Grafreitir fyrir alla Ingvar Stefánsson skrifar 3. febrúar 2023 08:01 Okkur Íslendingum hefur verið tamt að miða vöxt þjóðar og samfélags við það sem þekkjum. Nú er svo komið að við erum reglulega minnt á að hinn stöðugi hægfara vöxtur fólks og hagkerfis er ekki besti mælikvarðinn á það hvernig hlutirnir verða í framtíðinni. Gott dæmi um þetta eru mannfjöldaspár Íslendinga sem flestar hefur þurft að endurskoða. Staðan er að okkur er að fjölga til muna, það flytja fleiri til landsins en frá því og það fæðast mun fleiri en deyja. Við hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur höfum orðið vör við og búum okkur undir þessa þróun því staðreyndin er sú að þeim sem deyja fjölgar líka. Er nægt pláss fyrir allt þetta fólk? Miðað við mannfjöldaspár má gera ráð fyrir að fjöldi andláta og þar með útfara eigi eftir að tvöfaldast á næstu 20 til 30 árum. Á síðasta ári létust 2.749 manns samkvæmt þjóðskrá. Nú er svo komið að nánast öllu plássi í Hólavallagarði við Suðurgötu og Fossvogsgarði hefur verið ráðstafað. Samhliða hefur þeim sem kjósa líkbrennslu í stað hefðbundinnar greftrunar fjölgað til muna. Þannig hefur bálförum fjölgað úr því að vera 6,7% allra útfara á Íslandi árið 2001 í 40,3% árið 2021 og ef eingöngu er horft til höfuðborgarsvæðisins er hlutfallið yfir 55%. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram sem þýðir að þau svæði sem tekin eru undir grafreiti munu nýtast mun lengur því flatarmál hefðbundins kistuleiðis er 3 fermetrar en flatarmál grafstæðis duftkera 0,56 fermetrar. Auka má nýtni gömlu garðanna Auk sérstakra duftreita sem útbúnir hafa verið undanfarin ár er einnig heimilt að jarðsetja duftker í eldri leiði að fengnu samþykki umráðamanna viðkomandi leiðis. Þannig má jarðsetja allt að sex duftker í hvert leiði þar sem ein kista er fyrir. Þetta hafa mjög margir kosið að gera og það hefur stuðlað að því að nýjar kynslóðir halda áfram að koma í gömlu garðana sem þannig halda áfram að vera kyrrlátir en um leið „lifandi“ vettvangur þar sem fólk kemur til að minnast látinna ástvina og njóta útivistar í gróðursælu og fögru umhverfi. Með þessu móti er hægt að jarðsetja tugi þúsunda í gömlu garðana í nánustu framtíð. Með þessu móti geta fjölskyldur jafnvel sett upp við fjölskyldugrafreiti ofan í grafir forfeðra. Öll trú – og lífsskoðunarfélög eiga rétt Um þessar mundir vinnum við sem störfum hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur að nýrri stefnumótun fyrir fyrirtækið. Ljóst er að ákveðnar breytingar munu eiga sér stað. Aukin áhersla er á umhverfismál og fleiri valmöguleika við jarðsetningu. Sjálfur tel ég að það þurfi að endurskilgreina stöðu og hlutverk fyrirtækisins í ljósi breyttra aðstæðna í fjölmenningarsamfélagi nútímans. Þar verði lögð áhersla á að opna garðana í sátt við aðstandendur og nágranna og koma enn frekar til móts við ólík lífsskoðunar- og trúfélög því garðarnir eiga vera fyrir alla landsmenn óháð uppruna þeirra eða trúarbrögðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kirkjugarðar Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Okkur Íslendingum hefur verið tamt að miða vöxt þjóðar og samfélags við það sem þekkjum. Nú er svo komið að við erum reglulega minnt á að hinn stöðugi hægfara vöxtur fólks og hagkerfis er ekki besti mælikvarðinn á það hvernig hlutirnir verða í framtíðinni. Gott dæmi um þetta eru mannfjöldaspár Íslendinga sem flestar hefur þurft að endurskoða. Staðan er að okkur er að fjölga til muna, það flytja fleiri til landsins en frá því og það fæðast mun fleiri en deyja. Við hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur höfum orðið vör við og búum okkur undir þessa þróun því staðreyndin er sú að þeim sem deyja fjölgar líka. Er nægt pláss fyrir allt þetta fólk? Miðað við mannfjöldaspár má gera ráð fyrir að fjöldi andláta og þar með útfara eigi eftir að tvöfaldast á næstu 20 til 30 árum. Á síðasta ári létust 2.749 manns samkvæmt þjóðskrá. Nú er svo komið að nánast öllu plássi í Hólavallagarði við Suðurgötu og Fossvogsgarði hefur verið ráðstafað. Samhliða hefur þeim sem kjósa líkbrennslu í stað hefðbundinnar greftrunar fjölgað til muna. Þannig hefur bálförum fjölgað úr því að vera 6,7% allra útfara á Íslandi árið 2001 í 40,3% árið 2021 og ef eingöngu er horft til höfuðborgarsvæðisins er hlutfallið yfir 55%. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram sem þýðir að þau svæði sem tekin eru undir grafreiti munu nýtast mun lengur því flatarmál hefðbundins kistuleiðis er 3 fermetrar en flatarmál grafstæðis duftkera 0,56 fermetrar. Auka má nýtni gömlu garðanna Auk sérstakra duftreita sem útbúnir hafa verið undanfarin ár er einnig heimilt að jarðsetja duftker í eldri leiði að fengnu samþykki umráðamanna viðkomandi leiðis. Þannig má jarðsetja allt að sex duftker í hvert leiði þar sem ein kista er fyrir. Þetta hafa mjög margir kosið að gera og það hefur stuðlað að því að nýjar kynslóðir halda áfram að koma í gömlu garðana sem þannig halda áfram að vera kyrrlátir en um leið „lifandi“ vettvangur þar sem fólk kemur til að minnast látinna ástvina og njóta útivistar í gróðursælu og fögru umhverfi. Með þessu móti er hægt að jarðsetja tugi þúsunda í gömlu garðana í nánustu framtíð. Með þessu móti geta fjölskyldur jafnvel sett upp við fjölskyldugrafreiti ofan í grafir forfeðra. Öll trú – og lífsskoðunarfélög eiga rétt Um þessar mundir vinnum við sem störfum hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur að nýrri stefnumótun fyrir fyrirtækið. Ljóst er að ákveðnar breytingar munu eiga sér stað. Aukin áhersla er á umhverfismál og fleiri valmöguleika við jarðsetningu. Sjálfur tel ég að það þurfi að endurskilgreina stöðu og hlutverk fyrirtækisins í ljósi breyttra aðstæðna í fjölmenningarsamfélagi nútímans. Þar verði lögð áhersla á að opna garðana í sátt við aðstandendur og nágranna og koma enn frekar til móts við ólík lífsskoðunar- og trúfélög því garðarnir eiga vera fyrir alla landsmenn óháð uppruna þeirra eða trúarbrögðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun