Bestu íslensku vörumerkin 2022: Að þessu sinni fær einstaklingur einnig viðurkenningu fyrir „Persónubrandr“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. febrúar 2023 07:01 Íris Mjöll Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Brandr vörumerkjastofu, segir skemmtilegt að upplifa hvernig viðurkenningin fyrir Bestu íslensku vörumerkin er alltaf að fá meira og meira vægi, en í dag klukkan 12 verður tilkynnt hverjir hljóta viðurkenningar sem Bestu íslensku vörumerkin 2022. Í ár bætist við flokkur fyrir alþjóðleg vörumerki á Íslandi og einstakling sem hefur byggt upp sterkt vörumerki í kringum sig sem persónu. Vísir/Vilhelm Í dag verður tilkynnt um hverjir hljóta viðurkenningu sem Bestu íslensku vörumerkin 2022 en þetta er í þriðja sinn sem hátíðin fer fram. Og nokkuð er um nýjungar. Annars vegar er nýr flokkur: Besta alþjóðlega vörumerkið á Íslandi. Hins vegar verður veitt viðurkenning fyrir besta íslenska vörumerkið í flokknum ,,Persónubrandr.“ „Já við ákváðum að búa til flokk fyrir þann hóp einstaklinga sem hefur byggt upp sterkt vörumerki í kringum sig sem persónu. Þetta árið horfum við til tónlistarfólks en það sem er skemmtilegt við þetta er að við getum leikið okkur nokkuð með þennan flokk,“ segir Íris Mjöll Gylfadóttir, framkvæmdastjóri brandr vörumerkjastofu og bætir við: ,,Í ár hlýtur tónlistarmaður viðurkenninguna en seinna gætu þetta verið einstaklingar sem eru til dæmis í stjórnmálum, áhrifavaldar, öðrum listgreinum og svo framvegis.“ Tilkynnt verður um viðurkenningarhafa klukkan 12 í dag og verður viðburðinum streymt á Vísi. Spennan magnast Þetta er í þriðja sinn sem viðurkenningarhátíðin Bestu íslensku vörumerkin eru haldin á vegum brandr. Í valnefnd er valinkunnur hópur fólks sem ýmist telst til forystuhóps í atvinnulífinu eða innan fræðisamfélagsins. Alls 34 einstaklingar. „Markaðurinn hefur klárlega mikinn áhuga á þessu en við fórum af stað í þessa vegferð til þess að efla umræðu um mikilvægi stefnumiðaðrar vörumerkjastjórnunar. Enda er sterkt vörumerki lykilatriði í að ná samkeppnisforskoti,“ segir Íris. Það er svo skemmtilegt að sjá hvernig þessi viðburður er að hafa meira og meira vægi. Ekki aðeins er stemning og spenna hjá þeim sem eru tilnefnd, heldur sér maður það á innsendum gögnum hvað fyrirtækin eru að vanda sig mikið og leggja mikla vinnu í þátttökuna.“ Verðlaunaflokkar Bestu íslensku vörumerkjanna eru fjórir. Tveir flokkarnir eru fyrir vörumerki á einstaklingsmarkaði, annars vegar fyrirtækjum þar sem starfsfólk eru 50 talsins eða fleiri en hins vegar þar sem starfsfólk eru 49 eða færri. Þá ereflokkur fyrir vörumerki á fyrirtækjamarkaðii og svo flokkur fyriralþjóðleg vörumerki á Íslandi. Tilnefnd vörumerki eru: Starfsfólk 49 eða færri: Alfreð, blush, Dineout, hopp, Smitten, Svens. Starfsfólk 50 eða fleiri: 66Norður, Borgarleikhúsið, Íslandsbanki, Krónan, Orkan, Play, Sky Lagoon Vörumerki á fyrirtækjamarkaði: Advania, Brandenburg, Byko, Controlant, Origo Bestu alþjóðlegu vörumerkin á Íslandi: Boozt, Dominos, Ikea, KFC, Nocco. En hvers vegna að bæta við alþjóðlegu vörumerkjunum? „Til þess að tryggja að við séum að bera saman epli og epli. Því bakgrunnur þessara vörumerkja er allt annar en íslenskra vörumerkja. En þau fara samt í gegnum sama ferli, brandr vísitöluna, aðgreiningin á viðskiptamódelinu er skoðað og svo framvegis.“ Sjálfbærni og samfélagsábyrgð áberandi Íris segir áherslur í uppbyggingu vörumerkja enn sýna mjög sterk merki um hvernig vörumerki í dag eru orðin lykilatriði í því sem kallast ,,employee-branding.“ „Það er staðreynd að sterk vörumerki eru orðin lykilatriði í því fyrir fyrirtæki að laða til sín hæfasta starfsfólkið og halda því í starfi. Þetta hefur verið áberandi og er enn,“ segir Íris en bætir við: „Hins vegar sjáum við mjög glöggt að það sem er alltaf að verða meira og meira einkennandi eru sjálfbærni og samfélagsábyrgð.“ En hvernig geta fyrirtæki gert sjálfbærni eða samfélagslega ábyrgð sýnilega sem hluta af vörumerki? Það er allur gangur á því. Í sumum tilfellum er hægt að bæta við upplýsingum á vörurnar sjálfar. En oft eru þetta aðrar leiðir og þær geta verið mismunandi eftir því í hvaða geira vörumerkin starfa í og svo framvegis. Fyrirtækin eru þá oft að vinna markvisst að innri markaðssetningu með háleitum markmiðum þar sem allt ferlið gengur út á að sýna hvernig vara er meðhöndluð eða framleidd með sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.“ Íris gerir ráð fyrir að þessi liður eigi enn eftir að aukast næstu misseri, enda stutt í að íslenskum fyrirtækjum verði gert skylt að upplýsa betur um sjálfbærni sína. En hvað með einstaklinginn sem hlýtur viðurkenninguna Persónubrandr. Þarf sá einstaklingur að uppfylla einhver skilyrði eins og önnur vörumerki? „Valið um Persónubrandr er aðeins öðruvísi. Valnefndin tilnefnir aðila sem eru skoðaðir með þessa hefðbundnu matsliði til viðmiðunar. En sá einstaklingur fær síðan viðurkenninguna sem fékk flest atkvæði valnefndar.“ Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnun Tengdar fréttir Oft snúast kaup á vöru frekar um öryggistilfinningu en lægsta verðið „Mikilvægasta hlutverk vörumerkis er að fólk taki eftir því og muni eftir því. Það þýðir að vinnan við að byggja upp vörumerki þarf að vera löngu hafin áður en hin árlega auglýsingasturlun hefst í kringum jólin og allt það áreiti sem því fylgir,“ segir Kári Sævarsson, stofnandi TVIST auglýsingastofu um þær áherslur sem þurfa að vera hjá söluaðilum sem nú eru í óða önn að setja sig í stellingar til að selja sem mest fyrir jólin. 16. nóvember 2022 07:01 „Þarna erum við með risastóran hóp sem hefur bara gleymst að tala við“ Fyrirtæki og stofnanir eru að gleyma að tala við fjölmennan hóp Íslendinga. 18. mars 2022 07:00 Valdeflandi að eiga flottar myndir af sjálfum sér Þegar Saga Sig, ljósmyndari, leikstjóri og listakona, tekur myndir af fólki, er hún meðvituð um það að myndirnar munu lifa. Oft eru þetta heimildir síðar meir, ekki síst partur af sögu um til dæmis fólk í stjórnmálum eða rithöfunda. 2. mars 2022 07:00 Íslandsvinir unnu með Facebook að nýju nafnavali Það fór ekki framhjá heimsbyggðinni að Facebook tilkynnti um nýtt nafn félagsins á dögunum: Meta. Íslandsvinir tóku þátt í því nafnavali en verkefnið sem slíkt hófst árið 2019. 5. nóvember 2021 07:00 „Frábært vörumerki getur verið lítið þekkt á meðal almennings“ „Okkar markmið er sýna hvernig góð vörumerki líta út og að þau verði þannig leiðarljós fyrir önnur fyrirtæki sem vilja vinna markvisst í sínum vörumerkjum. Þegar við segjum góð, þá meinum við góð samkvæmt viðurkenndum hagnýtum og fræðilegum aðferðum. Og góð því þau skila eigendum sínum meiri hagnaði en ella og neytendum skýrum ávinningi,“ segir Friðrik Larsen formaður dómnefndar um valið Bestu íslensku vörumerkin 2020 sem fram fer þann 25.febrúar næstkomandi. 18. febrúar 2021 07:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Og nokkuð er um nýjungar. Annars vegar er nýr flokkur: Besta alþjóðlega vörumerkið á Íslandi. Hins vegar verður veitt viðurkenning fyrir besta íslenska vörumerkið í flokknum ,,Persónubrandr.“ „Já við ákváðum að búa til flokk fyrir þann hóp einstaklinga sem hefur byggt upp sterkt vörumerki í kringum sig sem persónu. Þetta árið horfum við til tónlistarfólks en það sem er skemmtilegt við þetta er að við getum leikið okkur nokkuð með þennan flokk,“ segir Íris Mjöll Gylfadóttir, framkvæmdastjóri brandr vörumerkjastofu og bætir við: ,,Í ár hlýtur tónlistarmaður viðurkenninguna en seinna gætu þetta verið einstaklingar sem eru til dæmis í stjórnmálum, áhrifavaldar, öðrum listgreinum og svo framvegis.“ Tilkynnt verður um viðurkenningarhafa klukkan 12 í dag og verður viðburðinum streymt á Vísi. Spennan magnast Þetta er í þriðja sinn sem viðurkenningarhátíðin Bestu íslensku vörumerkin eru haldin á vegum brandr. Í valnefnd er valinkunnur hópur fólks sem ýmist telst til forystuhóps í atvinnulífinu eða innan fræðisamfélagsins. Alls 34 einstaklingar. „Markaðurinn hefur klárlega mikinn áhuga á þessu en við fórum af stað í þessa vegferð til þess að efla umræðu um mikilvægi stefnumiðaðrar vörumerkjastjórnunar. Enda er sterkt vörumerki lykilatriði í að ná samkeppnisforskoti,“ segir Íris. Það er svo skemmtilegt að sjá hvernig þessi viðburður er að hafa meira og meira vægi. Ekki aðeins er stemning og spenna hjá þeim sem eru tilnefnd, heldur sér maður það á innsendum gögnum hvað fyrirtækin eru að vanda sig mikið og leggja mikla vinnu í þátttökuna.“ Verðlaunaflokkar Bestu íslensku vörumerkjanna eru fjórir. Tveir flokkarnir eru fyrir vörumerki á einstaklingsmarkaði, annars vegar fyrirtækjum þar sem starfsfólk eru 50 talsins eða fleiri en hins vegar þar sem starfsfólk eru 49 eða færri. Þá ereflokkur fyrir vörumerki á fyrirtækjamarkaðii og svo flokkur fyriralþjóðleg vörumerki á Íslandi. Tilnefnd vörumerki eru: Starfsfólk 49 eða færri: Alfreð, blush, Dineout, hopp, Smitten, Svens. Starfsfólk 50 eða fleiri: 66Norður, Borgarleikhúsið, Íslandsbanki, Krónan, Orkan, Play, Sky Lagoon Vörumerki á fyrirtækjamarkaði: Advania, Brandenburg, Byko, Controlant, Origo Bestu alþjóðlegu vörumerkin á Íslandi: Boozt, Dominos, Ikea, KFC, Nocco. En hvers vegna að bæta við alþjóðlegu vörumerkjunum? „Til þess að tryggja að við séum að bera saman epli og epli. Því bakgrunnur þessara vörumerkja er allt annar en íslenskra vörumerkja. En þau fara samt í gegnum sama ferli, brandr vísitöluna, aðgreiningin á viðskiptamódelinu er skoðað og svo framvegis.“ Sjálfbærni og samfélagsábyrgð áberandi Íris segir áherslur í uppbyggingu vörumerkja enn sýna mjög sterk merki um hvernig vörumerki í dag eru orðin lykilatriði í því sem kallast ,,employee-branding.“ „Það er staðreynd að sterk vörumerki eru orðin lykilatriði í því fyrir fyrirtæki að laða til sín hæfasta starfsfólkið og halda því í starfi. Þetta hefur verið áberandi og er enn,“ segir Íris en bætir við: „Hins vegar sjáum við mjög glöggt að það sem er alltaf að verða meira og meira einkennandi eru sjálfbærni og samfélagsábyrgð.“ En hvernig geta fyrirtæki gert sjálfbærni eða samfélagslega ábyrgð sýnilega sem hluta af vörumerki? Það er allur gangur á því. Í sumum tilfellum er hægt að bæta við upplýsingum á vörurnar sjálfar. En oft eru þetta aðrar leiðir og þær geta verið mismunandi eftir því í hvaða geira vörumerkin starfa í og svo framvegis. Fyrirtækin eru þá oft að vinna markvisst að innri markaðssetningu með háleitum markmiðum þar sem allt ferlið gengur út á að sýna hvernig vara er meðhöndluð eða framleidd með sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.“ Íris gerir ráð fyrir að þessi liður eigi enn eftir að aukast næstu misseri, enda stutt í að íslenskum fyrirtækjum verði gert skylt að upplýsa betur um sjálfbærni sína. En hvað með einstaklinginn sem hlýtur viðurkenninguna Persónubrandr. Þarf sá einstaklingur að uppfylla einhver skilyrði eins og önnur vörumerki? „Valið um Persónubrandr er aðeins öðruvísi. Valnefndin tilnefnir aðila sem eru skoðaðir með þessa hefðbundnu matsliði til viðmiðunar. En sá einstaklingur fær síðan viðurkenninguna sem fékk flest atkvæði valnefndar.“
Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnun Tengdar fréttir Oft snúast kaup á vöru frekar um öryggistilfinningu en lægsta verðið „Mikilvægasta hlutverk vörumerkis er að fólk taki eftir því og muni eftir því. Það þýðir að vinnan við að byggja upp vörumerki þarf að vera löngu hafin áður en hin árlega auglýsingasturlun hefst í kringum jólin og allt það áreiti sem því fylgir,“ segir Kári Sævarsson, stofnandi TVIST auglýsingastofu um þær áherslur sem þurfa að vera hjá söluaðilum sem nú eru í óða önn að setja sig í stellingar til að selja sem mest fyrir jólin. 16. nóvember 2022 07:01 „Þarna erum við með risastóran hóp sem hefur bara gleymst að tala við“ Fyrirtæki og stofnanir eru að gleyma að tala við fjölmennan hóp Íslendinga. 18. mars 2022 07:00 Valdeflandi að eiga flottar myndir af sjálfum sér Þegar Saga Sig, ljósmyndari, leikstjóri og listakona, tekur myndir af fólki, er hún meðvituð um það að myndirnar munu lifa. Oft eru þetta heimildir síðar meir, ekki síst partur af sögu um til dæmis fólk í stjórnmálum eða rithöfunda. 2. mars 2022 07:00 Íslandsvinir unnu með Facebook að nýju nafnavali Það fór ekki framhjá heimsbyggðinni að Facebook tilkynnti um nýtt nafn félagsins á dögunum: Meta. Íslandsvinir tóku þátt í því nafnavali en verkefnið sem slíkt hófst árið 2019. 5. nóvember 2021 07:00 „Frábært vörumerki getur verið lítið þekkt á meðal almennings“ „Okkar markmið er sýna hvernig góð vörumerki líta út og að þau verði þannig leiðarljós fyrir önnur fyrirtæki sem vilja vinna markvisst í sínum vörumerkjum. Þegar við segjum góð, þá meinum við góð samkvæmt viðurkenndum hagnýtum og fræðilegum aðferðum. Og góð því þau skila eigendum sínum meiri hagnaði en ella og neytendum skýrum ávinningi,“ segir Friðrik Larsen formaður dómnefndar um valið Bestu íslensku vörumerkin 2020 sem fram fer þann 25.febrúar næstkomandi. 18. febrúar 2021 07:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Oft snúast kaup á vöru frekar um öryggistilfinningu en lægsta verðið „Mikilvægasta hlutverk vörumerkis er að fólk taki eftir því og muni eftir því. Það þýðir að vinnan við að byggja upp vörumerki þarf að vera löngu hafin áður en hin árlega auglýsingasturlun hefst í kringum jólin og allt það áreiti sem því fylgir,“ segir Kári Sævarsson, stofnandi TVIST auglýsingastofu um þær áherslur sem þurfa að vera hjá söluaðilum sem nú eru í óða önn að setja sig í stellingar til að selja sem mest fyrir jólin. 16. nóvember 2022 07:01
„Þarna erum við með risastóran hóp sem hefur bara gleymst að tala við“ Fyrirtæki og stofnanir eru að gleyma að tala við fjölmennan hóp Íslendinga. 18. mars 2022 07:00
Valdeflandi að eiga flottar myndir af sjálfum sér Þegar Saga Sig, ljósmyndari, leikstjóri og listakona, tekur myndir af fólki, er hún meðvituð um það að myndirnar munu lifa. Oft eru þetta heimildir síðar meir, ekki síst partur af sögu um til dæmis fólk í stjórnmálum eða rithöfunda. 2. mars 2022 07:00
Íslandsvinir unnu með Facebook að nýju nafnavali Það fór ekki framhjá heimsbyggðinni að Facebook tilkynnti um nýtt nafn félagsins á dögunum: Meta. Íslandsvinir tóku þátt í því nafnavali en verkefnið sem slíkt hófst árið 2019. 5. nóvember 2021 07:00
„Frábært vörumerki getur verið lítið þekkt á meðal almennings“ „Okkar markmið er sýna hvernig góð vörumerki líta út og að þau verði þannig leiðarljós fyrir önnur fyrirtæki sem vilja vinna markvisst í sínum vörumerkjum. Þegar við segjum góð, þá meinum við góð samkvæmt viðurkenndum hagnýtum og fræðilegum aðferðum. Og góð því þau skila eigendum sínum meiri hagnaði en ella og neytendum skýrum ávinningi,“ segir Friðrik Larsen formaður dómnefndar um valið Bestu íslensku vörumerkin 2020 sem fram fer þann 25.febrúar næstkomandi. 18. febrúar 2021 07:00