„Framsókn“ Sigurðar Inga Heimir Eyvindarson skrifar 9. janúar 2023 11:01 Í fyrsta skipulagsútdrætti fyrir Reykjavíkurborg, sem Guðjón Samúelsson, Guðmundur Hannesson og fleiri framsýnir menn gerðu fyrir tæpum 100 árum var gert ráð fyrir þremur lestarstöðvum í Reykjavík: Í miðbæ, vesturbæ og austurbæ. Svo framsýnar voru hugmyndirnar að við austurbæjarstöð var einnig gert ráð fyrir aðkomu lesta utan af landsbyggðinni. Því miður fáum við aldrei að vita hvernig samfélagið hefði þróast ef þessar hugmyndir hefðu orðið að veruleika - og ekki hefði verið ráðist í að gera borgina að bílaborg að bandarískri fyrirmynd. Ekki frekar en við fáum nokkurn tíma að vita hvort almenningur hefði það betra ef framsóknarmenn hefðu ekki ákveðið að gefa nokkrum vel völdum vinum sínum fiskveiði auðlindina á sínum tíma, eins og velt var upp í áramótaskaupinu. Ætli þeir í framsókn viti hvað orðið framsókn þýði? Líklega ekki Sigurður Ingi, sem sló hugmyndir um lest milli Reykjaness og Reykjavíkur út af borðinu í gær. Taldi viturlegra að byggja upp vegi. „Ahhhhaahhha, haldið þið að lestir komist leiðar sinnar þegar okkar stærstu díselhákar komast hvorki lönd né strönd? Ahhahahhhahh!“ Kannski ekki Sigurður, en þær ættu a.m.k. að komast þegar vegirnir eru lokaðir vegna fastra smábíla þvers og kruss. Þessi framsýni Sigurðar Inga minnir á annan ámóta framtíðarsnilling, Steingrím J., sem sagði eitthvað á þessa leið, þegar til stóð að byggja Leifsstöð á sínum tíma: „Ahhhhaahhha, þetta er algjört rugl! Haldið þið að það verði endalaust til af flugfarþegum?! Það er miklu nær að efla skipaflotann. Siglingar eru framtíðin. Ahhahahhhahh.“ Nýsköpun, sjálfbærni og umhverfisvernd eru meðal markmiða sem viðurkennt er að manneskjunni sé nauðsynlegt að stefna að, eigi henni ekki að takast að tortíma sjálfri sér í endalausum ahhahahhhahh belgingi. Þeim markmiðum náum við ekki með því að neita að sjá aðrar lausnir en einkabílinn. Þeir voru framsýnir Bretarnir sem byggðu fyrstu almenningsjárnbraut veraldar, milli Liverpool og Manchester fyrir næstum 200 árum. Hvað hefði Steingrímur J. sagt við þeim pælingum? Kannski: „Ahhhhaahhha, hvaða rugl er í ykkur, það eru fullgóðir skipaskurðir milli borganna. Það er miklu nær að styrkja þá enn frekar.“? Þeir voru líka framsýnir Danirnir sem byrjuðu að byggja upp lestarkerfið þar skömmu á eftir Bretunum. Þegar lest milli Roskilde og Køben var tekin í notkun 1847 bjuggu líklega álíka margir á þessum tveimur stöðum og búa í dag í Reykjavík og Reykjanesbæ. Skipulagsmál ættu ætíð að vera á ábyrgð þeirra sem sjá lengra fram í tímann en nef þeirra nær. Sagan sýnir að öll viðleitni mannsins til þess að liðka um fyrir bílaumferð hefur orðið til þess að auka hana. Líklega veit Sigurður Ingi það ekki. Eða honum er kannski bara sama? Við ráðum því nefnilega sjálf, í hvernig samfélagi við viljum búa. Til þess höfum við alls konar lýðræðistól. Við getum látið skoðun okkar í ljós og komið athugasemdum á framfæri. Og svo getum við líka hætt að kjósa olíubelgi yfir okkur, hvort sem þeir eru úr framsókn, VG eða öðrum flokkum. Það er t.d. engin tilviljun eða náttúrulögmál að Amsterdam og Køben eru annálaðar reiðhjólaborgir. Það kostaði baráttu fólks og skilning yfirvalda. Upp úr 1970 stefndi allt í að báðar þessar borgir yrðu ósköp venjulegar bílaborgir, þrátt fyrir ríka hjólreiðahefð í báðum löndum. Einkabíllinn var einfaldlega málið. „Ahhhhaahhha, ætliði bara að hjóla út um allt? „Ahhhhaahhha!“ Höfundur er kennari og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Hjólreiðar Skipulag Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta skipulagsútdrætti fyrir Reykjavíkurborg, sem Guðjón Samúelsson, Guðmundur Hannesson og fleiri framsýnir menn gerðu fyrir tæpum 100 árum var gert ráð fyrir þremur lestarstöðvum í Reykjavík: Í miðbæ, vesturbæ og austurbæ. Svo framsýnar voru hugmyndirnar að við austurbæjarstöð var einnig gert ráð fyrir aðkomu lesta utan af landsbyggðinni. Því miður fáum við aldrei að vita hvernig samfélagið hefði þróast ef þessar hugmyndir hefðu orðið að veruleika - og ekki hefði verið ráðist í að gera borgina að bílaborg að bandarískri fyrirmynd. Ekki frekar en við fáum nokkurn tíma að vita hvort almenningur hefði það betra ef framsóknarmenn hefðu ekki ákveðið að gefa nokkrum vel völdum vinum sínum fiskveiði auðlindina á sínum tíma, eins og velt var upp í áramótaskaupinu. Ætli þeir í framsókn viti hvað orðið framsókn þýði? Líklega ekki Sigurður Ingi, sem sló hugmyndir um lest milli Reykjaness og Reykjavíkur út af borðinu í gær. Taldi viturlegra að byggja upp vegi. „Ahhhhaahhha, haldið þið að lestir komist leiðar sinnar þegar okkar stærstu díselhákar komast hvorki lönd né strönd? Ahhahahhhahh!“ Kannski ekki Sigurður, en þær ættu a.m.k. að komast þegar vegirnir eru lokaðir vegna fastra smábíla þvers og kruss. Þessi framsýni Sigurðar Inga minnir á annan ámóta framtíðarsnilling, Steingrím J., sem sagði eitthvað á þessa leið, þegar til stóð að byggja Leifsstöð á sínum tíma: „Ahhhhaahhha, þetta er algjört rugl! Haldið þið að það verði endalaust til af flugfarþegum?! Það er miklu nær að efla skipaflotann. Siglingar eru framtíðin. Ahhahahhhahh.“ Nýsköpun, sjálfbærni og umhverfisvernd eru meðal markmiða sem viðurkennt er að manneskjunni sé nauðsynlegt að stefna að, eigi henni ekki að takast að tortíma sjálfri sér í endalausum ahhahahhhahh belgingi. Þeim markmiðum náum við ekki með því að neita að sjá aðrar lausnir en einkabílinn. Þeir voru framsýnir Bretarnir sem byggðu fyrstu almenningsjárnbraut veraldar, milli Liverpool og Manchester fyrir næstum 200 árum. Hvað hefði Steingrímur J. sagt við þeim pælingum? Kannski: „Ahhhhaahhha, hvaða rugl er í ykkur, það eru fullgóðir skipaskurðir milli borganna. Það er miklu nær að styrkja þá enn frekar.“? Þeir voru líka framsýnir Danirnir sem byrjuðu að byggja upp lestarkerfið þar skömmu á eftir Bretunum. Þegar lest milli Roskilde og Køben var tekin í notkun 1847 bjuggu líklega álíka margir á þessum tveimur stöðum og búa í dag í Reykjavík og Reykjanesbæ. Skipulagsmál ættu ætíð að vera á ábyrgð þeirra sem sjá lengra fram í tímann en nef þeirra nær. Sagan sýnir að öll viðleitni mannsins til þess að liðka um fyrir bílaumferð hefur orðið til þess að auka hana. Líklega veit Sigurður Ingi það ekki. Eða honum er kannski bara sama? Við ráðum því nefnilega sjálf, í hvernig samfélagi við viljum búa. Til þess höfum við alls konar lýðræðistól. Við getum látið skoðun okkar í ljós og komið athugasemdum á framfæri. Og svo getum við líka hætt að kjósa olíubelgi yfir okkur, hvort sem þeir eru úr framsókn, VG eða öðrum flokkum. Það er t.d. engin tilviljun eða náttúrulögmál að Amsterdam og Køben eru annálaðar reiðhjólaborgir. Það kostaði baráttu fólks og skilning yfirvalda. Upp úr 1970 stefndi allt í að báðar þessar borgir yrðu ósköp venjulegar bílaborgir, þrátt fyrir ríka hjólreiðahefð í báðum löndum. Einkabíllinn var einfaldlega málið. „Ahhhhaahhha, ætliði bara að hjóla út um allt? „Ahhhhaahhha!“ Höfundur er kennari og tónlistarmaður.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar