Neitar því að axarárásin hafi verið tilraun til manndráps Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2023 08:01 Konan var að sækja börn sín í skólann þegar árásin átti sér stað. Dalskóli Rúmlega fimmtugur karlmaður viðurkenndi við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa ráðist að barnsmóður sinni með öxi á bílastæðinu við Dalskóla í Úlfarsárdal í nóvember. Hann neitaði því hins vegar að árásin hafi verið tilraun til manndráps. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi vegna árásarinnar. Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu fyrr í mánuðinum en maðurinn hefur sætt öryggisvistun síðan hann var handtekinn hinn 29. nóvember. Fram kemur í ákærunni að öxin hafi verið með tólf sentímetra löngu blaði. Hann hafi slegið konuna í höfuð, hent henni í jörðina og í framhaldinu átt í átökum við hana uns hún komst undan og leitaði skjóls inni í skólanum. Karlmaðurinn ógnaði þannig lífi, heilsu og velferð hennar á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, að því er segir í ákæru. Konan hlaut opið sár á höfði, brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum, sár og mat á upphandlegg auk fleiri áverka. Gekkst við skemmdum á bíl Eins og fyrr segir gekkst hann við því að hafa veitt sambýliskonunni högg með öxi. Hann hafnaði því hins vegar að um ítrekuð högg hafi verið að ræða og neitaði því að um hafi verið að ræða tilraun til manndráps. Manninum var einnig gefið að sök að hafa unnið skemmdir á bíl konunnar með öxinni og gekkst hann við því við fyrirtöku málsins. Ákæruvaldið krefst þess að karlmaðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Til vara er þess krafist að hann sæti öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Þá er gerð krafa um 4,5 milljónir króna í miska- og skaðabætur fyrir konuna. Því til viðbótar tvær milljónir vegna tjóns á bílnum. Lögreglumál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Sló barnsmóður sína ítrekað með öxi á bílastæði grunnskóla Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist ítrekað að fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður með öxi á bílastæðinu við Dalskóla í Úlfarsárdal í nóvember. 6. mars 2023 13:13 Rannsókn á axarárásinni í Úlfarsárdal miðar vel Karlmaður sem réðst á fyrrverandi eiginkonu sína vopnaður öxi fyrir framan Dalskóla þann 30. nóvember sætir en gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar. 9. janúar 2023 16:53 Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp. 23. mars 2023 10:37 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi vegna árásarinnar. Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu fyrr í mánuðinum en maðurinn hefur sætt öryggisvistun síðan hann var handtekinn hinn 29. nóvember. Fram kemur í ákærunni að öxin hafi verið með tólf sentímetra löngu blaði. Hann hafi slegið konuna í höfuð, hent henni í jörðina og í framhaldinu átt í átökum við hana uns hún komst undan og leitaði skjóls inni í skólanum. Karlmaðurinn ógnaði þannig lífi, heilsu og velferð hennar á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, að því er segir í ákæru. Konan hlaut opið sár á höfði, brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum, sár og mat á upphandlegg auk fleiri áverka. Gekkst við skemmdum á bíl Eins og fyrr segir gekkst hann við því að hafa veitt sambýliskonunni högg með öxi. Hann hafnaði því hins vegar að um ítrekuð högg hafi verið að ræða og neitaði því að um hafi verið að ræða tilraun til manndráps. Manninum var einnig gefið að sök að hafa unnið skemmdir á bíl konunnar með öxinni og gekkst hann við því við fyrirtöku málsins. Ákæruvaldið krefst þess að karlmaðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Til vara er þess krafist að hann sæti öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Þá er gerð krafa um 4,5 milljónir króna í miska- og skaðabætur fyrir konuna. Því til viðbótar tvær milljónir vegna tjóns á bílnum.
Lögreglumál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Sló barnsmóður sína ítrekað með öxi á bílastæði grunnskóla Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist ítrekað að fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður með öxi á bílastæðinu við Dalskóla í Úlfarsárdal í nóvember. 6. mars 2023 13:13 Rannsókn á axarárásinni í Úlfarsárdal miðar vel Karlmaður sem réðst á fyrrverandi eiginkonu sína vopnaður öxi fyrir framan Dalskóla þann 30. nóvember sætir en gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar. 9. janúar 2023 16:53 Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp. 23. mars 2023 10:37 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Sló barnsmóður sína ítrekað með öxi á bílastæði grunnskóla Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist ítrekað að fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður með öxi á bílastæðinu við Dalskóla í Úlfarsárdal í nóvember. 6. mars 2023 13:13
Rannsókn á axarárásinni í Úlfarsárdal miðar vel Karlmaður sem réðst á fyrrverandi eiginkonu sína vopnaður öxi fyrir framan Dalskóla þann 30. nóvember sætir en gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar. 9. janúar 2023 16:53
Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp. 23. mars 2023 10:37