Nauðsyn en ekki forréttindi Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 12. mars 2023 16:30 Að búa við fátækt er eitthvað sem við óskum engum. Öll höfum við ólíka sýn á hvað við teljum vera forréttindi í okkar daglega lífi. Fyrir mörg okkar eru það ákveðin forréttindi að geta til dæmis ferðast erlendis eða farið út að borða reglulega. Fyrir önnur eru það forréttindi hér á Íslandi að geta átt hlýjan fatnað. Því miður er nokkuð stór hópur fólks hér á landi sem hefur ekki efni á hlýjum vetrarfatnaði. Þessi hópur ferðast iðulega með almenningssamgöngum eða fótgangandi og leitar að hlýjum fatnaði í verslunum með notuð föt. Þessi hópur á það líka sameiginlegt að geta ekki leyft sér að fara út að borða og þurfa margir hverjir að leita á náðir hjálparsamtaka til að geta borðað yfir mánuðinn. Sjálf þekki ég til einstaklinga sem fengu hlýjan fatnað, sundföt og fleira til daglegrar notkunar fyrir tilstilli náungakærleika hins almenna borgara og hjálparsamtaka. Ímyndaðu þér hversu margir það eru hér á landi sem eiga ekki efni á hlýjum vetrarfatnaði! Samkvæmt nýlegum fréttum búa um tíu þúsund börn við fátækt á Íslandi og fjölgar á milli ára. Með tilliti til þess er ljóst að það skiptir sköpum að framvegis verði hugað betur að þeim sem búa við fátækt. Baráttan gegn fátækt er að sjálfsögðu flókið verkefni en hægt er að útfæra ólíkar leiðir í átt að því að stemma stigu gegn henni. Sem betur fer er mögulegt að taka skref í átt að betra samfélagi. Sveitarfélög geta til dæmis í meiri mæli boðið upp á upphituð strætóskýli yfir vetrarmánuðina og lagt áherslu á að styðja þá sem standa höllum fæti einhverra hluta vegna og eiga ekki hlýjan fatnað. Þá getur almenningur lagt sitt af mörkum. Til dæmis er hægt að gefa fatnað í gáma Hjálpræðishersins í Reykjavík að Suðurlandsbraut 72, sem nýtast mun ýmsum sem þurfa á hlýjum fatnaði að halda. Ljósmæðrafélag Íslands hefur að undanförnu auglýst eftir ungbarnafatnaði, því vegna fátæktar er nokkuð um að börn fæðist hérlendis án þess að hlý föt séu til staðar. Sömuleiðis hvet ég útivistarfyrirtæki og aðrar verslanir til að gefa hlýjan fatnað til hinna ýmsu hjálparsamtaka. Ég tel að hlýr fatnaður sé nauðsyn en ekki forréttindi hér á landi og vil ég með þessum skrifum hvetja þig til að gefa fatnað til góðs. Hann mun svo sannarlega létta öðrum lífið í þeim vetrarkulda sem dynjar á þessa dagana! Höfundur er Reykvíkingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Að búa við fátækt er eitthvað sem við óskum engum. Öll höfum við ólíka sýn á hvað við teljum vera forréttindi í okkar daglega lífi. Fyrir mörg okkar eru það ákveðin forréttindi að geta til dæmis ferðast erlendis eða farið út að borða reglulega. Fyrir önnur eru það forréttindi hér á Íslandi að geta átt hlýjan fatnað. Því miður er nokkuð stór hópur fólks hér á landi sem hefur ekki efni á hlýjum vetrarfatnaði. Þessi hópur ferðast iðulega með almenningssamgöngum eða fótgangandi og leitar að hlýjum fatnaði í verslunum með notuð föt. Þessi hópur á það líka sameiginlegt að geta ekki leyft sér að fara út að borða og þurfa margir hverjir að leita á náðir hjálparsamtaka til að geta borðað yfir mánuðinn. Sjálf þekki ég til einstaklinga sem fengu hlýjan fatnað, sundföt og fleira til daglegrar notkunar fyrir tilstilli náungakærleika hins almenna borgara og hjálparsamtaka. Ímyndaðu þér hversu margir það eru hér á landi sem eiga ekki efni á hlýjum vetrarfatnaði! Samkvæmt nýlegum fréttum búa um tíu þúsund börn við fátækt á Íslandi og fjölgar á milli ára. Með tilliti til þess er ljóst að það skiptir sköpum að framvegis verði hugað betur að þeim sem búa við fátækt. Baráttan gegn fátækt er að sjálfsögðu flókið verkefni en hægt er að útfæra ólíkar leiðir í átt að því að stemma stigu gegn henni. Sem betur fer er mögulegt að taka skref í átt að betra samfélagi. Sveitarfélög geta til dæmis í meiri mæli boðið upp á upphituð strætóskýli yfir vetrarmánuðina og lagt áherslu á að styðja þá sem standa höllum fæti einhverra hluta vegna og eiga ekki hlýjan fatnað. Þá getur almenningur lagt sitt af mörkum. Til dæmis er hægt að gefa fatnað í gáma Hjálpræðishersins í Reykjavík að Suðurlandsbraut 72, sem nýtast mun ýmsum sem þurfa á hlýjum fatnaði að halda. Ljósmæðrafélag Íslands hefur að undanförnu auglýst eftir ungbarnafatnaði, því vegna fátæktar er nokkuð um að börn fæðist hérlendis án þess að hlý föt séu til staðar. Sömuleiðis hvet ég útivistarfyrirtæki og aðrar verslanir til að gefa hlýjan fatnað til hinna ýmsu hjálparsamtaka. Ég tel að hlýr fatnaður sé nauðsyn en ekki forréttindi hér á landi og vil ég með þessum skrifum hvetja þig til að gefa fatnað til góðs. Hann mun svo sannarlega létta öðrum lífið í þeim vetrarkulda sem dynjar á þessa dagana! Höfundur er Reykvíkingur
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun