Sjálfbær þróun sjávarútvegs Eggert Benedikt Guðmundsson skrifar 25. janúar 2023 17:00 Þegar rætt er um sjálfbæra þróun er jafnan vísað í þrjár stoðir hennar: Umhverfi, efnahag og samfélag. Aðeins með því að virða og styðja allar þessar þrjár stoðir náum við að „mæta þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum“ („Sameiginleg framtíð vor“, Brundtland skýrslan, 1987). Lykillinn að árangri felst í því að horfa ekki bara á sjálfbæra þróun sem sjálfstætt viðfangsefni, heldur sem leið til að takast á við allar okkar áskoranir. Starfshópar á vegum matvælaráðuneytisins kynntu í síðustu viku bráðabirgðaniðurstöður úr umfjöllun sinni um stjórnkerfi sjávarútvegsins, en verkefnið fékk heitið Auðlindin okkar. Niðurstöðurnar byggja á þremur stoðum sjálfbærrar þróunar og eru settar fram sem þrístökk. Í fyrsta lagi er dregið fram hvaða kröfur umhverfið setur umgengni okkar við sjávarauðlindina. Þær kröfur mynda rammann að öllu því sem á eftir fer. Ótækt er að brjóta þann ramma og um það ríkir væntanlega mest sátt innan sjávarútvegsins og meðal þjóðarinnar allrar. Næsta verkefni er að hámarka verðmætin innan þess ramma sem umhverfið markar. Þar þarf m.a. að huga að því, að hve miklu leyti stjórnvöld skipta sér af og hvaða takmarkanir þau setja. Breið sátt ríkir um grunninn að núverandi aflamarkskerfi, þótt tekist sé á um tilteknar úthlutanir í hinu svokallaða félagslega kerfi eða pottum. Lokaskrefið snýst um hvernig við tryggjum að þessi verðmæti dreifist á sanngjarnan hátt á milli greinarinnar og þjóðarinnar í heild. Annars vegar gerist það sjálfkrafa í gegnum launagreiðslur og innlend innkaup, sem og fjölþætt gjöld og skatta. Hins vegar gerist það núna með greiðslu sérstaks gjalds fyrir aðgang að auðlindinni, þ.e. veiðigjöldum. Mestur ágreiningur hefur verið um þetta þriðja og síðasta skref. Mikilvægt er að finna á því lausn, sem getur orðið varanleg. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki eru nefnilega kostir sem nýtast allri virðiskeðjunni, styðja við umhverfið og auka verðmætasköpun. Þannig tengjast skrefin þrjú í órofa heild. Þetta liggur einmitt í eðli sjálfbærrar þróunar, þ.e. að ná jafnvægi á milli hinna umhverfislegu, efnahagslegu og samfélagslegu stoða. Þótt nauðsynlegt sé að líta til hverrar og einnar við úrlausn viðfangsefnanna, þarf lokaniðurstaðan að styðja við þær allar. Höfundur er leiðtogi sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu og formaður starfshópsins Aðgengi innan Auðlindarinnar okkar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar rætt er um sjálfbæra þróun er jafnan vísað í þrjár stoðir hennar: Umhverfi, efnahag og samfélag. Aðeins með því að virða og styðja allar þessar þrjár stoðir náum við að „mæta þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum“ („Sameiginleg framtíð vor“, Brundtland skýrslan, 1987). Lykillinn að árangri felst í því að horfa ekki bara á sjálfbæra þróun sem sjálfstætt viðfangsefni, heldur sem leið til að takast á við allar okkar áskoranir. Starfshópar á vegum matvælaráðuneytisins kynntu í síðustu viku bráðabirgðaniðurstöður úr umfjöllun sinni um stjórnkerfi sjávarútvegsins, en verkefnið fékk heitið Auðlindin okkar. Niðurstöðurnar byggja á þremur stoðum sjálfbærrar þróunar og eru settar fram sem þrístökk. Í fyrsta lagi er dregið fram hvaða kröfur umhverfið setur umgengni okkar við sjávarauðlindina. Þær kröfur mynda rammann að öllu því sem á eftir fer. Ótækt er að brjóta þann ramma og um það ríkir væntanlega mest sátt innan sjávarútvegsins og meðal þjóðarinnar allrar. Næsta verkefni er að hámarka verðmætin innan þess ramma sem umhverfið markar. Þar þarf m.a. að huga að því, að hve miklu leyti stjórnvöld skipta sér af og hvaða takmarkanir þau setja. Breið sátt ríkir um grunninn að núverandi aflamarkskerfi, þótt tekist sé á um tilteknar úthlutanir í hinu svokallaða félagslega kerfi eða pottum. Lokaskrefið snýst um hvernig við tryggjum að þessi verðmæti dreifist á sanngjarnan hátt á milli greinarinnar og þjóðarinnar í heild. Annars vegar gerist það sjálfkrafa í gegnum launagreiðslur og innlend innkaup, sem og fjölþætt gjöld og skatta. Hins vegar gerist það núna með greiðslu sérstaks gjalds fyrir aðgang að auðlindinni, þ.e. veiðigjöldum. Mestur ágreiningur hefur verið um þetta þriðja og síðasta skref. Mikilvægt er að finna á því lausn, sem getur orðið varanleg. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki eru nefnilega kostir sem nýtast allri virðiskeðjunni, styðja við umhverfið og auka verðmætasköpun. Þannig tengjast skrefin þrjú í órofa heild. Þetta liggur einmitt í eðli sjálfbærrar þróunar, þ.e. að ná jafnvægi á milli hinna umhverfislegu, efnahagslegu og samfélagslegu stoða. Þótt nauðsynlegt sé að líta til hverrar og einnar við úrlausn viðfangsefnanna, þarf lokaniðurstaðan að styðja við þær allar. Höfundur er leiðtogi sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu og formaður starfshópsins Aðgengi innan Auðlindarinnar okkar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun