Húsnæðismarkaður kólni þar til stýrivextir lækki á ný Ólafur Björn Sverrisson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 26. janúar 2023 07:01 Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. vísir/sigurjón Húsnæðismarkaðurinn virðist vera að kólna nokkuð hratt en í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði. Hægfræðingur stofnunarinnar gerir ráð fyrir að markaðurinn haldi áfram að kólna þar til stýrivextir lækki á ný. Svo virðist sem færri hafi tök á að kaupa þær íbúðir sem nú eru á markaði en fyrir einstakling með allt að 250 þúsund króna greiðslubyrði eru innan við 100 íbúðir í boði miðað við 80 prósent óverðtryggt lán. Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun ræddi áhrif verðtryggðra lána við Lillý Valgerði, fréttamann á Stöð 2: „Við sjáum hjá bönkunun að hrein, ný útlán eru 84 prósent verðtryggð sem er mikil breyting. Það er ár síðan fólk var að greiða upp í hrönnum,“ segir Kári en bætir við að verðtryggðu lánin séu að bjarga fasteignamarkaðnum frá því að vera í algjöru frosti en það sé vegna þess að færri eigi efni á að taka óverðtryggð lán. „Þetta getur dregið úr virkni peningastefnunnar, þannig það eru kostir og gallar við þetta.“ Hann telur að þróunin sé komin til að vera þar til að stýrivextir fari lækkandi. „Við sjáum það líka núna, ef verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir, að þá eru verðtryggðu lánin í raun hagkvæmari. Það er bara viðsnúningur sem hefur átt sér stað síðustu mánuði, þar á undan höfðu óverðtryggðu lánin verið hagkvæmari í þónokkur ár,“ segir Kári. Hann segir nágrannasveitarfélög höfuðborgarsvæðis kólna hraðar en önnur. „Hveragerði, Selfoss, Reykjanes en það mun koma skýrari mynd á það á næstu mánuðum. Í raun virðist þetta hafa minnst áhrif á landsbyggðina, enda eru íbúðaverð þannig á mörgum öðrum stöðum að greiðslugetan er ekki takmarkandi þáttur,“ segir Kári sem gerir ráð fyrir að markaðurinn kólni áfram þar til stýrivextir lækki á ný. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Svo virðist sem færri hafi tök á að kaupa þær íbúðir sem nú eru á markaði en fyrir einstakling með allt að 250 þúsund króna greiðslubyrði eru innan við 100 íbúðir í boði miðað við 80 prósent óverðtryggt lán. Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun ræddi áhrif verðtryggðra lána við Lillý Valgerði, fréttamann á Stöð 2: „Við sjáum hjá bönkunun að hrein, ný útlán eru 84 prósent verðtryggð sem er mikil breyting. Það er ár síðan fólk var að greiða upp í hrönnum,“ segir Kári en bætir við að verðtryggðu lánin séu að bjarga fasteignamarkaðnum frá því að vera í algjöru frosti en það sé vegna þess að færri eigi efni á að taka óverðtryggð lán. „Þetta getur dregið úr virkni peningastefnunnar, þannig það eru kostir og gallar við þetta.“ Hann telur að þróunin sé komin til að vera þar til að stýrivextir fari lækkandi. „Við sjáum það líka núna, ef verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir, að þá eru verðtryggðu lánin í raun hagkvæmari. Það er bara viðsnúningur sem hefur átt sér stað síðustu mánuði, þar á undan höfðu óverðtryggðu lánin verið hagkvæmari í þónokkur ár,“ segir Kári. Hann segir nágrannasveitarfélög höfuðborgarsvæðis kólna hraðar en önnur. „Hveragerði, Selfoss, Reykjanes en það mun koma skýrari mynd á það á næstu mánuðum. Í raun virðist þetta hafa minnst áhrif á landsbyggðina, enda eru íbúðaverð þannig á mörgum öðrum stöðum að greiðslugetan er ekki takmarkandi þáttur,“ segir Kári sem gerir ráð fyrir að markaðurinn kólni áfram þar til stýrivextir lækki á ný.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira