Reka sendiherra Frakklands úr landi og líta til Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2023 10:08 Umsvif Rússa í Búrkína Fasó og öðrum ríkjum í vesturhluta Sahel-svæðisins hafa aukist á undanförnum mánuðum. Sérstaklega í ríkjum þar sem herinn hefur tekið völd eins og Búrkína Fasó og Malí. EPA/ASSANE OUEDRAOGO Herstjórn Búrkína Fasó hefur skipað sendiherra Frakklands að yfirgefa landið. Tvær vikur eru síðan að mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna í Búrkína Fasó var gert að yfirgefa landið. Herstjórnin hefur verið að styrkja samband Búrkína Fasó og Rússlands að undanförnu. Hvorki herstjórnin né sendiráð Frakklands hefur viljað veita blaðamönnum AP fréttaveitunnar upplýsingar um ástæðu þess að sendiherranum hefur verið vikið úr landi. Frakkar hafa verið með hersveitir í vesturhluta Sahel-svæðisins svokallaða frá 2013 en vígamönnum á vegum Al-Qaeda og Íslamska ríkisins hefur vaxið mikið ásmegin þar. Þúsundir hafa látið lífið í átökum á svæðinu og nærri því tvær milljónir íbúa Búrkína Fasó hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Sahel-svæðið er þurrt svæði suður af Shara-eyðimörkinni. Valdarán í Malí, Tjad og Búrkína Faso eru sögð hafa grafið undan samskiptum Frakka við þau ríki og gefið vígamönnum á Sahel-svæðinu byr undir báða vængi. Aukin umsvif Rússa Franskir hermenn fóru frá Malí í fyrra eftir að samband ríkjanna versnaði verulega í kjölfar valdaráns hersins og aukinna umsvifa Rússa í Malí. Hundruð franskra hermanna halda þó enn til í Búrkína Fasó. Sjá einnig: Flytja alla hermenn frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina Núverandi herstjórn Búrkína Fasó tók völdin af annarri herstjórn í fyrra og var valdaránið réttlætt með því að fyrrverandi herstjórnin hefði ekki gert nóg til að binda enda á átökin í landinu. Það var einmitt sama ástæða og fyrri herstjórnin gaf þegar hún tók völdin af ríkisstjórn landsins nokkrum mánuðum áður. Sjá einnig: Herinn rænir völdum í Búrkína Fasó AP segir að árásum vígamanna hafi fjölgað og umfang þeirra aukist frá því herstjórnin tók völdin í Búrkína Fasó. Vígamenn hafa meðal annars setið um heilu bæina og hafa sérfræðingar áhyggjur af því að tugir þúsunda eigi hættu á því að lenda í hungursneyð. AP hefur eftir sérfræðingi í málefnum Vestur-Afríku að ákvörðun herstjórnarinnar muni mögulega leiða til deilna við önnur ríki á svæðinu þar sem stefnan sé sett á aukið lýðræði. Sakaðir um glæpi og ódæði Rússar hafa sent málaliða á vegum Wagner Group til Malí og Búrkína Fasó. Málaliðahópurinn er í eigu rússneska auðjöfursins Yevgeny Prigozhin en sá hefur lengi verið kallaður „kokkur Pútíns“ vegna náinna tengsla hans við forseta Rússlands. Hann stofnaði málaliðahópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2014 en hópnum hefur verið lýst sem „skuggaher Rússlands“ og hafa málaliðar á vegum Wagner verið virkir í Afríku, Mið-Austurlöndum og í Úkraínu. Málaliðar Wagner hafa víða verið sakaðir um grimmileg brot. Evrópusambandið beitti Wagner Group og menn sem að málaliðahópnum koma refsiaðgerðum í fyrra. Sambandið sagði málaliða Wagner hafa brotið gegn mannréttindum fólks og framið ýmis brot eins og pyntingar, aftökur og ógnanir gegn óbreyttum borgurum. Búrkína Fasó Frakkland Rússland Hernaður Tengdar fréttir Á fjórða tug almennra borgara féll í sprengjuárás Þrjátíu og fimm almennir borgarar féllu í sprengjuárás sem gerð var í norðurhluta Búrkína Fasó í gær og þrjátíu og sjö særðust. Sprengingin varð þegar bifreið í verndarfylgd keyrði á sprengju. 6. september 2022 08:00 Bandarísk nunna á níræðisaldri laus úr haldi hryðjuverkamanna Bandaríska nunnan Suellen Tennyson var á mánudaginn leyst úr haldi hryðjuverkamanna í Búrkína Fasó í vesturhluta Afríku. Tennyson hafði verið í haldi mannanna í fimm mánuði en hún er 83 ára gömul. 1. september 2022 19:16 Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40 Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 23. desember 2022 07:54 Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Rússneskir málaliðar Wagner Group birtu um helgina myndband sem sýndi meðlim hópsins tekinn af lífi með sleggju. Rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn og tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum, lofaði myndbandið. 14. nóvember 2022 13:10 Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Hvorki herstjórnin né sendiráð Frakklands hefur viljað veita blaðamönnum AP fréttaveitunnar upplýsingar um ástæðu þess að sendiherranum hefur verið vikið úr landi. Frakkar hafa verið með hersveitir í vesturhluta Sahel-svæðisins svokallaða frá 2013 en vígamönnum á vegum Al-Qaeda og Íslamska ríkisins hefur vaxið mikið ásmegin þar. Þúsundir hafa látið lífið í átökum á svæðinu og nærri því tvær milljónir íbúa Búrkína Fasó hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Sahel-svæðið er þurrt svæði suður af Shara-eyðimörkinni. Valdarán í Malí, Tjad og Búrkína Faso eru sögð hafa grafið undan samskiptum Frakka við þau ríki og gefið vígamönnum á Sahel-svæðinu byr undir báða vængi. Aukin umsvif Rússa Franskir hermenn fóru frá Malí í fyrra eftir að samband ríkjanna versnaði verulega í kjölfar valdaráns hersins og aukinna umsvifa Rússa í Malí. Hundruð franskra hermanna halda þó enn til í Búrkína Fasó. Sjá einnig: Flytja alla hermenn frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina Núverandi herstjórn Búrkína Fasó tók völdin af annarri herstjórn í fyrra og var valdaránið réttlætt með því að fyrrverandi herstjórnin hefði ekki gert nóg til að binda enda á átökin í landinu. Það var einmitt sama ástæða og fyrri herstjórnin gaf þegar hún tók völdin af ríkisstjórn landsins nokkrum mánuðum áður. Sjá einnig: Herinn rænir völdum í Búrkína Fasó AP segir að árásum vígamanna hafi fjölgað og umfang þeirra aukist frá því herstjórnin tók völdin í Búrkína Fasó. Vígamenn hafa meðal annars setið um heilu bæina og hafa sérfræðingar áhyggjur af því að tugir þúsunda eigi hættu á því að lenda í hungursneyð. AP hefur eftir sérfræðingi í málefnum Vestur-Afríku að ákvörðun herstjórnarinnar muni mögulega leiða til deilna við önnur ríki á svæðinu þar sem stefnan sé sett á aukið lýðræði. Sakaðir um glæpi og ódæði Rússar hafa sent málaliða á vegum Wagner Group til Malí og Búrkína Fasó. Málaliðahópurinn er í eigu rússneska auðjöfursins Yevgeny Prigozhin en sá hefur lengi verið kallaður „kokkur Pútíns“ vegna náinna tengsla hans við forseta Rússlands. Hann stofnaði málaliðahópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2014 en hópnum hefur verið lýst sem „skuggaher Rússlands“ og hafa málaliðar á vegum Wagner verið virkir í Afríku, Mið-Austurlöndum og í Úkraínu. Málaliðar Wagner hafa víða verið sakaðir um grimmileg brot. Evrópusambandið beitti Wagner Group og menn sem að málaliðahópnum koma refsiaðgerðum í fyrra. Sambandið sagði málaliða Wagner hafa brotið gegn mannréttindum fólks og framið ýmis brot eins og pyntingar, aftökur og ógnanir gegn óbreyttum borgurum.
Búrkína Fasó Frakkland Rússland Hernaður Tengdar fréttir Á fjórða tug almennra borgara féll í sprengjuárás Þrjátíu og fimm almennir borgarar féllu í sprengjuárás sem gerð var í norðurhluta Búrkína Fasó í gær og þrjátíu og sjö særðust. Sprengingin varð þegar bifreið í verndarfylgd keyrði á sprengju. 6. september 2022 08:00 Bandarísk nunna á níræðisaldri laus úr haldi hryðjuverkamanna Bandaríska nunnan Suellen Tennyson var á mánudaginn leyst úr haldi hryðjuverkamanna í Búrkína Fasó í vesturhluta Afríku. Tennyson hafði verið í haldi mannanna í fimm mánuði en hún er 83 ára gömul. 1. september 2022 19:16 Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40 Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 23. desember 2022 07:54 Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Rússneskir málaliðar Wagner Group birtu um helgina myndband sem sýndi meðlim hópsins tekinn af lífi með sleggju. Rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn og tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum, lofaði myndbandið. 14. nóvember 2022 13:10 Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Á fjórða tug almennra borgara féll í sprengjuárás Þrjátíu og fimm almennir borgarar féllu í sprengjuárás sem gerð var í norðurhluta Búrkína Fasó í gær og þrjátíu og sjö særðust. Sprengingin varð þegar bifreið í verndarfylgd keyrði á sprengju. 6. september 2022 08:00
Bandarísk nunna á níræðisaldri laus úr haldi hryðjuverkamanna Bandaríska nunnan Suellen Tennyson var á mánudaginn leyst úr haldi hryðjuverkamanna í Búrkína Fasó í vesturhluta Afríku. Tennyson hafði verið í haldi mannanna í fimm mánuði en hún er 83 ára gömul. 1. september 2022 19:16
Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40
Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 23. desember 2022 07:54
Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Rússneskir málaliðar Wagner Group birtu um helgina myndband sem sýndi meðlim hópsins tekinn af lífi með sleggju. Rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn og tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum, lofaði myndbandið. 14. nóvember 2022 13:10
Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07