Logi Geirs grét þegar hann rifjaði upp Ólympíuleikana Atli Arason skrifar 8. janúar 2023 14:15 Logi Geirsson á Ólympíuleikunum árið 2008. Getty Images Logi Geirsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Stórasta land í heimi með Stefáni Árna Pálssyni hér á Vísi. Í þættinum fer Logi yfir Ólympíuleikanna í Peking árið 2008, þar sem tilfinningarnar bera Loga ofurliði. Logi var hluti af íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem vann silfurverðlaun á mótinu. Í þættinum ræðir Logi ræðir sérstaklega ótrúlegan undanúrslitaleik þar sem Ísland vann sex marka sigur gegn ógnarsterku liði Spánverja, 36-30. „Ég hef aldrei rætt þennan leik djúpt við neinn. Ekki foreldra, vini eða fjölmiðla. Það hefur enginn spurt mig nákvæmlega um leikinn, hvernig mér leið eða hvað var að gerast,“ sagði Logi Geirsson, áður en hann bætti við. „Þegar ég var að undirbúa mig fyrir þetta í gær þá brást ég í grát. Ég fékk bara vægt taugaáfall, ég grét og grét. Það eru greinilega bara einhverjar tilfinningar, sársauki og allskonar annað sem er enn þá inn í manni sem maður hefur aldrei farið djúpt ofan í. Þetta er ákveðið ferðalag sem ég fer inn í þegar ég rifja þetta allt upp aftur.“ Lagið Elysium eftir Lisu Gerrard og Klaus Badelt var ákveðið þemalag hjá íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum, lag sem allir leikmenn gátu tengt við. „Allt sem við gerðum var tengt við það sem var verið að segja. Þegar við vorum að fara út á völl og Óli Stef[ánsson] tók okkur í hring og sagði að við værum saman í bát, með okkar sverð og skjöld að fara að berjast. Við erum 300 þúsund að fara að keppa við milljóna þjóðir og við þurfum að vera með bakið saman. Þess vegna var það þetta lag, sem er þemalagið úr kvikmyndinni Gladiator,“ sagði Logi aðspurður af hverju þetta Elysium hafi orðið fyrir valinu. „Ég fæ gæsahúð við þetta. Ég sé fyrir mér klefann og ég sé fyrir mér strákana. Það voru rosa miklar tilfinningar í gangi og margir að gráta,“ sagði Logi áður en hann réð ekki lengur við tilfinningar sínar og brást í grát. Þáttinn í heild má heyra í spilaranum hér að neðan en þar rifjar Logi Geirsson upp allt það helsta frá Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Ólympíuleikar Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Silfrið tryggt - gullið bíður Ísland er komið í úrslitaleikinn í keppni í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland lagði Spán í úrslitunum, 36-30. 22. ágúst 2008 11:44 Myndir úr leik Íslands og Spánar Sem fyrr var Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari viðstaddur er Ísland tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking. 22. ágúst 2008 15:57 Ísland er stórasta land í heimi "Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi," sagði Dorrit Moussaieff, forsetafrú, í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins eftir að Ísland vann frækinn sigur á Spánverjum í dag. 22. ágúst 2008 14:20 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Logi var hluti af íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem vann silfurverðlaun á mótinu. Í þættinum ræðir Logi ræðir sérstaklega ótrúlegan undanúrslitaleik þar sem Ísland vann sex marka sigur gegn ógnarsterku liði Spánverja, 36-30. „Ég hef aldrei rætt þennan leik djúpt við neinn. Ekki foreldra, vini eða fjölmiðla. Það hefur enginn spurt mig nákvæmlega um leikinn, hvernig mér leið eða hvað var að gerast,“ sagði Logi Geirsson, áður en hann bætti við. „Þegar ég var að undirbúa mig fyrir þetta í gær þá brást ég í grát. Ég fékk bara vægt taugaáfall, ég grét og grét. Það eru greinilega bara einhverjar tilfinningar, sársauki og allskonar annað sem er enn þá inn í manni sem maður hefur aldrei farið djúpt ofan í. Þetta er ákveðið ferðalag sem ég fer inn í þegar ég rifja þetta allt upp aftur.“ Lagið Elysium eftir Lisu Gerrard og Klaus Badelt var ákveðið þemalag hjá íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum, lag sem allir leikmenn gátu tengt við. „Allt sem við gerðum var tengt við það sem var verið að segja. Þegar við vorum að fara út á völl og Óli Stef[ánsson] tók okkur í hring og sagði að við værum saman í bát, með okkar sverð og skjöld að fara að berjast. Við erum 300 þúsund að fara að keppa við milljóna þjóðir og við þurfum að vera með bakið saman. Þess vegna var það þetta lag, sem er þemalagið úr kvikmyndinni Gladiator,“ sagði Logi aðspurður af hverju þetta Elysium hafi orðið fyrir valinu. „Ég fæ gæsahúð við þetta. Ég sé fyrir mér klefann og ég sé fyrir mér strákana. Það voru rosa miklar tilfinningar í gangi og margir að gráta,“ sagði Logi áður en hann réð ekki lengur við tilfinningar sínar og brást í grát. Þáttinn í heild má heyra í spilaranum hér að neðan en þar rifjar Logi Geirsson upp allt það helsta frá Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.
Ólympíuleikar Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Silfrið tryggt - gullið bíður Ísland er komið í úrslitaleikinn í keppni í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland lagði Spán í úrslitunum, 36-30. 22. ágúst 2008 11:44 Myndir úr leik Íslands og Spánar Sem fyrr var Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari viðstaddur er Ísland tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking. 22. ágúst 2008 15:57 Ísland er stórasta land í heimi "Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi," sagði Dorrit Moussaieff, forsetafrú, í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins eftir að Ísland vann frækinn sigur á Spánverjum í dag. 22. ágúst 2008 14:20 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Silfrið tryggt - gullið bíður Ísland er komið í úrslitaleikinn í keppni í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland lagði Spán í úrslitunum, 36-30. 22. ágúst 2008 11:44
Myndir úr leik Íslands og Spánar Sem fyrr var Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari viðstaddur er Ísland tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking. 22. ágúst 2008 15:57
Ísland er stórasta land í heimi "Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi," sagði Dorrit Moussaieff, forsetafrú, í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins eftir að Ísland vann frækinn sigur á Spánverjum í dag. 22. ágúst 2008 14:20