Njósnabelgurinn hafi safnað viðkvæmum hernaðarupplýsingum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2023 23:17 Bandaríkjaforseti hefur ekki viljað staðfesta nýjar fregnir embættismanna en segir að háttsemi Kínverja með flugi njósnabelgsins hafi falið í sér brot á alþjóðalögum. Getty/Angerer Kínverskur njósnabelgur sem Bandaríkjamenn skutu niður í febrúar er talinn hafa verið nýttur til að safna viðkvæmum hernaðarupplýsingum. Talið er að belgnum hafi verið flogið yfir herstöðvar og upplýsingum streymt í rauntíma til kínverskra yfirvalda. Bandaríkjaher skaut belginn niður utan strönd Suður-Karólínu hinn 4. febrúar. Grannt hafði verið fylgst með för njósnabelgsins frá Alaska til Montana, þar sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna geymir meðal annars kjarnorkuvopn í Malmstrom-flugherstöðinni. Kínverjar eru sagðir hafa hraðað ferð njósnabelgsins mjög, til að koma honum út úr bandarískri lofthelgi, þegar ljóst var í hvað stefndi. Sjá einnig: Skutu niður óþekktan hlut í fjörutíu þúsund feta hæð yfir Alaska „Upplýsingarnar sem Kínverjar söfnuðu voru að mestu leyti rafræn merki eða bylgjur, til dæmis samskipti frá starfsmönnum herstöðvanna eða frá tilteknum vopnakerfum. Það er ólíklegt að njósnabelgurinn hafi tekið myndir á vettvangi,“ segir ónefndur embættismaður innan bandaríska hersins samkvæmt Guardian. Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur ekki tekið svo djúpt í árinni en segir að tekist hafi að takmarka leka á upplýsingum. Enn væri verið að rannsaka belginn og tilheyrandi búnað. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur áður sagt að háttsemi Kínverja fæli í sér gróft brot á alþjóðalögum en neitar að viðkvæmum upplýsingum hafi verið lekið. Fjöldi annarra njósnabelgja Bandarísk yfirvöld greindu frá því fyrr á árinu að kínversk yfirvöld væru talin hafa sett fjölda annarra sambærilegra njósnabelgja á loft. Þeim hafi verið flogið yfir fjörutíu lönd í fimm heimsálfum og safnað þar upplýsingum. Kínverjar hafa staðfastlega neitað ásökunum og segja að Bandaríkjamenn hafi brugðist ókvæða við. Belgurinn hafi verið nýttur til að safna veðurfarsupplýsingar og ekkert væri við hann að athuga. Bandaríkin Hernaður Kína Tengdar fréttir Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53 Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08 Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Bandaríkjaher skaut belginn niður utan strönd Suður-Karólínu hinn 4. febrúar. Grannt hafði verið fylgst með för njósnabelgsins frá Alaska til Montana, þar sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna geymir meðal annars kjarnorkuvopn í Malmstrom-flugherstöðinni. Kínverjar eru sagðir hafa hraðað ferð njósnabelgsins mjög, til að koma honum út úr bandarískri lofthelgi, þegar ljóst var í hvað stefndi. Sjá einnig: Skutu niður óþekktan hlut í fjörutíu þúsund feta hæð yfir Alaska „Upplýsingarnar sem Kínverjar söfnuðu voru að mestu leyti rafræn merki eða bylgjur, til dæmis samskipti frá starfsmönnum herstöðvanna eða frá tilteknum vopnakerfum. Það er ólíklegt að njósnabelgurinn hafi tekið myndir á vettvangi,“ segir ónefndur embættismaður innan bandaríska hersins samkvæmt Guardian. Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur ekki tekið svo djúpt í árinni en segir að tekist hafi að takmarka leka á upplýsingum. Enn væri verið að rannsaka belginn og tilheyrandi búnað. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur áður sagt að háttsemi Kínverja fæli í sér gróft brot á alþjóðalögum en neitar að viðkvæmum upplýsingum hafi verið lekið. Fjöldi annarra njósnabelgja Bandarísk yfirvöld greindu frá því fyrr á árinu að kínversk yfirvöld væru talin hafa sett fjölda annarra sambærilegra njósnabelgja á loft. Þeim hafi verið flogið yfir fjörutíu lönd í fimm heimsálfum og safnað þar upplýsingum. Kínverjar hafa staðfastlega neitað ásökunum og segja að Bandaríkjamenn hafi brugðist ókvæða við. Belgurinn hafi verið nýttur til að safna veðurfarsupplýsingar og ekkert væri við hann að athuga.
Bandaríkin Hernaður Kína Tengdar fréttir Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53 Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08 Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53
Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08
Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50