Fyrsta bóluefnið fyrir býflugur fær leyfi í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2023 09:25 Bandarískur matvælaiðnaður er afar háður býflugunni. Getty/Anadolu Agency/David Talukdar Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út leyfi vegna bóluefnis líftæknifyrirtækisins Dalan Animal Health, sem er það fyrsta í heiminum sem er ætlað býflugum. Annette Kleiser, framkvæmdastjóri Dalan, segir um að ræða vatnaskil þegar kemur að verndun býflugunnar, sem er gríðarlega nauðsynleg í matvælaframleiðslu. Markmiðið með bóluefninu er að koma í veg fyrir útbreiðslu býflugnapestar (e. foulbrood), sem leggst á og drepur heilu búin. Engin lækning er til við sjúkdómnum, sem hefur fundist í einu af fjórum búum sums staðar í Bandaríkjunum. Þegar sjúkdómurinn kemur upp þarf að eyða og brenna sýktum búum og nota sýklalyf til að hemja útbreiðslu hans. Bóluefnið verður sett í fæðuna sem vinnuflugurnar gefa drottningunni. Þannig mun það berast í eggjastokka drottningarinnar og í allar þær lirfur sem hún eignast. Rannsóknir benda til að þetta muni draga úr dauðsföllum af völdum pestarinnar. Samkvæmt forsvarsmönnum Dalan standa vonir til að rannsóknirnar að baki bóluefninu muni nýtast til að þróa önnur bóluefni, til að mynda gegn annarri tegund býflugnapestar sem er útbreidd í Evrópu. Miklar áhyggjur eru uppi vegna slæmrar afkomu býflugunnar í Bandaríkjunum, þar sem henni stafar meðal annars ógn af notkun eiturefna og loftslagsbreytingum. Heilbrigð bú eru afar verðmæt og býflugnaþjófnaður vandamál. Bandaríkin Matvælaframleiðsla Lyf Dýr Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Annette Kleiser, framkvæmdastjóri Dalan, segir um að ræða vatnaskil þegar kemur að verndun býflugunnar, sem er gríðarlega nauðsynleg í matvælaframleiðslu. Markmiðið með bóluefninu er að koma í veg fyrir útbreiðslu býflugnapestar (e. foulbrood), sem leggst á og drepur heilu búin. Engin lækning er til við sjúkdómnum, sem hefur fundist í einu af fjórum búum sums staðar í Bandaríkjunum. Þegar sjúkdómurinn kemur upp þarf að eyða og brenna sýktum búum og nota sýklalyf til að hemja útbreiðslu hans. Bóluefnið verður sett í fæðuna sem vinnuflugurnar gefa drottningunni. Þannig mun það berast í eggjastokka drottningarinnar og í allar þær lirfur sem hún eignast. Rannsóknir benda til að þetta muni draga úr dauðsföllum af völdum pestarinnar. Samkvæmt forsvarsmönnum Dalan standa vonir til að rannsóknirnar að baki bóluefninu muni nýtast til að þróa önnur bóluefni, til að mynda gegn annarri tegund býflugnapestar sem er útbreidd í Evrópu. Miklar áhyggjur eru uppi vegna slæmrar afkomu býflugunnar í Bandaríkjunum, þar sem henni stafar meðal annars ógn af notkun eiturefna og loftslagsbreytingum. Heilbrigð bú eru afar verðmæt og býflugnaþjófnaður vandamál.
Bandaríkin Matvælaframleiðsla Lyf Dýr Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira