Lífið í fámennasta grunnskóla landsins: Fjórir nemendur og skólasund í 120 kílómetra fjarlægð Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2023 10:30 Skólahúsið Hofgarður var byggt sem skóli og félagsheimili sveitarinnar og tekið í notkun 1985. Þar er nú einnig leikskóli sveitarinnar, sem heitir Leikskólinn Lambhagi. Til hægri eru Alexandra Lind og Júlía Mist með hestinn Máney á milli sín. Sigrún Sif Þorbergsdóttir/Sophia Fin Skólastjóri fámennasta grunnskóla landsins segir börnin stundum óska þess að vera fleiri en einungis fjórir nemendur eru í skólanum. Þurfa þau að keyra 120 kílómetra til að fara í skólasund en skólabílstjórinn er einnig íþróttakennari nemendanna og matráður skólans. Grunnskólinn í Hofgarði er heldur minni í sniðum en flestir grunnskólar landsins. Samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár eru nemendurnir einungis þrír talsins, en þeir eru reyndar fjórir þar sem eitt barn á leikskóla er hluti af grunnskólahópnum, en húsnæði skólans deila nemendurnir með leikskólanum þar sem eru sex börn. Skólinn er staðsettur í Öræfum í Sveitarfélaginu Hornafirði. 120 kílómetrar eru til Hafnar í Hornafirði og áttatíu kílómetrar til Kirkjubæjarklausturs, sem er í öðru sveitarfélagi. Áður en komið er fram á árshátíð. Myndin tekin í skólastofunni. Frá vinstri: Alexandra Lind, Júlía Mist og Þórður Breki. Sophia Fin Margt breytt í kjölfar blómstrunar ferðaþjónustunnar Hafdís Sigrún Roysdóttir er skólastjóri Grunnskólans í Hofgarði og ræddi við fréttastofu um starfið hjá þessum fámennasta grunnskóla landsins. Hún segir tímana vera ansi breytta frá því hún byrjaði fyrst að starfa í skólanum. „Það er svolítið öðruvísi en var áður, hér var bara bændasamfélag. Eftir að ferðaþjónustan varð svona stór liður í samfélaginu þurfum við eðlilega að fá starfsfólk annar staðar frá og þá kemur það, er í nokkur ár og flytur svo í burtu. Það er meiri hreyfing á fólki en var fyrir fimmtán til tuttugu árum. Ég er búin að búa hér í þrjátíu ár og á minni starfstíð hafa börnin mest verið átján talsins. Þá var yngri deild og eldri deild. Þá var þetta alvöru skóli að manni fannst. Það voru það mörg börn. En þetta er mjög brothætt stærð má segja. Það væri mjög óskandi að börnunum gæti fjölgað. Líka fyrir þau félagslega. Það skiptir svo miklu máli fyrir þau að geta þroskað félagsfærnina betur,“ segir Hafdís. Matráðurinn sér um íþróttir og akstur Starfsmennirnir eru heldur ekki margir, einungis fimm talsins. Hafdís er ekki einungis skólastjóri heldur kennir hún einnig stærðfræði, íslensku og náttúrufræði. Sophia Fin sér um að kenna krökkunum ensku og verkgreinar og er skólabílstjórinn, Mats Peter Ålander, einnig matráður og íþróttakennari. Leik- og grunnskólabörnin á göngu úti í náttúrunni á Hofi. Sophia Fin Mats sækir krakkana á hverjum morgni og keyrir þau í skólann. Systkinahóparnir búa reyndar sitthvoru megin í sveitinni og er skólinn í miðjunni. Því mætir seinni helmingurinn alltaf hálf tíma seinna í skólann en sá fyrri. „Þau eru þá bara í einkakennslu þar til allir eru mættir. Það er bara ljómandi gott og þau venjast þessu,“ segir Hafdís. Fréttamaður okkar Kristján Már Unnarsson heimsótti Öræfasveit árið 2017 og fjallaði um Hof þar sem grunnskólinn er. Sjá má innslagið í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fyrsti þéttbýliskjarninn í Öræfasveit Með falleg kennileiti í bakgarðinum Kennslustundirnar eru einnig ekki alltaf eins og nemendur í stærri grunnskólum þekkja, enda eru margir af fallegustu náttúrufyrirbærum landsins rétt hjá skólanum, svo sem Vatnajökull, Skaftafell og Jökulsárlón. „Við höfum skoðað fallega og markverða staði í sveitarfélaginu svo þau kynnist sínu sveitarfélagi fyrir utan sína sveit. Við búum í ferðamannahéraði. Austur-Skaftafellssýsla, það er mikið af ferðamönnum hér. Jöklarnir hafa mikið aðdráttarafl og svo eru fleiri fallegir staðir,“ segir Hafdís. Skólinn er með skólagarð á skólalóðinni. Nemendur eru mjög áhugasamir að rækta og skemmtilegast er að taka upp og njóta uppskerunnar. Jón Emil blessar yfir kartöflukálið, Þórður og Hafdís snúa rössum til himins og Alexandra djúpt hugsi. Júlíu Mist vantar.Sophia Fin Þá er engin sundlaug í nágrenninu og er nemendunum því ekið til Hafnar í Hornafirði til að fara í skólasund. Eru þær ferðir farnar sjö sinnum á önn og eru þær nýttar í að heimsækja jafnaldra krakkanna í grunnskólanum þar í bæ. „Það er mjög mikilvægt að kynnast sínum árgangi. Það er mjög vel tekið á móti þeim og þau falla vel inn í hópinn. Við höfum gert þetta síðustu ár og þau eru að kynnast. Þau kynnast ýmsu þegar þau fara í grunnskólann á Hornafirði. Þá sjá þau margt sem er öðruvísi en í okkar skóla. Þannig þær heimsóknir eru okkur mikilvægar,“ segir Hafdís. Getur orðið einmanalegt Hún segir það mikilvægt að passa upp á að krakkarnir fái ekki óyndi af því að vera í fámenninu. „Þau hafa talað um það að þau vildu óska þess að vera fleiri. Þau vantar meiri félagsskap og sakna þess,“ segir Hafdís. Aðspurð segist hún ekki hafa neinar sérstakar áhyggjur yfir því að skólanum verið lokað vegna fjölda nemenda. „Ég veit ekki hvernig það ætti að fara að því að loka skólanum. Þetta er auðvitað mjög dýr eining, það fer ekki hjá því. Það er ekki forsvaranlegt að keyra einn og hálfan tíma aðra leiðina á hverjum degi með svona unga nemendur. Þess vegna er þessum skóla haldið úti,“ segir Hafdís. Grunnskólabörnin að leik í salnum. Frá vinstri: Þórður Breki, Alexandra Lind, Jón Emil og Júlía Mist.Sophia Fin Krakkarnir hafa ekki sömu tækifæri og mörg önnur börn til að sækja íþróttaæfingar eða iðka aðrar tómstundir. Gerir skólinn sitt besta til að efla hreyfingu þeirra. „Það var haldið klifurnámskeið. Klifurfélag Öræfa er með aðsetur í björgunarsveitaskýli þar sem er ágætis klifurveggur. Þau hafa fengið að kynnast því. Það er eiginlega eina tómstundin utan skólans. Þess vegna höfum við ákveðið að hafa íþróttatíma á hverjum degi til að mæta þessari hreyfiþörf. Þau koma í skólabíl og fá þá ekki hreyfingu á leið í skólann. Þannig komum við til móts við þetta. Geta ekki hjólað í skólann. En það eru hjólavikur þar sem þau eru með reiðhjólin sín í skólanum. Þá lokum við aðgengi fyrir bíla að skólanum og þau hjóla um bílastæðið,“ segir Hafdís. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Ekkert barn yngra en 6 ára í Öræfum Það er ákveðin viðvörunarmerki fyrir Öræfasveit að þar skuli ekki vera neitt barn yngra en sex ára, segir skólastjóri grunnskóla sveitarinnar. 19. desember 2009 12:55 Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Grunnskólinn í Hofgarði er heldur minni í sniðum en flestir grunnskólar landsins. Samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár eru nemendurnir einungis þrír talsins, en þeir eru reyndar fjórir þar sem eitt barn á leikskóla er hluti af grunnskólahópnum, en húsnæði skólans deila nemendurnir með leikskólanum þar sem eru sex börn. Skólinn er staðsettur í Öræfum í Sveitarfélaginu Hornafirði. 120 kílómetrar eru til Hafnar í Hornafirði og áttatíu kílómetrar til Kirkjubæjarklausturs, sem er í öðru sveitarfélagi. Áður en komið er fram á árshátíð. Myndin tekin í skólastofunni. Frá vinstri: Alexandra Lind, Júlía Mist og Þórður Breki. Sophia Fin Margt breytt í kjölfar blómstrunar ferðaþjónustunnar Hafdís Sigrún Roysdóttir er skólastjóri Grunnskólans í Hofgarði og ræddi við fréttastofu um starfið hjá þessum fámennasta grunnskóla landsins. Hún segir tímana vera ansi breytta frá því hún byrjaði fyrst að starfa í skólanum. „Það er svolítið öðruvísi en var áður, hér var bara bændasamfélag. Eftir að ferðaþjónustan varð svona stór liður í samfélaginu þurfum við eðlilega að fá starfsfólk annar staðar frá og þá kemur það, er í nokkur ár og flytur svo í burtu. Það er meiri hreyfing á fólki en var fyrir fimmtán til tuttugu árum. Ég er búin að búa hér í þrjátíu ár og á minni starfstíð hafa börnin mest verið átján talsins. Þá var yngri deild og eldri deild. Þá var þetta alvöru skóli að manni fannst. Það voru það mörg börn. En þetta er mjög brothætt stærð má segja. Það væri mjög óskandi að börnunum gæti fjölgað. Líka fyrir þau félagslega. Það skiptir svo miklu máli fyrir þau að geta þroskað félagsfærnina betur,“ segir Hafdís. Matráðurinn sér um íþróttir og akstur Starfsmennirnir eru heldur ekki margir, einungis fimm talsins. Hafdís er ekki einungis skólastjóri heldur kennir hún einnig stærðfræði, íslensku og náttúrufræði. Sophia Fin sér um að kenna krökkunum ensku og verkgreinar og er skólabílstjórinn, Mats Peter Ålander, einnig matráður og íþróttakennari. Leik- og grunnskólabörnin á göngu úti í náttúrunni á Hofi. Sophia Fin Mats sækir krakkana á hverjum morgni og keyrir þau í skólann. Systkinahóparnir búa reyndar sitthvoru megin í sveitinni og er skólinn í miðjunni. Því mætir seinni helmingurinn alltaf hálf tíma seinna í skólann en sá fyrri. „Þau eru þá bara í einkakennslu þar til allir eru mættir. Það er bara ljómandi gott og þau venjast þessu,“ segir Hafdís. Fréttamaður okkar Kristján Már Unnarsson heimsótti Öræfasveit árið 2017 og fjallaði um Hof þar sem grunnskólinn er. Sjá má innslagið í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fyrsti þéttbýliskjarninn í Öræfasveit Með falleg kennileiti í bakgarðinum Kennslustundirnar eru einnig ekki alltaf eins og nemendur í stærri grunnskólum þekkja, enda eru margir af fallegustu náttúrufyrirbærum landsins rétt hjá skólanum, svo sem Vatnajökull, Skaftafell og Jökulsárlón. „Við höfum skoðað fallega og markverða staði í sveitarfélaginu svo þau kynnist sínu sveitarfélagi fyrir utan sína sveit. Við búum í ferðamannahéraði. Austur-Skaftafellssýsla, það er mikið af ferðamönnum hér. Jöklarnir hafa mikið aðdráttarafl og svo eru fleiri fallegir staðir,“ segir Hafdís. Skólinn er með skólagarð á skólalóðinni. Nemendur eru mjög áhugasamir að rækta og skemmtilegast er að taka upp og njóta uppskerunnar. Jón Emil blessar yfir kartöflukálið, Þórður og Hafdís snúa rössum til himins og Alexandra djúpt hugsi. Júlíu Mist vantar.Sophia Fin Þá er engin sundlaug í nágrenninu og er nemendunum því ekið til Hafnar í Hornafirði til að fara í skólasund. Eru þær ferðir farnar sjö sinnum á önn og eru þær nýttar í að heimsækja jafnaldra krakkanna í grunnskólanum þar í bæ. „Það er mjög mikilvægt að kynnast sínum árgangi. Það er mjög vel tekið á móti þeim og þau falla vel inn í hópinn. Við höfum gert þetta síðustu ár og þau eru að kynnast. Þau kynnast ýmsu þegar þau fara í grunnskólann á Hornafirði. Þá sjá þau margt sem er öðruvísi en í okkar skóla. Þannig þær heimsóknir eru okkur mikilvægar,“ segir Hafdís. Getur orðið einmanalegt Hún segir það mikilvægt að passa upp á að krakkarnir fái ekki óyndi af því að vera í fámenninu. „Þau hafa talað um það að þau vildu óska þess að vera fleiri. Þau vantar meiri félagsskap og sakna þess,“ segir Hafdís. Aðspurð segist hún ekki hafa neinar sérstakar áhyggjur yfir því að skólanum verið lokað vegna fjölda nemenda. „Ég veit ekki hvernig það ætti að fara að því að loka skólanum. Þetta er auðvitað mjög dýr eining, það fer ekki hjá því. Það er ekki forsvaranlegt að keyra einn og hálfan tíma aðra leiðina á hverjum degi með svona unga nemendur. Þess vegna er þessum skóla haldið úti,“ segir Hafdís. Grunnskólabörnin að leik í salnum. Frá vinstri: Þórður Breki, Alexandra Lind, Jón Emil og Júlía Mist.Sophia Fin Krakkarnir hafa ekki sömu tækifæri og mörg önnur börn til að sækja íþróttaæfingar eða iðka aðrar tómstundir. Gerir skólinn sitt besta til að efla hreyfingu þeirra. „Það var haldið klifurnámskeið. Klifurfélag Öræfa er með aðsetur í björgunarsveitaskýli þar sem er ágætis klifurveggur. Þau hafa fengið að kynnast því. Það er eiginlega eina tómstundin utan skólans. Þess vegna höfum við ákveðið að hafa íþróttatíma á hverjum degi til að mæta þessari hreyfiþörf. Þau koma í skólabíl og fá þá ekki hreyfingu á leið í skólann. Þannig komum við til móts við þetta. Geta ekki hjólað í skólann. En það eru hjólavikur þar sem þau eru með reiðhjólin sín í skólanum. Þá lokum við aðgengi fyrir bíla að skólanum og þau hjóla um bílastæðið,“ segir Hafdís.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Ekkert barn yngra en 6 ára í Öræfum Það er ákveðin viðvörunarmerki fyrir Öræfasveit að þar skuli ekki vera neitt barn yngra en sex ára, segir skólastjóri grunnskóla sveitarinnar. 19. desember 2009 12:55 Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Ekkert barn yngra en 6 ára í Öræfum Það er ákveðin viðvörunarmerki fyrir Öræfasveit að þar skuli ekki vera neitt barn yngra en sex ára, segir skólastjóri grunnskóla sveitarinnar. 19. desember 2009 12:55
Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31