Er ekki tilefni til að skammast sín og biðjast afsökunar? Tómas Ellert Tómasson skrifar 10. janúar 2023 19:00 Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands þvertekur fyrir það í samtali við fréttamann visir.is fyrr í dag að biðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra afsökunar á því óþverrabragði kennara við skólann að stilla Sigmundi upp við hlið alræðissinna og fjöldamorðingja á glæru í „kennslustund“ við skólann. Ennfremur segir hún að ekki sé tilefni til þess vegna þess að glæran hafi verið notuð til að kveikja umræður meðal nemenda um ólíkar birtingarmyndir þjóðernisstefnu í stjórnmálafræði við skólann. Það er sem sagt í lagi að mati skólastjórans að setja fram kennsluefni á slíkan hátt til að "kveikja umræður" á meðal nemenda, öðruvísi mér áður brá. Þegar ég var í framhaldsskóla á níunda áratug síðustu aldar sótti ég eins marga sögu- og stjórnmálaáfanga og ég mögulega gat, því þeir voru eitt af því fáa sem að ég hafði áhuga á að nema á þeim tíma. Ég fullyrði að aldrei, ég endurtek, aldrei var námsefninu í þeim áföngum stillt upp með slíkum hætti að kennari reyndi að mynda hugrenningatengsl á milli alræðissinna út í heimi við íslenska stjórnmálamenn eða aðra Íslendinga yfirhöfuð. Og það þrátt fyrir að einhverjir kennararnir voru yfirlýstir Alþýðubandalagsmenn eða eitthvað annað. Það kom þeim ekki til hugar. Hvað annað er atvikið sem kom upp í Verzló annað en skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara við skólann? Viðbrögð skólastjórans eru mér mikil vonbrigði verð ég að segja. Viðbrögðin bera vott um að ofbeldi og einelti sé samþykkt í skólanum þrátt fyrir að skólinn hafi sett sér áætlun gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri áreitni og kynbundinni áreitni. Til bjargar andliti hins merka skóla að þá kem ég hér með tillögu að afsökunarbeiðni sem notast má við til fulltrúaráðs og skólanefndar Verzlunarskóla Íslands þar sem upp kom atvik í skólanum sem tilefni er til að skammast sín fyrir og biðjast afsökunar á: „Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands lýsir yfir af gefnu tilefni: Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands biðst afsökunar á því illgirnislega óþverrabragði kennara við skólann að líkja Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra við alræðissinna og fjöldamorðingja. Skýrir verkferlar verða nú settir svo eitthvað þessu líkt endurtaki sig ekki. Við lærum af mistökum og heitum því að vanda vel til kennsluhátta þannig að ekki falli þar skuggi á eins og gerðist í tilviki fyrrverandi kennara við skólann, því miður. Við biðjum Sigmund Davíð í einlægni formlega afsökunar á athæfinu. Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands fordæmir alfarið allt einelti, fordóma og ofbeldi af öllu tagi, nú sem endranær. Til áréttingar að þá hefur kennaranum sem beitti óþverrabragðinu verið sagt upp störfum. Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands“ Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Tómas Ellert Tómasson Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands þvertekur fyrir það í samtali við fréttamann visir.is fyrr í dag að biðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra afsökunar á því óþverrabragði kennara við skólann að stilla Sigmundi upp við hlið alræðissinna og fjöldamorðingja á glæru í „kennslustund“ við skólann. Ennfremur segir hún að ekki sé tilefni til þess vegna þess að glæran hafi verið notuð til að kveikja umræður meðal nemenda um ólíkar birtingarmyndir þjóðernisstefnu í stjórnmálafræði við skólann. Það er sem sagt í lagi að mati skólastjórans að setja fram kennsluefni á slíkan hátt til að "kveikja umræður" á meðal nemenda, öðruvísi mér áður brá. Þegar ég var í framhaldsskóla á níunda áratug síðustu aldar sótti ég eins marga sögu- og stjórnmálaáfanga og ég mögulega gat, því þeir voru eitt af því fáa sem að ég hafði áhuga á að nema á þeim tíma. Ég fullyrði að aldrei, ég endurtek, aldrei var námsefninu í þeim áföngum stillt upp með slíkum hætti að kennari reyndi að mynda hugrenningatengsl á milli alræðissinna út í heimi við íslenska stjórnmálamenn eða aðra Íslendinga yfirhöfuð. Og það þrátt fyrir að einhverjir kennararnir voru yfirlýstir Alþýðubandalagsmenn eða eitthvað annað. Það kom þeim ekki til hugar. Hvað annað er atvikið sem kom upp í Verzló annað en skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara við skólann? Viðbrögð skólastjórans eru mér mikil vonbrigði verð ég að segja. Viðbrögðin bera vott um að ofbeldi og einelti sé samþykkt í skólanum þrátt fyrir að skólinn hafi sett sér áætlun gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri áreitni og kynbundinni áreitni. Til bjargar andliti hins merka skóla að þá kem ég hér með tillögu að afsökunarbeiðni sem notast má við til fulltrúaráðs og skólanefndar Verzlunarskóla Íslands þar sem upp kom atvik í skólanum sem tilefni er til að skammast sín fyrir og biðjast afsökunar á: „Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands lýsir yfir af gefnu tilefni: Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands biðst afsökunar á því illgirnislega óþverrabragði kennara við skólann að líkja Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra við alræðissinna og fjöldamorðingja. Skýrir verkferlar verða nú settir svo eitthvað þessu líkt endurtaki sig ekki. Við lærum af mistökum og heitum því að vanda vel til kennsluhátta þannig að ekki falli þar skuggi á eins og gerðist í tilviki fyrrverandi kennara við skólann, því miður. Við biðjum Sigmund Davíð í einlægni formlega afsökunar á athæfinu. Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands fordæmir alfarið allt einelti, fordóma og ofbeldi af öllu tagi, nú sem endranær. Til áréttingar að þá hefur kennaranum sem beitti óþverrabragðinu verið sagt upp störfum. Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands“ Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun