Samstaðan sé mikilvæg í baráttunni gegn ójöfnuði Máni Snær Þorláksson skrifar 1. maí 2023 16:32 Kristján Þórður Snæbjarnarson og Sonja Ýr Þorbergsdóttir héldu bæði ávörp á Ingólfstorgi í tilefni dagsins. Vísir/Steingrímur Dúi Formenn Rafiðnaðarsambandsins og BSRB héldu bæði ávörp á Ingólfstorgi í tilefni verkalýðsdagsins í dag. Þau vöktu bæði athygli á vaxandi ójöfnuði í samfélaginu og mikilvægi samstöðu hjá launafólki, sérstaklega í ljósi komandi kjarabaráttu. „Við búum við efnahagslegan óstöðugleika. Mikil verðbólga bitnar verst á þeim tekjulægstu, þar sem ekkert svigrúm er fyrir aukin útgjöld,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, í sinni ræðu á Ingólfstorgi í dag. Kristján sagði þá að ríkisstjórn Íslands hafi ekki mildað áhrif kreppunnar eins og stjórnvöld í nágrannaríkjum hafa gert, þvert á móti. „Já, beinlínis dýpkað hana með skatta- og gjaldahækkunum,“ sagði hann. „Hálaunafólkið í pólitíkinni - sem nýtur sérkjara í mörgum efnum - finnur hins vegar ekkert fyrir þessum auknu álögum. Hefur eitthvað verið sótt í vasa þeirra ríku? Nei, þunginn leggst á launafólk og bitnar verst á þeim sem við minnstu efnin búa.“ „Við stöndum andspænis gríðarlegum ójöfnuði“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, greip í svipaða strengi í sínu ávarpi. Þrátt fyrir að Ísland sé ríkt land séu stórir hópar láglaunafólks, atvinnulausra, öryrkja og eldra fólks að berjast í bökkum. Alltof mörg búi við íþyngjandi húsnæðiskostnað á húsnæðismarkaði sem sé byggður upp á markaðsforsendum. „Einhver húka í kolakjöllurum, jafnvel fjölskyldur, og svo eru sum sem komast ekki í öruggt skjól. Á sama tíma er ekkert lát á verðbólgunni og vaxtahækkanir bíta fast. Á meðan gerir ríkisstjórnin ekkert til að bregðast við og auka jöfnuð, jafnvel þó hún hafi öll tækin til þess að koma fólki til aðstoðar með húsnæðisstuðningi, vaxta- og barnabótum. Við stöndum andspænis gríðarlegum ójöfnuði hvort heldur sem er í tekjum, eignum, stöðu á húsnæðismarkaði eða heilsu – og við stöndum líka frammi fyrir bakslagi í jafnréttisbaráttunni, þar sem þrengt er að réttindum og lífsskilyrðum kvenna, hinsegin fólks og fleiri minnihlutahópa.“ Samstaðan sé mikilvæg Bæði tóku þau fram mikilvægi þess að standa saman í komandi kjaraviðræðu. Kristján sagði fólk ætta að strengja þess heit að standa saman um réttlæti, jöfnuð og velferð, samfélagi og framtíðinni til heilla. „Ég hef öðlast vissu fyrir því að við stöndum á krossgötum í baráttunni og að okkar bíði miklar áskoranir og risavaxin verkefni. Ég hef skynjað það sterkt síðustu daga að fólkið í landinu hefur fengið nóg af því fálæti og sinnuleysi um kjör almennings sem einkennir afstöðu svo margra í stjórnmálunum og ríkisstjórnarinnar sérstaklega.“ Sonja sagði að það væri aðeins sé hægt að ná stórum áföngum fyrir velferð almennings með samstöðunni. „Sama hvað andstæðingar okkar kunna að segja þá stendur verkalýðshreyfingin sterk og það munu þau finna í kjarasamningslotunni framundan,“ sagði hún. „Þar sem við munum sækja réttlátar kjarabætur fyrir launafólk. Ekki einungis þær sem birtast í launaumslaginu heldur einnig þær sem birtast í mikilvægum samfélagsbreytingum sem varða okkur öll.“ Verkalýðsdagurinn Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Bráðavandi blasi við heimilum landsins Hátíðarhöld verða víða um land í dag 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Kröfuganga fer af stað frá Skólavörðuholti í Reykjavík klukkan hálf tvö en í ár eru hundrað ár frá fyrstu kröfugöngunni hér á landi. 1. maí 2023 10:14 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
„Við búum við efnahagslegan óstöðugleika. Mikil verðbólga bitnar verst á þeim tekjulægstu, þar sem ekkert svigrúm er fyrir aukin útgjöld,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, í sinni ræðu á Ingólfstorgi í dag. Kristján sagði þá að ríkisstjórn Íslands hafi ekki mildað áhrif kreppunnar eins og stjórnvöld í nágrannaríkjum hafa gert, þvert á móti. „Já, beinlínis dýpkað hana með skatta- og gjaldahækkunum,“ sagði hann. „Hálaunafólkið í pólitíkinni - sem nýtur sérkjara í mörgum efnum - finnur hins vegar ekkert fyrir þessum auknu álögum. Hefur eitthvað verið sótt í vasa þeirra ríku? Nei, þunginn leggst á launafólk og bitnar verst á þeim sem við minnstu efnin búa.“ „Við stöndum andspænis gríðarlegum ójöfnuði“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, greip í svipaða strengi í sínu ávarpi. Þrátt fyrir að Ísland sé ríkt land séu stórir hópar láglaunafólks, atvinnulausra, öryrkja og eldra fólks að berjast í bökkum. Alltof mörg búi við íþyngjandi húsnæðiskostnað á húsnæðismarkaði sem sé byggður upp á markaðsforsendum. „Einhver húka í kolakjöllurum, jafnvel fjölskyldur, og svo eru sum sem komast ekki í öruggt skjól. Á sama tíma er ekkert lát á verðbólgunni og vaxtahækkanir bíta fast. Á meðan gerir ríkisstjórnin ekkert til að bregðast við og auka jöfnuð, jafnvel þó hún hafi öll tækin til þess að koma fólki til aðstoðar með húsnæðisstuðningi, vaxta- og barnabótum. Við stöndum andspænis gríðarlegum ójöfnuði hvort heldur sem er í tekjum, eignum, stöðu á húsnæðismarkaði eða heilsu – og við stöndum líka frammi fyrir bakslagi í jafnréttisbaráttunni, þar sem þrengt er að réttindum og lífsskilyrðum kvenna, hinsegin fólks og fleiri minnihlutahópa.“ Samstaðan sé mikilvæg Bæði tóku þau fram mikilvægi þess að standa saman í komandi kjaraviðræðu. Kristján sagði fólk ætta að strengja þess heit að standa saman um réttlæti, jöfnuð og velferð, samfélagi og framtíðinni til heilla. „Ég hef öðlast vissu fyrir því að við stöndum á krossgötum í baráttunni og að okkar bíði miklar áskoranir og risavaxin verkefni. Ég hef skynjað það sterkt síðustu daga að fólkið í landinu hefur fengið nóg af því fálæti og sinnuleysi um kjör almennings sem einkennir afstöðu svo margra í stjórnmálunum og ríkisstjórnarinnar sérstaklega.“ Sonja sagði að það væri aðeins sé hægt að ná stórum áföngum fyrir velferð almennings með samstöðunni. „Sama hvað andstæðingar okkar kunna að segja þá stendur verkalýðshreyfingin sterk og það munu þau finna í kjarasamningslotunni framundan,“ sagði hún. „Þar sem við munum sækja réttlátar kjarabætur fyrir launafólk. Ekki einungis þær sem birtast í launaumslaginu heldur einnig þær sem birtast í mikilvægum samfélagsbreytingum sem varða okkur öll.“
Verkalýðsdagurinn Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Bráðavandi blasi við heimilum landsins Hátíðarhöld verða víða um land í dag 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Kröfuganga fer af stað frá Skólavörðuholti í Reykjavík klukkan hálf tvö en í ár eru hundrað ár frá fyrstu kröfugöngunni hér á landi. 1. maí 2023 10:14 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Bráðavandi blasi við heimilum landsins Hátíðarhöld verða víða um land í dag 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Kröfuganga fer af stað frá Skólavörðuholti í Reykjavík klukkan hálf tvö en í ár eru hundrað ár frá fyrstu kröfugöngunni hér á landi. 1. maí 2023 10:14