Flugbransinn: „Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. janúar 2023 07:01 Það snýst allt um fótbolta heima hjá Sonju Arnórsdóttur, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs PLAY, sem segir flugbransann svo spennandi starfsvettvang að maður verði háður bransanum. Sonja stefndi alltaf á fjármálageirann, allt þar til hún hóf að vinna hjá WOW og árið 2019 hjá PLAY. Vísir/Vilhelm „Flugbransinn er gífurlega hraður og er enginn dagur eins. Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt,“ segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play. Sonja er með B.Sc. í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Byrjaði starfsframann í fjármálageiranum en kynntist flugbransanum fyrst hjá WOW og nú hjá PLAY. Sonja er í sambúð með Hilmari Gunnarssyni en þau eiga synina Mikael Mána 11 ára og Kristófer Ísak 5 ára. „Það snýst allt um fótbolta á mínu heimili og eru æðislegar stundir með strákunum á fótboltamótum og sjá þá dafna í því sem þeir elska.“ Eins og að missa fjölskyldumeðlim Sonja segist alltaf hafa haft áhuga á fjármálageiranum. Stefnan var því þangað enda hafði hún starfað hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar/BYR frá því að hún var sautján ára. Þar starfaði hún í fjárstýringu. „Ég fer í fæðingarorlof 2011 en var svo boðið starf hjá WOW þegar eldri strákurinn minn var níu mánaða. Ég ákvað að prófa eitthvað nýtt enda tækifærið að starta flugfélagi á Íslandi var of stórt til að gera það ekki,“ segir Sonja um það þegar hún hætti í bankanum og tók flugið með WOW. „Þessi bransi er alls ekki fyrir alla en þú þarft að læra að skipuleggja þig með það hugarfar að fara mörg skref til hliðar yfir daginn þar sem koma alltaf upp önnur verkefni sem ýta til skipulaginu. Mikilvægt að áttir þig á að það er í lagi og lærir að vinna með að skipulagið breytist hratt.“ Þegar Sonja horfir til baka á tímann hjá WOW segir hún margt koma upp í hugann. Enda hafi þetta verið skemmtilegur tími. „Mín sérfræði kunnátta var tekjustýring en einnig með mikinn áhuga á öðrum verkefnum innan sölu og markaðssviðs. Ég varð því fljótt tengiliður tekjustýringar inn í deildir sölu- og markaðssviðs. Upplýsingaflæði er gífurlega mikilvægt í svona hröðum geira og því mikilvægt að sé góð tenging milli deilda. En líka lærdómsríkur. Það var gífurlega erfitt þegar WOW fór í þrot enda margir hverjir verið þarna frá upphafi og má því segja að tilfinningin var eins og að missa fjölskyldumeðlim.“ Sonja segist eiga margar góðar minningar frá WOW enda hafi það verið skemmtilegur tími, en einnig mjög lærdómsríkur. Að vissu leyti hafi það verið eins og að missa fjölskyldumeðlim þegar WOW fór í þrot.Vísir/Vilhelm Hlustum ekki á: „Þetta hefur alltaf verið gert svona“ Eftir WOW sá Sonja fyrir sér að slaka aðeins á. Sem eftir nokkra mánuði sýndi sig að vera ekkert að ganga. „Ég hef alltaf haft mikla orku og á erfitt með að hafa ekkert fyrir stafni.“ Aftur var stefnan tekin á fjármálageirann og réði Sonja sig í starf fjármálaráðgjafa. Í júlí 2019 var hins vegar haft samband við hana frá PLAY. ,,Það þurfti ekki mikið til að sannfæra mig og ótrúlegt en satt ekki heldur manninn minn. Virkilega þakklát hvað hann er alltaf til staðar og styður þétt við bakið á mér enda ekkert minna álag fyrir hann að ég fari aftur í þennan bransa. Hvað þá að starta öðru flugfélagi.“ Við tóku krefjandi tímar þar sem nýju lággjaldaflugfélagi var komið á laggirnar af ótrúlega öflugu teymi að sögn Sonju. „Sem hefur alltaf unnið sem eitt þar sem allir eru tilbúnir að hjálpast að. Enda höldum gífurlega vel utan um hvort annað.“ Sonja segir hraða einkenna bransann. Því ef ekki er hugsað hratt og út fyrir boxið, er hreinlega hætta á að missa af lestinni. „Þetta var svo staðfest þegar faraldurinn skall á og sáum hvernig mörg önnur félög voru föst í gömlum rótgrónum legacy kerfum sem gátu ekki þróast á sama hraða og þurfti þegar faraldurinn skall á.“ Sonja segir hraðann í starfsumhverfinu einmitt vera eitt af því sem gerir starfið svo skemmtilegt. Þar sem þróunin er mikil og því alltaf verið að læra eitthvað nýtt. Fyrir utan auðvitað öryggis- og reglugerðir þá hlustum við ekki á „þetta hefur alltaf verið gert svona“ og hefur það hjálpað okkar að koma okkur á þann stað sem erum í dag og mun byggja okkur enn meira upp í framtíðinni.“ Sonja segir hraða eink enna flugbransann og þar skipti máli að hugsa hratt og út fyrir boxið. Hjá PLAY séu allir tilbúnir til að leggjast á eitt og hjálpast að, enda teymi sem haldi gífurlega vel utan um hvort annað. Vísir/Vilhelm Áskoranirnar í starfinu Sonja segist afar stolt af því að PLAY hafi verið valið besta Startup fyrirtækið af CAPA, en CAPA velur besta startup félagið í geiranum í öllum heiminum. PLAY var valið það besta af 25 startup félögum. Þá segir hún það hafa verið mikla hvatningu þegar PLAY var tilnefnt sem vörumerki ársins af Brandr. Margt í starfinu í dag, segir Sonja vera áherslur sem henni hefur lærst með tíð og tíma að reynist vel. Til dæmis leggur hún mikla áherslu á gott upplýsingaflæði á milli deilda. Hennar reynsla sé sú að gott upplýsingaflæði á milli deilda sé eitt af lykilatriðunum í því að byggja upp góða fyrirtækjamenningu. „Gott upplýsingaflæði og það að allir hafa tækifæri að koma með sitt input og sínar hugmyndir gerir starfið líka skemmtilegra og teymið í heild sinni verður enn nánara.“ Sem dæmi um verkefni eða áskoranir í starfinu má nefna tekjustýringu Play sem Sonja stýrir auk fleirri deilda. „Tekjustýringin er deild sem þarf að fylgjast grannt með samkeppninni, trendum og gera ítarlegar greiningar til að taka fljótt og örugglega ákvarðanir. Tekjustýringin ákvarðar fargjaldið á hverju einustu sæti með flóknum útreikningum í samanburði við stöðu samkeppninnar, hegðun viðskiptavinarins og stöðu brottfarar hverju sinni,“ segir Sonja og bætir við: „Við erum því gífurlega gagnadrifinn og var frá upphafi lagt mikinn metnað í að gögn væru góð, með hraðri uppfærslu og að hafa gögn uppfærð á nokkra mínútna fresti hjálpar ekki bara tekjustýring heldur sölu- og markaðssviðs í heild til að taka góðar og áreiðanlegar ákvarðanir hratt.“ Hún segir tekjustýringuna bera ábyrgð á því að hámarka tekjur af hverju flugi fyrir sig. Þess vegna skipti svo miklu máli að fargjaldið sé rétt stillt hverju sinni. „Að réttur verðpunktur sé stilltur út frá stöðu og hegðun viðskiptavinar, ekki of langt undir samkeppni heldur nægilega vel undir til að haldast samkeppnishæf og hámarka tekjur hverju sinni.“ En hvaða áskoranir í starfinu finnst þér erfiðast að fást við? „Erfiðustu áskoranirnar mínar eru eflaust að ég er óþolinmóð og á ég oft erfitt með að þurfa að bíða til dæmis eftir uppfærslum eða innleiðingum á tæknilegum lausnum. PLAY er að vinna mjög hratt í tæknilegum lausnum svo klárlega er þetta mín helsta áskorun er að vera þolinmóð.“ Að vera í krefjandi starfi og sinna fjörugu heimilishaldi og uppeldi tveggja fótboltadrengja er áskorun út af fyrir sig en sjálf segist Sonja leggja áherslu á hreyfingu og öndunaræfingar til að halda jafnvægi bæði andlega og líkamlega. Sambýlismaður Sonju er Hilmar Gunnarsson en synirnir tveir eru Mikael Máni 11 ára og Kristófer Ísak 5 ára. Vísir/Vilhelm Flug, frí og fjölskyldan Sonja segir alltaf líf og fjör á heimilinu. Allt gangi út á fótbolta og að þær séu ófáar stundirnar sem farið hafa í fótboltamótin með sonunum. Sem sé virkilega gaman að taka þátt í. Heimilið sé samt aðal samkomustaður fjölskyldunnar. Og reyndar stórfjölskyldunnar allrar sem verji miklum tíma saman. „Uppáhalds tíminn er að koma heim og njóta með strákunum mínum. Eftir langan og erfiðan dag er það extra mikilvægt. Ég og maðurinn minn deilum miklum tónlistaáhuga og njótum að hlusta á góða tónlist ásamt því stunda líkamsrækt,“ segir Sonja og bætir við: „Í þokkabót á ég vínkonuhóp sem samanstendur af ótrúlega mögnuðum og yndislegum stelpum sem gefa mér mikinn drifkraft í að gera betur alla daga. Að njóta með þeim er einn af mörgum toppum í tilverunni.“ Þá segir hún fjölskylduna auðvitað njóta góðs af því að PLAY bjóði upp á 35 áfangastaði. „Ég veit ekkert betra en að hoppa erlendis í hitann og kúpla mig út með fjölskyldunni. Og get eiginlega ekki beðið eftir því að kíkja til Bologna á Ítalíu, Prag í Tékklandi eða Varsjá í Póllandi sem allt eru nýir áfangastaðir á þessu ári. Og auðvitað er ætlunin að fljúga til Liverpool í vetur á leik með fótboltasnillingana okkar.“ En hvaða ráð ætli Sonja laumi á, fyrir fólk sem í senn sinnir krefjandi starfi og er með stóra fjölskyldu og vinahópa að huga að? Allir ættu að hugsa vel um sjálfan sig, þegar orkan eykst eftir góða líkamsrækt eða öndunaræfingu er mögnuð tilfinning og hjálpar þér að takast enn betur á við lífið og hvað þá í krefjandi starfi. Ég legg því mikið upp úr því að hreyfa mig til að halda jafnvægi andlega og líkamlega en einnig hef ég verið að læra öndunaræfingar sem er ótrúlegt tól fyrir andlegt jafnvægi.“ Starfsframi Stjórnun Vinnustaðurinn Mannauðsmál Samgöngur Play Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Frægir framleiða Thor´s skyr: Væntanlega í Walmart fljótlega á næsta ári „Við vorum á fundi með forstjóra Walmart um daginn. Auðvitað hefði ég ekkert fengið þann fund sísvona nema fyrir Terry Crews en mér þykir mjög líklegt að Thor‘s skyrið verði komið í um 4500 verslanir fljótlega á næsta ári,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck einn af stofnendum Thor's skyr sem framleitt er í Bandaríkjunum. 27. desember 2022 07:01 „Það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur“ „Ég er farin að finna núna hvað Íslendingatengslin eru mikil í kvikmyndageiranum erlendis. Þar sem það er orðið þekkt að það að ráða Íslending í vinnu þýðir að þú ert að fá góðan starfskraft. Sem skilar alltaf einverju nýju,“ segir Árni Filippuson kvikmyndatökumaður með meiru. 24. desember 2022 14:01 Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26 „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer“ „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer. Þannig hefur það alltaf verið,“ segir Brynja Tomer og hlær. Fædd í Danmörku, alin upp á Íslandi, búsett á Spáni, á Ítalíu, á Íslandi en nú Kólumbíu. 5. desember 2022 07:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Sonja er með B.Sc. í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Byrjaði starfsframann í fjármálageiranum en kynntist flugbransanum fyrst hjá WOW og nú hjá PLAY. Sonja er í sambúð með Hilmari Gunnarssyni en þau eiga synina Mikael Mána 11 ára og Kristófer Ísak 5 ára. „Það snýst allt um fótbolta á mínu heimili og eru æðislegar stundir með strákunum á fótboltamótum og sjá þá dafna í því sem þeir elska.“ Eins og að missa fjölskyldumeðlim Sonja segist alltaf hafa haft áhuga á fjármálageiranum. Stefnan var því þangað enda hafði hún starfað hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar/BYR frá því að hún var sautján ára. Þar starfaði hún í fjárstýringu. „Ég fer í fæðingarorlof 2011 en var svo boðið starf hjá WOW þegar eldri strákurinn minn var níu mánaða. Ég ákvað að prófa eitthvað nýtt enda tækifærið að starta flugfélagi á Íslandi var of stórt til að gera það ekki,“ segir Sonja um það þegar hún hætti í bankanum og tók flugið með WOW. „Þessi bransi er alls ekki fyrir alla en þú þarft að læra að skipuleggja þig með það hugarfar að fara mörg skref til hliðar yfir daginn þar sem koma alltaf upp önnur verkefni sem ýta til skipulaginu. Mikilvægt að áttir þig á að það er í lagi og lærir að vinna með að skipulagið breytist hratt.“ Þegar Sonja horfir til baka á tímann hjá WOW segir hún margt koma upp í hugann. Enda hafi þetta verið skemmtilegur tími. „Mín sérfræði kunnátta var tekjustýring en einnig með mikinn áhuga á öðrum verkefnum innan sölu og markaðssviðs. Ég varð því fljótt tengiliður tekjustýringar inn í deildir sölu- og markaðssviðs. Upplýsingaflæði er gífurlega mikilvægt í svona hröðum geira og því mikilvægt að sé góð tenging milli deilda. En líka lærdómsríkur. Það var gífurlega erfitt þegar WOW fór í þrot enda margir hverjir verið þarna frá upphafi og má því segja að tilfinningin var eins og að missa fjölskyldumeðlim.“ Sonja segist eiga margar góðar minningar frá WOW enda hafi það verið skemmtilegur tími, en einnig mjög lærdómsríkur. Að vissu leyti hafi það verið eins og að missa fjölskyldumeðlim þegar WOW fór í þrot.Vísir/Vilhelm Hlustum ekki á: „Þetta hefur alltaf verið gert svona“ Eftir WOW sá Sonja fyrir sér að slaka aðeins á. Sem eftir nokkra mánuði sýndi sig að vera ekkert að ganga. „Ég hef alltaf haft mikla orku og á erfitt með að hafa ekkert fyrir stafni.“ Aftur var stefnan tekin á fjármálageirann og réði Sonja sig í starf fjármálaráðgjafa. Í júlí 2019 var hins vegar haft samband við hana frá PLAY. ,,Það þurfti ekki mikið til að sannfæra mig og ótrúlegt en satt ekki heldur manninn minn. Virkilega þakklát hvað hann er alltaf til staðar og styður þétt við bakið á mér enda ekkert minna álag fyrir hann að ég fari aftur í þennan bransa. Hvað þá að starta öðru flugfélagi.“ Við tóku krefjandi tímar þar sem nýju lággjaldaflugfélagi var komið á laggirnar af ótrúlega öflugu teymi að sögn Sonju. „Sem hefur alltaf unnið sem eitt þar sem allir eru tilbúnir að hjálpast að. Enda höldum gífurlega vel utan um hvort annað.“ Sonja segir hraða einkenna bransann. Því ef ekki er hugsað hratt og út fyrir boxið, er hreinlega hætta á að missa af lestinni. „Þetta var svo staðfest þegar faraldurinn skall á og sáum hvernig mörg önnur félög voru föst í gömlum rótgrónum legacy kerfum sem gátu ekki þróast á sama hraða og þurfti þegar faraldurinn skall á.“ Sonja segir hraðann í starfsumhverfinu einmitt vera eitt af því sem gerir starfið svo skemmtilegt. Þar sem þróunin er mikil og því alltaf verið að læra eitthvað nýtt. Fyrir utan auðvitað öryggis- og reglugerðir þá hlustum við ekki á „þetta hefur alltaf verið gert svona“ og hefur það hjálpað okkar að koma okkur á þann stað sem erum í dag og mun byggja okkur enn meira upp í framtíðinni.“ Sonja segir hraða eink enna flugbransann og þar skipti máli að hugsa hratt og út fyrir boxið. Hjá PLAY séu allir tilbúnir til að leggjast á eitt og hjálpast að, enda teymi sem haldi gífurlega vel utan um hvort annað. Vísir/Vilhelm Áskoranirnar í starfinu Sonja segist afar stolt af því að PLAY hafi verið valið besta Startup fyrirtækið af CAPA, en CAPA velur besta startup félagið í geiranum í öllum heiminum. PLAY var valið það besta af 25 startup félögum. Þá segir hún það hafa verið mikla hvatningu þegar PLAY var tilnefnt sem vörumerki ársins af Brandr. Margt í starfinu í dag, segir Sonja vera áherslur sem henni hefur lærst með tíð og tíma að reynist vel. Til dæmis leggur hún mikla áherslu á gott upplýsingaflæði á milli deilda. Hennar reynsla sé sú að gott upplýsingaflæði á milli deilda sé eitt af lykilatriðunum í því að byggja upp góða fyrirtækjamenningu. „Gott upplýsingaflæði og það að allir hafa tækifæri að koma með sitt input og sínar hugmyndir gerir starfið líka skemmtilegra og teymið í heild sinni verður enn nánara.“ Sem dæmi um verkefni eða áskoranir í starfinu má nefna tekjustýringu Play sem Sonja stýrir auk fleirri deilda. „Tekjustýringin er deild sem þarf að fylgjast grannt með samkeppninni, trendum og gera ítarlegar greiningar til að taka fljótt og örugglega ákvarðanir. Tekjustýringin ákvarðar fargjaldið á hverju einustu sæti með flóknum útreikningum í samanburði við stöðu samkeppninnar, hegðun viðskiptavinarins og stöðu brottfarar hverju sinni,“ segir Sonja og bætir við: „Við erum því gífurlega gagnadrifinn og var frá upphafi lagt mikinn metnað í að gögn væru góð, með hraðri uppfærslu og að hafa gögn uppfærð á nokkra mínútna fresti hjálpar ekki bara tekjustýring heldur sölu- og markaðssviðs í heild til að taka góðar og áreiðanlegar ákvarðanir hratt.“ Hún segir tekjustýringuna bera ábyrgð á því að hámarka tekjur af hverju flugi fyrir sig. Þess vegna skipti svo miklu máli að fargjaldið sé rétt stillt hverju sinni. „Að réttur verðpunktur sé stilltur út frá stöðu og hegðun viðskiptavinar, ekki of langt undir samkeppni heldur nægilega vel undir til að haldast samkeppnishæf og hámarka tekjur hverju sinni.“ En hvaða áskoranir í starfinu finnst þér erfiðast að fást við? „Erfiðustu áskoranirnar mínar eru eflaust að ég er óþolinmóð og á ég oft erfitt með að þurfa að bíða til dæmis eftir uppfærslum eða innleiðingum á tæknilegum lausnum. PLAY er að vinna mjög hratt í tæknilegum lausnum svo klárlega er þetta mín helsta áskorun er að vera þolinmóð.“ Að vera í krefjandi starfi og sinna fjörugu heimilishaldi og uppeldi tveggja fótboltadrengja er áskorun út af fyrir sig en sjálf segist Sonja leggja áherslu á hreyfingu og öndunaræfingar til að halda jafnvægi bæði andlega og líkamlega. Sambýlismaður Sonju er Hilmar Gunnarsson en synirnir tveir eru Mikael Máni 11 ára og Kristófer Ísak 5 ára. Vísir/Vilhelm Flug, frí og fjölskyldan Sonja segir alltaf líf og fjör á heimilinu. Allt gangi út á fótbolta og að þær séu ófáar stundirnar sem farið hafa í fótboltamótin með sonunum. Sem sé virkilega gaman að taka þátt í. Heimilið sé samt aðal samkomustaður fjölskyldunnar. Og reyndar stórfjölskyldunnar allrar sem verji miklum tíma saman. „Uppáhalds tíminn er að koma heim og njóta með strákunum mínum. Eftir langan og erfiðan dag er það extra mikilvægt. Ég og maðurinn minn deilum miklum tónlistaáhuga og njótum að hlusta á góða tónlist ásamt því stunda líkamsrækt,“ segir Sonja og bætir við: „Í þokkabót á ég vínkonuhóp sem samanstendur af ótrúlega mögnuðum og yndislegum stelpum sem gefa mér mikinn drifkraft í að gera betur alla daga. Að njóta með þeim er einn af mörgum toppum í tilverunni.“ Þá segir hún fjölskylduna auðvitað njóta góðs af því að PLAY bjóði upp á 35 áfangastaði. „Ég veit ekkert betra en að hoppa erlendis í hitann og kúpla mig út með fjölskyldunni. Og get eiginlega ekki beðið eftir því að kíkja til Bologna á Ítalíu, Prag í Tékklandi eða Varsjá í Póllandi sem allt eru nýir áfangastaðir á þessu ári. Og auðvitað er ætlunin að fljúga til Liverpool í vetur á leik með fótboltasnillingana okkar.“ En hvaða ráð ætli Sonja laumi á, fyrir fólk sem í senn sinnir krefjandi starfi og er með stóra fjölskyldu og vinahópa að huga að? Allir ættu að hugsa vel um sjálfan sig, þegar orkan eykst eftir góða líkamsrækt eða öndunaræfingu er mögnuð tilfinning og hjálpar þér að takast enn betur á við lífið og hvað þá í krefjandi starfi. Ég legg því mikið upp úr því að hreyfa mig til að halda jafnvægi andlega og líkamlega en einnig hef ég verið að læra öndunaræfingar sem er ótrúlegt tól fyrir andlegt jafnvægi.“
Starfsframi Stjórnun Vinnustaðurinn Mannauðsmál Samgöngur Play Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Frægir framleiða Thor´s skyr: Væntanlega í Walmart fljótlega á næsta ári „Við vorum á fundi með forstjóra Walmart um daginn. Auðvitað hefði ég ekkert fengið þann fund sísvona nema fyrir Terry Crews en mér þykir mjög líklegt að Thor‘s skyrið verði komið í um 4500 verslanir fljótlega á næsta ári,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck einn af stofnendum Thor's skyr sem framleitt er í Bandaríkjunum. 27. desember 2022 07:01 „Það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur“ „Ég er farin að finna núna hvað Íslendingatengslin eru mikil í kvikmyndageiranum erlendis. Þar sem það er orðið þekkt að það að ráða Íslending í vinnu þýðir að þú ert að fá góðan starfskraft. Sem skilar alltaf einverju nýju,“ segir Árni Filippuson kvikmyndatökumaður með meiru. 24. desember 2022 14:01 Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26 „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer“ „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer. Þannig hefur það alltaf verið,“ segir Brynja Tomer og hlær. Fædd í Danmörku, alin upp á Íslandi, búsett á Spáni, á Ítalíu, á Íslandi en nú Kólumbíu. 5. desember 2022 07:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00
Frægir framleiða Thor´s skyr: Væntanlega í Walmart fljótlega á næsta ári „Við vorum á fundi með forstjóra Walmart um daginn. Auðvitað hefði ég ekkert fengið þann fund sísvona nema fyrir Terry Crews en mér þykir mjög líklegt að Thor‘s skyrið verði komið í um 4500 verslanir fljótlega á næsta ári,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck einn af stofnendum Thor's skyr sem framleitt er í Bandaríkjunum. 27. desember 2022 07:01
„Það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur“ „Ég er farin að finna núna hvað Íslendingatengslin eru mikil í kvikmyndageiranum erlendis. Þar sem það er orðið þekkt að það að ráða Íslending í vinnu þýðir að þú ert að fá góðan starfskraft. Sem skilar alltaf einverju nýju,“ segir Árni Filippuson kvikmyndatökumaður með meiru. 24. desember 2022 14:01
Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26
„Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer“ „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer. Þannig hefur það alltaf verið,“ segir Brynja Tomer og hlær. Fædd í Danmörku, alin upp á Íslandi, búsett á Spáni, á Ítalíu, á Íslandi en nú Kólumbíu. 5. desember 2022 07:01