Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. apríl 2023 12:46 Öldungadeildarþingkonur Repúblikanaflokksins í Suður-Karólínu fengu sendar hryggjasúlur frá hóp sem vill banna þungunarrof alfarið. Um var að ræða skilabð undir rós um að sýna dug, „show some spine“. Það gerðu þær en fyrir annan málstað. AP/Jeffrey Collins Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. Eins og sakir standa er þungunarrof heimilað fram að 22. viku meðgöngu í bæði Suður-Karólínu og Nebraska. Í fyrrnefnda ríkinu stóð til að banna það nær alfarið og í því síðarnefnda að takmarka það við sex vikur. Í Suður-Karólínu voru það konurnar fimm sem eiga sæti í öldungadeild ríkisins, þrír Repúblikanar og tveir Demókratar, sem stóð vörðinn. Ein þeirra, Repúblikaninn Sandy Senn, sagði samþykkt frumvarpsins myndu setja konur í þá stöðu að vera á forræði ríkisins, líkt og í skáldsögunni Saga þernunnar. Senn sagði lagasetningu um þungunarrof „alltaf, hver einasta, snúist um stjórnun; svo einfalt er það. Og í öldungadeildinni fara karlmenn með völdin,“ sagði hún. „Það eina sem við getum gert þegar þið, karlmennirnir hér í þessum sal, sláið konur ítrekað niður með því að fjalla aftur og aftur um þungunarrof, er að slá ykkur til baka með orðum okkar,“ sagði hún á þinginu. Í Nebraska sat öldungadeildarþingmaðurinn Merv Riepe hjá, þar sem hann hafði áhyggjur af því að sex vikur væru ekki nógur tími fyrir konur til að átta sig á því að þær væru þungaðar. „Þegar allt kemur til alls þá þarf ég að geta litið til baka og svarað spurningunni: Gerði ég það besta í stöðunni? Enginn hópur leitaði til mín og bað mig um að gera þetta. Þetta snýst um mína eigin afstöðu, mína eigin skuldbindingu,“ sagði Riepe í samtali við Flatwater Free Press. Jim Pillen, ríkisstjóri Nebraska, var síður en svo ánægður með Riepe og biðlaði hann í yfirlýsingu um að endurskoða afstöðu sína og standa við þær yfirlýsingar sem hann hefði gefið út um „líf“. Niðurstaðan í báðum ríkjum vakti mikla athygli vestanhafs en margir hafa sett tíðindin í samhengi við aukin ugg meðal Repúblikana um að binda sig um of við þungunarrofsumræðuna í aðdraganda kosninga, þar sem meirihluti Bandaríkjamanna styður rétt kvenna til þungunarrofs. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Eins og sakir standa er þungunarrof heimilað fram að 22. viku meðgöngu í bæði Suður-Karólínu og Nebraska. Í fyrrnefnda ríkinu stóð til að banna það nær alfarið og í því síðarnefnda að takmarka það við sex vikur. Í Suður-Karólínu voru það konurnar fimm sem eiga sæti í öldungadeild ríkisins, þrír Repúblikanar og tveir Demókratar, sem stóð vörðinn. Ein þeirra, Repúblikaninn Sandy Senn, sagði samþykkt frumvarpsins myndu setja konur í þá stöðu að vera á forræði ríkisins, líkt og í skáldsögunni Saga þernunnar. Senn sagði lagasetningu um þungunarrof „alltaf, hver einasta, snúist um stjórnun; svo einfalt er það. Og í öldungadeildinni fara karlmenn með völdin,“ sagði hún. „Það eina sem við getum gert þegar þið, karlmennirnir hér í þessum sal, sláið konur ítrekað niður með því að fjalla aftur og aftur um þungunarrof, er að slá ykkur til baka með orðum okkar,“ sagði hún á þinginu. Í Nebraska sat öldungadeildarþingmaðurinn Merv Riepe hjá, þar sem hann hafði áhyggjur af því að sex vikur væru ekki nógur tími fyrir konur til að átta sig á því að þær væru þungaðar. „Þegar allt kemur til alls þá þarf ég að geta litið til baka og svarað spurningunni: Gerði ég það besta í stöðunni? Enginn hópur leitaði til mín og bað mig um að gera þetta. Þetta snýst um mína eigin afstöðu, mína eigin skuldbindingu,“ sagði Riepe í samtali við Flatwater Free Press. Jim Pillen, ríkisstjóri Nebraska, var síður en svo ánægður með Riepe og biðlaði hann í yfirlýsingu um að endurskoða afstöðu sína og standa við þær yfirlýsingar sem hann hefði gefið út um „líf“. Niðurstaðan í báðum ríkjum vakti mikla athygli vestanhafs en margir hafa sett tíðindin í samhengi við aukin ugg meðal Repúblikana um að binda sig um of við þungunarrofsumræðuna í aðdraganda kosninga, þar sem meirihluti Bandaríkjamanna styður rétt kvenna til þungunarrofs.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira