Nýjar upplýsingar um erlenda netverslun landsmanna Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir skrifar 30. janúar 2023 07:00 Lengi hefur verið skortur á upplýsingum um erlenda netverslun landsmanna en mikið hefur verið leitað til Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) eftir þeim upplýsingum. Undanfarið árið hefur RSV unnið að því, í samstarfi við tollsviði Skattsins, að greina pakkasendingar einstaklinga til landsins sem skilgreina má sem erlenda netverslun. Í kjölfarið kynnir rannsóknasetrið nú til leiks Netverslunarvísi RSV. Upplýsingar RSV um erlenda netverslun eru fengnar mánaðarlega frá tollasviði Skattsins. Út frá þeim upplýsingum reiknar RSV vísitölu erlendrar netverslunar, Netverslunarvísi RSV, en hún sýnir breytingu á umfangi erlendrar netverslunar á milli mánaða eftir tegundum verslunar og viðskiptalöndum. Auk þess birtir RSV mánaðarlega upplýsingar um umfang erlendrar netverslunar eftir tegundum verslunar og viðskiptalöndum. Tilgangurinn er að meta umfang og fylgjast með þróun erlendrar netverslunar landsmanna. Upplýsingarnar eru mikilvægur þáttur í að greina neysluhegðun einstaklinga og geta þær gagnast verslunum og fyrirtækjum í landinu til að meta stöðu sína gangvart erlendu vöruframboði og samkeppni. Erlend netverslun með fatnað nam rúma 11,3 milljörðum kr. Þegar við rýnum í upplýsingar RSV um erlenda netverslun árið 2022 kemur m.a. í ljós að landsmenn pöntuðu fatnað frá erlendum netverslunum fyrir rúma 11,3 milljarða kr. í fyrra á meðan innlend netverslun með fatnað nam tæpum 3,5 milljörðum kr. Þá pöntuðu landsmenn raf- og heimilistæki frá erlendum netverslunum fyrir rúman milljarð kr. í fyrra á meðan innlend netverslun með raf- og heimilistæki nam rúmlega 6 milljörðum kr. Upplýsingar RSV um erlenda netverslun segja okkur jafnframt að Kína er lang stærsta viðskiptaland landsmanna þegar kemur að erlendri netverslun næst koma Bandaríkin og Bretland þar næst á eftir. Meðfylgjandi mynd sýnir umfang innlendrar og erlendrar netverslunar árið 2022 eftir tegundum verslunar. Upplýsingar RSV um innlenda netverslun koma úr gögnum RSV um greiðslukortaveltu innanlands. Það er óumdeilt að góðar ákvarðanir eru teknar á grundvelli góðra upplýsinga og gagna er málefnið varða. Upplýsingar um erlenda netverslun eru aðgengilegar á notendavef RSV (www.sarpur.rsv.is) auk allra upplýsinga um gagnasafnið og aðferðafræðina. Þar má einnig nálgast allar helstu tölfræðiupplýsingar, kortaveltugögn, vísitölur, rannsóknir og greiningar er varða verslun og þjónustu í landinu. Netverslunarvísir RSV og tölfræði um erlenda netverslun er uppfærð mánaðarlega á notendavef RSV og er viðmiðunartími birtingarupplýsinga næstliðinn mánuður. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verslun Skattar og tollar Neytendur Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Lengi hefur verið skortur á upplýsingum um erlenda netverslun landsmanna en mikið hefur verið leitað til Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) eftir þeim upplýsingum. Undanfarið árið hefur RSV unnið að því, í samstarfi við tollsviði Skattsins, að greina pakkasendingar einstaklinga til landsins sem skilgreina má sem erlenda netverslun. Í kjölfarið kynnir rannsóknasetrið nú til leiks Netverslunarvísi RSV. Upplýsingar RSV um erlenda netverslun eru fengnar mánaðarlega frá tollasviði Skattsins. Út frá þeim upplýsingum reiknar RSV vísitölu erlendrar netverslunar, Netverslunarvísi RSV, en hún sýnir breytingu á umfangi erlendrar netverslunar á milli mánaða eftir tegundum verslunar og viðskiptalöndum. Auk þess birtir RSV mánaðarlega upplýsingar um umfang erlendrar netverslunar eftir tegundum verslunar og viðskiptalöndum. Tilgangurinn er að meta umfang og fylgjast með þróun erlendrar netverslunar landsmanna. Upplýsingarnar eru mikilvægur þáttur í að greina neysluhegðun einstaklinga og geta þær gagnast verslunum og fyrirtækjum í landinu til að meta stöðu sína gangvart erlendu vöruframboði og samkeppni. Erlend netverslun með fatnað nam rúma 11,3 milljörðum kr. Þegar við rýnum í upplýsingar RSV um erlenda netverslun árið 2022 kemur m.a. í ljós að landsmenn pöntuðu fatnað frá erlendum netverslunum fyrir rúma 11,3 milljarða kr. í fyrra á meðan innlend netverslun með fatnað nam tæpum 3,5 milljörðum kr. Þá pöntuðu landsmenn raf- og heimilistæki frá erlendum netverslunum fyrir rúman milljarð kr. í fyrra á meðan innlend netverslun með raf- og heimilistæki nam rúmlega 6 milljörðum kr. Upplýsingar RSV um erlenda netverslun segja okkur jafnframt að Kína er lang stærsta viðskiptaland landsmanna þegar kemur að erlendri netverslun næst koma Bandaríkin og Bretland þar næst á eftir. Meðfylgjandi mynd sýnir umfang innlendrar og erlendrar netverslunar árið 2022 eftir tegundum verslunar. Upplýsingar RSV um innlenda netverslun koma úr gögnum RSV um greiðslukortaveltu innanlands. Það er óumdeilt að góðar ákvarðanir eru teknar á grundvelli góðra upplýsinga og gagna er málefnið varða. Upplýsingar um erlenda netverslun eru aðgengilegar á notendavef RSV (www.sarpur.rsv.is) auk allra upplýsinga um gagnasafnið og aðferðafræðina. Þar má einnig nálgast allar helstu tölfræðiupplýsingar, kortaveltugögn, vísitölur, rannsóknir og greiningar er varða verslun og þjónustu í landinu. Netverslunarvísir RSV og tölfræði um erlenda netverslun er uppfærð mánaðarlega á notendavef RSV og er viðmiðunartími birtingarupplýsinga næstliðinn mánuður. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV).
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar