Hengilás fyrir forseta Alþingis Sigmar Guðmundsson skrifar 8. mars 2023 10:01 Það var dapurlegt að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á Alþingi í fyrradag um fyrirspurn vegna Lindarhvols. Í stað þess að virða rétt þingmanna og almennings til að fá upplýsingar um mál sem varðar eigur almennings upp á hundruð milljarða, er reistur hár og voldugur þagnarmúr þar sem forseti Alþingis er verkstjórinn. Það liggur fyrir, klárt og kvitt, að settur ríkisendurskoðandi sendir forseta þingsins afrakstur vinnu sinnar um Lindarhvol. Og þessi ríkisendurskoðandi vill að forseti birti afraksturinn og deili með öðrum þingmönnum. Enda lítur Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi í þessu tiltekna máli, svo á að hann sé í vinnu fyrir almenning sem eigi rétt á að vita hvers hann varð vísari í störfum sínum. Þar með er málið á forræði þingsins. Forseti þingsins neitar að birta greinargerðina, þrátt fyrir að allir aðrir í forsætisnefnd vilji aflétta leyndinni. Það var staðfest með nýrri atkvæðagreiðslu í nefndinni í fyrradag. Fleiri stjórnarliðar stigu svo fram í atkvæðagreiðslunni í þingsal og sögðust vilja birta gagnið. Sú spurning er því orðin verulega áleitin hvort það sé ekki bara meirihluti forsætisnefndar, heldur líka meirihluti þingsins, sem vill birta greinargerðina Þau rök hafa heyrst að birting vegi að sjálfstæði Ríkisendurskoðunar. Þeir sem nota þau rök verða að íhuga með sjálfum sér að Alþingi fer sjálft með veigamikið eftirlitshlutverk gagnvart framkvæmdavaldinu. Það eftirlitshlutverk verður að virkja þegar fyrir liggur að tveir fyrrverandi ríkisendurskoðendur, sem báðir hafa rannsakað starfsemi Lindarhvols, eru ekki sammála um hvað gekk þar á, þegar eigur almennings voru seldar. Ætlar Alþingi Íslendinga að umgangast eftirlitshlutverk sitt með þeim hætti að öðrum þeirra sé trúað í blindni en ekki hinum? Án þess að öll gögn málsins hafi verið birt? Og er það virkilega svo að þegar settur ríkisendurskoðandi, sem er trúnaðarmaður Alþingis og kosinn af þinginu, vill opinbera vinnu sína í þágu almennings, að þá sé það forseta þingsins að setja greinargerðina ofan í skúffu, loka, læsa og henda lyklinum í sjóinn. Þingmenn VG þurftu að fresta atkvæðagreiðslu í klukkutíma í fyrradag til að funda um málið. Héldu þá margir á Alþingi að skriður væri að komast á málið. Niðurstaða fundarins var hins vegar augljóslega sú að kaupa rammgerðan hengilás fyrir forseta Alþingis. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Alþingi Starfsemi Lindarhvols Viðreisn Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það var dapurlegt að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á Alþingi í fyrradag um fyrirspurn vegna Lindarhvols. Í stað þess að virða rétt þingmanna og almennings til að fá upplýsingar um mál sem varðar eigur almennings upp á hundruð milljarða, er reistur hár og voldugur þagnarmúr þar sem forseti Alþingis er verkstjórinn. Það liggur fyrir, klárt og kvitt, að settur ríkisendurskoðandi sendir forseta þingsins afrakstur vinnu sinnar um Lindarhvol. Og þessi ríkisendurskoðandi vill að forseti birti afraksturinn og deili með öðrum þingmönnum. Enda lítur Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi í þessu tiltekna máli, svo á að hann sé í vinnu fyrir almenning sem eigi rétt á að vita hvers hann varð vísari í störfum sínum. Þar með er málið á forræði þingsins. Forseti þingsins neitar að birta greinargerðina, þrátt fyrir að allir aðrir í forsætisnefnd vilji aflétta leyndinni. Það var staðfest með nýrri atkvæðagreiðslu í nefndinni í fyrradag. Fleiri stjórnarliðar stigu svo fram í atkvæðagreiðslunni í þingsal og sögðust vilja birta gagnið. Sú spurning er því orðin verulega áleitin hvort það sé ekki bara meirihluti forsætisnefndar, heldur líka meirihluti þingsins, sem vill birta greinargerðina Þau rök hafa heyrst að birting vegi að sjálfstæði Ríkisendurskoðunar. Þeir sem nota þau rök verða að íhuga með sjálfum sér að Alþingi fer sjálft með veigamikið eftirlitshlutverk gagnvart framkvæmdavaldinu. Það eftirlitshlutverk verður að virkja þegar fyrir liggur að tveir fyrrverandi ríkisendurskoðendur, sem báðir hafa rannsakað starfsemi Lindarhvols, eru ekki sammála um hvað gekk þar á, þegar eigur almennings voru seldar. Ætlar Alþingi Íslendinga að umgangast eftirlitshlutverk sitt með þeim hætti að öðrum þeirra sé trúað í blindni en ekki hinum? Án þess að öll gögn málsins hafi verið birt? Og er það virkilega svo að þegar settur ríkisendurskoðandi, sem er trúnaðarmaður Alþingis og kosinn af þinginu, vill opinbera vinnu sína í þágu almennings, að þá sé það forseta þingsins að setja greinargerðina ofan í skúffu, loka, læsa og henda lyklinum í sjóinn. Þingmenn VG þurftu að fresta atkvæðagreiðslu í klukkutíma í fyrradag til að funda um málið. Héldu þá margir á Alþingi að skriður væri að komast á málið. Niðurstaða fundarins var hins vegar augljóslega sú að kaupa rammgerðan hengilás fyrir forseta Alþingis. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar