Of algengt að meintum þolanda eða geranda sé slaufað í grunnskólum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. desember 2022 19:01 Birgir Lúðvíksson sérfræðingur í Ráðgjafateymi borgarinnar segir margfalt fleiri grunnskólanema, aðallega stúlkur á aldrinum ellefu til sextán ára, tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun nú en fyrir MeToo- byltinguna. Vísir/Egill Ráðgjafateymi borgarinnar fær vikulega eða oftar til sín mál vegna óæskilegrar kynferðislegra hegðunar grunnskólabarna. Sérfræðingur hjá borginni segir of algengt að meintum þolendum og gerendum sé slaufað eftir að sögusagnir fari á flug. Gríðarlega mikilvægt sé að auka kynfræðslu. Sérfræðingur Ráðgjafateymis borgarinnar segir margfalt fleiri grunnskólanema, aðallega stúlkur á aldrinum ellefu til sextán ára, tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun nú en fyrir MeToo- byltinguna. Teymið er stuðningur við grunnskóla ef upp koma flókin mál. Birgir Lúðvíksson sérfræðingur í teyminu segir málin af margvíslegum toga. „Það er mikið af stafrænum tilkynningum þar sem einstaklingar eru með kynferðislegt áreiti. Óumbeðnar sendingar, skilaboð, myndir og myndbönd. Þegar kemur að einstaka málum, þá tveggja einstaklinga þá hafa það verið snertingar og það er farið yfir mörk meints þolanda,“ segir hann. Birgir segir miður að tíu til sextán ára drengir fái oft fyrstu og mestu kynfræðsluna gegnum klám og það geti haft afar neikvæð áhrif. „Við erum að sjá mikið klámáhorf sérstaklega hjá strákum á grunnskólaaldri. Við erum að sjá þetta alveg niður í fyrsta bekk en þeir eru þá sex ára gamlir. Þetta getur haft þau áhrif að strákarnir átta sig ekki á að þeir séu að fara yfir ákveðin mörk. Þeir eru þá ekki að sækja samþykki. En á sama tíma eru þeir jafnvel ekki meðvitaðir að þeir séu að brjóta á annarri manneskju,“ segir hann. Geti verið skaðlegt að taka málin í sínar hendur Birgir segir að teymið ræði við meinta gerendur og þolendur í slíkum málum og við vinahópinn í kringum viðkomandi einstaklinga. Verst sé þegar vinahópar dreifa sögusögnum en þá hafi málin tilhneigingu til að fara á mikið flug. „Því miður erum við að sjá sífellt fleiri dæmi um að bæði meintir gerendur og þolendur fái hótanir, ljót skilaboð, rógburð. Þá hafa einhverjir úr vinahópum dreift sögusögnum sem fara svo á flug. Þannig getur áreiti orðið að nauðgun þegar sagan fær sitt sjálfstæða líf. Meintir gerendur eru þá gjarnan kallaðir nauðgarar. Þolendur verða líka fyrir barðinu á svona en þá eru þeir kallaðir lygarar og sagðir segja sögur til að fá athygli. Þetta skaðar bæði þolendur og gerendur. Verstu dæmin sem við sjáum er þegar umræddir krakkar verða fyrir grófu stafrænu og eða líkamlegu ofbeldi,“ segir hann. „Það kemur fyrir að meintur gerandi eða þolandi hafi vegna þessa þurft að skipta um skóla.“ Birgir segir að börnin þurfi mun meiri fræðslu í þessum málaflokk. „Við kennum börnunum okkar umferðarreglurnar og hvernig æskilegt er að hegða sér í jólaboði. Þegar kemur að kynfræðslu er þeim rétt snjalltækið og foreldrar vona hið besta. Það er engan veginn nóg. Uppalendur þurfa að ræða við börnin um samskipti, virðingu og mörk. Stórefla þarf kynfræðslu í skólum og í öllu félagsstarfi með börnum,“ segir Birgir að lokum. MeToo Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sérfræðingur Ráðgjafateymis borgarinnar segir margfalt fleiri grunnskólanema, aðallega stúlkur á aldrinum ellefu til sextán ára, tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun nú en fyrir MeToo- byltinguna. Teymið er stuðningur við grunnskóla ef upp koma flókin mál. Birgir Lúðvíksson sérfræðingur í teyminu segir málin af margvíslegum toga. „Það er mikið af stafrænum tilkynningum þar sem einstaklingar eru með kynferðislegt áreiti. Óumbeðnar sendingar, skilaboð, myndir og myndbönd. Þegar kemur að einstaka málum, þá tveggja einstaklinga þá hafa það verið snertingar og það er farið yfir mörk meints þolanda,“ segir hann. Birgir segir miður að tíu til sextán ára drengir fái oft fyrstu og mestu kynfræðsluna gegnum klám og það geti haft afar neikvæð áhrif. „Við erum að sjá mikið klámáhorf sérstaklega hjá strákum á grunnskólaaldri. Við erum að sjá þetta alveg niður í fyrsta bekk en þeir eru þá sex ára gamlir. Þetta getur haft þau áhrif að strákarnir átta sig ekki á að þeir séu að fara yfir ákveðin mörk. Þeir eru þá ekki að sækja samþykki. En á sama tíma eru þeir jafnvel ekki meðvitaðir að þeir séu að brjóta á annarri manneskju,“ segir hann. Geti verið skaðlegt að taka málin í sínar hendur Birgir segir að teymið ræði við meinta gerendur og þolendur í slíkum málum og við vinahópinn í kringum viðkomandi einstaklinga. Verst sé þegar vinahópar dreifa sögusögnum en þá hafi málin tilhneigingu til að fara á mikið flug. „Því miður erum við að sjá sífellt fleiri dæmi um að bæði meintir gerendur og þolendur fái hótanir, ljót skilaboð, rógburð. Þá hafa einhverjir úr vinahópum dreift sögusögnum sem fara svo á flug. Þannig getur áreiti orðið að nauðgun þegar sagan fær sitt sjálfstæða líf. Meintir gerendur eru þá gjarnan kallaðir nauðgarar. Þolendur verða líka fyrir barðinu á svona en þá eru þeir kallaðir lygarar og sagðir segja sögur til að fá athygli. Þetta skaðar bæði þolendur og gerendur. Verstu dæmin sem við sjáum er þegar umræddir krakkar verða fyrir grófu stafrænu og eða líkamlegu ofbeldi,“ segir hann. „Það kemur fyrir að meintur gerandi eða þolandi hafi vegna þessa þurft að skipta um skóla.“ Birgir segir að börnin þurfi mun meiri fræðslu í þessum málaflokk. „Við kennum börnunum okkar umferðarreglurnar og hvernig æskilegt er að hegða sér í jólaboði. Þegar kemur að kynfræðslu er þeim rétt snjalltækið og foreldrar vona hið besta. Það er engan veginn nóg. Uppalendur þurfa að ræða við börnin um samskipti, virðingu og mörk. Stórefla þarf kynfræðslu í skólum og í öllu félagsstarfi með börnum,“ segir Birgir að lokum.
MeToo Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira