður fjöldi og hefur verið undanfarna mánuði, eða frá því að íbúðamarkaðurinn tók að kólna síðasta sumar. Til samanburðar hafi ríflega 700 kaupsamningum verið þinglýst í maí og júní. „Við spáum því að íbúðamarkaðurinn muni stefna í visst jafnvægi og sigla lygnan sjó á komandi mánuðum. Verð á íbúðamarkaði hefur verið að sveiflast til og það gæti vel farið svo að verðið lækki til skemmri tíma en við teljum að til meðallangs tíma litið muni íbúðaverð þróast í takt við annað verðlag,“ segir í pistlinum. Spá meiri lækkun verðbólgu Landsbankinn gerir lækkun íbúðaverðs einnig að viðfangsefni sínu í hagsjánni sem birt var í dag. Þar segir að nýjast mæling Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi áhrif á skammtímaverðbólguspá bankans til lækkunar. Spáin hliðrast um 0,1 prósentustig niður á við. Því spáir bankinn nú 9,5 prósent verðbólgu í desember í stað 9,6 prósent. Þá lækkar spáin fyrir desember næsta árs úr 7,9 prósent í 7,8 prósent. Þá segir í hagsjánni að rólegri íbúðamarkaður sé stór þáttur í hjöðnun verðbólgunnar og nýjustu tölur bendi til þess að markaðurinn sé farinn að róast. Færri kaupsamningar séu alla jafna undirritaðir nú og samkvæmt gögnum HMS seljist nú hlutfallslega færri íbúðir yfir ásettu verði.
Fasteignamarkaður Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira