Segir faraldurinn hafa breytt viðhorfi til fjarnáms Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2023 12:39 Margrét Jónsdóttir Njarðvík er rektor Háskólans á Bifröst. aðsend Faraldur kórónuveirunnar breytti viðhorfi til Háskólans á Bifröst að sögn rektors skólans sem segir fjölga í þeim hópi nemenda sem kjósa fjarnám. Hún segir fjarnám mikið jafnréttismál en nemendur skólans hafa aldrei verið fleiri. Þegar heimsfaraldur skall á með tilheyrandi samkomubanni lömuðust margir háskólar sem byggja starf sitt á staðnámi, tímasókn og viðveru. Á sama tíma breyttist viðhorf til fjarnáms að sögn Margrétar Jónsdóttur Njarðvík, rektors Háskólans á Bifröst, en skólinn hefur árum saman boðið upp á fjárnám í ýmsum greinum. „Áður fyrr þá voru ákveðnir fordómar, og þeir eru enn í ákveðnum aldurshópum, gegn því að læra fjarnám. Alveg eins og að einhvern tímann héldu allir að allir yrðu vitlausir á því að horfa á sjónvarp, en við getum lært heilmikið af því að horfa á sjónvarp. Covid leiddi okkur fyrir sjónir þá staðreynd að það er hægt að kenna svo til allt í fjarnámi og það gengur bara ljómandi vel.“ Rætt var við Margréti í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Jafnréttismál Nemendur skólans hafa aldrei verið fleiri en nú og segir Margrét fjarnám henta lífi nútímafólks vel. Fjarnám þurfi þó að vera vel skipulagt og útfært af metnaði. „Og svo sjáum við líka hversu mikilvægu hlutverki fjarnám gegnir því í raun og veru er fjarnám mesta jafnrétti til náms sem hægt er að hugsa sér því fólk alls staðar að á landinu, alls staðar að frá heiminum getur sótt fjarnám og þá sparar fólk ferðir í tíma og allar þær flækjur sem því fylgja.“ 41 prósent nemenda skólans búa utan höfuðborgarsvæðisins. „Og þú getur ímyndað þér hvað það gerir fyrir samfélög úti á landi að geta sótt nám algjörlega án þess að þurfa að fara úr sinni heimabyggð. Ef við tökum þá ákvörðun að halda Íslandi í byggð þá þurfum við að gæta þess að fólk geti ávallt sótt sér nám til að verða sterkari í nýsköpun á landsbyggðinni.“ Háskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Borgarbyggð Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Þegar heimsfaraldur skall á með tilheyrandi samkomubanni lömuðust margir háskólar sem byggja starf sitt á staðnámi, tímasókn og viðveru. Á sama tíma breyttist viðhorf til fjarnáms að sögn Margrétar Jónsdóttur Njarðvík, rektors Háskólans á Bifröst, en skólinn hefur árum saman boðið upp á fjárnám í ýmsum greinum. „Áður fyrr þá voru ákveðnir fordómar, og þeir eru enn í ákveðnum aldurshópum, gegn því að læra fjarnám. Alveg eins og að einhvern tímann héldu allir að allir yrðu vitlausir á því að horfa á sjónvarp, en við getum lært heilmikið af því að horfa á sjónvarp. Covid leiddi okkur fyrir sjónir þá staðreynd að það er hægt að kenna svo til allt í fjarnámi og það gengur bara ljómandi vel.“ Rætt var við Margréti í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Jafnréttismál Nemendur skólans hafa aldrei verið fleiri en nú og segir Margrét fjarnám henta lífi nútímafólks vel. Fjarnám þurfi þó að vera vel skipulagt og útfært af metnaði. „Og svo sjáum við líka hversu mikilvægu hlutverki fjarnám gegnir því í raun og veru er fjarnám mesta jafnrétti til náms sem hægt er að hugsa sér því fólk alls staðar að á landinu, alls staðar að frá heiminum getur sótt fjarnám og þá sparar fólk ferðir í tíma og allar þær flækjur sem því fylgja.“ 41 prósent nemenda skólans búa utan höfuðborgarsvæðisins. „Og þú getur ímyndað þér hvað það gerir fyrir samfélög úti á landi að geta sótt nám algjörlega án þess að þurfa að fara úr sinni heimabyggð. Ef við tökum þá ákvörðun að halda Íslandi í byggð þá þurfum við að gæta þess að fólk geti ávallt sótt sér nám til að verða sterkari í nýsköpun á landsbyggðinni.“
Háskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Borgarbyggð Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira