Máttur örkærleika í daglegu lífi Ingrid Kuhlman skrifar 30. mars 2023 10:00 Örkærleikur („micro kindness“) felur í sér litlar einlægar og sjálfviljugar athafnir og viðhorf sem sýna öðrum að við kunnum að meta þá. Örkærleikur getur lífgað upp á daginn hjá öðrum og stuðlað að jákvæðum samskiptum. Kærleikurinn getur skapað svokölluð gáruáhrif og fengið fólk til að vilja miðla góðvildinni til annarra. Örkærleikur er leið til að rækta með sér góðvild og samkennd í eigin lífi og sjá heiminn í jákvæðara ljósi. Þegar við sýnum öðrum góðvild og kærleik getur það aukið hamingjutilfinningar okkar, dregið úr streitu og skapað tilgang. Örkærleikur getur þannig haft jákvæð áhrif bæði á aðra en ekki síst á okkur sjálf. Það góða er að það kostar okkur ekkert að sýna kærleika. Hér eru nokkur dæmi um örkærleik í garð annarra: Að halda hurðinni opinni fyrir einhvern. Að brosa til ókunnugra. Að heilsa ókunnugu fólki sem þú mætir í morgungöngunni. Að hvetja samstarfsmann áfram. Að tína og henda rusli í göngutúr. Að gefa ókunnugum eða vini hrós. Að skrifa þakkarbréf eða senda einhverjum jákvæð skilaboð. Að hleypa einhverjum fram fyrir þig í biðröðinni. Að gefa þér tíma til að tala við einhvern á meðan þú bíður í röðinni. Að halda á innkaupapokum fyrir einhvern. Að greiða fyrir kaffi eða máltíð einhvers. Að gefa til góðgerðarmála eða málefnis sem er þér mikilvægt. Að skilja eftir jákvæða umsögn á vefsíðu fyrirtækis um þjónustu sem þú fékkst. Umsplash/Andrea Tummons Örkærleikur varðar einnig hugsanir okkar Örkærleikur hefur einnig að gera með hugsanir okkar. Á hverjum degi túlkum við gjörðir annarra og þær túlkanir fela oft í sér mat á hvötum annarra. Segjum að afgreiðslumaður á kaffihúsi sé dálítið pirraður og óvingjarnlegur. Við vitum ekki alveg ástæðuna fyrir þessu viðhorfi. Það gæti stafað af áhyggjum af veiku barni, það gæti líka verið vegna þess að afgreiðslumaðurinn er í raun og veru ekki mjög þjónustulundaður. Í slíkum aðstæðum er gott að velja vinsamlega viðhorfið, að hann sé annars hugar og stressaður út af einhverju í lífi hans. Kærleiksríkt viðhorf í hans garð mun ekki aðeins koma í veg fyrir að þú bregðist við með pirringi heldur getur góðvild þín, á einhvern lítinn hátt, haft jákvæð áhrif á líðan afgreiðslumannsins. Kærleikur í eigin garð Við höfum tilhneigingu til að vera frekar hörð við okkur sjálf. Oft erum við okkar versti gagnrýnandi. Við þurfum því einnig að sýna kærleika í eigin garð, t.d. með því að fyrirgefa sjálfum okkur og sýna sjálfum okkur mildi, umhyggju og skilning. Það bjóðast óteljandi tækifæri á hverjum degi til að sýna góðvild. Fylgistu með hversu oft þú sýnir kærleik og fjölgaðu þeim augnablikum smám saman. Með tímanum verður kærleikurinn að vana. Með því að sýna örkærleik í daglegu lífi okkar getum við gert heiminn að betri stað. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Buckinghamshire New University. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Örkærleikur („micro kindness“) felur í sér litlar einlægar og sjálfviljugar athafnir og viðhorf sem sýna öðrum að við kunnum að meta þá. Örkærleikur getur lífgað upp á daginn hjá öðrum og stuðlað að jákvæðum samskiptum. Kærleikurinn getur skapað svokölluð gáruáhrif og fengið fólk til að vilja miðla góðvildinni til annarra. Örkærleikur er leið til að rækta með sér góðvild og samkennd í eigin lífi og sjá heiminn í jákvæðara ljósi. Þegar við sýnum öðrum góðvild og kærleik getur það aukið hamingjutilfinningar okkar, dregið úr streitu og skapað tilgang. Örkærleikur getur þannig haft jákvæð áhrif bæði á aðra en ekki síst á okkur sjálf. Það góða er að það kostar okkur ekkert að sýna kærleika. Hér eru nokkur dæmi um örkærleik í garð annarra: Að halda hurðinni opinni fyrir einhvern. Að brosa til ókunnugra. Að heilsa ókunnugu fólki sem þú mætir í morgungöngunni. Að hvetja samstarfsmann áfram. Að tína og henda rusli í göngutúr. Að gefa ókunnugum eða vini hrós. Að skrifa þakkarbréf eða senda einhverjum jákvæð skilaboð. Að hleypa einhverjum fram fyrir þig í biðröðinni. Að gefa þér tíma til að tala við einhvern á meðan þú bíður í röðinni. Að halda á innkaupapokum fyrir einhvern. Að greiða fyrir kaffi eða máltíð einhvers. Að gefa til góðgerðarmála eða málefnis sem er þér mikilvægt. Að skilja eftir jákvæða umsögn á vefsíðu fyrirtækis um þjónustu sem þú fékkst. Umsplash/Andrea Tummons Örkærleikur varðar einnig hugsanir okkar Örkærleikur hefur einnig að gera með hugsanir okkar. Á hverjum degi túlkum við gjörðir annarra og þær túlkanir fela oft í sér mat á hvötum annarra. Segjum að afgreiðslumaður á kaffihúsi sé dálítið pirraður og óvingjarnlegur. Við vitum ekki alveg ástæðuna fyrir þessu viðhorfi. Það gæti stafað af áhyggjum af veiku barni, það gæti líka verið vegna þess að afgreiðslumaðurinn er í raun og veru ekki mjög þjónustulundaður. Í slíkum aðstæðum er gott að velja vinsamlega viðhorfið, að hann sé annars hugar og stressaður út af einhverju í lífi hans. Kærleiksríkt viðhorf í hans garð mun ekki aðeins koma í veg fyrir að þú bregðist við með pirringi heldur getur góðvild þín, á einhvern lítinn hátt, haft jákvæð áhrif á líðan afgreiðslumannsins. Kærleikur í eigin garð Við höfum tilhneigingu til að vera frekar hörð við okkur sjálf. Oft erum við okkar versti gagnrýnandi. Við þurfum því einnig að sýna kærleika í eigin garð, t.d. með því að fyrirgefa sjálfum okkur og sýna sjálfum okkur mildi, umhyggju og skilning. Það bjóðast óteljandi tækifæri á hverjum degi til að sýna góðvild. Fylgistu með hversu oft þú sýnir kærleik og fjölgaðu þeim augnablikum smám saman. Með tímanum verður kærleikurinn að vana. Með því að sýna örkærleik í daglegu lífi okkar getum við gert heiminn að betri stað. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Buckinghamshire New University.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun