Mennska er máttur - í heilbrigðiskerfinu Hlédís Sveinsdóttir skrifar 27. janúar 2023 07:30 Vingjarnlegt viðmót og bros. Klapp á bakið. Útskýringar á mannamáli. Útskýringar á barnamáli. Bangsi að gjöf í sjúkrabíl. Aukaverðlaun í erfiðustu heimsóknunum. Stolið staffa kaffi um miðja nótt. Þolinmæði og skilningur. Allt gert til að gera þungar heimsóknir barns og foreldris þolanlegar. Það eru þær líka - heimsóknir okkar mæðgna til heilbrigðisstarfsfólks - þökk sé góðu fólki. Góðu mennsku heilbrigðisstarfsfólki. Austur Asísk heimspeki skilgreinir lífið út frá jin og jang. Jin og jang eru tveir aðalþættir tilverunnar. Alheimurinn er til vegna samleiks og víxláhrifa þeirra. Þannig heldur lífið jafnvægi. Við þekkjum líka orðatiltæki eins og „engin er rós án þyrna“. Með öðrum orðum það er engin gleði án sorgar eða ást án sársauka. Lífið býður ekki upp á að velja bara annað. Þetta fylgist að. Rétt eins og það er engin mennska án mistaka. Við viljum allt það fallega og góða sem fylgir manneskjum en verðum þá líka að taka því slæma. Gangast við því og vinna með það. Fólk sem vinnur innan heilbrigðisgeirans getur gert mistök eins og starfsfólk i öllum öðrum atvinnugreinum. Það getur átt slæman dag og það getur sjálft veikst á líkama og sál. Það kastar ekki rýrð á alla greinina og allt starfsfólk frekar en þegar slys eða mistök eiga sér stað í öðrum starfsstéttum. Það er hættulegt að taka heilbrigðisstarfsfólk út fyrir sviga og láta eins og þar séu ekki gerð mistök eða þar vinni ekki mennskt fólk. Hippókrates sem oft er kallaður faðir læknisfræðinnar sagði "first, do no harm" sem hefur verið þýtt sem „umfram allt skaðið ekki“ og er notað í grunn að læknaeiðum víða um heim. Góð kona, heilbrigðisstarfsmaður, sagði við mig um daginn að eiginlega þyrfti líka að vera til læknaeiður þegar mistök eiga sér stað. Hann ætti að vera „do no more harm“ eða „umfram allt skaðið ekki meira“. Það er allt of algengt að eftir að mistök eru gerð, þ.e.a.s. einhver skaði verður, innan heilbrigðisstofnunar er unnið meira tjón með skaðlegum viðbrögðum. Ef við höldum okkur við gamla gríska heimspeki getum við líka vitnað í Aristóteles. Hann var forngrískur heimspekingur og einn áhrifamesti hugsuður vestrænnar heimspeki. Hann sagði að „Gott líf felst í því að gera þá hluti vel sem maður getur gert vel“. Það er áhugavert í þessu samhengi. Við getum ekki afstýrt áföllum í lífi okkar, við getum bara stjórnað viðbrögðum okkar við þeim. Þar komum við að kjarna málsins. Því þar getum við svo sannarlega gert betur. Miklu betur! Skoðum mál læknis í Noregi: Í Lillehammer árið 2013 urðu lækninum Stian Westad á alvarleg mistök með þeim afleiðingum að fyrsta barn hjóna lést í fæðingu. Versta martröð sem lífið getur boðið hlýtur að vera andlát barns. En martröðin er ekki bara foreldrana. Það að vera starfsmaður sem ber ábyrgð á slíkum mistökum er ekki síður martraðakennt. Ólíkt þeim viðbrögðum sem því miður tíðkast hér heima, gekkst læknirinn við mistökum sínum umsvifalaust og einlægt. Hann tók fulla ábyrgð og vann eins vel og hægt er úr þessu með foreldrunum. Stian Westad tók á móti öðru og þriðja barni þeirra hjóna. Læknirinn lét hafa það eftir sér að ef hann hefði ekki gengist við mistökunum á heiðarlegan hátt hefði hann ekki treyst sér til að starfa áfram. Þið getið líka rétt ímyndað ykkur muninn á úrvinnslu slíks sársauka hjá aðstandendum sé þeim mætt af auðmýkt og heiðarleika í stað hroka og og yfirklórs. Virðing mín fyrir þessum foreldrum er algjör, þau gerðu vel. Virðing mín fyrir lækninum er algjör, hann skaðaði ekki meira. Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Vingjarnlegt viðmót og bros. Klapp á bakið. Útskýringar á mannamáli. Útskýringar á barnamáli. Bangsi að gjöf í sjúkrabíl. Aukaverðlaun í erfiðustu heimsóknunum. Stolið staffa kaffi um miðja nótt. Þolinmæði og skilningur. Allt gert til að gera þungar heimsóknir barns og foreldris þolanlegar. Það eru þær líka - heimsóknir okkar mæðgna til heilbrigðisstarfsfólks - þökk sé góðu fólki. Góðu mennsku heilbrigðisstarfsfólki. Austur Asísk heimspeki skilgreinir lífið út frá jin og jang. Jin og jang eru tveir aðalþættir tilverunnar. Alheimurinn er til vegna samleiks og víxláhrifa þeirra. Þannig heldur lífið jafnvægi. Við þekkjum líka orðatiltæki eins og „engin er rós án þyrna“. Með öðrum orðum það er engin gleði án sorgar eða ást án sársauka. Lífið býður ekki upp á að velja bara annað. Þetta fylgist að. Rétt eins og það er engin mennska án mistaka. Við viljum allt það fallega og góða sem fylgir manneskjum en verðum þá líka að taka því slæma. Gangast við því og vinna með það. Fólk sem vinnur innan heilbrigðisgeirans getur gert mistök eins og starfsfólk i öllum öðrum atvinnugreinum. Það getur átt slæman dag og það getur sjálft veikst á líkama og sál. Það kastar ekki rýrð á alla greinina og allt starfsfólk frekar en þegar slys eða mistök eiga sér stað í öðrum starfsstéttum. Það er hættulegt að taka heilbrigðisstarfsfólk út fyrir sviga og láta eins og þar séu ekki gerð mistök eða þar vinni ekki mennskt fólk. Hippókrates sem oft er kallaður faðir læknisfræðinnar sagði "first, do no harm" sem hefur verið þýtt sem „umfram allt skaðið ekki“ og er notað í grunn að læknaeiðum víða um heim. Góð kona, heilbrigðisstarfsmaður, sagði við mig um daginn að eiginlega þyrfti líka að vera til læknaeiður þegar mistök eiga sér stað. Hann ætti að vera „do no more harm“ eða „umfram allt skaðið ekki meira“. Það er allt of algengt að eftir að mistök eru gerð, þ.e.a.s. einhver skaði verður, innan heilbrigðisstofnunar er unnið meira tjón með skaðlegum viðbrögðum. Ef við höldum okkur við gamla gríska heimspeki getum við líka vitnað í Aristóteles. Hann var forngrískur heimspekingur og einn áhrifamesti hugsuður vestrænnar heimspeki. Hann sagði að „Gott líf felst í því að gera þá hluti vel sem maður getur gert vel“. Það er áhugavert í þessu samhengi. Við getum ekki afstýrt áföllum í lífi okkar, við getum bara stjórnað viðbrögðum okkar við þeim. Þar komum við að kjarna málsins. Því þar getum við svo sannarlega gert betur. Miklu betur! Skoðum mál læknis í Noregi: Í Lillehammer árið 2013 urðu lækninum Stian Westad á alvarleg mistök með þeim afleiðingum að fyrsta barn hjóna lést í fæðingu. Versta martröð sem lífið getur boðið hlýtur að vera andlát barns. En martröðin er ekki bara foreldrana. Það að vera starfsmaður sem ber ábyrgð á slíkum mistökum er ekki síður martraðakennt. Ólíkt þeim viðbrögðum sem því miður tíðkast hér heima, gekkst læknirinn við mistökum sínum umsvifalaust og einlægt. Hann tók fulla ábyrgð og vann eins vel og hægt er úr þessu með foreldrunum. Stian Westad tók á móti öðru og þriðja barni þeirra hjóna. Læknirinn lét hafa það eftir sér að ef hann hefði ekki gengist við mistökunum á heiðarlegan hátt hefði hann ekki treyst sér til að starfa áfram. Þið getið líka rétt ímyndað ykkur muninn á úrvinnslu slíks sársauka hjá aðstandendum sé þeim mætt af auðmýkt og heiðarleika í stað hroka og og yfirklórs. Virðing mín fyrir þessum foreldrum er algjör, þau gerðu vel. Virðing mín fyrir lækninum er algjör, hann skaðaði ekki meira. Höfundur er verkefnastjóri.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun