Svar fyrrum vottabarns við lesendabréfinu „Röng mynd dregin upp“ eftir Jørgen Pedersen stjórnarformann Votta Jehóva í Noregi Eydís Mary Jónsdóttir skrifar 23. mars 2023 12:00 Þann 18. mars birtist í Morgunblaðinu lesendabréfið Röng mynd dregin upp þar sem Jørgen Pedersen, stjórnarformaður trúfélags Votta Jehóva í Noregi og umsjónarmaður upplýsingadeildar Votta Jehóva í Skandinavíu ritar m.a. um „alvarlegar, ærumeiðandi ogstaðhæfulausarásakanir“ á hendur Vottum Jehóva og vekur jafnframt athygli á mikilvægi þess að „sannreyna upplýsingar og fara rétt með staðreyndir“. Jørgen ritar einnig um hættur þess að ýta undir haturorðræðu og hatursglæpi gegn saklausu fólki og gefur í skyn að umræðan um söfnuðinn undarfarið ár sé hatursorðræða. Mikið finnst mér gott að stjórnarformaður Votta Jehóva í Noregi geri sér grein fyrir hættunni sem tengist hatursorðræðu. Ég get ekki borða bundist og ákvað því að svara lesendabréfinu og jafnframt reyna að sannreyna upplýsingarnar sem Jørgen heldur fram í því. Alvarlegar, ærumeiðandi og staðhæfulausar ásakanir Hvaða alvarlegu, ærumeiðandi og staðhæfulausuásakanir er Jørgen að íja að? Hver eru þessi ósannindi sem eiga upptök sín hjá fólki sem segist hafa tilheyrt söfnuðinum og hafi það ekki alltaf að markmiði að fara satt og rétt með? Er Jørgen að halda því starfsfólk Jafnréttisstofu, sé að ljúga þegar trúfélaginu var sent bréf þess efnis að myndband inn á heimasíðu þess, sem ætlað er börnum, innihaldi efni sem samræmist ekki lögum? Er Jørgen að halda því fram að þær konur sem komu fram í Kompás séu að ljúga þegar þær segist hafa fæðst inn í Trúfélag Votta Jehóva? Er Jørgen að segja að þær séu að ljúga því að hafa misst tengsl við alla vini, fjölskyldur og í raun allt þeirra stuðningsnet, þegar þær hættu, sumar vegna ákvörðunar foreldra sinna. Eru þær að ljúga þegar þær allar lýsa gríðarlegu harðræði gagnvart börnum sem gátu ekki setið kyrr á samkomum? Eru 70% fyrrum japanskra vottabarna að ljúga þegar þau segja frá því að þau hafi verið flengdir frá því þeir voru á leikskólaaldri? Er ég að ljúga þegar ég segi frá því að ég man eftir því að hafa bæði upplifað og horfa upp á síendurtekið ofbeldi gagnvart börnum sem ekki gátu setið kyrr og þagað á samkomum? Er móðir mín að ljúga þegar hún segir mér frá því öldungar safnaðarins hafi kennt henni aðferðir við að passa upp á að ég, þá kornabarn, væri algjörlega kyrr og hljóðlát í gegnum 90-120 mínútna samkomur, 2 sinnum í viku? T.d. með því að pota á milli rifja á kornabarni, klíp í lærið eða toga í hárin næst hálsinum þegar ég gerði mig líklega til þess að hreyfa mig eða babla eins og kornabörn gera? Er ég að ljúga þegar ég minnist þess að hafa á hverjum fimmtudegi og sunnudegi, í mörg ár, horft upp á önnur börn toguð upp á eyrunum eða handleggjunum og dregin inn í hliðarherbergi í ríkisalnum þar sem allur söfnuðurinn heyrði grátur þeirra vegna þess sem ég get bara gert ráð fyrir að hafi verið barsmíðar. Er ég að ljúga þegar ég minnist þess að allt fullorðna fólkið í söfnuðinum, fólk ég leit upp til og treysti, hélt áfram að horfa á ræðumanninn eins og ekkert væri að gerast í handan veggjarins? Er ég að ljúga þegar ég segi frá því hversu skelfileg tilfinning það var að vera eitt þessara barna sem var dregið inn í hliðarherbergið? Allt út af því að við, verandi börn, áttum erfitt með að þegja og sitja kyrr í 90-120 mínútur. Stundum á sama tíma var ræðumaðurinn að vitna í biblíuna þar sem við lásum m.a. eftirfarandi ritningarstaði „Sá sem sparar vöndinn, hatar son sinn, en sá sem elskar hann, agar hann snemma“. „Spara eigi aga við sveininn, því ekki deyr hann, þótt þú sláir hann með vendinum. Þú slær hann að sönnu með vendinum, en þú frelsar líf hans frá Helju“. „Drottinn agar þann sem hann elskar.“ - Orðskviðirnir 13:12, 12:6 og 23:13-14. Okkur börnunum var kennt að foreldrar okkar væru að sýna okkur ást með því að meiða okkur fyrir að sitja ekki kyrr og þegja. Og að við ættum að vera þakklát fyrir þessa „ást“. Líkamlegt ofbeldi var ekki bannað á Íslandi fyrr en árið 2009 og ég geri mér fyllilega grein fyrir því að á þessum tíma var þetta ekki ólöglegt, þó það hafi svo sannarlega verið ósiðlegt og alls ekki í takt við þær aðferðir sem almennt voru notaðar á þessum tíma. Ég fagna því svo sannarlega að þessar aðferðir séu ekki lengur notaðar innan safnaðar Votta Jehóva á Íslandi og að leiðtogar safnaðarins hafi séð sér fært að fara ekki lengur fram á það við safnaðarmeðlimi að þeir fari eftir þessum hræðilegu leiðbeiningum Biblíunnar. Það gefur mér von um það að söfnuður Vottar Jehóva sem trúfélag geti haldið áfram þróast í takt við almennt siðferði og jafnvel farið að lögum um mannréttindi og barnavernd. En Jörgen, þó svo að Trúfélag Votta Jehóva hafi gert stefnubreytingu þegar þeir voru neyddir til þess, með nýjum lögum árið 2009, þá þýðir það ekki að við séum að ljúga til um það sem við upplifðum sem börn innan safnaðarins. Það er lögbundinn réttur okkar að segja frá okkar eigin upplifunum og við eigum ekki að þurfa að sitja undir því að vera kölluð lygarar í lesendabréfum frá manni í Noregi. Þar sem þú ert að kalla þessar konur lygara sem stigið hafa fram að undanförnu, geturðu vinsamlegast sagt nákvæmlega hvað það er sem þær eiga að hafa logið? Jørgen skrifar að „Vottum Jehóva þykir ærumeðandi að vera sakaðir um slíkt og þeim er mjög misboðið”. Ég, þær konur sem stigu fram í Kompás og allavegana 70% fyrrum japanskra vottabarna sem vitnað er í hér að ofan, er mjög misboðið að hafa þurft að alast upp innan trúfélags Votta Jehóva og hafa orðið fyrir því andlega og líkamlega ofbeldi sem við upplifðum sem börn. Rannsóknir Jørgen skrifar m.a. að rannsóknir hafi sýnt fram á að Vottar Jehóva „bera mikla virðingu fyrir lífinu og mannlegri reisn“ og trúarkenningar þeirra „einkennast af ríkulegu valfrelsi og frelsi til að taka eigin ákvarðanir“. Hann nefnir einungis eina rannsókn þessu til stuðnings, en það er rannsókn Raffaellu Di Marzio sem tekur einungis til einstaklinga sem skipta um trú og gerast vottar síðar á lífsleiðinni. Þessi rannsókn á ekki við um einstaklinga sem fæðast inn í söfnuðinn, en allir þeir einstaklingar sem fram komu í Kompásþættinum höfðu allir fæðst inn í söfnuðinn. Það er eitt að velja á fullorðisaldri að ganga til liðs við sértrúarsöfnuð. Það er allt annað að fæðast inn í sértrúarsöfnuð og fá í raun aldrei tækifæri til þess að velja og hafna trúnni. Því með því að hafna trúnni er einstaklingurinn að hafna fjölskyldu sinni og stuðningsneti líka. Ég held að það gefi augaleið að þess háttar „val“ einkennist ekki af „ríkulegu valfrelsi og frelsi til að taka eigin ákvarðanir“ eða að um sé að ræða „óþvingaða ákvörðun“. Auk greina Di Marzio, bendir Jørgen í greinar eftir dr. Massimo Introvigne, alþjóðlega viðurkenndan fræðimann á sviði trúmála. Introvigne er einn þeirra „virtu félagsfræðinga“ sem Jørgen vitnar til sem hefur „varað við því að trúa vitnisburði fólks sem hætt hefur í söfnuðinum“. Introvigne er best þekktur fyrir að verja sértrúarsöfnuði (e. cults) og alls ekki hægt að líta á hann sem hlutlausan fræðimann. CESNUR (Ísl. Miðstöð fræða um ný trúarbrögð), sem Introvigne er einn af stofnendum af, og sem gefur úr tímaritið sem birti grein Di Marzio, hefur verið lýst sem „helstu hagsmunasamtökum heims fyrir umdeild trúarbrögð“. CESNUR hefur m.a. varið umdeild trúfélög eins og Sameiningarkirkjuna (Unification Church), Vísindakirkjuna (the Church of Scientology) og Reglu sólarmusterisins (the Order of the Solar Temple). Hvers vegna kjósa Vottar Jehóva að stilla sér upp við hlið þessara afar umdeildu sértrúarsafnaða, með því að vitna í fræðimenn CESNUR. Líta Vottar Jehóva sjálfir svo á að þeirra trúfélag sé á sama stalli og Sameiningarkirkjan, Vísindakirkjan og Regla sólarmusterisins og eigi með þeim samleið? Mér þykir satt að segja undrum sæta að „sannleikans“ menn skulu telja „vitnisburð“ slíkra „fræðimanna“ málstað sínum til framdráttar. Bæta svo um betur með því að afbaka jafnvel þennan vitnisburð sjálfum sér til réttlætingar. Virðing fyrir lífinu og mannlegri reisn Jørgen ritar að Vottar Jehóva beri mikla virðingu fyrir lífinu og mannlegri reisn. Söfnuður Votta Jehóva ber svo mikla virðingu fyrir lífinu, að þeir myndu leyfa börnum sínum að deyja, frekar en að leyfa þeim að fá blóðgjafir sem gætu bjargað lífi þeirra. Söfnuður Votta Jehóva ber svo mikla virðingu fyrir lífinu að dánartíðni sængurkvenna sem eru Vottar Jehóva um 44-160 sinnum hærri en meðal kvenna sem ekki neita blóðgjöf. Vottar Jehóva í Noregi bera svo mikla virðingu fyrir mannlegri reisn að konu úr söfnuðinum, sem var nauðgað, var gerð brottræk fyrir það að vera nauðgað og í kjölfarið útilokuð frá fjölskyldu sinni, vinum og í raun öllu sínu stuðningsneti. Jørgen ber svo mikla virðingu fyrir mannlegri reisn að hann hikar ekki við að kalla sér ókunnar konur, sem eru að segja frá sumum af sínum sárustu og erfiðustu upplifunum, lygara. Barnaskírnir Jørgen skrifar að Vottar Jehóva stundi ekki barnaskírnir. Algengur skírnaraldur meðal Votta Jehóva á heimsvísu er 10- 20 ára. Samkvæmt íslenskum lögum eru einstaklingar börn þar til þeir eru 18 ára. Allir sem skírast fyrir átján ára aldur eru því börn og óhætt að segja að barnaskírnir séu mjög algengar meðal Votta Jehóva. Miðað við hversu miklar og alvarlegar afleiðingar það hefur fyrir einstaklinga að hætta í söfnuði Votta Jehóva, ættu barnaskírnir alls ekki að leyfast, því ekkert barn á að setja í þá aðstöðu að þurfa að taka ákvörðun sem getur valdið því algjörri félagslegri útskúfun. Jesús var sjálfur um þrítugt þegar hann skírðist. Það væri óskandi að Vottarnir tækju sér hann til fyrirmyndar og biðu með að skírast, allavega þar til heilinn er fullþroskaður og viðkomandi fær um að taka jafn alvarlega ákvörðun og það er að skírast inn í trúfélag á borð við Votta Jehóva Óskandi er að Ísland beiti sér fyrir því að öll börn hérlendis fái að njóta barnæsku sinnar eins og kveðið er á um í Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna sem við höfum staðfest. Í ljósi þess sem fólk hefur upplifað af hálfu Trúfélags Votta Jehóva má fastlega gera ráð fyrir að börn sem nú alast upp sem Vottar Jehóva séu í mikilli hættu á að verða fyrir alvarlegu andlegu ofbeldi vegna þess umhverfis sem þau alast upp í. Ég vil hvetja þig Jørgen til þess að vanda þig betur við að sannreyna upplýsingar og halda þér við staðreyndir, einkum þegar þú ásakar aðra um að gera það ekki. Jafnframt er í hæsta máta hæpið að setja fram staðlausar ásakanir gagnvart fólki sem þú veist ekkert um. Það færi betur á því að þú kæmir með dæmi þegar þú ásakar fólk um lygar. Þó ekki væri nema til að fólk áttaði sig á því, hverju það á að hafa logið. Lýðræði, umburðarlyndi og virðing Ég tek heilshugar undir þá ósk Jørgens í lok lesendabréfsins, að „Ísland beiti sér fyrir því að allir landsmenn fái að njóta lýðræðis, umburðarlyndis og virðingar“. Það er einkar áhugavert að Jørgen velji orðið LÝÐRÆÐI, því þetta er hugtak sem ég á erfitt með að tengja á nokkurn hátt við söfnuð Votta Jehóva. Vottar Jehóva njóta ekki lýðræðis, hvorki innan safnaðarins né utan hans. Söfnuður votta Jehóva er ekki byggður upp á lýðræðislegan hátt. Á heimasíðu þeirra er til að mynda að finna fjölmargar greinar þar sem talað er á móti lýðræði. Í samþykktum trúfélags Votta Jehóva í Íslandi frá 2018 kemur fram að deildarskrifstofa Votta Jehóva í Skandinavíu, sem aðsetur hefur í Danmörku, hefur umsjón með starfi trúfélags Votta Jehóva á Íslandi og hefur full yfirráð yfir eignum trúfélagsins á Íslandi. Hið stjórnandi ráð Votta Jehóva, sem aðsetur hefur í Bandaríkjunum, skipar menn í deildarnefndina. Calvin Rouse, lögmaður trúfélagsins lýsti því þannig fyrir rétti: „We are a hierarchical religion structured just like the Catholic church“. Þetta er fyrir mér lýsing á top-down einræðisstjórnun. Meðlimir trúfélags Votta Jehóva á Íslandi hafa enga möguleika á að hafa áhrif á stjórn safnaðarins, hvernig farið er með fjárhagslegar eigur hans eða hver fer með stjórn hans. Það er reynsla mjög margra fyrrum votta að þeir hafa verið reknir úr söfnuðinum fyrir það að hafa sett fram spurningar varðandi það hvernig söfnuðinum er stjórnað. Vegna þess að það er ekkert pláss fyrir lýðræði innan stjórnsamra trúfélaga eins og söfnuði Votta Jehóva. Það er líka afar fróðlegt að sjá lögfræðing trúfélagsins líkja því við Kaþólsku kirkjuna, sérstaklega í ljósi þeirrar gríðarlegu gagnrýni vottana á hendur henni í gegnum árin. Inn á heimasíðu vottana má lesa um það að Votta Jehóva taka ekki þátt í neinu stjórnmálastarfi, þeir bjóða sig ekki fram til embætta og kjósa ekki. Grundvallarforsenda lýðræðis er að öllum sé tryggður kosningaréttur og að hver og einn hafi jafn mikið um málefni samfélagsins að segja,. 64. grein Stjórnarskrár Ísland segir “[Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu. Öllum er frjálst að standa utan trúfélaga. Mér þætti ákaflega fróðlegt að fá lögfræðilegt álit á því hvort það sé leyfilegt að trúfélög hindri meðlimi sína í að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að kjósa og bjóða sig fram. Réttindi gilda nefnilega ekki bara aðra leiðina. Að sjálfsögðu eiga trúfélög að hafa rými til þess, í nútíma samfélagi, að stunda sína trú. Það sem trúfélög eiga ekki að hafa rými til, er að brjóta lög og stjórnarskrárvarin réttindi meðlima sinna. Og nú geri ég ráð fyrir því að þú Jørgen myndir svara þessu með því að segja að söfnuður Votta Jehóva stýri því ekki hvort einstakir safnaðarmeðlimir ákveði að kjósa, bjóða sig fram í embætti, útiloka fjölskyldumeðlimi eða haldi upp á afmæli eða jól. Að þetta sé persónuleg ákvörðun einstaklingsins. En með mjög grunnri skoðun á heimasíðu Trúfélags Votta Jehóva er mjög augljóst að sjá til hvaða ákvarðana trúfélagið ætlast til þess að einstaklingar taka og hvaða afleiðingar það getur haft fyrir einstaklinga innan safnaðarins að taka ekki „rétta“ ákvörðun. Og við vitum öll hvað gerist fyrir þá sem ekki taka „rétta“ ákvörðun, er það ekki Jørgen? Í 18. Kafla handbókar fyrir öldunga safnaðarins þar sem farið er yfir það sem getur varðar brottrekstri er skýrt tekið fram að það er brottrekstrarsök að brjóta kristið hlutleysi og við lestur heimasíðu safnaðarins er augljóst að það að taka þátt í kosningum fellur undir það. Hatursorðræða Hatursorðræða er almennt skilgreind sem hvers konar tjáning, munnleg eða skrifleg, sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða réttlætir hatur sem byggir á umburðarleysi. Auk þess verður að vera til staðar ásetningur til þess að ýta undir hatur á ákveðnum hóp og einhverskonar hvatning til að hægt sé að tala um hatursorðræðu. Það eru óteljandi dæmi um það inn á heimsíðu trúfélags Votta Jehóva þar sem skrifað er um fyrrum meðlimi og aðra „óvini Jehóva“ og það hvernig þeir eiga að hata og ráðast á vottana eða drepa þá. Þó svo þið skrifið inná á heimasíðuna að fyrrum vottar hati Jehóva og söfnuðinn, þá er það ekki staðreynd. Við sem stöndum fyrir utan söfnuðinn eigum flest, ef ekki öll, ástvini innan safnaðarins sem við óskum einungis góðs og óskum þess að geta átt heilbrigt og gott samband við. Við upplifum flest djúpa sorg yfir því að þurfa að syrgja samband okkar við lifandi fólk sem enn er inni í trúfélaginu. Þegar koma fréttir af atvikum eins og í Hamborg erum við ekki síður harmi slegin frekar en vottarnir. Í umræðunni hér á Íslandi síðastliðið ár hef ég hvergi orðið var við það að verið sé að hvetja til haturs eða ofbeldis gagnvart Vottunum. Einungis er verið að segja frá upplifunum fólks og krefjast þess að tryggt sé að trúfélög fylgi lögum um skráð trúfélög en í þeim segir að skráð trúfélög skuli eigi fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu. Upplifun margra fyrrum votta er sú að trúfélag Votta Jehóva uppfylli ekki þetta ákvæði og í lýðræðisþjóðfélagi höfum við leyfi til þess að benda á það. Ég bið þig Jørgen, um að koma með dæmi af hatursorðræðu úr þeirri umræðu sem hér er verið að vitna í. Trúfélag Votta Jehóva er ljótt að grípa til þess að saka fyrrum votta um hatursorðræðu og lygar þegar þeir segja frá upplifunum sínum af söfnuðinum. Það væri óskandi að í stað þess að ráðast á fyrrum meðlimi, gæti Trúfélag votta Jehóva skoðað það sem farið hefur úrskeiðis og finna leiðir til þess að koma í veg fyrir að fólk upplifi aftur þá hluti sem vottarnir vilja ekki að talað sé um. Ég vil hvetja þig Jørgen, til þess að fara í smá naflaskoðun og skoða þá orðræðu sem finna má inn á heimasíðu Votta Jehóva. Bæði orðræðu um það hvernig trúfélag Votta Jehóva segir að fólk sem yfirgefur söfnuðinn sé og einnig orðræðu um það hvernig trúfélagið ætlast til þess að komið sé fram við fyrrum meðlimi. Ég skal setja inn nokkrar setningar sem ég fann á heimasíðunni: “Verum því öll staðráðin í hjörtum okkar að snerta aldrei það eitur sem fráhverfir andstæðingar vilja að þú dreypir á. Fylgdu því viturlega en ákveðna boði Jehóva að sneiða algerlega hjá þeim sem vilja blekkja þig, leiða þig á villigötur, beina þér út á brautir dauðans.” “Fráhvarfsmenn , sem hata sína fyrri félaga í þjónustu Jehóva, eiga ekki lengur slíkt samfélag við Guð og Krist.“ “Þjónar Jehóva … ættu líka að forðast náin samskipti við einstaklinga í söfnuðinum sem hafa ítrekað sýnt að þeir virða ekki meginreglur Jehóva. Fyrst svo er innan safnaðarins ættum við sannarlega að forðast náinn félagsskap við fólk utan safnaðarins en þar eru margir ,fégjarnir, óhlýðnir foreldrum, guðlausir, rógberandi, grimmir og andsnúnir öllu góðu, sviksamir og elska munaðarlífið meira en Guð.” Ég spyr mig, getur verið að Trúfélag Votta Jehóva stundi hatursorðræðu gagnvart fyrrum meðlimum sínum? Til dæmis þegar meðlimur hins stjórnandi ráðs, í ræðu um fyrrum meðlimi og aðra „óvini Jehóva“, les eftirfarandi biblíuvers: “En vondir menn munu farast, óvinir Jehóva hverfa eins og blómleg engi, þeir hverfa eins og reykur.” Kveikir á eldspýtu, blæs á hana og hlær. Hvað er hann að gefa í skyn? Veistu ég upplifi þetta sem hatursorðræðu gagnvart mér og öllum öðrum fyrrum vottum. Að einhver óski mér þess að brenna og hverfa eins og reykur! Fyrrum vottar, fyrir utan það að vera útskúfað af öllum sem þeir þekktu, þurfa ítrekað að þola það að vera kallaðir „lygarar“, „saurlífismenn“, „óvinir“, „vondur félagsskapur“, „liðsmenn Satans“, „andstæðinga“, fremjandi „ill verk“, við erum sögð „hata“ vottana, „andsnúnir öllu góðu“, „sviksamir“ og svo mætti lengi telja. Allt fyrir það að við kjósum, eins og stjórnarskrárvarinn réttur okkar er, að standa utan við trúfélag Votta Jehóva. Ég fæ ekki betur séð en þið sjáið algjörlega sjálf um hatursorðræðuna. Og ég kýs að fara ekki út í það hér hvernig heimasíðan ykkar ræðst á önnur trúfélög, hinsegin fólk og bara heiminn eins og hann leggur sig, því það er efni í enn aðra grein. Það er gríðarlegur tvískinnungur af trúfélagi Votta Jehóva, að fara fram á sér sé sýnt umburðarlyndi og virðing, þegar það í orðum og gjörðum hefur ítrekað sýnt að það býr hvorki yfir umburðarlindi eða virðingu gagnvart öðrum í samfélaginu. Og vinsamlegast taktu eftir að hér tala ég um Trúfélag Votta Jehóva, ekki einstaka votta, því innan safnaðarins er gríðarlegur hópur af yndislegu fólki sem getur svo sannarlega sýnt af sér bæði umburðarlyndi og virðingu. Ég geri stóran greinamun á trúfélaginu og meðlimum þess sem hafa enga leið til þess að hafa áhrif á það hvernig trúfélaginu er stjórnað. Mismunun Mismunun er skilgreind sem hverskonar aðgreining, útilokun eða forgangsrétt sem byggður er t.d. á kynþætti, litarhafti, kynferði, trú, heilsufari, aldri, fötlun, stjórnmálaskoðunum, þjóðaruppruna eða félagslegri stöðu. Á Íslandi og í mörgum öðrum löndum er mismunun að þessu taki ólögleg. Trúfélag Votta Jehóva beitir fyrrum meðlimi ofbeldisfullri mismunun sem hefur eyðilagt ótal fjölskyldur og skilið einstaklinga sem fyrir því verða eftir með gríðarlega djúp sálræn sár. Ef rýnt er í tölur sem Trúfélag Votta Jehóva gefur sjálft út, má sjá að u.þ.b. 1% meðlima trúfélags Votta Jehóva eru reknir árlega. Það eru um 80.000 einstaklingar á heimsvísu, þar af munu 2/3 ekki snúa til baka. Þetta þýðir meira en 1 MILLJÓN klifandi einstaklinga sem Vottar Jehóva beita útilokunarofbeldi. Meira en 1 MILLJÓN einstaklingar sem upplifa djúpa sorg og ýmiskonar áfallatengd vandamál. Meira en 1 MILLJÓN einstaklingar sem geta búist við því hvenær sem að t.d. mæta manneskju í vinnunni sem, þegar þú heilsar viðkomandi eins og öllum öðrum, segir þér að þar sem viðkomandi sé vottur þá neiti hann að hafa nokkur samskipti við þig. Algengt svar Trúfélags Votta Jehóva er að segja að það sé einstaklingsins að ákveða hvort og hvernig hann hefur samband við annað fólk. Það er vissulega rétt, en í stjórnsömum trúarbrögðum eins og Vottunum skiptir máli hvað meðlimum er „ráðlagt“. Í kafla 12 í öldungahandbók trúfélagsins, þar sem talið er upp hvers konar hegðun getur leitt til þess að einstaklingar séu reknir úr söfnuðinum, er meðal annars skrifað um samband við fyrrum safnaðarmeðlimi. Vægast sagt fróðleg, en fyrst og fremst sorgleg lesning að mínu mati, sem sýnir svart á hvítu að það er alls ekki hvers einstaklings innan safnaðarins að ákveða hvort hann hafi samband eða ekki við fólk sem viðkomandi hefur séð sem vini og ættingja. Eftirfarandi setningar sem teknar eru af heimasíðu Votta Jehóva segja allt sem segja þarf: “Við viljum ekki eiga trúarlegt eða félagslegt samneyti við þá sem vikið er úr söfnuðinum.” “Einföld kveðja, ,Sæll,‘ sem við köstum á einhvern, getur verið fyrsta skrefið að samræðum og jafnvel vináttu. Munum við vilja stíga fyrsta skrefið að slíku sambandi við brottrækan einstakling?” “verndum við okkur og aðra í söfnuðinum siðferðilega og trúarlega með því að forðast samneyti við syndara sem iðrast ekki, og við varðveitum góðan orðstír safnaðarins.” Ég hvet Trúfélag Votta Jehóva til að hafa í huga orð Jesú þegar hann sagði „Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. Þá væru engar blaðagreinar eða umræða um það að innan Trúfélags Votta Jehóva þrifist trúarofbeldi. Óskandi er að Ísland beiti sér fyrir því að öll börn á Íslandi fái að njóta barnæsku sinnar eins og kveðið er á um í Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna sem staðfestur hefur verið hér á landi. Ég held því fram að börn sem nú alast upp innan safnaðar Votta Jehóva séu í mikilli hættu á að verða fyrir alvarlegu andlegu ofbeldi vegna þess umhverfis sem þau alast upp í. Höfundur er fyrrum vottabarn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 18. mars birtist í Morgunblaðinu lesendabréfið Röng mynd dregin upp þar sem Jørgen Pedersen, stjórnarformaður trúfélags Votta Jehóva í Noregi og umsjónarmaður upplýsingadeildar Votta Jehóva í Skandinavíu ritar m.a. um „alvarlegar, ærumeiðandi ogstaðhæfulausarásakanir“ á hendur Vottum Jehóva og vekur jafnframt athygli á mikilvægi þess að „sannreyna upplýsingar og fara rétt með staðreyndir“. Jørgen ritar einnig um hættur þess að ýta undir haturorðræðu og hatursglæpi gegn saklausu fólki og gefur í skyn að umræðan um söfnuðinn undarfarið ár sé hatursorðræða. Mikið finnst mér gott að stjórnarformaður Votta Jehóva í Noregi geri sér grein fyrir hættunni sem tengist hatursorðræðu. Ég get ekki borða bundist og ákvað því að svara lesendabréfinu og jafnframt reyna að sannreyna upplýsingarnar sem Jørgen heldur fram í því. Alvarlegar, ærumeiðandi og staðhæfulausar ásakanir Hvaða alvarlegu, ærumeiðandi og staðhæfulausuásakanir er Jørgen að íja að? Hver eru þessi ósannindi sem eiga upptök sín hjá fólki sem segist hafa tilheyrt söfnuðinum og hafi það ekki alltaf að markmiði að fara satt og rétt með? Er Jørgen að halda því starfsfólk Jafnréttisstofu, sé að ljúga þegar trúfélaginu var sent bréf þess efnis að myndband inn á heimasíðu þess, sem ætlað er börnum, innihaldi efni sem samræmist ekki lögum? Er Jørgen að halda því fram að þær konur sem komu fram í Kompás séu að ljúga þegar þær segist hafa fæðst inn í Trúfélag Votta Jehóva? Er Jørgen að segja að þær séu að ljúga því að hafa misst tengsl við alla vini, fjölskyldur og í raun allt þeirra stuðningsnet, þegar þær hættu, sumar vegna ákvörðunar foreldra sinna. Eru þær að ljúga þegar þær allar lýsa gríðarlegu harðræði gagnvart börnum sem gátu ekki setið kyrr á samkomum? Eru 70% fyrrum japanskra vottabarna að ljúga þegar þau segja frá því að þau hafi verið flengdir frá því þeir voru á leikskólaaldri? Er ég að ljúga þegar ég segi frá því að ég man eftir því að hafa bæði upplifað og horfa upp á síendurtekið ofbeldi gagnvart börnum sem ekki gátu setið kyrr og þagað á samkomum? Er móðir mín að ljúga þegar hún segir mér frá því öldungar safnaðarins hafi kennt henni aðferðir við að passa upp á að ég, þá kornabarn, væri algjörlega kyrr og hljóðlát í gegnum 90-120 mínútna samkomur, 2 sinnum í viku? T.d. með því að pota á milli rifja á kornabarni, klíp í lærið eða toga í hárin næst hálsinum þegar ég gerði mig líklega til þess að hreyfa mig eða babla eins og kornabörn gera? Er ég að ljúga þegar ég minnist þess að hafa á hverjum fimmtudegi og sunnudegi, í mörg ár, horft upp á önnur börn toguð upp á eyrunum eða handleggjunum og dregin inn í hliðarherbergi í ríkisalnum þar sem allur söfnuðurinn heyrði grátur þeirra vegna þess sem ég get bara gert ráð fyrir að hafi verið barsmíðar. Er ég að ljúga þegar ég minnist þess að allt fullorðna fólkið í söfnuðinum, fólk ég leit upp til og treysti, hélt áfram að horfa á ræðumanninn eins og ekkert væri að gerast í handan veggjarins? Er ég að ljúga þegar ég segi frá því hversu skelfileg tilfinning það var að vera eitt þessara barna sem var dregið inn í hliðarherbergið? Allt út af því að við, verandi börn, áttum erfitt með að þegja og sitja kyrr í 90-120 mínútur. Stundum á sama tíma var ræðumaðurinn að vitna í biblíuna þar sem við lásum m.a. eftirfarandi ritningarstaði „Sá sem sparar vöndinn, hatar son sinn, en sá sem elskar hann, agar hann snemma“. „Spara eigi aga við sveininn, því ekki deyr hann, þótt þú sláir hann með vendinum. Þú slær hann að sönnu með vendinum, en þú frelsar líf hans frá Helju“. „Drottinn agar þann sem hann elskar.“ - Orðskviðirnir 13:12, 12:6 og 23:13-14. Okkur börnunum var kennt að foreldrar okkar væru að sýna okkur ást með því að meiða okkur fyrir að sitja ekki kyrr og þegja. Og að við ættum að vera þakklát fyrir þessa „ást“. Líkamlegt ofbeldi var ekki bannað á Íslandi fyrr en árið 2009 og ég geri mér fyllilega grein fyrir því að á þessum tíma var þetta ekki ólöglegt, þó það hafi svo sannarlega verið ósiðlegt og alls ekki í takt við þær aðferðir sem almennt voru notaðar á þessum tíma. Ég fagna því svo sannarlega að þessar aðferðir séu ekki lengur notaðar innan safnaðar Votta Jehóva á Íslandi og að leiðtogar safnaðarins hafi séð sér fært að fara ekki lengur fram á það við safnaðarmeðlimi að þeir fari eftir þessum hræðilegu leiðbeiningum Biblíunnar. Það gefur mér von um það að söfnuður Vottar Jehóva sem trúfélag geti haldið áfram þróast í takt við almennt siðferði og jafnvel farið að lögum um mannréttindi og barnavernd. En Jörgen, þó svo að Trúfélag Votta Jehóva hafi gert stefnubreytingu þegar þeir voru neyddir til þess, með nýjum lögum árið 2009, þá þýðir það ekki að við séum að ljúga til um það sem við upplifðum sem börn innan safnaðarins. Það er lögbundinn réttur okkar að segja frá okkar eigin upplifunum og við eigum ekki að þurfa að sitja undir því að vera kölluð lygarar í lesendabréfum frá manni í Noregi. Þar sem þú ert að kalla þessar konur lygara sem stigið hafa fram að undanförnu, geturðu vinsamlegast sagt nákvæmlega hvað það er sem þær eiga að hafa logið? Jørgen skrifar að „Vottum Jehóva þykir ærumeðandi að vera sakaðir um slíkt og þeim er mjög misboðið”. Ég, þær konur sem stigu fram í Kompás og allavegana 70% fyrrum japanskra vottabarna sem vitnað er í hér að ofan, er mjög misboðið að hafa þurft að alast upp innan trúfélags Votta Jehóva og hafa orðið fyrir því andlega og líkamlega ofbeldi sem við upplifðum sem börn. Rannsóknir Jørgen skrifar m.a. að rannsóknir hafi sýnt fram á að Vottar Jehóva „bera mikla virðingu fyrir lífinu og mannlegri reisn“ og trúarkenningar þeirra „einkennast af ríkulegu valfrelsi og frelsi til að taka eigin ákvarðanir“. Hann nefnir einungis eina rannsókn þessu til stuðnings, en það er rannsókn Raffaellu Di Marzio sem tekur einungis til einstaklinga sem skipta um trú og gerast vottar síðar á lífsleiðinni. Þessi rannsókn á ekki við um einstaklinga sem fæðast inn í söfnuðinn, en allir þeir einstaklingar sem fram komu í Kompásþættinum höfðu allir fæðst inn í söfnuðinn. Það er eitt að velja á fullorðisaldri að ganga til liðs við sértrúarsöfnuð. Það er allt annað að fæðast inn í sértrúarsöfnuð og fá í raun aldrei tækifæri til þess að velja og hafna trúnni. Því með því að hafna trúnni er einstaklingurinn að hafna fjölskyldu sinni og stuðningsneti líka. Ég held að það gefi augaleið að þess háttar „val“ einkennist ekki af „ríkulegu valfrelsi og frelsi til að taka eigin ákvarðanir“ eða að um sé að ræða „óþvingaða ákvörðun“. Auk greina Di Marzio, bendir Jørgen í greinar eftir dr. Massimo Introvigne, alþjóðlega viðurkenndan fræðimann á sviði trúmála. Introvigne er einn þeirra „virtu félagsfræðinga“ sem Jørgen vitnar til sem hefur „varað við því að trúa vitnisburði fólks sem hætt hefur í söfnuðinum“. Introvigne er best þekktur fyrir að verja sértrúarsöfnuði (e. cults) og alls ekki hægt að líta á hann sem hlutlausan fræðimann. CESNUR (Ísl. Miðstöð fræða um ný trúarbrögð), sem Introvigne er einn af stofnendum af, og sem gefur úr tímaritið sem birti grein Di Marzio, hefur verið lýst sem „helstu hagsmunasamtökum heims fyrir umdeild trúarbrögð“. CESNUR hefur m.a. varið umdeild trúfélög eins og Sameiningarkirkjuna (Unification Church), Vísindakirkjuna (the Church of Scientology) og Reglu sólarmusterisins (the Order of the Solar Temple). Hvers vegna kjósa Vottar Jehóva að stilla sér upp við hlið þessara afar umdeildu sértrúarsafnaða, með því að vitna í fræðimenn CESNUR. Líta Vottar Jehóva sjálfir svo á að þeirra trúfélag sé á sama stalli og Sameiningarkirkjan, Vísindakirkjan og Regla sólarmusterisins og eigi með þeim samleið? Mér þykir satt að segja undrum sæta að „sannleikans“ menn skulu telja „vitnisburð“ slíkra „fræðimanna“ málstað sínum til framdráttar. Bæta svo um betur með því að afbaka jafnvel þennan vitnisburð sjálfum sér til réttlætingar. Virðing fyrir lífinu og mannlegri reisn Jørgen ritar að Vottar Jehóva beri mikla virðingu fyrir lífinu og mannlegri reisn. Söfnuður Votta Jehóva ber svo mikla virðingu fyrir lífinu, að þeir myndu leyfa börnum sínum að deyja, frekar en að leyfa þeim að fá blóðgjafir sem gætu bjargað lífi þeirra. Söfnuður Votta Jehóva ber svo mikla virðingu fyrir lífinu að dánartíðni sængurkvenna sem eru Vottar Jehóva um 44-160 sinnum hærri en meðal kvenna sem ekki neita blóðgjöf. Vottar Jehóva í Noregi bera svo mikla virðingu fyrir mannlegri reisn að konu úr söfnuðinum, sem var nauðgað, var gerð brottræk fyrir það að vera nauðgað og í kjölfarið útilokuð frá fjölskyldu sinni, vinum og í raun öllu sínu stuðningsneti. Jørgen ber svo mikla virðingu fyrir mannlegri reisn að hann hikar ekki við að kalla sér ókunnar konur, sem eru að segja frá sumum af sínum sárustu og erfiðustu upplifunum, lygara. Barnaskírnir Jørgen skrifar að Vottar Jehóva stundi ekki barnaskírnir. Algengur skírnaraldur meðal Votta Jehóva á heimsvísu er 10- 20 ára. Samkvæmt íslenskum lögum eru einstaklingar börn þar til þeir eru 18 ára. Allir sem skírast fyrir átján ára aldur eru því börn og óhætt að segja að barnaskírnir séu mjög algengar meðal Votta Jehóva. Miðað við hversu miklar og alvarlegar afleiðingar það hefur fyrir einstaklinga að hætta í söfnuði Votta Jehóva, ættu barnaskírnir alls ekki að leyfast, því ekkert barn á að setja í þá aðstöðu að þurfa að taka ákvörðun sem getur valdið því algjörri félagslegri útskúfun. Jesús var sjálfur um þrítugt þegar hann skírðist. Það væri óskandi að Vottarnir tækju sér hann til fyrirmyndar og biðu með að skírast, allavega þar til heilinn er fullþroskaður og viðkomandi fær um að taka jafn alvarlega ákvörðun og það er að skírast inn í trúfélag á borð við Votta Jehóva Óskandi er að Ísland beiti sér fyrir því að öll börn hérlendis fái að njóta barnæsku sinnar eins og kveðið er á um í Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna sem við höfum staðfest. Í ljósi þess sem fólk hefur upplifað af hálfu Trúfélags Votta Jehóva má fastlega gera ráð fyrir að börn sem nú alast upp sem Vottar Jehóva séu í mikilli hættu á að verða fyrir alvarlegu andlegu ofbeldi vegna þess umhverfis sem þau alast upp í. Ég vil hvetja þig Jørgen til þess að vanda þig betur við að sannreyna upplýsingar og halda þér við staðreyndir, einkum þegar þú ásakar aðra um að gera það ekki. Jafnframt er í hæsta máta hæpið að setja fram staðlausar ásakanir gagnvart fólki sem þú veist ekkert um. Það færi betur á því að þú kæmir með dæmi þegar þú ásakar fólk um lygar. Þó ekki væri nema til að fólk áttaði sig á því, hverju það á að hafa logið. Lýðræði, umburðarlyndi og virðing Ég tek heilshugar undir þá ósk Jørgens í lok lesendabréfsins, að „Ísland beiti sér fyrir því að allir landsmenn fái að njóta lýðræðis, umburðarlyndis og virðingar“. Það er einkar áhugavert að Jørgen velji orðið LÝÐRÆÐI, því þetta er hugtak sem ég á erfitt með að tengja á nokkurn hátt við söfnuð Votta Jehóva. Vottar Jehóva njóta ekki lýðræðis, hvorki innan safnaðarins né utan hans. Söfnuður votta Jehóva er ekki byggður upp á lýðræðislegan hátt. Á heimasíðu þeirra er til að mynda að finna fjölmargar greinar þar sem talað er á móti lýðræði. Í samþykktum trúfélags Votta Jehóva í Íslandi frá 2018 kemur fram að deildarskrifstofa Votta Jehóva í Skandinavíu, sem aðsetur hefur í Danmörku, hefur umsjón með starfi trúfélags Votta Jehóva á Íslandi og hefur full yfirráð yfir eignum trúfélagsins á Íslandi. Hið stjórnandi ráð Votta Jehóva, sem aðsetur hefur í Bandaríkjunum, skipar menn í deildarnefndina. Calvin Rouse, lögmaður trúfélagsins lýsti því þannig fyrir rétti: „We are a hierarchical religion structured just like the Catholic church“. Þetta er fyrir mér lýsing á top-down einræðisstjórnun. Meðlimir trúfélags Votta Jehóva á Íslandi hafa enga möguleika á að hafa áhrif á stjórn safnaðarins, hvernig farið er með fjárhagslegar eigur hans eða hver fer með stjórn hans. Það er reynsla mjög margra fyrrum votta að þeir hafa verið reknir úr söfnuðinum fyrir það að hafa sett fram spurningar varðandi það hvernig söfnuðinum er stjórnað. Vegna þess að það er ekkert pláss fyrir lýðræði innan stjórnsamra trúfélaga eins og söfnuði Votta Jehóva. Það er líka afar fróðlegt að sjá lögfræðing trúfélagsins líkja því við Kaþólsku kirkjuna, sérstaklega í ljósi þeirrar gríðarlegu gagnrýni vottana á hendur henni í gegnum árin. Inn á heimasíðu vottana má lesa um það að Votta Jehóva taka ekki þátt í neinu stjórnmálastarfi, þeir bjóða sig ekki fram til embætta og kjósa ekki. Grundvallarforsenda lýðræðis er að öllum sé tryggður kosningaréttur og að hver og einn hafi jafn mikið um málefni samfélagsins að segja,. 64. grein Stjórnarskrár Ísland segir “[Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu. Öllum er frjálst að standa utan trúfélaga. Mér þætti ákaflega fróðlegt að fá lögfræðilegt álit á því hvort það sé leyfilegt að trúfélög hindri meðlimi sína í að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að kjósa og bjóða sig fram. Réttindi gilda nefnilega ekki bara aðra leiðina. Að sjálfsögðu eiga trúfélög að hafa rými til þess, í nútíma samfélagi, að stunda sína trú. Það sem trúfélög eiga ekki að hafa rými til, er að brjóta lög og stjórnarskrárvarin réttindi meðlima sinna. Og nú geri ég ráð fyrir því að þú Jørgen myndir svara þessu með því að segja að söfnuður Votta Jehóva stýri því ekki hvort einstakir safnaðarmeðlimir ákveði að kjósa, bjóða sig fram í embætti, útiloka fjölskyldumeðlimi eða haldi upp á afmæli eða jól. Að þetta sé persónuleg ákvörðun einstaklingsins. En með mjög grunnri skoðun á heimasíðu Trúfélags Votta Jehóva er mjög augljóst að sjá til hvaða ákvarðana trúfélagið ætlast til þess að einstaklingar taka og hvaða afleiðingar það getur haft fyrir einstaklinga innan safnaðarins að taka ekki „rétta“ ákvörðun. Og við vitum öll hvað gerist fyrir þá sem ekki taka „rétta“ ákvörðun, er það ekki Jørgen? Í 18. Kafla handbókar fyrir öldunga safnaðarins þar sem farið er yfir það sem getur varðar brottrekstri er skýrt tekið fram að það er brottrekstrarsök að brjóta kristið hlutleysi og við lestur heimasíðu safnaðarins er augljóst að það að taka þátt í kosningum fellur undir það. Hatursorðræða Hatursorðræða er almennt skilgreind sem hvers konar tjáning, munnleg eða skrifleg, sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða réttlætir hatur sem byggir á umburðarleysi. Auk þess verður að vera til staðar ásetningur til þess að ýta undir hatur á ákveðnum hóp og einhverskonar hvatning til að hægt sé að tala um hatursorðræðu. Það eru óteljandi dæmi um það inn á heimsíðu trúfélags Votta Jehóva þar sem skrifað er um fyrrum meðlimi og aðra „óvini Jehóva“ og það hvernig þeir eiga að hata og ráðast á vottana eða drepa þá. Þó svo þið skrifið inná á heimasíðuna að fyrrum vottar hati Jehóva og söfnuðinn, þá er það ekki staðreynd. Við sem stöndum fyrir utan söfnuðinn eigum flest, ef ekki öll, ástvini innan safnaðarins sem við óskum einungis góðs og óskum þess að geta átt heilbrigt og gott samband við. Við upplifum flest djúpa sorg yfir því að þurfa að syrgja samband okkar við lifandi fólk sem enn er inni í trúfélaginu. Þegar koma fréttir af atvikum eins og í Hamborg erum við ekki síður harmi slegin frekar en vottarnir. Í umræðunni hér á Íslandi síðastliðið ár hef ég hvergi orðið var við það að verið sé að hvetja til haturs eða ofbeldis gagnvart Vottunum. Einungis er verið að segja frá upplifunum fólks og krefjast þess að tryggt sé að trúfélög fylgi lögum um skráð trúfélög en í þeim segir að skráð trúfélög skuli eigi fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu. Upplifun margra fyrrum votta er sú að trúfélag Votta Jehóva uppfylli ekki þetta ákvæði og í lýðræðisþjóðfélagi höfum við leyfi til þess að benda á það. Ég bið þig Jørgen, um að koma með dæmi af hatursorðræðu úr þeirri umræðu sem hér er verið að vitna í. Trúfélag Votta Jehóva er ljótt að grípa til þess að saka fyrrum votta um hatursorðræðu og lygar þegar þeir segja frá upplifunum sínum af söfnuðinum. Það væri óskandi að í stað þess að ráðast á fyrrum meðlimi, gæti Trúfélag votta Jehóva skoðað það sem farið hefur úrskeiðis og finna leiðir til þess að koma í veg fyrir að fólk upplifi aftur þá hluti sem vottarnir vilja ekki að talað sé um. Ég vil hvetja þig Jørgen, til þess að fara í smá naflaskoðun og skoða þá orðræðu sem finna má inn á heimasíðu Votta Jehóva. Bæði orðræðu um það hvernig trúfélag Votta Jehóva segir að fólk sem yfirgefur söfnuðinn sé og einnig orðræðu um það hvernig trúfélagið ætlast til þess að komið sé fram við fyrrum meðlimi. Ég skal setja inn nokkrar setningar sem ég fann á heimasíðunni: “Verum því öll staðráðin í hjörtum okkar að snerta aldrei það eitur sem fráhverfir andstæðingar vilja að þú dreypir á. Fylgdu því viturlega en ákveðna boði Jehóva að sneiða algerlega hjá þeim sem vilja blekkja þig, leiða þig á villigötur, beina þér út á brautir dauðans.” “Fráhvarfsmenn , sem hata sína fyrri félaga í þjónustu Jehóva, eiga ekki lengur slíkt samfélag við Guð og Krist.“ “Þjónar Jehóva … ættu líka að forðast náin samskipti við einstaklinga í söfnuðinum sem hafa ítrekað sýnt að þeir virða ekki meginreglur Jehóva. Fyrst svo er innan safnaðarins ættum við sannarlega að forðast náinn félagsskap við fólk utan safnaðarins en þar eru margir ,fégjarnir, óhlýðnir foreldrum, guðlausir, rógberandi, grimmir og andsnúnir öllu góðu, sviksamir og elska munaðarlífið meira en Guð.” Ég spyr mig, getur verið að Trúfélag Votta Jehóva stundi hatursorðræðu gagnvart fyrrum meðlimum sínum? Til dæmis þegar meðlimur hins stjórnandi ráðs, í ræðu um fyrrum meðlimi og aðra „óvini Jehóva“, les eftirfarandi biblíuvers: “En vondir menn munu farast, óvinir Jehóva hverfa eins og blómleg engi, þeir hverfa eins og reykur.” Kveikir á eldspýtu, blæs á hana og hlær. Hvað er hann að gefa í skyn? Veistu ég upplifi þetta sem hatursorðræðu gagnvart mér og öllum öðrum fyrrum vottum. Að einhver óski mér þess að brenna og hverfa eins og reykur! Fyrrum vottar, fyrir utan það að vera útskúfað af öllum sem þeir þekktu, þurfa ítrekað að þola það að vera kallaðir „lygarar“, „saurlífismenn“, „óvinir“, „vondur félagsskapur“, „liðsmenn Satans“, „andstæðinga“, fremjandi „ill verk“, við erum sögð „hata“ vottana, „andsnúnir öllu góðu“, „sviksamir“ og svo mætti lengi telja. Allt fyrir það að við kjósum, eins og stjórnarskrárvarinn réttur okkar er, að standa utan við trúfélag Votta Jehóva. Ég fæ ekki betur séð en þið sjáið algjörlega sjálf um hatursorðræðuna. Og ég kýs að fara ekki út í það hér hvernig heimasíðan ykkar ræðst á önnur trúfélög, hinsegin fólk og bara heiminn eins og hann leggur sig, því það er efni í enn aðra grein. Það er gríðarlegur tvískinnungur af trúfélagi Votta Jehóva, að fara fram á sér sé sýnt umburðarlyndi og virðing, þegar það í orðum og gjörðum hefur ítrekað sýnt að það býr hvorki yfir umburðarlindi eða virðingu gagnvart öðrum í samfélaginu. Og vinsamlegast taktu eftir að hér tala ég um Trúfélag Votta Jehóva, ekki einstaka votta, því innan safnaðarins er gríðarlegur hópur af yndislegu fólki sem getur svo sannarlega sýnt af sér bæði umburðarlyndi og virðingu. Ég geri stóran greinamun á trúfélaginu og meðlimum þess sem hafa enga leið til þess að hafa áhrif á það hvernig trúfélaginu er stjórnað. Mismunun Mismunun er skilgreind sem hverskonar aðgreining, útilokun eða forgangsrétt sem byggður er t.d. á kynþætti, litarhafti, kynferði, trú, heilsufari, aldri, fötlun, stjórnmálaskoðunum, þjóðaruppruna eða félagslegri stöðu. Á Íslandi og í mörgum öðrum löndum er mismunun að þessu taki ólögleg. Trúfélag Votta Jehóva beitir fyrrum meðlimi ofbeldisfullri mismunun sem hefur eyðilagt ótal fjölskyldur og skilið einstaklinga sem fyrir því verða eftir með gríðarlega djúp sálræn sár. Ef rýnt er í tölur sem Trúfélag Votta Jehóva gefur sjálft út, má sjá að u.þ.b. 1% meðlima trúfélags Votta Jehóva eru reknir árlega. Það eru um 80.000 einstaklingar á heimsvísu, þar af munu 2/3 ekki snúa til baka. Þetta þýðir meira en 1 MILLJÓN klifandi einstaklinga sem Vottar Jehóva beita útilokunarofbeldi. Meira en 1 MILLJÓN einstaklingar sem upplifa djúpa sorg og ýmiskonar áfallatengd vandamál. Meira en 1 MILLJÓN einstaklingar sem geta búist við því hvenær sem að t.d. mæta manneskju í vinnunni sem, þegar þú heilsar viðkomandi eins og öllum öðrum, segir þér að þar sem viðkomandi sé vottur þá neiti hann að hafa nokkur samskipti við þig. Algengt svar Trúfélags Votta Jehóva er að segja að það sé einstaklingsins að ákveða hvort og hvernig hann hefur samband við annað fólk. Það er vissulega rétt, en í stjórnsömum trúarbrögðum eins og Vottunum skiptir máli hvað meðlimum er „ráðlagt“. Í kafla 12 í öldungahandbók trúfélagsins, þar sem talið er upp hvers konar hegðun getur leitt til þess að einstaklingar séu reknir úr söfnuðinum, er meðal annars skrifað um samband við fyrrum safnaðarmeðlimi. Vægast sagt fróðleg, en fyrst og fremst sorgleg lesning að mínu mati, sem sýnir svart á hvítu að það er alls ekki hvers einstaklings innan safnaðarins að ákveða hvort hann hafi samband eða ekki við fólk sem viðkomandi hefur séð sem vini og ættingja. Eftirfarandi setningar sem teknar eru af heimasíðu Votta Jehóva segja allt sem segja þarf: “Við viljum ekki eiga trúarlegt eða félagslegt samneyti við þá sem vikið er úr söfnuðinum.” “Einföld kveðja, ,Sæll,‘ sem við köstum á einhvern, getur verið fyrsta skrefið að samræðum og jafnvel vináttu. Munum við vilja stíga fyrsta skrefið að slíku sambandi við brottrækan einstakling?” “verndum við okkur og aðra í söfnuðinum siðferðilega og trúarlega með því að forðast samneyti við syndara sem iðrast ekki, og við varðveitum góðan orðstír safnaðarins.” Ég hvet Trúfélag Votta Jehóva til að hafa í huga orð Jesú þegar hann sagði „Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. Þá væru engar blaðagreinar eða umræða um það að innan Trúfélags Votta Jehóva þrifist trúarofbeldi. Óskandi er að Ísland beiti sér fyrir því að öll börn á Íslandi fái að njóta barnæsku sinnar eins og kveðið er á um í Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna sem staðfestur hefur verið hér á landi. Ég held því fram að börn sem nú alast upp innan safnaðar Votta Jehóva séu í mikilli hættu á að verða fyrir alvarlegu andlegu ofbeldi vegna þess umhverfis sem þau alast upp í. Höfundur er fyrrum vottabarn.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun