Horfa til afléttinga í ljósi góðra aðstæðna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2023 12:11 Víðir Reynisson er yfirlögregluþjónn almannavarna. Vísir/Vilhelm Snjóflóðahætta fer þverrandi á Austurlandi og standa vonir til að hægt verði að aflétta rýmingum fljótlega. Íbúi á Seyðisfirði er ósáttur við seinagang í upplýsingagjöf lögreglu til íbúa. Engar tilkynningar hafa borist um flóð á Austurlandi síðan síðdegis í gær. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir veðurspá hagstæða, en stytta á upp eftir hádegi. „Þá gefst tækifæri til að meta krapaflóðsstöðuna og sjá hvernig það þróast í dag. Snjóflóðahættan fer óðum minnkandi og við erum bjartsýn á að það verði hægt að fara í afléttingar, að minnsta kosti vegna snjóflóðarýminga,“ segir Víðir. Þá verði vonandi einnig hægt að aflétta rýmingum vegna krapaflóðahættu, þó það sé tvísýnna. Á flestum vegum sé orðið gott færi. „Það er þröngt á einhverjum fjallvegum og snjór í köntum, þannig að það þarf að gæta varúðar þar. Svo er eitthvað um vatnsskemmdir á vegum og hámarkshraði verið tekinn niður.“ Víða um Austurland gæti áhrifa veðurs síðustu daga, en unnið sé að lagfæringu. Þá séu allir vegir í alfaraleið opnir. Eðlilegar skýringar að baki upplýsingagjöf til íbúa Sigfús Gunnarsson er búsettur á Seyðisfirði. Hann telur að upplýsingar frá lögreglu um rýmingar mættu berast fyrr. „Núna þegar það var rýmt á Bökkunum í fyrrakvöld þá fréttum við af þessum fundi sem var haldinn hér um rýmingar. Við vissum að það átti að rýma, en það var tæpum tveimur tímum síðar sem SMS kom.“ Upplýsingar um rýmingu hafi verið birtar á Facebook áður en þær voru sendar með smáskilaboðum til íbúa. Það sé sjálfsagt að rýma þegar skipanir um það berist. „Allt annað er mjög flott nema þessi upplýsingagjöf.“ Víðir segir eðlilegar skýringar hins vegar búa að baki. „Það er mjög oft þannig að það er ákveðið að fara í rýmingar. Það er ákveðið á fundi hjá ofanflóðavakt Veðurstofunnar, en rýmingin á ekki að taka gildi fyrr en fimm, sex klukkutímum seinna. Það er bara út af því að þá er þróunin talin vera þannig. Þannig að það er eðlileg skýring á því ef það hefur verið með slíkum hætti,“ segir Víðir. Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Múlaþing Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Engar tilkynningar hafa borist um flóð á Austurlandi síðan síðdegis í gær. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir veðurspá hagstæða, en stytta á upp eftir hádegi. „Þá gefst tækifæri til að meta krapaflóðsstöðuna og sjá hvernig það þróast í dag. Snjóflóðahættan fer óðum minnkandi og við erum bjartsýn á að það verði hægt að fara í afléttingar, að minnsta kosti vegna snjóflóðarýminga,“ segir Víðir. Þá verði vonandi einnig hægt að aflétta rýmingum vegna krapaflóðahættu, þó það sé tvísýnna. Á flestum vegum sé orðið gott færi. „Það er þröngt á einhverjum fjallvegum og snjór í köntum, þannig að það þarf að gæta varúðar þar. Svo er eitthvað um vatnsskemmdir á vegum og hámarkshraði verið tekinn niður.“ Víða um Austurland gæti áhrifa veðurs síðustu daga, en unnið sé að lagfæringu. Þá séu allir vegir í alfaraleið opnir. Eðlilegar skýringar að baki upplýsingagjöf til íbúa Sigfús Gunnarsson er búsettur á Seyðisfirði. Hann telur að upplýsingar frá lögreglu um rýmingar mættu berast fyrr. „Núna þegar það var rýmt á Bökkunum í fyrrakvöld þá fréttum við af þessum fundi sem var haldinn hér um rýmingar. Við vissum að það átti að rýma, en það var tæpum tveimur tímum síðar sem SMS kom.“ Upplýsingar um rýmingu hafi verið birtar á Facebook áður en þær voru sendar með smáskilaboðum til íbúa. Það sé sjálfsagt að rýma þegar skipanir um það berist. „Allt annað er mjög flott nema þessi upplýsingagjöf.“ Víðir segir eðlilegar skýringar hins vegar búa að baki. „Það er mjög oft þannig að það er ákveðið að fara í rýmingar. Það er ákveðið á fundi hjá ofanflóðavakt Veðurstofunnar, en rýmingin á ekki að taka gildi fyrr en fimm, sex klukkutímum seinna. Það er bara út af því að þá er þróunin talin vera þannig. Þannig að það er eðlileg skýring á því ef það hefur verið með slíkum hætti,“ segir Víðir.
Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Múlaþing Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira