10 ára óvissuferð í boði Bjarna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 12. apríl 2023 08:00 Aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Aðstæður voru góðar, talað var um að svo yrði áfram og að tími verðtryggðra lána væri liðinn. Aðeins tveimur árum síðar er verðbólgan tæp 10% og stýrivextir Seðlabankans 7,5%. Ekki er búist við að markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu náist fyrr en 2027. Tími verðtryggðra lána er ekki liðinn og ungt fólk býr ekki lengur í lágvaxtalandinu Íslandi. Ungt fólk býr heima hjá foreldrum sínum því það er ekki hægt að kaupa íbúð nema að eiga pabba eða mömmu sem geta hlaupið undir bagga. Vextir á Íslandi hafa hækkað margfalt á við önnur ríki þar sem verðbólgan er svipuð. Tveir valkostir „Vandi okkar er sá að við höfum dálítið tapað trú fólks á að við náum verðbólgunni niður. Það verður að breytast“, sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á dögunum þegar hann kynnti fjármálaáætlun sína fyrir 2024-2028. Fyrir aðeins 18 mánuðum teppalagði Sjálfstæðisflokkurinn nánast allt auglýsingapláss sem fannst fyrir þingkosningar með slagorðinu Land tækifæranna. Það væri stöðugleikinn sem gerði Ísland að landi tækifæranna. Kjósendur hefðu val um stöðugleika eða óvissuferð. Skilaboðin voru skýr: Stöðugleikinn veltur á því að ríkisstjórnin sitji áfram. Þar talaði fjármálaráðherra beint inn í veski landsmanna og minnti á að tugþúsundir Íslendinga væru nú með lægri afborganir vegna þess að vextir væru lágir. Það væri engin tilviljun. Þessir sömu Íslendingar finna nú harkalega fyrir því að óvissuferðin var þegar allt kom til alls í boði Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur fengu hins vegar þann pólitíska stöðugleika sem fjármálaráðherra þráði: engar breytingar við ríkisstjórnarborðið. Eða tvær þjóðir? Staðreyndin er sú að það er ekki jafnt gefið á Íslandi. Hér býr ein þjóð í krónuhagkerfi sem tekur á sig margfalt hærri vaxtahækkanir en þarf í grannríkjunum. Svo er það hin þjóðin. Fyrirtækin sem nota aðra gjaldmiðla en krónuna og gera upp í evru og dollara. Alls eru þetta 248 fyrirtæki, þar á meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Ástæða þess að fyrirtækin velja annan gjaldmiðil en krónu er einföld og mjög skiljanleg. Krónan kostar of mikið og er óútreiknanleg. Sífelldar vaxtahækkanir hafa þess vegna ekki áhrif á þessi fyrirtæki. Vaxtahækkanirnar hafa hins vegar mikil áhrif á venjulegt fólk með húsnæðislán og þau fyrirtæki sem eru eftir inni í krónuhagkerfinu. Þetta eru litlu og meðalstóru fyrirtækin og fólkið sem er að reyna að eignast heimili. Fyrir venjulegt fólk er ekkert sem mælir með krónunni. Krónan leiðir af sér hærri vexti og fákeppni því erlend fyrirtæki vilja ekki starfa í krónuhagkerfinu. Þau vilja stöðugleika. Þar af leiðandi vantar heilbrigða samkeppni á tryggingamarkaði, bankamarkaði, matvörumarkaði og víðar. Krónan er ljósmóðir fákeppninnar. Í síðasta fjárlagafrumvarpi blasti við að fjármálaráðherra ætlaði ekki að berjast gegn verðbólgunni. Þvert á móti var farið í hækka gjöld sem ýtti undir meiri verðbólgu. Raunverulegt aðhald var ekkert og engar aðgerðir til að stöðva skuldasöfnun. Viðreisn lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að berjast með Seðlabankanum gegn verðbólgu. Við lögðum fram nokkrar breytingartillögur, m.a. að skuldir ríkisins yrðu lækkaðar um 20 milljarða á árinu. Tillögur um fækkun ráðuneyta, tillögur um hækkun veiðigjalda og tillögur um hækkun kolefnisgjalds. Allar voru þessar tillögur felldar. Fjárlög fjármálaráðherra enduðu í 120 milljarða mínus. Ábyrgðarleysi kostar Í nýrri fjármálaáætlun segir að vaxandi verðbólga kalli á aðhald í opinberum fjármálum. Vandamálið er að þessum orðum er ekki fylgt eftir. Þar er líka fjallað um að vaxtakjör ríkisins hafi versnað. Fá Evrópuríki eru með hærra hlutfall vaxtakostnaðar en Ísland og vaxtakostnaður er þriðji stærsti útgjaldaliður ríkisins. Ríkið er þar í svipaðri stöðu og heimilin. Lánin eru dýrari. Fjármálaráðherra segir að þess vegna séu miklir hagsmunir fólgnir í því að „halda skuldavexti í lágmarki.” Markmiðið er sem sagt ekki að lækka skuldir heldur að auka þær ekkert ofboðslega. Í sömu fjármálaáætlun segir samt: „Það eru því miklir hagsmunir fólgnir í því fyrir ríkissjóð að draga úr hallarekstri eins og kostur er og lækka með því fjármagnskostnað. Minni halli dregur einnig úr þörf Seðlabankans á að hækka stýrivexti.” En þrátt fyrir að samhengið sé augljóst milli þess að ríkið minnki halla og að Seðlabanki neyðist til að hækka vexti gerist lítið. Engin augljós merki eru heldur um að ráðast eigi í tekjuöflun, svo sem með því að sækja tekjur í sjávarútveginn eða með gjaldtöku á ferðaþjónustu. Fjármálaáætlun talar um að veiðigjöld verði mögulega hækkuð 2025 og að sala á Íslandsbanka muni leiða til að hægt sé að lækka skuldir og vaxtakostnað. Vandamálið er að mikilvæg sala er nú í uppnámi. Ástæðan eru þættir sem tengjast fjármálaráðherra. Tekjurnar verða því aðallega sóttar til fjölskyldnanna í landinu sem eru að sprengja sig á húsnæðislánum og til sömu fyrirtækja og eru föst í krónuhagkerfinu. Þau fá nú á sig skattahækkun. Seðlabankinn hefur á sama tíma hækkað stýrivexti tólf sinnum í röð og vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum eru komnir yfir 9%. Seðlabankinn hefur sömuleiðis þrengt lánaskilyrði. Það er erfiðara en áður að taka lán og kaupa íbúð. Allar þessar aðgerðir bíta ungt fólk og barnafjölskyldur fast. Og allt hækkar Hallarekstur ríkissjóðs verður áfram staðreynd út árið 2027. Á vakt fjármálaráðherra hefur orðið ævintýraleg útgjaldaaukning sem skilað hefur mörg hundruð milljarða króna halla. Ekkert heimili væri hægt að reka með þessum hætti. Og fá heimili myndu setja sér það sem markmið að hægja á aukningu útgjalda þegar við blasir að dæmið gengur alls ekki upp. Allt gerist þetta á vakt flokksins sem treystir engum nema sjálfum sér til að fara vel með skattfé. Á vakt flokksins sem farið hefur með völd í fjármálaráðuneytinu, með stuttu hléi, síðastliðinn áratug. Fyrir síðustu kosningar sagði fjármálaráðherra: „Við þurfum öll að borga fyrir ábyrgðarleysi með hærri afborgunum um mánaðamótin, í hærri sköttum á launaseðlinum og í hærra verði á kassanum úti í búð.“ Og allt er þetta að ganga eftir - á vakt Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Húsnæðismál Viðreisn Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Aðstæður voru góðar, talað var um að svo yrði áfram og að tími verðtryggðra lána væri liðinn. Aðeins tveimur árum síðar er verðbólgan tæp 10% og stýrivextir Seðlabankans 7,5%. Ekki er búist við að markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu náist fyrr en 2027. Tími verðtryggðra lána er ekki liðinn og ungt fólk býr ekki lengur í lágvaxtalandinu Íslandi. Ungt fólk býr heima hjá foreldrum sínum því það er ekki hægt að kaupa íbúð nema að eiga pabba eða mömmu sem geta hlaupið undir bagga. Vextir á Íslandi hafa hækkað margfalt á við önnur ríki þar sem verðbólgan er svipuð. Tveir valkostir „Vandi okkar er sá að við höfum dálítið tapað trú fólks á að við náum verðbólgunni niður. Það verður að breytast“, sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á dögunum þegar hann kynnti fjármálaáætlun sína fyrir 2024-2028. Fyrir aðeins 18 mánuðum teppalagði Sjálfstæðisflokkurinn nánast allt auglýsingapláss sem fannst fyrir þingkosningar með slagorðinu Land tækifæranna. Það væri stöðugleikinn sem gerði Ísland að landi tækifæranna. Kjósendur hefðu val um stöðugleika eða óvissuferð. Skilaboðin voru skýr: Stöðugleikinn veltur á því að ríkisstjórnin sitji áfram. Þar talaði fjármálaráðherra beint inn í veski landsmanna og minnti á að tugþúsundir Íslendinga væru nú með lægri afborganir vegna þess að vextir væru lágir. Það væri engin tilviljun. Þessir sömu Íslendingar finna nú harkalega fyrir því að óvissuferðin var þegar allt kom til alls í boði Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur fengu hins vegar þann pólitíska stöðugleika sem fjármálaráðherra þráði: engar breytingar við ríkisstjórnarborðið. Eða tvær þjóðir? Staðreyndin er sú að það er ekki jafnt gefið á Íslandi. Hér býr ein þjóð í krónuhagkerfi sem tekur á sig margfalt hærri vaxtahækkanir en þarf í grannríkjunum. Svo er það hin þjóðin. Fyrirtækin sem nota aðra gjaldmiðla en krónuna og gera upp í evru og dollara. Alls eru þetta 248 fyrirtæki, þar á meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Ástæða þess að fyrirtækin velja annan gjaldmiðil en krónu er einföld og mjög skiljanleg. Krónan kostar of mikið og er óútreiknanleg. Sífelldar vaxtahækkanir hafa þess vegna ekki áhrif á þessi fyrirtæki. Vaxtahækkanirnar hafa hins vegar mikil áhrif á venjulegt fólk með húsnæðislán og þau fyrirtæki sem eru eftir inni í krónuhagkerfinu. Þetta eru litlu og meðalstóru fyrirtækin og fólkið sem er að reyna að eignast heimili. Fyrir venjulegt fólk er ekkert sem mælir með krónunni. Krónan leiðir af sér hærri vexti og fákeppni því erlend fyrirtæki vilja ekki starfa í krónuhagkerfinu. Þau vilja stöðugleika. Þar af leiðandi vantar heilbrigða samkeppni á tryggingamarkaði, bankamarkaði, matvörumarkaði og víðar. Krónan er ljósmóðir fákeppninnar. Í síðasta fjárlagafrumvarpi blasti við að fjármálaráðherra ætlaði ekki að berjast gegn verðbólgunni. Þvert á móti var farið í hækka gjöld sem ýtti undir meiri verðbólgu. Raunverulegt aðhald var ekkert og engar aðgerðir til að stöðva skuldasöfnun. Viðreisn lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að berjast með Seðlabankanum gegn verðbólgu. Við lögðum fram nokkrar breytingartillögur, m.a. að skuldir ríkisins yrðu lækkaðar um 20 milljarða á árinu. Tillögur um fækkun ráðuneyta, tillögur um hækkun veiðigjalda og tillögur um hækkun kolefnisgjalds. Allar voru þessar tillögur felldar. Fjárlög fjármálaráðherra enduðu í 120 milljarða mínus. Ábyrgðarleysi kostar Í nýrri fjármálaáætlun segir að vaxandi verðbólga kalli á aðhald í opinberum fjármálum. Vandamálið er að þessum orðum er ekki fylgt eftir. Þar er líka fjallað um að vaxtakjör ríkisins hafi versnað. Fá Evrópuríki eru með hærra hlutfall vaxtakostnaðar en Ísland og vaxtakostnaður er þriðji stærsti útgjaldaliður ríkisins. Ríkið er þar í svipaðri stöðu og heimilin. Lánin eru dýrari. Fjármálaráðherra segir að þess vegna séu miklir hagsmunir fólgnir í því að „halda skuldavexti í lágmarki.” Markmiðið er sem sagt ekki að lækka skuldir heldur að auka þær ekkert ofboðslega. Í sömu fjármálaáætlun segir samt: „Það eru því miklir hagsmunir fólgnir í því fyrir ríkissjóð að draga úr hallarekstri eins og kostur er og lækka með því fjármagnskostnað. Minni halli dregur einnig úr þörf Seðlabankans á að hækka stýrivexti.” En þrátt fyrir að samhengið sé augljóst milli þess að ríkið minnki halla og að Seðlabanki neyðist til að hækka vexti gerist lítið. Engin augljós merki eru heldur um að ráðast eigi í tekjuöflun, svo sem með því að sækja tekjur í sjávarútveginn eða með gjaldtöku á ferðaþjónustu. Fjármálaáætlun talar um að veiðigjöld verði mögulega hækkuð 2025 og að sala á Íslandsbanka muni leiða til að hægt sé að lækka skuldir og vaxtakostnað. Vandamálið er að mikilvæg sala er nú í uppnámi. Ástæðan eru þættir sem tengjast fjármálaráðherra. Tekjurnar verða því aðallega sóttar til fjölskyldnanna í landinu sem eru að sprengja sig á húsnæðislánum og til sömu fyrirtækja og eru föst í krónuhagkerfinu. Þau fá nú á sig skattahækkun. Seðlabankinn hefur á sama tíma hækkað stýrivexti tólf sinnum í röð og vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum eru komnir yfir 9%. Seðlabankinn hefur sömuleiðis þrengt lánaskilyrði. Það er erfiðara en áður að taka lán og kaupa íbúð. Allar þessar aðgerðir bíta ungt fólk og barnafjölskyldur fast. Og allt hækkar Hallarekstur ríkissjóðs verður áfram staðreynd út árið 2027. Á vakt fjármálaráðherra hefur orðið ævintýraleg útgjaldaaukning sem skilað hefur mörg hundruð milljarða króna halla. Ekkert heimili væri hægt að reka með þessum hætti. Og fá heimili myndu setja sér það sem markmið að hægja á aukningu útgjalda þegar við blasir að dæmið gengur alls ekki upp. Allt gerist þetta á vakt flokksins sem treystir engum nema sjálfum sér til að fara vel með skattfé. Á vakt flokksins sem farið hefur með völd í fjármálaráðuneytinu, með stuttu hléi, síðastliðinn áratug. Fyrir síðustu kosningar sagði fjármálaráðherra: „Við þurfum öll að borga fyrir ábyrgðarleysi með hærri afborgunum um mánaðamótin, í hærri sköttum á launaseðlinum og í hærra verði á kassanum úti í búð.“ Og allt er þetta að ganga eftir - á vakt Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun