Snorri setti markið hátt fyrir Val eftir gríðarleg vonbrigði Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2023 14:30 Snorri Steinn Guðjónsson á hliðarlínunni í Origo-höllinni á þriðjudag, í sigrinum frækna gegn PAUC. vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, segir liðið hafa unnið sig fljótt úr miklum vonbrigðum og sett sér háleitt markmið eftir tapið sára gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins fyrir viku. Valsmenn eru handhafar allra stóru titlanna í handbolta karla hér á landi en munu missa bikarmeistaratitilinn í næsta mánuði, eftir tapið gegn Stjörnunni. „Við settum okkur markmið strax eftir Stjörnuleikinn um að komast í 8-liða úrslit. Bara svo að það sé sagt. Við erum ekkert orðnir saddir þó að brekkan verði kannski aðeins brattari,“ sagði Snorri Steinn í nýjasta hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar sem hlusta má á hér að neðan. Tapið sat nefnilega ekki meira í Valsmönnum en svo að þeir unnu einn fræknasta sigur íslensks liðs á þessari öld þegar þeir lögðu franska liðið PAUC að velli í Origo-höllinni á þriðjudag, og tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. „Það voru gríðarleg vonbrigði að tapa í bikarnum og missa þarna af titli. Við höfum gert lítið af því undanfarið. Það reyndi extra mikið á liðið við þetta en við vorum samt sem áður undir pressu í Evrópudeildinni því þetta var úrslitaleikur um að komast áfram. Það að detta út úr bikarnum jók bara pressuna á liðið. Þess vegna finnst mér frammistaðan ennþá betri og þetta sýnir hvað liðið er komið langt. Að geta ýtt þessu til hliðar, tæklað vonbrigðin við að detta út, og mæta svona til leiks nokkrum dögum seinna,“ sagði Snorri Steinn. Mögulega verst að mæta Aðalsteini og Óðni Enn er ein umferð eftir af Evrópudeildinni, þar sem Valur mætir Ystad í Svíþjóð á þriðjudaginn, en úrslitin í lokaumferðinni ráða því hvaða andstæðingi Valsmenn mæta í 16-liða úrslitum. Mótherjarnir verða Montpellier frá Frakklandi, Göppingen frá Þýskalandi eða Kadetten Schaffhausen frá Sviss, sem Aðalsteinn Eyjólfsson stýrir og Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með. Valur getur enn lent í 2.-4.sæti í sínum riðli. Tapi Valur gegn Ystads og FTC vinnur Flensburg mæta þeir Montpellier í 16-liða úrslitum. Tapi Valur og FTC nær ekki sigri endar Valur í 3.sæti og mæta Göppingen. Vinni Valur Ystads með 4+ mörkum mæta þeir Kadetten. #Handkastið pic.twitter.com/tabBBZ7wfp— Arnar Daði (@arnardadi) February 22, 2023 Snorri ætlar sér sigur gegn Ystad, þó að sá leikur breyti því ekki að Valur mun spila í 16-liða úrslitum. „Það er alveg á hreinu að ég fer í þann leik til að vinna hann. Þetta eru það skemmtilegir leikir og á móti svo góðum liðum að við gefum allt í hann. Varðandi andstæðingana í 16-liða úrslitum held ég að það sé ekki stór munur á þessu fyrir okkur. Ætli það væri ekki bara verst fyrir okkur að fá Schaffhausen með Alla og Óðin. Þeir myndu örugglega taka okkur gríðarlega alvarlega og undirbúa liðið sitt mjög vel. En svo bara tökum við því sem kemur og förum í 16-liða úrslitin brattir,“ sagði Snorri sem eins og fyrr segir setti strax markmið um að komast í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar, eftir að bikardraumurinn hvarf síðasta föstudag: „Mér fannst mikilvægt að tækla tapið á móti Stjörnunni á ákveðinn hátt. Í staðinn fyrir að leggjast niður þá snerum við vörn í sókn og fundum nýtt „take“ á framhaldið. Við misstum þarna tvo leiki í „Final Four“ [í bikarkeppninni] sem við reiknuðum með að spila, og ég þurfti að finna þá annars staðar.“ Valur Evrópudeild karla í handbolta Seinni bylgjan Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Valsmenn eru handhafar allra stóru titlanna í handbolta karla hér á landi en munu missa bikarmeistaratitilinn í næsta mánuði, eftir tapið gegn Stjörnunni. „Við settum okkur markmið strax eftir Stjörnuleikinn um að komast í 8-liða úrslit. Bara svo að það sé sagt. Við erum ekkert orðnir saddir þó að brekkan verði kannski aðeins brattari,“ sagði Snorri Steinn í nýjasta hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar sem hlusta má á hér að neðan. Tapið sat nefnilega ekki meira í Valsmönnum en svo að þeir unnu einn fræknasta sigur íslensks liðs á þessari öld þegar þeir lögðu franska liðið PAUC að velli í Origo-höllinni á þriðjudag, og tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. „Það voru gríðarleg vonbrigði að tapa í bikarnum og missa þarna af titli. Við höfum gert lítið af því undanfarið. Það reyndi extra mikið á liðið við þetta en við vorum samt sem áður undir pressu í Evrópudeildinni því þetta var úrslitaleikur um að komast áfram. Það að detta út úr bikarnum jók bara pressuna á liðið. Þess vegna finnst mér frammistaðan ennþá betri og þetta sýnir hvað liðið er komið langt. Að geta ýtt þessu til hliðar, tæklað vonbrigðin við að detta út, og mæta svona til leiks nokkrum dögum seinna,“ sagði Snorri Steinn. Mögulega verst að mæta Aðalsteini og Óðni Enn er ein umferð eftir af Evrópudeildinni, þar sem Valur mætir Ystad í Svíþjóð á þriðjudaginn, en úrslitin í lokaumferðinni ráða því hvaða andstæðingi Valsmenn mæta í 16-liða úrslitum. Mótherjarnir verða Montpellier frá Frakklandi, Göppingen frá Þýskalandi eða Kadetten Schaffhausen frá Sviss, sem Aðalsteinn Eyjólfsson stýrir og Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með. Valur getur enn lent í 2.-4.sæti í sínum riðli. Tapi Valur gegn Ystads og FTC vinnur Flensburg mæta þeir Montpellier í 16-liða úrslitum. Tapi Valur og FTC nær ekki sigri endar Valur í 3.sæti og mæta Göppingen. Vinni Valur Ystads með 4+ mörkum mæta þeir Kadetten. #Handkastið pic.twitter.com/tabBBZ7wfp— Arnar Daði (@arnardadi) February 22, 2023 Snorri ætlar sér sigur gegn Ystad, þó að sá leikur breyti því ekki að Valur mun spila í 16-liða úrslitum. „Það er alveg á hreinu að ég fer í þann leik til að vinna hann. Þetta eru það skemmtilegir leikir og á móti svo góðum liðum að við gefum allt í hann. Varðandi andstæðingana í 16-liða úrslitum held ég að það sé ekki stór munur á þessu fyrir okkur. Ætli það væri ekki bara verst fyrir okkur að fá Schaffhausen með Alla og Óðin. Þeir myndu örugglega taka okkur gríðarlega alvarlega og undirbúa liðið sitt mjög vel. En svo bara tökum við því sem kemur og förum í 16-liða úrslitin brattir,“ sagði Snorri sem eins og fyrr segir setti strax markmið um að komast í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar, eftir að bikardraumurinn hvarf síðasta föstudag: „Mér fannst mikilvægt að tækla tapið á móti Stjörnunni á ákveðinn hátt. Í staðinn fyrir að leggjast niður þá snerum við vörn í sókn og fundum nýtt „take“ á framhaldið. Við misstum þarna tvo leiki í „Final Four“ [í bikarkeppninni] sem við reiknuðum með að spila, og ég þurfti að finna þá annars staðar.“
Valur Evrópudeild karla í handbolta Seinni bylgjan Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira