Rétt að kjósa um Carbfix Davíð Arnar Stefánsson skrifar 28. apríl 2023 10:30 Á opnum kynningarfundi í Hafnarfirði í vikunni kynnti fyrirtækið Coda Terminal áform sín um að byggja móttöku- og förgunarmiðstöð fyrir koldíoxíð (CO2) á lóð ÍSAL í Straumsvík. Til stendur að farga allt að þremur milljónum tonna á ári af efninu sem verður flutt inn til landsins og dælt djúpt niður í jörðina þar sem það „steinrennur“ á tiltölulega stuttum tíma. Til þess að áætlanirnar geti orðið að veruleika þarf Hafnarfjarðarbær að gera skipulagsbreytingar á svæðinu sem fela í sér breytta landnotkun sem einnig voru kynntar á fundinum. Jafnframt þarf sveitarfélagið að ráðast í innviðauppbyggingu í tengslum við hana og munar þar mestu um hafnarmannvirki og tilheyrandi byggingar. Gert er ráð fyrir að skipulagsbreytingarnar verði kynntar í sumar og samþykktar í haust og hafnargerðin hefjist þegar í framhaldinu. Jafnframt sé verið að kanna fjármögnunarkosti en kostnaður við mannvirkin er áætlaður 9 milljarðar. Umhverfismat er svo væntanlegt á fyrri hluta næsta árs. Athygli vakti að fram kom að samstaða væri um málið í bæjarstjórn. Það verður að teljast óvenjulegt og jafnvel óeðlilegt að ekki séu skiptar skoðanir um svo stórt og mikilvægt mál fyrir sveitarfélagið. Ekki síst þegar um þróunarverkefni er að ræða, mikilvægum spurningum ósvarað og umhverfismat liggur ekki fyrir. Það þýðir að á vettvangi bæjarstjórnar fer ekki fram opinber gagnrýnin umræða um hagræn-, samfélagsleg-, umhverfisleg-, og auðvitað siðferðileg álitamál sem tengjast verkefninu: Hvernig fjármagnar sveitarfélagið innviðauppbygginguna og hver er hagrænn ávinningur samfélagsins af fjárfestingunni? Hvaða áhrif hefur það fyrir samfélagið og byggðina í bænum ef jarðskjálftavirkni eykst vegna starfseminnar? Hver eru áhrif starfseminnar á náttúru- og umhverfi í Hafnarfirði: jarðmyndanir, lífríki, grunnvatn og grunnvatnsstöðu, mengunarhættu ofl.? Hvert er kolefnissporið af framkvæmdunum og starfseminni? Umræður um sjálfbæra landnýtingu og minni auðlindasóun sem eru leiðarstef í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Svara þarf hvort Hafnarfjörður sé rétti staðurinn til farga innfluttri iðnaðarmengun. Þegar bæjarstjórn getur ekki fjallað um jafn stórt mál með eðlilegum hætti er rétt að vísa því í íbúkosningu til að tryggja lýðræðislega niðurstöðu um framgang þess. Þetta eru jú óafturkræfar og fordæmalausar framkvæmdir í mikilli nálægð við íbúabyggð. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Vinstri græn Davíð Arnar Stefánsson Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Á opnum kynningarfundi í Hafnarfirði í vikunni kynnti fyrirtækið Coda Terminal áform sín um að byggja móttöku- og förgunarmiðstöð fyrir koldíoxíð (CO2) á lóð ÍSAL í Straumsvík. Til stendur að farga allt að þremur milljónum tonna á ári af efninu sem verður flutt inn til landsins og dælt djúpt niður í jörðina þar sem það „steinrennur“ á tiltölulega stuttum tíma. Til þess að áætlanirnar geti orðið að veruleika þarf Hafnarfjarðarbær að gera skipulagsbreytingar á svæðinu sem fela í sér breytta landnotkun sem einnig voru kynntar á fundinum. Jafnframt þarf sveitarfélagið að ráðast í innviðauppbyggingu í tengslum við hana og munar þar mestu um hafnarmannvirki og tilheyrandi byggingar. Gert er ráð fyrir að skipulagsbreytingarnar verði kynntar í sumar og samþykktar í haust og hafnargerðin hefjist þegar í framhaldinu. Jafnframt sé verið að kanna fjármögnunarkosti en kostnaður við mannvirkin er áætlaður 9 milljarðar. Umhverfismat er svo væntanlegt á fyrri hluta næsta árs. Athygli vakti að fram kom að samstaða væri um málið í bæjarstjórn. Það verður að teljast óvenjulegt og jafnvel óeðlilegt að ekki séu skiptar skoðanir um svo stórt og mikilvægt mál fyrir sveitarfélagið. Ekki síst þegar um þróunarverkefni er að ræða, mikilvægum spurningum ósvarað og umhverfismat liggur ekki fyrir. Það þýðir að á vettvangi bæjarstjórnar fer ekki fram opinber gagnrýnin umræða um hagræn-, samfélagsleg-, umhverfisleg-, og auðvitað siðferðileg álitamál sem tengjast verkefninu: Hvernig fjármagnar sveitarfélagið innviðauppbygginguna og hver er hagrænn ávinningur samfélagsins af fjárfestingunni? Hvaða áhrif hefur það fyrir samfélagið og byggðina í bænum ef jarðskjálftavirkni eykst vegna starfseminnar? Hver eru áhrif starfseminnar á náttúru- og umhverfi í Hafnarfirði: jarðmyndanir, lífríki, grunnvatn og grunnvatnsstöðu, mengunarhættu ofl.? Hvert er kolefnissporið af framkvæmdunum og starfseminni? Umræður um sjálfbæra landnýtingu og minni auðlindasóun sem eru leiðarstef í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Svara þarf hvort Hafnarfjörður sé rétti staðurinn til farga innfluttri iðnaðarmengun. Þegar bæjarstjórn getur ekki fjallað um jafn stórt mál með eðlilegum hætti er rétt að vísa því í íbúkosningu til að tryggja lýðræðislega niðurstöðu um framgang þess. Þetta eru jú óafturkræfar og fordæmalausar framkvæmdir í mikilli nálægð við íbúabyggð. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar