Fyrrverandi eiginmaður og vinkonur höfða mál á víxl vegna þungunarrofs í Texas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. maí 2023 11:10 Aðgerðasinnar mótmæla aðför gegn rétti kvenna til þungunarrofs í Texas í fyrra. Getty/Brandon Bell Tvær konur hafa höfðað mál á hendur manni að nafni Marcus Silva, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. Silva höfðaði sjálfur mál á hendur konunum fyrir að hafa ráðlagt fyrrverandi eiginkonu hans um það hvernig hún gæti gengist undir þungunarrof. Forsaga málsins er sú að Brittni Silva, þá eiginkona Marcus Silva, gekkst undir þungunarrof 14. júlí í fyrra, eftir að hafa leitað ráða hjá vinkonum sínum. Hún hafði skömmu áður sótt um skilnað og sagði Marcus hafa beitt sig andlegu ofbeldi, auk þess sem hann brenndi myndir úr brúðkaupi þeirra og hótaði að meiða eða drepa hund fjölskyldunnar. Marcus tilkynnti þungunarrof eiginkonu sinnar til lögreglu 18. júlí. Í lögregluskýrslu segir að hann hafi fundið þungunarrofslyf í veski eiginkonu sinnar 12. júlí en látið þau vera. Daginn eftir fór hann í gegnum skilaboð á síma Brittni en gekk ekki á hana fyrr en eftir að þungunarrofið hafði átt sér stað. „Núna segir hann að ef ég gef honum ekki „hug minn, líkama og sál“ þar til skilnaðurinn er genginn í gegn, sme hann ætlar að draga á langinn, muni hann tryggja að ég fari í fangelsi fyrir þetta,“ sagði Brittni í skilaboðum til vinkvenna sinna 23. júlí. Lögregla ákvað að hafast ekkert að í málinu en Marcus brá þá á það ráð að höfða einkamál á hendur þremur vinkonum Brittni sem höfðu ráðlagt henni. Og nú hafa tvær þeirra höfðað mál á hendur honum fyrir að brjóta gegn friðhelgi einkalífs þeirra með því að lesa einkaskilaboð Brittni. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað að utanaðkomandi aðilar eru nú í síauknum mæli gerðir ábyrgir fyrir ákvörðun kvenna að gangast undir þungunarrof, á sama tíma og lög um þungunarrof hafa verið hert mjög í kjölfar niðurstöðu hæstaréttar um að snúa Roe gegn Wade. Lögmaður Marcus Silva er þekktur fyrir baráttu sína gegn rétti kvenna til þungunarrofs og ber, samkvæmt New York Times, ábyrgð á samningu frumvarps sem varð að lögum í Texas sem kveður á um að almennir borgara geti höfðað einkamál á hendur þeim sem framkvæma þungunarrof eftir að hjartsláttur finnst. Geta þeir krafist bóta að upphæð 10 þúsund dölum, án þess að eiga neinna hagsmuna að gæta. Í greinargerð lögmannsins, Jonathan Mitchell, segir meðal annars að réttur fóstursins til lífs eigi ekki að vega minna en réttur konunnar. Ef Marcus Silva vinnur málið væri það viðurkenning á því að fóstur nytu allra þeirra réttinda sem einstaklingum eru tryggð samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Vinkonurnar eru þannig sakaðar um að hafa átt aðkomu að dauða fóstursins. Lögmaður þeirra segir þær hins vegar aðeins hafa verið að rétta vinkonu hjálparhönd. Þá er það ekki ólöglegt í Texas að framkvæma sjálfur þungunarrof með notkun lyfja, auk þess sem þungunarrofið átti sér stað áður en ný lög tóku gildi. Joanna Grossman, lagaprófessor við Southern Methodist University, segir Brittni Silva hafa verið í fullum rétti þegar hún ákvað að binda enda á eigin meðgöngu. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Brittni Silva, þá eiginkona Marcus Silva, gekkst undir þungunarrof 14. júlí í fyrra, eftir að hafa leitað ráða hjá vinkonum sínum. Hún hafði skömmu áður sótt um skilnað og sagði Marcus hafa beitt sig andlegu ofbeldi, auk þess sem hann brenndi myndir úr brúðkaupi þeirra og hótaði að meiða eða drepa hund fjölskyldunnar. Marcus tilkynnti þungunarrof eiginkonu sinnar til lögreglu 18. júlí. Í lögregluskýrslu segir að hann hafi fundið þungunarrofslyf í veski eiginkonu sinnar 12. júlí en látið þau vera. Daginn eftir fór hann í gegnum skilaboð á síma Brittni en gekk ekki á hana fyrr en eftir að þungunarrofið hafði átt sér stað. „Núna segir hann að ef ég gef honum ekki „hug minn, líkama og sál“ þar til skilnaðurinn er genginn í gegn, sme hann ætlar að draga á langinn, muni hann tryggja að ég fari í fangelsi fyrir þetta,“ sagði Brittni í skilaboðum til vinkvenna sinna 23. júlí. Lögregla ákvað að hafast ekkert að í málinu en Marcus brá þá á það ráð að höfða einkamál á hendur þremur vinkonum Brittni sem höfðu ráðlagt henni. Og nú hafa tvær þeirra höfðað mál á hendur honum fyrir að brjóta gegn friðhelgi einkalífs þeirra með því að lesa einkaskilaboð Brittni. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað að utanaðkomandi aðilar eru nú í síauknum mæli gerðir ábyrgir fyrir ákvörðun kvenna að gangast undir þungunarrof, á sama tíma og lög um þungunarrof hafa verið hert mjög í kjölfar niðurstöðu hæstaréttar um að snúa Roe gegn Wade. Lögmaður Marcus Silva er þekktur fyrir baráttu sína gegn rétti kvenna til þungunarrofs og ber, samkvæmt New York Times, ábyrgð á samningu frumvarps sem varð að lögum í Texas sem kveður á um að almennir borgara geti höfðað einkamál á hendur þeim sem framkvæma þungunarrof eftir að hjartsláttur finnst. Geta þeir krafist bóta að upphæð 10 þúsund dölum, án þess að eiga neinna hagsmuna að gæta. Í greinargerð lögmannsins, Jonathan Mitchell, segir meðal annars að réttur fóstursins til lífs eigi ekki að vega minna en réttur konunnar. Ef Marcus Silva vinnur málið væri það viðurkenning á því að fóstur nytu allra þeirra réttinda sem einstaklingum eru tryggð samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Vinkonurnar eru þannig sakaðar um að hafa átt aðkomu að dauða fóstursins. Lögmaður þeirra segir þær hins vegar aðeins hafa verið að rétta vinkonu hjálparhönd. Þá er það ekki ólöglegt í Texas að framkvæma sjálfur þungunarrof með notkun lyfja, auk þess sem þungunarrofið átti sér stað áður en ný lög tóku gildi. Joanna Grossman, lagaprófessor við Southern Methodist University, segir Brittni Silva hafa verið í fullum rétti þegar hún ákvað að binda enda á eigin meðgöngu.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira