Fjórar loðnur á tíkallinum –billjónir loðna á land! Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2023 08:30 Þau góðu tíðindi bárust frá Hafrannsóknarstofnun að loðnuafli á yfirstandandi fiskveiðiári yrði aukinn um 184.100 tonn frá síðustu ráðgjöf, heildarmagn loðnu sem veiða má nemur því 459.800 tonnum. Þessi aukning mun skipta sköpum fyrir ríkissjóð við núverandi efnahagsaðstæður. Loðnan er þekkt fyrir að prýða tíkallinn en verðmæti hennar verður seint talið í smámynt því gera má ráð fyrir að útflutningsverðmæti aukningarinnar nemi á bilinu 14-18 milljörðum króna og spili veigamikinn þátt í gjaldeyrisöflun og hagvexti hér á landi, sem og tekjuaukningu til ríkissjóðs vegna veiðigjalda. Gróflega má áætla að á bilinu 23 til 37 billjónir loðna komi á land á næstu vikum og mánuðum, þó vissulega sé sú framsetning framandi varpar hún ljósi á umfang veiðanna, sem er gífurlegt. Þegar tekist er á við verkefni sem þetta er mikilvægt að muna á hvaða forsendum, við treystum og tryggjum, til langs tíma sjálfbærni veiða hér við land án þess að ganga um of á nytjastofna. Ráðgjöf Hafró er til þess gerð og minnir okkur á mikilvægi þess að standa vörð um rannsóknir og vöktun fiskistofna við Íslandsstrendur. Gert var ráð fyrir að veiðarnar færu fram á þeim slóðum sem loðnan fannst, úti fyrir Húnaflóa en nú hefur komið í ljós að loðnan er á göngu vestur fyrir land og hrygni væntanlega þar. Þess vegna sé ekki lengur þörf á svæðaskiptingu. Það er dýrkeypt fyrir þjóð sem treystir að svo miklu leyti á fiskveiðar að ganga of nærri auðlindum sínum. Það þekkjum við. Vissulega fáum við ekki stjórnað öllum breytum þegar kemur að fisknum í sjónum, eins og fiskgengd loðnu nú um stundir, en dæmin sýna að ábyrg veiðistjórnun og nýting fiskistofna hér við land fara vel saman og þess vegna er mikilvægt að tryggja góðar hafrannsóknir sem eru forsenda ábyrgrar ráðgjafar. Höfundur er formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Loðnuveiðar Efnahagsmál Vinstri græn Sjávarútvegur Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Þau góðu tíðindi bárust frá Hafrannsóknarstofnun að loðnuafli á yfirstandandi fiskveiðiári yrði aukinn um 184.100 tonn frá síðustu ráðgjöf, heildarmagn loðnu sem veiða má nemur því 459.800 tonnum. Þessi aukning mun skipta sköpum fyrir ríkissjóð við núverandi efnahagsaðstæður. Loðnan er þekkt fyrir að prýða tíkallinn en verðmæti hennar verður seint talið í smámynt því gera má ráð fyrir að útflutningsverðmæti aukningarinnar nemi á bilinu 14-18 milljörðum króna og spili veigamikinn þátt í gjaldeyrisöflun og hagvexti hér á landi, sem og tekjuaukningu til ríkissjóðs vegna veiðigjalda. Gróflega má áætla að á bilinu 23 til 37 billjónir loðna komi á land á næstu vikum og mánuðum, þó vissulega sé sú framsetning framandi varpar hún ljósi á umfang veiðanna, sem er gífurlegt. Þegar tekist er á við verkefni sem þetta er mikilvægt að muna á hvaða forsendum, við treystum og tryggjum, til langs tíma sjálfbærni veiða hér við land án þess að ganga um of á nytjastofna. Ráðgjöf Hafró er til þess gerð og minnir okkur á mikilvægi þess að standa vörð um rannsóknir og vöktun fiskistofna við Íslandsstrendur. Gert var ráð fyrir að veiðarnar færu fram á þeim slóðum sem loðnan fannst, úti fyrir Húnaflóa en nú hefur komið í ljós að loðnan er á göngu vestur fyrir land og hrygni væntanlega þar. Þess vegna sé ekki lengur þörf á svæðaskiptingu. Það er dýrkeypt fyrir þjóð sem treystir að svo miklu leyti á fiskveiðar að ganga of nærri auðlindum sínum. Það þekkjum við. Vissulega fáum við ekki stjórnað öllum breytum þegar kemur að fisknum í sjónum, eins og fiskgengd loðnu nú um stundir, en dæmin sýna að ábyrg veiðistjórnun og nýting fiskistofna hér við land fara vel saman og þess vegna er mikilvægt að tryggja góðar hafrannsóknir sem eru forsenda ábyrgrar ráðgjafar. Höfundur er formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar