Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert? Atli Viðar Thorstensen skrifar 7. febrúar 2023 17:01 Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. Hundruð þúsunda misstu heimili sín og enn fleiri óttast um örlög fjölskyldu sinnar og ástvina. Skjálftinn fannst á mjög stóru svæði og í hinu stríðshrjáða Sýrlandi er sömu hörmungarsögu að segja af afleiðingum skjálftans. Viðbrögð Rauða hálfmánans í Tyrklandi og Sýrlandi Strax í kjölfar skjálftanna voru fjölmennar sveitir sjálfboðaliða og starfsmanna Rauða hálfmánans í Tyrklandi og Sýrlandi mættar á vettvang, ásamt öðru heimafólki, og í samvinnu við þarlend stjórnvöld fóru þær að sinna leit og björgun, veita skyndihjálp og sálrænan stuðning og flytja bæði slasaða og látna burt af hamfarasvæðunum. Þessar sömu sveitir hófu einnig að dreifa tjöldum og teppum til fólks sem hafði misst allt sitt eða þorði ekki aftur inn í uppistandandi hús af ótta við eftirskjálfta eða frekara hrun bygginga. Það eykur enn á örvæntingu fólks að næturkuldinn er nístandi á hamfarasvæðunum á þessum tíma árs og því þarf einnig að sjá til þess að þolendur, sem hírast margir hverjir í skelfingu á götum úti, fái skjól og heitar máltíðir. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans er sérlega vel í stakk búið til að sinna því hjálparstarfi sem þörf er á vegna aðgengis, þekkingar og getu, en þrátt fyrir að sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða hálfmánans á staðnum vinni þrekvirki við erfiðar aðstæður er þörfin svo gríðarlega mikil að þau verða að stóla á utanaðkomandi stuðning. Tyrkir buðu okkur aðstoð við eftir Suðurlandsskjálftann Við á Íslandi erum harmi sleginn vegna þessara ofsaskjálfta sem ollu svo mikilli eyðileggingu og þjáningu að hún hefur enn bara komið í ljós að litlu leyti. Um leið og fréttir bárust af jarðskjálftunum hóf Rauði krossinn á Íslandi neyðarsöfnun sem hefur farið gríðarlega vel af stað og greinilegt er að landsmenn vilja leggja sitt af mörkum til að styrkja lífsbjargandi mannúðaraðstoð í bæði Sýrlandi og í Tyrklandi. Þegar Suðurlandsskjálftinn reið yfir á Íslandi árið 2008 buðu kollegar okkar í tyrkneska Rauða hálfmánanum strax fram hjálparhönd. Þau spurðu hvort og þá hvernig þau gætu aðstoðað Íslendinga og buðu skýli og tjöld fyrir þá sem hefðu hugsanlega misst heimili sín. Við sem búum á hamfaraeyjunni Íslandi getum því miður auðveldlega sett okkur í spor þeirra sem glíma við grimm náttúruöfl og erum að sjálfsögðu tilbúin að veita aðstoð og gera okkar besta. Nú þegar er íslensk björgunarsveit á leið á vettvang og um 20 íslenskir sendifulltrúar Rauða krossins bíða átekta eftir kallinu og eru tilbúnir til brottfarar með skömmum fyrirvara til að leggja hönd á plóg og nýta sérþekkingu sína við þessar gríðarlega erfiðu aðstæður. Svona getur þú hjálpað Rauði krossinn á Íslandi hvetur alla þá sem geta lagt sitt af mörkum til að styðja við neyðarsöfnunina og senda SMS-ið HJÁLP í númerið 1900 og leggja þannig 2900 krónur til lífsbjargandi mannúðaraðstoðar í báðum löndum. Einnig er hægt að leggja inn með Aur/Kass á raudikrossinn eða leggja inn á reikning Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649. Frekari upplýsingar um söfnunina og hvernig má leggja henni lið má finna á heimasíðunni okkar, www.raudikrossinn.is og þar er einnig hægt að gerast Mannvinur, mánaðarlegur styrktaraðili Rauða krossins á Íslandi. ----------- Höfundur er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tyrkland Hjálparstarf Sýrland Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. Hundruð þúsunda misstu heimili sín og enn fleiri óttast um örlög fjölskyldu sinnar og ástvina. Skjálftinn fannst á mjög stóru svæði og í hinu stríðshrjáða Sýrlandi er sömu hörmungarsögu að segja af afleiðingum skjálftans. Viðbrögð Rauða hálfmánans í Tyrklandi og Sýrlandi Strax í kjölfar skjálftanna voru fjölmennar sveitir sjálfboðaliða og starfsmanna Rauða hálfmánans í Tyrklandi og Sýrlandi mættar á vettvang, ásamt öðru heimafólki, og í samvinnu við þarlend stjórnvöld fóru þær að sinna leit og björgun, veita skyndihjálp og sálrænan stuðning og flytja bæði slasaða og látna burt af hamfarasvæðunum. Þessar sömu sveitir hófu einnig að dreifa tjöldum og teppum til fólks sem hafði misst allt sitt eða þorði ekki aftur inn í uppistandandi hús af ótta við eftirskjálfta eða frekara hrun bygginga. Það eykur enn á örvæntingu fólks að næturkuldinn er nístandi á hamfarasvæðunum á þessum tíma árs og því þarf einnig að sjá til þess að þolendur, sem hírast margir hverjir í skelfingu á götum úti, fái skjól og heitar máltíðir. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans er sérlega vel í stakk búið til að sinna því hjálparstarfi sem þörf er á vegna aðgengis, þekkingar og getu, en þrátt fyrir að sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða hálfmánans á staðnum vinni þrekvirki við erfiðar aðstæður er þörfin svo gríðarlega mikil að þau verða að stóla á utanaðkomandi stuðning. Tyrkir buðu okkur aðstoð við eftir Suðurlandsskjálftann Við á Íslandi erum harmi sleginn vegna þessara ofsaskjálfta sem ollu svo mikilli eyðileggingu og þjáningu að hún hefur enn bara komið í ljós að litlu leyti. Um leið og fréttir bárust af jarðskjálftunum hóf Rauði krossinn á Íslandi neyðarsöfnun sem hefur farið gríðarlega vel af stað og greinilegt er að landsmenn vilja leggja sitt af mörkum til að styrkja lífsbjargandi mannúðaraðstoð í bæði Sýrlandi og í Tyrklandi. Þegar Suðurlandsskjálftinn reið yfir á Íslandi árið 2008 buðu kollegar okkar í tyrkneska Rauða hálfmánanum strax fram hjálparhönd. Þau spurðu hvort og þá hvernig þau gætu aðstoðað Íslendinga og buðu skýli og tjöld fyrir þá sem hefðu hugsanlega misst heimili sín. Við sem búum á hamfaraeyjunni Íslandi getum því miður auðveldlega sett okkur í spor þeirra sem glíma við grimm náttúruöfl og erum að sjálfsögðu tilbúin að veita aðstoð og gera okkar besta. Nú þegar er íslensk björgunarsveit á leið á vettvang og um 20 íslenskir sendifulltrúar Rauða krossins bíða átekta eftir kallinu og eru tilbúnir til brottfarar með skömmum fyrirvara til að leggja hönd á plóg og nýta sérþekkingu sína við þessar gríðarlega erfiðu aðstæður. Svona getur þú hjálpað Rauði krossinn á Íslandi hvetur alla þá sem geta lagt sitt af mörkum til að styðja við neyðarsöfnunina og senda SMS-ið HJÁLP í númerið 1900 og leggja þannig 2900 krónur til lífsbjargandi mannúðaraðstoðar í báðum löndum. Einnig er hægt að leggja inn með Aur/Kass á raudikrossinn eða leggja inn á reikning Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649. Frekari upplýsingar um söfnunina og hvernig má leggja henni lið má finna á heimasíðunni okkar, www.raudikrossinn.is og þar er einnig hægt að gerast Mannvinur, mánaðarlegur styrktaraðili Rauða krossins á Íslandi. ----------- Höfundur er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun