Íslenskt máltæknifyrirtæki í samstarfi við OpenAI um GPT-4 Bjarki Sigurðsson skrifar 14. mars 2023 18:05 Vilhjálmur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Miðeindar, og Katla Ásgeirsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar. Íslenska máltæknifyrirtækið Miðeind hefur síðustu mánuði aðstoðað bandaríska gervigreindarfyrirtækið OpenAI við að þjálfa nýjustu kynslóð GPT líkansins. Þetta er í fyrsta sinn sem OpenAI gerir tilraunir með sérstaka þjálfun risamállíkans síns á öðru tungumáli en ensku, og þar varð íslenska fyrir valinu. Allt þetta hófst með heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og sendinefndar í höfuðstöðvar OpenAI í San Fransisco í maí síðastliðnum. Fyrsti áfangi samstarfsverkefnisins sneri að því að kenna fyrri kynslóð GPT mállíkansins íslensku (svokölluð „fínþjálfun“) og að meta hversu mikið af textagögnum þyrfti til að ná því markmiði. Þegar undirbúningur fyrir nýja kynslóð GPT líkansins fór á skrið, GPT-4, leitaði OpenAI til Miðeindar um að taka þátt í þjálfun þess. Nýja líkanið verður mun stærra og öflugra en fyrirrennarinn. Miðeind safnaði í hóp fjörutíu sjálfboðaliðum sem fengu það verkefni að undirbúa spurningar og fleiri verkefni á íslensku fyrir GPT-4. Síðan meta sjálfboðaliðarnir svör líkansins, gefa því einkunnir og kenna þvi hvernig það gæti svarað enn betur. „Það hefur verið afskaplega skemmtilegt að vinna með OpenAI í þessu spennandi verkefni. Maður hefur eiginlega þurft að klípa sig í handlegginn nokkrum sinnum til að minna sig á að við séum raunverulega að þjálfa næstu kynslóð gervigreindarlíkansins GPT-4 fyrir íslensku, eitt tungumála utan ensku,“ er haft eftir Vilhjálmi Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Miðeindar, í tilkynningu. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir þetta vera frábæran áfanga fyrir íslenska tungu og þetta sé til vitnis um þá mögunuðu vinnu sem unnin hefur verið innan máltækniáætlunarinnar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með Sam Altman, stofnanda og framkvæmdastjóra OpenAI í maí 2022. „Ör þróun gervigreindartækni er mikilvæg fyrir tungumál eins og íslensku, þar felast mörg sóknarfæri sem flest eru ókönnuð – en við fáum þar ákveðið forskot með þessu samstarfi. Við viljum að framtíðin svari okkur á íslensku, og með gervigreindinni aukast möguleikarnir á því. Samvinnan skilar okkur árangri,“ er haft eftir Lilju. Eitt vinsælasta gervigreindarlausn heims, ChatGPT, er gert af OpenAI og hefur slegið í gegn hjá milljónum notenda. Hægt er að spreyta sig á því að ræða við gervigreindina á íslensku, með misjöfnum árangri líkt og sjá má í Ísland í dag klippunni hér fyrir neðan. Klippa: Ísland í dag - Svakalegt áhættuatriði heppnaðist Gervigreind Íslendingar erlendis Tækni Íslensk tunga Tengdar fréttir Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35 Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26 Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Allt þetta hófst með heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og sendinefndar í höfuðstöðvar OpenAI í San Fransisco í maí síðastliðnum. Fyrsti áfangi samstarfsverkefnisins sneri að því að kenna fyrri kynslóð GPT mállíkansins íslensku (svokölluð „fínþjálfun“) og að meta hversu mikið af textagögnum þyrfti til að ná því markmiði. Þegar undirbúningur fyrir nýja kynslóð GPT líkansins fór á skrið, GPT-4, leitaði OpenAI til Miðeindar um að taka þátt í þjálfun þess. Nýja líkanið verður mun stærra og öflugra en fyrirrennarinn. Miðeind safnaði í hóp fjörutíu sjálfboðaliðum sem fengu það verkefni að undirbúa spurningar og fleiri verkefni á íslensku fyrir GPT-4. Síðan meta sjálfboðaliðarnir svör líkansins, gefa því einkunnir og kenna þvi hvernig það gæti svarað enn betur. „Það hefur verið afskaplega skemmtilegt að vinna með OpenAI í þessu spennandi verkefni. Maður hefur eiginlega þurft að klípa sig í handlegginn nokkrum sinnum til að minna sig á að við séum raunverulega að þjálfa næstu kynslóð gervigreindarlíkansins GPT-4 fyrir íslensku, eitt tungumála utan ensku,“ er haft eftir Vilhjálmi Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Miðeindar, í tilkynningu. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir þetta vera frábæran áfanga fyrir íslenska tungu og þetta sé til vitnis um þá mögunuðu vinnu sem unnin hefur verið innan máltækniáætlunarinnar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með Sam Altman, stofnanda og framkvæmdastjóra OpenAI í maí 2022. „Ör þróun gervigreindartækni er mikilvæg fyrir tungumál eins og íslensku, þar felast mörg sóknarfæri sem flest eru ókönnuð – en við fáum þar ákveðið forskot með þessu samstarfi. Við viljum að framtíðin svari okkur á íslensku, og með gervigreindinni aukast möguleikarnir á því. Samvinnan skilar okkur árangri,“ er haft eftir Lilju. Eitt vinsælasta gervigreindarlausn heims, ChatGPT, er gert af OpenAI og hefur slegið í gegn hjá milljónum notenda. Hægt er að spreyta sig á því að ræða við gervigreindina á íslensku, með misjöfnum árangri líkt og sjá má í Ísland í dag klippunni hér fyrir neðan. Klippa: Ísland í dag - Svakalegt áhættuatriði heppnaðist
Gervigreind Íslendingar erlendis Tækni Íslensk tunga Tengdar fréttir Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35 Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26 Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35
Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26
Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01