Ólafur Stephensen og birgðastaðan á dilkakjöti hjá KS Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 18. janúar 2023 07:01 Ólafur Stephensen framkvæmdastóri Félags atvinnurekenda skráir eftirfarandi á facebook síðu sína 17. janúar 2023. „Á bls. 13 í Morgunblaðinu í dag er sagt frá nýjasta stríðsglæp Rússa í Úkraínu, eldflaugaárás á íbúðablokk, þar sem minnst 40 manns létu lífið. Af 75 særðum eru 14 börn. Á forsíðu blaðsins er rætt við sérlegan fulltrúa hryðjuverkaríkisins, Ágúst Andrésson heiðurskonsúl Rússlands og forstöðumann kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, um birgðastöðuna í dilkakjöti. Honum hefur víst enn ekki dottið í hug að afsala sér heiðursnafnbótinni.“ Færsla Ólafs. Það má vel vera að Ólafi finnist að með þessu sé hann að sýna Úkraínumönnum samúð en mér finnst þetta alveg sérlega ósmekkleg og óviðeigandi færsla. Starf ræðismanns (konsúls) hefur ekkert með stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu að gera. Ólafi er hér eins og í fyrri færslum tíðrætt um heiðursnafnbót, en hann veit væntanlega að ræðismenn eru jafnan heiðursræðismenn eða heiðurskonsúll ef þeir þiggja ekki laun fyrir þjónustu sína. Annars eru þeir kallaðir ræðismaður eða konsúll. Hvers vegna beinir Ólafur ekki spjótum sínum að utanríkisráðuneytinu og ríkisstjórninni og hvetur til þess Ísland slíti stjórnmálasambandi við Rússland? Er viðkvæmt mál fyrir Ólaf Stephensen að gagnrýna Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra sjálfstæðisflokksins, sem fer með utanríkismál fyrir að vera með stjórnmálasamband við land sem hann kallar hryðjuverkaríki? Við slit stjórnmálasambands yrði starf konsúls/heiðurskonsúls væntanlega sjálfkrafa lagt miður. Er viðeigandi að manni sem gegnir stöðu Framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda að blanda Kaupfélagi Skagfirðinga og starfsmanni þess í ódæðisverk í Úkraínu þar sem fjöldi manns lætur lífið? Telur Ólafur Stephensen kannski að eldflauginni sem lenti á fjölbýlishúsi í Dnipro Úkraínu hafi verið skotið frá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga? Hvað kemur þetta svo birgðastöðunni á dilkakjöti hjá KS við? Sjálfur þekki ég Ólaf Stephensen að góðu einu og ég skil samúð hans með Úkraínu en málflutningur hans í þessu máli er óviðeigandi. Höfundur er prófessor hjá Háskólanum á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Verslun Rússland Úkraína Hilmar Þór Hilmarsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Stephensen framkvæmdastóri Félags atvinnurekenda skráir eftirfarandi á facebook síðu sína 17. janúar 2023. „Á bls. 13 í Morgunblaðinu í dag er sagt frá nýjasta stríðsglæp Rússa í Úkraínu, eldflaugaárás á íbúðablokk, þar sem minnst 40 manns létu lífið. Af 75 særðum eru 14 börn. Á forsíðu blaðsins er rætt við sérlegan fulltrúa hryðjuverkaríkisins, Ágúst Andrésson heiðurskonsúl Rússlands og forstöðumann kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, um birgðastöðuna í dilkakjöti. Honum hefur víst enn ekki dottið í hug að afsala sér heiðursnafnbótinni.“ Færsla Ólafs. Það má vel vera að Ólafi finnist að með þessu sé hann að sýna Úkraínumönnum samúð en mér finnst þetta alveg sérlega ósmekkleg og óviðeigandi færsla. Starf ræðismanns (konsúls) hefur ekkert með stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu að gera. Ólafi er hér eins og í fyrri færslum tíðrætt um heiðursnafnbót, en hann veit væntanlega að ræðismenn eru jafnan heiðursræðismenn eða heiðurskonsúll ef þeir þiggja ekki laun fyrir þjónustu sína. Annars eru þeir kallaðir ræðismaður eða konsúll. Hvers vegna beinir Ólafur ekki spjótum sínum að utanríkisráðuneytinu og ríkisstjórninni og hvetur til þess Ísland slíti stjórnmálasambandi við Rússland? Er viðkvæmt mál fyrir Ólaf Stephensen að gagnrýna Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra sjálfstæðisflokksins, sem fer með utanríkismál fyrir að vera með stjórnmálasamband við land sem hann kallar hryðjuverkaríki? Við slit stjórnmálasambands yrði starf konsúls/heiðurskonsúls væntanlega sjálfkrafa lagt miður. Er viðeigandi að manni sem gegnir stöðu Framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda að blanda Kaupfélagi Skagfirðinga og starfsmanni þess í ódæðisverk í Úkraínu þar sem fjöldi manns lætur lífið? Telur Ólafur Stephensen kannski að eldflauginni sem lenti á fjölbýlishúsi í Dnipro Úkraínu hafi verið skotið frá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga? Hvað kemur þetta svo birgðastöðunni á dilkakjöti hjá KS við? Sjálfur þekki ég Ólaf Stephensen að góðu einu og ég skil samúð hans með Úkraínu en málflutningur hans í þessu máli er óviðeigandi. Höfundur er prófessor hjá Háskólanum á Akureyri.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar