Biðja pizzuóða Mosfellinga afsökunar og læra af mistökunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2023 21:41 Pizzan opnaði nýtt útibú í Mosfellsbæ í síðasta mánuði. Opnunin gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Aðsend Nokkrir hnökrar voru á opnun nýs útibús pizzukeðjunnar Pizzunnar í Mosfellsbæ í liðnum mánuði. Eftir að villa kom upp í tölvukerfi keðjunnar sá framkvæmdastóri hjá fyrirtækinu sig knúinn til að biðja Mosfellinga afsökunar. Hann segir eftirspurn eftir pizzum greinilega mikla í bænum og er bjartsýnn á framhaldið. Fyrr í dag birti Jóhann Örn B. Benediksson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Pizzunnar, færslu í Facebook-hópi fyrir íbúa Mosfellsbæjar, þar sem hann baðst afsökunar á því sem miður hafði farið við opnun staðarins í Mosó. Tölvukerfi staðarins bilaði með þeim afleiðingum að pantanir viðskiptavina fóru í gegn, en bárust ekki með réttum hætti til starfsmanna staðarins. Í samtali við fréttastofu segir Jóhann nú ætti að vera búið að laga þennan hnökra, sem var stór valdur í því að margt misfórst við opnun staðarins í síðasta mánuði. „Við vorum að opna staðinn, en samhliða því vorum við að setja af stað nýja tölvukerfið okkar. Við gerðum upp úr því að vera með fólk úr heimabyggð á staðnum hjá okkur og fengum mikið af umsóknum frá fólki sem hefur aldrei starfað á pizzastað. Við auglýstum opnunina ekki neitt og settum þetta af stað,“ segir Jóhann. Jóhann Örn B. Benediksson er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Pizzunni.Aðsend Hann segir stjórnendur hjá Pizzunni ekki hafa áttað sig fyllilega á því hversu mikil eftirspurnin eftir nýjum pizzastað væri í Mosfellsbæ. „Við áttum rosalega erfitt með að halda öllum boltum á lofti, auk þess að vera að þjálfa starfsfólkið okkar. Þegar mest var þá vorum við með tvöfalt fleira starfsfólk á þessum stað en á öðrum stöðum, því við vildum manna þetta það vel. Síðan komu upp vankantar við tölvukerfið og hlutirnir fóru svolítið úrskeiðis á okkar helstu álagspunktum,“ segir Jóhann. Mosfellingar hafi átt skilið afsökunarbeiðni Jóhann segir ástæðu þess að hann hafi birt afsökunarbeiðnina í hópi Mosfellinga vera þá að honum hefði borist til eyrna að þar inni gætti nokkurrar óánægju með það sem misfórst í starfsemi staðarins. „Mér fannst Mosfellingar eiga skilið afsökunarbeiðni á því sem úrskeiðis hafði farið,“ segir Jóhann. Hann segir viðtökurnar í bænum við staðnum hafa verið afar góðar, og að flestir viðskiptavinir hafi sýnt skilning á þeim vandamálum sem komu upp. „Við tökum ábyrgð á þessu og sjáum hvað við hefðum getað gert betur. Við lærum öll af því.“ Nú sé Pizzan betur undirbúin til að takast á við þá miklu eftirspurn sem virðist vera eftir pizzum í bænum. „Við erum bara ótrúlega spennt og ánægð að vera loksins búin að opna þennan stað. Þetta hefur lengi staðið til og dregist dálítið, en við erum rosalega spennt að vera komin í Mosfellsbæ.“ Veitingastaðir Mosfellsbær Matur Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Fyrr í dag birti Jóhann Örn B. Benediksson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Pizzunnar, færslu í Facebook-hópi fyrir íbúa Mosfellsbæjar, þar sem hann baðst afsökunar á því sem miður hafði farið við opnun staðarins í Mosó. Tölvukerfi staðarins bilaði með þeim afleiðingum að pantanir viðskiptavina fóru í gegn, en bárust ekki með réttum hætti til starfsmanna staðarins. Í samtali við fréttastofu segir Jóhann nú ætti að vera búið að laga þennan hnökra, sem var stór valdur í því að margt misfórst við opnun staðarins í síðasta mánuði. „Við vorum að opna staðinn, en samhliða því vorum við að setja af stað nýja tölvukerfið okkar. Við gerðum upp úr því að vera með fólk úr heimabyggð á staðnum hjá okkur og fengum mikið af umsóknum frá fólki sem hefur aldrei starfað á pizzastað. Við auglýstum opnunina ekki neitt og settum þetta af stað,“ segir Jóhann. Jóhann Örn B. Benediksson er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Pizzunni.Aðsend Hann segir stjórnendur hjá Pizzunni ekki hafa áttað sig fyllilega á því hversu mikil eftirspurnin eftir nýjum pizzastað væri í Mosfellsbæ. „Við áttum rosalega erfitt með að halda öllum boltum á lofti, auk þess að vera að þjálfa starfsfólkið okkar. Þegar mest var þá vorum við með tvöfalt fleira starfsfólk á þessum stað en á öðrum stöðum, því við vildum manna þetta það vel. Síðan komu upp vankantar við tölvukerfið og hlutirnir fóru svolítið úrskeiðis á okkar helstu álagspunktum,“ segir Jóhann. Mosfellingar hafi átt skilið afsökunarbeiðni Jóhann segir ástæðu þess að hann hafi birt afsökunarbeiðnina í hópi Mosfellinga vera þá að honum hefði borist til eyrna að þar inni gætti nokkurrar óánægju með það sem misfórst í starfsemi staðarins. „Mér fannst Mosfellingar eiga skilið afsökunarbeiðni á því sem úrskeiðis hafði farið,“ segir Jóhann. Hann segir viðtökurnar í bænum við staðnum hafa verið afar góðar, og að flestir viðskiptavinir hafi sýnt skilning á þeim vandamálum sem komu upp. „Við tökum ábyrgð á þessu og sjáum hvað við hefðum getað gert betur. Við lærum öll af því.“ Nú sé Pizzan betur undirbúin til að takast á við þá miklu eftirspurn sem virðist vera eftir pizzum í bænum. „Við erum bara ótrúlega spennt og ánægð að vera loksins búin að opna þennan stað. Þetta hefur lengi staðið til og dregist dálítið, en við erum rosalega spennt að vera komin í Mosfellsbæ.“
Veitingastaðir Mosfellsbær Matur Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira