Nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum Grímur Atlason skrifar 25. apríl 2023 14:02 Ráðstefnan „Þörf fyrir samfélagsbreytingar? – nýjar leiðir til þess að hugsa um geðheilbrigðismál“ fer fram dagana 27. og 28. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður gestum boðið að kynna sér önnur sjónarmið en þau sem hafa verið ríkjandi í geðheilbrigðismálum undanfarna áratugi. Lögð verður áhersla á notendamiðaða nálgun sem er farin að ryðja sér til rúms víða. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Geðhjálpar, Bevisst Likepersonsarbeid og Intentional Peer Support en fyrirlesarar eru aðilar sem hafa beitt sér á alþjóðavettvangi fyrir breyttri nálgun í geðheilbrigðismálum. Auk þeirra mun fólk með reynslu af tilfinningalegri vanlíðan og/eða fíkn leiða vinnustofur. En hvers vegna er breytinga þörf? Staðan í dag Fréttir af dauðsföllum vegna lyfjaeitrana, aukinnar vanlíðanar ungs fólks, fjölgunar örorkubótaþega, einmanaleika fólks og erfiðleikum barna í skólum benda til þess að við séum ekki á réttri leið. Aðferðir 20. aldarinnar í tengslum við geðrænar áskoranir hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Kerfið vinnur út frá hugmyndafræði vísindahyggju sem gengur út á að laga einkenni frekar en að leita orsaka. Mælikvarðar geðheilsu eru fjölmargir. Geð- og svefnlyfjanotkun er einn, fjöldi sjálfsvíga og sjálfsskaða annar og líðan barna og ungmenna enn annar. Geðhjálp hefur haldið utan um þessa vísa undanfarin misseri og birt reglulega. Flestir þessara vísa benda til verri geðheilsu þjóðarinnar. Lyfjaeitranir hafa verið til umræðu undanfarna daga og það eru sláandi tölur sem birtast okkur í dánarmeinaskrá landlæknisembættisins. Á árunum 2012 til 2021 dóu samtals 309 einstaklingar vegna lyfjaeitrana sem ekki voru skráðar sem sjálfsvíg. Þegar tímabilinu er skipt í tvennt kemur í ljós veruleg aukning á árabilinu 2017 til 2021 samanborið við árin fimm á undan. Í heildina dóu 43,3% fleiri vegna lyfjaeitrana árin 2017 til 2021 en á árunum 2012 til 2016. Aukningin er mest meðal karla á aldrinum 11 til 44 ára en 38 fleiri karlmenn á þessum aldri dóu þessi fimm ár. Það er aukning um 90,4% á milli tímabila. Það skal tekið fram að enginn karlmaður undir 18 ára dó á þessu tímabili en það gerðu hins vegar tvær ungar konur og þess vegna fer viðmiðið í 11 ár. Hvað þarf að gera? Geðrænum áskorunum þarf að mæta með fjölbreyttari nálgun en lyfjamódeli læknisfræðinnar einu og sér. Horfa þarf á fíkn og fíknivanda út frá reynslu einstaklingsins í stað þess að einblína á afleiðingar neyslunnar. Refsingar skila engu og fangelsin eru full af brotnum einstaklingum sem eitt sinn voru börn sem samfélagið brást. 98 prósent þess fjármagns, sem sett er í geðheilbrigðiskerfið, fer í plástra og viðbrögð þegar einstaklingurinn er kominn í vanda. Tvö prósent fjármagnsins fer í forvarnir. Spurningin: Hvað er að þér? hefur gengið sér til húðar. Það er kominn tími til að við spyrjum einstaklinga í vanda: Hvað kom fyrir þig? Við verðum að huga að börnum frá meðgöngu og síðan alveg sérstaklega fyrstu tvö æviárin. Styðjum síðan við börn á öllum skólastigum. Styðjum verðandi foreldra og styðjum foreldra á fyrstu árum barnsins. Það gerum við m.a. með því að vinda ofan af þeirri vitleysu að vinnan göfgi manninn. Samvera og tilfinningatengsl göfga manninn. Umburðarlyndi og skilningur gera það líka. Breytum skólakerfinu þannig að öll börn hafi þar tilgang og vaxi með þeim hætti. Breytum hugmyndafræði okkar í tengslum við virkni og hættum að mæla allt út frá fullri starfsorku og skertri starfsorku. Við erum öll með starfsorku – bara mismikla og við getum öll lagt eitthvað af mörkum. Tölum um tilfinningar og eflum seiglu. Þjálfum okkur öll í að ganga í gegnum erfiðleika og lítum á þá sem hluta af því að verða heilsteypt manneskja. Drögum jafnframt úr áföllum barna vegna félagslegra erfiðleika í umhverfi þeirra. Þegar skaðinn er skeður og einstaklingurinn er í vanda þá þurfum við að mæta honum þar sem hann er staddur. Stóreflum samfélagsgeðþjónustu og lítum á sjúkrahúsvist sem algjöra undantekningu þegar kemur að meðferð við geðrænum áskorunum. Fjölgum jafningjum á öllum stöðum sem veita meðferð og/eða þjónustu við fólk með geðrænar áskoranir. Tökum upp hugmyndafræði opinnar samræðu (open dialouge) sem hefur rutt sér til rúms víða. Innleiðum samstarf og samráð við notendur þjónustunnar (co-creation) – raunverulegt samráð, ekki sýndar samráð. Bjóðum upp á lyfjalausar deildir og drögum þannig úr þvingun og nauðung. Að sjálfsögðu þarf síðan að uppfæra húsakost geðdeilda landsins. Lítum á fíkn og fíkniefni með þeim augum að notendur efnanna eru fyrst og fremst að deyfa sársauka. Afglæpavæðum notkun þeirra og lögleiðum í áföngum. Það hefur ekkert gott komið út úr stríðinu við fíkniefnin sem Nixon hóf fyrir rúmum 50 árum. Tæmum fangelsin af þessum brotnu einstaklingum sem eitt sinni voru börn en við síðan sem samfélag vanræktum. Tökum höndum saman og gerum þetta! Hittumst síðan á ráðstefnunni næstu tvo daga þar sem áherslan verður öll á nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum! Nánar hér: www.socialchange.is Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ráðstefnan „Þörf fyrir samfélagsbreytingar? – nýjar leiðir til þess að hugsa um geðheilbrigðismál“ fer fram dagana 27. og 28. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður gestum boðið að kynna sér önnur sjónarmið en þau sem hafa verið ríkjandi í geðheilbrigðismálum undanfarna áratugi. Lögð verður áhersla á notendamiðaða nálgun sem er farin að ryðja sér til rúms víða. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Geðhjálpar, Bevisst Likepersonsarbeid og Intentional Peer Support en fyrirlesarar eru aðilar sem hafa beitt sér á alþjóðavettvangi fyrir breyttri nálgun í geðheilbrigðismálum. Auk þeirra mun fólk með reynslu af tilfinningalegri vanlíðan og/eða fíkn leiða vinnustofur. En hvers vegna er breytinga þörf? Staðan í dag Fréttir af dauðsföllum vegna lyfjaeitrana, aukinnar vanlíðanar ungs fólks, fjölgunar örorkubótaþega, einmanaleika fólks og erfiðleikum barna í skólum benda til þess að við séum ekki á réttri leið. Aðferðir 20. aldarinnar í tengslum við geðrænar áskoranir hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Kerfið vinnur út frá hugmyndafræði vísindahyggju sem gengur út á að laga einkenni frekar en að leita orsaka. Mælikvarðar geðheilsu eru fjölmargir. Geð- og svefnlyfjanotkun er einn, fjöldi sjálfsvíga og sjálfsskaða annar og líðan barna og ungmenna enn annar. Geðhjálp hefur haldið utan um þessa vísa undanfarin misseri og birt reglulega. Flestir þessara vísa benda til verri geðheilsu þjóðarinnar. Lyfjaeitranir hafa verið til umræðu undanfarna daga og það eru sláandi tölur sem birtast okkur í dánarmeinaskrá landlæknisembættisins. Á árunum 2012 til 2021 dóu samtals 309 einstaklingar vegna lyfjaeitrana sem ekki voru skráðar sem sjálfsvíg. Þegar tímabilinu er skipt í tvennt kemur í ljós veruleg aukning á árabilinu 2017 til 2021 samanborið við árin fimm á undan. Í heildina dóu 43,3% fleiri vegna lyfjaeitrana árin 2017 til 2021 en á árunum 2012 til 2016. Aukningin er mest meðal karla á aldrinum 11 til 44 ára en 38 fleiri karlmenn á þessum aldri dóu þessi fimm ár. Það er aukning um 90,4% á milli tímabila. Það skal tekið fram að enginn karlmaður undir 18 ára dó á þessu tímabili en það gerðu hins vegar tvær ungar konur og þess vegna fer viðmiðið í 11 ár. Hvað þarf að gera? Geðrænum áskorunum þarf að mæta með fjölbreyttari nálgun en lyfjamódeli læknisfræðinnar einu og sér. Horfa þarf á fíkn og fíknivanda út frá reynslu einstaklingsins í stað þess að einblína á afleiðingar neyslunnar. Refsingar skila engu og fangelsin eru full af brotnum einstaklingum sem eitt sinn voru börn sem samfélagið brást. 98 prósent þess fjármagns, sem sett er í geðheilbrigðiskerfið, fer í plástra og viðbrögð þegar einstaklingurinn er kominn í vanda. Tvö prósent fjármagnsins fer í forvarnir. Spurningin: Hvað er að þér? hefur gengið sér til húðar. Það er kominn tími til að við spyrjum einstaklinga í vanda: Hvað kom fyrir þig? Við verðum að huga að börnum frá meðgöngu og síðan alveg sérstaklega fyrstu tvö æviárin. Styðjum síðan við börn á öllum skólastigum. Styðjum verðandi foreldra og styðjum foreldra á fyrstu árum barnsins. Það gerum við m.a. með því að vinda ofan af þeirri vitleysu að vinnan göfgi manninn. Samvera og tilfinningatengsl göfga manninn. Umburðarlyndi og skilningur gera það líka. Breytum skólakerfinu þannig að öll börn hafi þar tilgang og vaxi með þeim hætti. Breytum hugmyndafræði okkar í tengslum við virkni og hættum að mæla allt út frá fullri starfsorku og skertri starfsorku. Við erum öll með starfsorku – bara mismikla og við getum öll lagt eitthvað af mörkum. Tölum um tilfinningar og eflum seiglu. Þjálfum okkur öll í að ganga í gegnum erfiðleika og lítum á þá sem hluta af því að verða heilsteypt manneskja. Drögum jafnframt úr áföllum barna vegna félagslegra erfiðleika í umhverfi þeirra. Þegar skaðinn er skeður og einstaklingurinn er í vanda þá þurfum við að mæta honum þar sem hann er staddur. Stóreflum samfélagsgeðþjónustu og lítum á sjúkrahúsvist sem algjöra undantekningu þegar kemur að meðferð við geðrænum áskorunum. Fjölgum jafningjum á öllum stöðum sem veita meðferð og/eða þjónustu við fólk með geðrænar áskoranir. Tökum upp hugmyndafræði opinnar samræðu (open dialouge) sem hefur rutt sér til rúms víða. Innleiðum samstarf og samráð við notendur þjónustunnar (co-creation) – raunverulegt samráð, ekki sýndar samráð. Bjóðum upp á lyfjalausar deildir og drögum þannig úr þvingun og nauðung. Að sjálfsögðu þarf síðan að uppfæra húsakost geðdeilda landsins. Lítum á fíkn og fíkniefni með þeim augum að notendur efnanna eru fyrst og fremst að deyfa sársauka. Afglæpavæðum notkun þeirra og lögleiðum í áföngum. Það hefur ekkert gott komið út úr stríðinu við fíkniefnin sem Nixon hóf fyrir rúmum 50 árum. Tæmum fangelsin af þessum brotnu einstaklingum sem eitt sinni voru börn en við síðan sem samfélag vanræktum. Tökum höndum saman og gerum þetta! Hittumst síðan á ráðstefnunni næstu tvo daga þar sem áherslan verður öll á nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum! Nánar hér: www.socialchange.is Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun