Enn á að slá ryki í augu fólks Hildur Sverrisdóttir skrifar 11. janúar 2023 07:31 Komið hefur fram að fjármálaeftirlit Seðlabankans telur Íslandsbanka hafa brotið lög við framkvæmd útboðs Íslandsbanka síðasta vor. Það liðu ekki margar mínútur frá þeim fréttum þar til stjórnarandstæðingar nýttu tækifærið til að þyrla upp enn meira ryki misskilnings um þetta mál. Þingmaður Samfylkingarinnar þóttist þannig greina tvískinnung í málflutningi stjórnarliða um að lög hefðu ekki verið brotin í málinu. Ekki þarf að kynna sér málið mikið til að sjá þar er um ódýran málflutning að ræða. Umræðan á formlegum vettvangi stjórnmálanna síðan í vor hefur snúið að þætti stjórnvalda í sölunni. Um þau atriði gerði Ríkisendurskoðun úttekt og skilaði þinginu skýrslu í nóvember. Skýrslan er enn til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en það hefur ekki farið framhjá þeim sem hafa fylgst með málinu að samkvæmt orðum ríkisendurskoðanda benti ekkert til lögbrota af hálfu þeirra sem til skoðunar voru á vettvangi embættisins. Ummæli stjórnarliða um að lög hafi ekki verið brotin beinast að sjálfsögðu að þessu, og ódýrt að ýja að öðru. Fjármálaeftirlit Seðlabankans tók í framhaldinu til athugunar aðgerðir ráðgjafanna sem fengnir voru til framkvæmdar útboðsins. Þeir aðilar bera eðli málsins samkvæmt sjálfir ábyrgð á framgöngu sinni, og eðlilegt að því fylgi afleiðingar hafi hún ekki staðist lög. Í þegar flóknu máli er aumt að fylgjast með fulltrúum stjórnarandstöðunnar grípa enn og aftur í málflutningstakta sem virðast ganga út á það eitt að slá ryki í augu fólks. Allt frá því í vor hafa gífuryrði yfirtekið alla skynsama umræðu um málið og það voru nánast áþreifanleg vonbrigði margra stjórnarandstöðuþingmanna þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar var ekki dramatískari en þau höfðu gert sér vonir um. Og nú á að freista þess að ýja að því að það sem er til umfjöllunar á milli fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka hafi eitthvað að gera með aðgerðir og umræðu ráðherra eða annarra stjórnarliða, þvert á hið rétta. Einhver gæti sagt að hér sé einfaldlega um að ræða illa dulbúna rökþurrð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Salan á Íslandsbanka Alþingi Seðlabankinn Sjálfstæðisflokkurinn Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Komið hefur fram að fjármálaeftirlit Seðlabankans telur Íslandsbanka hafa brotið lög við framkvæmd útboðs Íslandsbanka síðasta vor. Það liðu ekki margar mínútur frá þeim fréttum þar til stjórnarandstæðingar nýttu tækifærið til að þyrla upp enn meira ryki misskilnings um þetta mál. Þingmaður Samfylkingarinnar þóttist þannig greina tvískinnung í málflutningi stjórnarliða um að lög hefðu ekki verið brotin í málinu. Ekki þarf að kynna sér málið mikið til að sjá þar er um ódýran málflutning að ræða. Umræðan á formlegum vettvangi stjórnmálanna síðan í vor hefur snúið að þætti stjórnvalda í sölunni. Um þau atriði gerði Ríkisendurskoðun úttekt og skilaði þinginu skýrslu í nóvember. Skýrslan er enn til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en það hefur ekki farið framhjá þeim sem hafa fylgst með málinu að samkvæmt orðum ríkisendurskoðanda benti ekkert til lögbrota af hálfu þeirra sem til skoðunar voru á vettvangi embættisins. Ummæli stjórnarliða um að lög hafi ekki verið brotin beinast að sjálfsögðu að þessu, og ódýrt að ýja að öðru. Fjármálaeftirlit Seðlabankans tók í framhaldinu til athugunar aðgerðir ráðgjafanna sem fengnir voru til framkvæmdar útboðsins. Þeir aðilar bera eðli málsins samkvæmt sjálfir ábyrgð á framgöngu sinni, og eðlilegt að því fylgi afleiðingar hafi hún ekki staðist lög. Í þegar flóknu máli er aumt að fylgjast með fulltrúum stjórnarandstöðunnar grípa enn og aftur í málflutningstakta sem virðast ganga út á það eitt að slá ryki í augu fólks. Allt frá því í vor hafa gífuryrði yfirtekið alla skynsama umræðu um málið og það voru nánast áþreifanleg vonbrigði margra stjórnarandstöðuþingmanna þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar var ekki dramatískari en þau höfðu gert sér vonir um. Og nú á að freista þess að ýja að því að það sem er til umfjöllunar á milli fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka hafi eitthvað að gera með aðgerðir og umræðu ráðherra eða annarra stjórnarliða, þvert á hið rétta. Einhver gæti sagt að hér sé einfaldlega um að ræða illa dulbúna rökþurrð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun