Furðar sig á ströngum Covid-reglum: „Ekkert annað en þvæla og vitleysa“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. janúar 2023 07:02 Íslenska karlalandsliðið í handbolta fékk heldur betur að kenna á kórónuveirunni á seinasta stórmóti. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Ívar Benediktsson, ritstjóri vefmiðilsins Handbolti.is, var gestur í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem hitað var upp fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta. Ívar ræddi meðal annars um þær ströngu Covid-reglur sem verða í gildi á mótinu og finnst þær í skásta lagi furðulegar. „Maður áttar sig ekki alveg á þessari dellu því þetta er náttúrulega ekkert annað en þvæla og vitleysa eins og ástandið er,“ sagði Ívar í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, minnti hlustendur þá á þá staðreynd að nú væri nýbúið að halda einn stærsta íþróttaviðburð veraldar, HM í fótbolta, sem fram fór í Katar. „Og þar er ekki minnst á neina veiru,“ sagði Ívar. „Þetta er nú enn þá í gangi hérna hjá okkur. Það er enn þá fólk að veikjast og smitast af Covid hérna á Íslandi og út um allt. En þetta er svo gjörsamlega út úr kortinu og ég held að það sé alveg ljóst að þessu hefur einn maður ráðið og það er forsetinn [Hassan Moustafa, forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins].“ „Innan stjórnarinnar eru Skandinavíubúar og Evrópubúar, en annað hvort hafa þeir ekki staðið í lappirnar, eða þá að það hefur ekkert verið hlustað á þá.“ Evrópumótið algjört fíaskó Eins og alþjóð man þá hafði kórónuveiran mikil áhrif á íslenska hópinn á EM í fyrra þar sem hver leikmaðurinn á fætur öðrum var sendur í einangrun. „Þetta var algjört fíaskó og allt of strangt tekið á þessu. Þetta var bara vitleysa. Ég sjálfur sat í súpunni í heila viku. Eldhress og ekkert að mér. Jú, ég fékk í hálsinn eina nótt og framan af degi, en þetta var ekkert og ég þurfti að húka inni á hóteli og horfði bara á þetta í sjónvarpinu. Hefði alveg eins getað verið heima.“ „Það sama var með alla þessa leikmenn. Flestir þeirra voru eldhressir, en auðvitað einhverjir nokkrir sem veiktust. En þetta var altt of strangt og allt umhverfið var tóm vitleysa,“ sagði Ívar meðal annars um Evrópumótið í fyrra. Moustafa ekki í sambandi við raunveruleikann Þá vandar Ívar forseta IHF, Hassan Moustafa, ekki kveðjurnar. „Þetta er algjörlega út úr kortinu. Þessu stjórnar bara einn maður, nákvæmlega sama og var fyrir HM í Egyptalandi þegar hann ætlaði að vera með helling af áhorfendum. En hann bakkaði reyndar út úr því rétt fyrir mót.“ „En núna virðist hann ætla að halda í þetta. Ég sá hann síðast í vor og þá var verið að draga í riðla. Þá var hann nánast eini maðurinn á þessari samkomu sem var í Katowice í Póllandi sem var með grímu. Hann virðist óttast veiruna og ég efa það ekki, en hann er ekki í nokkru sambandi við raunveruleikann.“ Hægt er að hlusta á seinasta þátt af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir neðan, en eldræða Ívars um Covid-reglurnar hefst eftir um 46 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Bransasögur frá þrjátíu ára ferli í kringum íslenska landsliðið HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
„Maður áttar sig ekki alveg á þessari dellu því þetta er náttúrulega ekkert annað en þvæla og vitleysa eins og ástandið er,“ sagði Ívar í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, minnti hlustendur þá á þá staðreynd að nú væri nýbúið að halda einn stærsta íþróttaviðburð veraldar, HM í fótbolta, sem fram fór í Katar. „Og þar er ekki minnst á neina veiru,“ sagði Ívar. „Þetta er nú enn þá í gangi hérna hjá okkur. Það er enn þá fólk að veikjast og smitast af Covid hérna á Íslandi og út um allt. En þetta er svo gjörsamlega út úr kortinu og ég held að það sé alveg ljóst að þessu hefur einn maður ráðið og það er forsetinn [Hassan Moustafa, forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins].“ „Innan stjórnarinnar eru Skandinavíubúar og Evrópubúar, en annað hvort hafa þeir ekki staðið í lappirnar, eða þá að það hefur ekkert verið hlustað á þá.“ Evrópumótið algjört fíaskó Eins og alþjóð man þá hafði kórónuveiran mikil áhrif á íslenska hópinn á EM í fyrra þar sem hver leikmaðurinn á fætur öðrum var sendur í einangrun. „Þetta var algjört fíaskó og allt of strangt tekið á þessu. Þetta var bara vitleysa. Ég sjálfur sat í súpunni í heila viku. Eldhress og ekkert að mér. Jú, ég fékk í hálsinn eina nótt og framan af degi, en þetta var ekkert og ég þurfti að húka inni á hóteli og horfði bara á þetta í sjónvarpinu. Hefði alveg eins getað verið heima.“ „Það sama var með alla þessa leikmenn. Flestir þeirra voru eldhressir, en auðvitað einhverjir nokkrir sem veiktust. En þetta var altt of strangt og allt umhverfið var tóm vitleysa,“ sagði Ívar meðal annars um Evrópumótið í fyrra. Moustafa ekki í sambandi við raunveruleikann Þá vandar Ívar forseta IHF, Hassan Moustafa, ekki kveðjurnar. „Þetta er algjörlega út úr kortinu. Þessu stjórnar bara einn maður, nákvæmlega sama og var fyrir HM í Egyptalandi þegar hann ætlaði að vera með helling af áhorfendum. En hann bakkaði reyndar út úr því rétt fyrir mót.“ „En núna virðist hann ætla að halda í þetta. Ég sá hann síðast í vor og þá var verið að draga í riðla. Þá var hann nánast eini maðurinn á þessari samkomu sem var í Katowice í Póllandi sem var með grímu. Hann virðist óttast veiruna og ég efa það ekki, en hann er ekki í nokkru sambandi við raunveruleikann.“ Hægt er að hlusta á seinasta þátt af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir neðan, en eldræða Ívars um Covid-reglurnar hefst eftir um 46 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Bransasögur frá þrjátíu ára ferli í kringum íslenska landsliðið
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira