Íslenska leiðin og arður orkulinda Valur Ægisson skrifar 18. apríl 2023 10:00 Stórnotendur raforku greiddu á síðasta ári $43 fyrir hverja MWst, sem er það hæsta í sögu Landsvirkjunar. Sú tala jafngildir 5,8 kr. á kWst. Heildsölumarkaðurinn greiddi á sama tíma að meðaltali 4,6 kr. á kWst, eða 1,20 krónum minna, fyrir grunnorku sem er sambærileg vara og stórnotendur kaupa. Þegar fullyrt er að fjárhagslegur ábati af íslensku raforkunni sé afar slakur og það rakið til þess að stórnotendur greiði allt of lágt verð fyrir orkuna þá er það beinlínis rangt. Meðalverð Landsvirkjunar til stórnotenda og heildsölumarkaðarins er nú sambærilegt, eftir góðan árangur í endursamningum við stærstu viðskiptavini okkar. Undanfarin misseri hefur heildsölumarkaðurinn greitt lægra verð en stóriðjan fyrir sambærilega vöru. Nú er svo komið að hætta á leka á milli markaða eykst, þ.e. að orka sem ætluð er almenningi endi hjá stórnotendum og ógni mögulega orkuöryggi almennings í leiðinni. Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur þurfi ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku. Villandi útúrsnúningar Framkvæmdastjóra Landverndar á að vera vel kunnugt um hver verðþróun til stóriðju hefur verið en fer þó mikinn í grein sem ber fyrirsögnina Íslenska leiðin – nær heimsmet í lélegri frammistöðu. Tölurnar sem vísað er til í greininni eru í besta falli villandi, til dæmis kýs framkvæmdastjórinn að styðjast við ársreikning Landvirkjunar fyrir árið 2020 og var þó ársreikningur síðasta árs og allra ára þar á milli löngu kominn út þegar greinin birtist. Umfjöllun um margra ára gamlar úreltar tölur er undarlegur grunnur gagnrýni. En ef réttra upplýsinga hefði verið aflað hefðu fullyrðingar um tugmilljarða króna meðgjöf til stóriðjunnar auðvitað fallið dauðar. Það verð, sem hér er rætt um þegar talað er um stórnotendur og heildsölumarkað, er að sjálfsögðu verðið sem Landsvirkjun selur orkuna á. Stórnotendur fá orkuna afhenta beint en á heildsölumarkaði taka sölufyrirtæki við og þjónusta almennan markað. Ofan á raforkuverðið á heildsölumarkaði leggst álagning sölufyrirtækja, kostnaður við flutning og dreifingu. Þegar rafmagnið sem Landsvirkjun selur er komið í innstungur heimila rennur um fjórðungur verðsins til Landsvirkjunar, þrír fjórðu er annar kostnaður. Tugmilljarða arðgreiðslur Við lýstum því yfir á sínum tíma að þörf væri á að endurskoða samninga við stórnotendur enda væri afsláttur vegna magnkaupa of mikill og tímabært að stórfyrirtækin borguðu hér sambærilegt raforkuverð og önnur slík fyrirtæki gera í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Nú hefur þetta gengið eftir. Landsvirkjun hefur endursamið við alla stærstu viðskiptavini sína, að Alcoa undanskildu, en þar styttist í endurskoðun samninga. Eins og lesa má úr ársreikningum, sem aðgengilegir eru hverjum sem er á heimasíðu Landsvirkjunar, hafa tekjur fyrirtækisins aukist um tugi milljarða með endursamningum við stóriðjuna, sem hefur svo leitt til stórhækkaðra arðgreiðslna til eigenda fyrirtækisins, íslensku þjóðarinnar. Afkoma fyrirtækisins hefur aldrei verið betri og vænta má að aðalfundur þess samþykki síðar í þessum mánuði tillögu stjórnar um 20 milljarða kr. arð til ríkissjóðs. Hvergi í heiminum myndi slíkt teljast met í lélegri frammistöðu. Við hjá Landsvirkjun tökum allri umræðu um starfsemi fyrirtækisins fagnandi, enda erum við vel meðvituð um þá skyldu orkufyrirtækis þjóðarinnar að veita góðar og skýrar upplýsingar um hvaðeina sem snertir reksturinn. Hlutverk okkar er sem fyrr að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem okkur er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Fullyrðingar um að þjóðin beri skarðan hlut frá borði vegna orkusölu Landsvirkjunar eiga sér engan stuðning í raunveruleikanum. Höfundur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Valur Ægisson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Stórnotendur raforku greiddu á síðasta ári $43 fyrir hverja MWst, sem er það hæsta í sögu Landsvirkjunar. Sú tala jafngildir 5,8 kr. á kWst. Heildsölumarkaðurinn greiddi á sama tíma að meðaltali 4,6 kr. á kWst, eða 1,20 krónum minna, fyrir grunnorku sem er sambærileg vara og stórnotendur kaupa. Þegar fullyrt er að fjárhagslegur ábati af íslensku raforkunni sé afar slakur og það rakið til þess að stórnotendur greiði allt of lágt verð fyrir orkuna þá er það beinlínis rangt. Meðalverð Landsvirkjunar til stórnotenda og heildsölumarkaðarins er nú sambærilegt, eftir góðan árangur í endursamningum við stærstu viðskiptavini okkar. Undanfarin misseri hefur heildsölumarkaðurinn greitt lægra verð en stóriðjan fyrir sambærilega vöru. Nú er svo komið að hætta á leka á milli markaða eykst, þ.e. að orka sem ætluð er almenningi endi hjá stórnotendum og ógni mögulega orkuöryggi almennings í leiðinni. Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur þurfi ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku. Villandi útúrsnúningar Framkvæmdastjóra Landverndar á að vera vel kunnugt um hver verðþróun til stóriðju hefur verið en fer þó mikinn í grein sem ber fyrirsögnina Íslenska leiðin – nær heimsmet í lélegri frammistöðu. Tölurnar sem vísað er til í greininni eru í besta falli villandi, til dæmis kýs framkvæmdastjórinn að styðjast við ársreikning Landvirkjunar fyrir árið 2020 og var þó ársreikningur síðasta árs og allra ára þar á milli löngu kominn út þegar greinin birtist. Umfjöllun um margra ára gamlar úreltar tölur er undarlegur grunnur gagnrýni. En ef réttra upplýsinga hefði verið aflað hefðu fullyrðingar um tugmilljarða króna meðgjöf til stóriðjunnar auðvitað fallið dauðar. Það verð, sem hér er rætt um þegar talað er um stórnotendur og heildsölumarkað, er að sjálfsögðu verðið sem Landsvirkjun selur orkuna á. Stórnotendur fá orkuna afhenta beint en á heildsölumarkaði taka sölufyrirtæki við og þjónusta almennan markað. Ofan á raforkuverðið á heildsölumarkaði leggst álagning sölufyrirtækja, kostnaður við flutning og dreifingu. Þegar rafmagnið sem Landsvirkjun selur er komið í innstungur heimila rennur um fjórðungur verðsins til Landsvirkjunar, þrír fjórðu er annar kostnaður. Tugmilljarða arðgreiðslur Við lýstum því yfir á sínum tíma að þörf væri á að endurskoða samninga við stórnotendur enda væri afsláttur vegna magnkaupa of mikill og tímabært að stórfyrirtækin borguðu hér sambærilegt raforkuverð og önnur slík fyrirtæki gera í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Nú hefur þetta gengið eftir. Landsvirkjun hefur endursamið við alla stærstu viðskiptavini sína, að Alcoa undanskildu, en þar styttist í endurskoðun samninga. Eins og lesa má úr ársreikningum, sem aðgengilegir eru hverjum sem er á heimasíðu Landsvirkjunar, hafa tekjur fyrirtækisins aukist um tugi milljarða með endursamningum við stóriðjuna, sem hefur svo leitt til stórhækkaðra arðgreiðslna til eigenda fyrirtækisins, íslensku þjóðarinnar. Afkoma fyrirtækisins hefur aldrei verið betri og vænta má að aðalfundur þess samþykki síðar í þessum mánuði tillögu stjórnar um 20 milljarða kr. arð til ríkissjóðs. Hvergi í heiminum myndi slíkt teljast met í lélegri frammistöðu. Við hjá Landsvirkjun tökum allri umræðu um starfsemi fyrirtækisins fagnandi, enda erum við vel meðvituð um þá skyldu orkufyrirtækis þjóðarinnar að veita góðar og skýrar upplýsingar um hvaðeina sem snertir reksturinn. Hlutverk okkar er sem fyrr að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem okkur er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Fullyrðingar um að þjóðin beri skarðan hlut frá borði vegna orkusölu Landsvirkjunar eiga sér engan stuðning í raunveruleikanum. Höfundur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun