Mikilvægt að grípa börn með lesblindu snemma Helena Rós Sturludóttir skrifar 24. apríl 2023 12:11 Ásdís Aðalbjörg Arnalds, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, gerði rannsóknina og segir hún niðurstöðurnar merkilegar. HÍ/Kristinn Ingvarsson Um tuttugu prósent ungmenna á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára hér á landi glíma við lesblindu. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrir Félag lesblindra. Ásdís Aðalbjörg Arnalds, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, segir niðurstöðurnar sláandi. Hingað til hefur verið miðað við að einn af hverjum tíu glími með lesblindu og benda niðurstöðurnar til þess að þeir séu mun fleiri. Þetta er í fyrsta sinn sem aldurshópurinn átján til tuttugu og fjögurra ára er rannsakaður og segir Ásdís stöðu þeirra sem eru með lesblindu mjög ólíka þeirra sem ekki eru með lesblindu. Áhugavert sé að sjá muninn á hópunum. „Þau sem eru með lesblindu og greindust með lesblindu eftir tíu ára aldur eru líklegri til að vera hvorki í námi né með vinnu heldur en þau sem að ekki eru með lesblindu greiningu og þau sem greindust fyrir tíu ára aldur. Það er svona ein meginniðurstaða í könnuninni að þau sem greinast tiltölulega seint með lesblindu, eftir tíu ára aldur, staða þeirra er að mörgu leyti verri en þeirra sem greindust fyrr,“ segir Ásdís. Það gefi vísbendingu um að mikilvægt sé að grípa börn með lesblindu snemma og veita þeim viðunandi stuðning við hæfi upp á framtíðarmöguleika þeirra í námi og starfi. Ásdís segir markmið rannsóknarinnar hafa verið að skoða ungt fólk sem er að fóta sig í námi og starfi. Niðurstöðurnar séu merkilegar, til að mynda séu þeir sem eru með lesblindu mun ólíklegri til að vera í háskólanámi. „Þannig þetta gefur vísbendingar um að þau sem eru með lesblindu fari síður í nám. Við spurðum líka út í kvíðan, þau sem eru að greinast með lesblindu eftir tíu ára aldurinn þau eru að upplifa meiri kvíða,“ segir Ásdís. Hún bætir við að viðtöl hafi verið tekin við ungmenni sem tóku þátt í rannsókninni. Þau hafi lýst kvíða sem þau höfðu upplifað frá unga aldri. Ásdís segir kvíðan hafa tengst náminu og að þurfa standa upp fyrir framan bekkinn og lesa upphátt. Mögulega skýri það að hluta hvers vegna ungmenni með lesblindu sæki síður í áframhaldandi nám. Ásdís vonar að niðurstöðurnar auki vitund fólks á vandamálinu og að úrbætur verði gerðar fyrir lesblinda. Til standi að rannsaka lesblindu enn frekar líkt og fólk á vinnumarkaði með lesblindu. Heilbrigðismál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Tengdar fréttir Karl og Dóra og lífsgæði lesblindra Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum. 16. mars 2021 14:32 Ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur Þessi fyrirsögn er kannski skrýtin, en ég skal útskýra hana. Ég er lesblindur og hefðbundinn bóklestur hefur alltaf verið mér gríðarlega erfiður. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég fékk greiningu á lesblindunni og í kjölfarið fékk ég aðgang að Blindrabókasafni Íslands, sem nú heitir Hljóðbókasafn Íslands. 21. desember 2016 00:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Hingað til hefur verið miðað við að einn af hverjum tíu glími með lesblindu og benda niðurstöðurnar til þess að þeir séu mun fleiri. Þetta er í fyrsta sinn sem aldurshópurinn átján til tuttugu og fjögurra ára er rannsakaður og segir Ásdís stöðu þeirra sem eru með lesblindu mjög ólíka þeirra sem ekki eru með lesblindu. Áhugavert sé að sjá muninn á hópunum. „Þau sem eru með lesblindu og greindust með lesblindu eftir tíu ára aldur eru líklegri til að vera hvorki í námi né með vinnu heldur en þau sem að ekki eru með lesblindu greiningu og þau sem greindust fyrir tíu ára aldur. Það er svona ein meginniðurstaða í könnuninni að þau sem greinast tiltölulega seint með lesblindu, eftir tíu ára aldur, staða þeirra er að mörgu leyti verri en þeirra sem greindust fyrr,“ segir Ásdís. Það gefi vísbendingu um að mikilvægt sé að grípa börn með lesblindu snemma og veita þeim viðunandi stuðning við hæfi upp á framtíðarmöguleika þeirra í námi og starfi. Ásdís segir markmið rannsóknarinnar hafa verið að skoða ungt fólk sem er að fóta sig í námi og starfi. Niðurstöðurnar séu merkilegar, til að mynda séu þeir sem eru með lesblindu mun ólíklegri til að vera í háskólanámi. „Þannig þetta gefur vísbendingar um að þau sem eru með lesblindu fari síður í nám. Við spurðum líka út í kvíðan, þau sem eru að greinast með lesblindu eftir tíu ára aldurinn þau eru að upplifa meiri kvíða,“ segir Ásdís. Hún bætir við að viðtöl hafi verið tekin við ungmenni sem tóku þátt í rannsókninni. Þau hafi lýst kvíða sem þau höfðu upplifað frá unga aldri. Ásdís segir kvíðan hafa tengst náminu og að þurfa standa upp fyrir framan bekkinn og lesa upphátt. Mögulega skýri það að hluta hvers vegna ungmenni með lesblindu sæki síður í áframhaldandi nám. Ásdís vonar að niðurstöðurnar auki vitund fólks á vandamálinu og að úrbætur verði gerðar fyrir lesblinda. Til standi að rannsaka lesblindu enn frekar líkt og fólk á vinnumarkaði með lesblindu.
Heilbrigðismál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Tengdar fréttir Karl og Dóra og lífsgæði lesblindra Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum. 16. mars 2021 14:32 Ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur Þessi fyrirsögn er kannski skrýtin, en ég skal útskýra hana. Ég er lesblindur og hefðbundinn bóklestur hefur alltaf verið mér gríðarlega erfiður. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég fékk greiningu á lesblindunni og í kjölfarið fékk ég aðgang að Blindrabókasafni Íslands, sem nú heitir Hljóðbókasafn Íslands. 21. desember 2016 00:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Karl og Dóra og lífsgæði lesblindra Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum. 16. mars 2021 14:32
Ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur Þessi fyrirsögn er kannski skrýtin, en ég skal útskýra hana. Ég er lesblindur og hefðbundinn bóklestur hefur alltaf verið mér gríðarlega erfiður. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég fékk greiningu á lesblindunni og í kjölfarið fékk ég aðgang að Blindrabókasafni Íslands, sem nú heitir Hljóðbókasafn Íslands. 21. desember 2016 00:00