Búsetufrelsi í Grímsnes- og Grafningshreppi Ása Valdís Árnadóttir og skrifa 6. maí 2023 07:00 Eitt af grundvallarverkefnum sveitarstjórnarmanna er að móta markmið og stefnu fyrir starfsemi, rekstur og framþróun síns sveitarfélags og fylgja þeim eftir. Það má því áætla að fólk sem býður sig fram til setu í sveitarstjórnum hafi bæði áhuga og metnað til að vinna fyrir sitt samfélag. Jafnframt má gera ráð fyrir því að flestir kjörnir fulltrúar séu að vinna að því sama, þ.e. að sveitarfélagið þeirra veiti ásættanlega grunnþjónustu til íbúa ásamt því að gera sitt sveitarfélag að góðum búsetukosti fyrir núverandi og framtíðar íbúa og þar með ýta undir búsetufrelsi í landinu. Grundvallar málaflokkur fyrir þróun byggðar, búsetufrelsi og samfélags eru skipulagsmál hvers sveitarfélags og er það í gegnum skipulagsáætlanir þ.m.t. aðalskipulagið sem vinnan á sér stað. Við gerð og endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélag er að mörgu að huga en í aðalskipulagi á að koma fram stefna sveitarfélagsins um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál. Í aðalskipulagi hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun með sínum skipulagsáætlunum og meta út frá því hverskonar uppbygging þarf að eiga sér stað í sveitarfélaginu. Samhliða aðalskipulaginu eru unnar ýmsar áætlanir m.a. húsnæðisáætlun og síðan er íbúaskrá, sem aðstoða sveitarstjórnir og starfsmenn sveitarfélaga við að gera áætlanir um þjónustu og innviðauppbyggingu í samfélaginu. Innviðir í sveitarfélögum eru t.d. leik- og grunnskólar, fráveitur og vatnsveitur. E-listinn sem situr í meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps leggur með skipulagsáætlunum metnað sinn í að bjóða upp á fjölbreytta búsetukosti, möguleika á uppbyggingu á iðnaði, verslun og þjónustu og aðra innviðauppbyggingu í sveitarfélaginu. Verið er að vinna að fjölgun lóða til úthlutunar í þéttbýlinu, stutt er í fyrstu skóflustungu á viðbyggingu við íþróttamiðstöðina, deiliskipulag fyrir athafnasvæði hefur verið samþykkt af Skipulagsstofnun og áætlað er að gatnagerð hefjist þar á næstu mánuðum, svokallað miðsvæði er á lokametrunum og er hafið samtal við áhugasama aðila um rekstur á því svæði. Við gerð þessara skipulagsáætlana hefur verið tekið mið af þróun byggðar og samfélagsins í Grímsnes- og Grafningshrepp undanfarin ár. Það sem hefur þó aðeins haft áhrif á skipulagsáætlanirnar er að íbúum með ótilgreint heimilisfang í sveitarfélaginu hefur fjölgað á undanförnum árum sem gerir sveitarstjórn ekki auðvelt fyrir þegar kemur að greiningu á uppbyggingu á þjónustu og innviðauppbyggingu en þessir íbúar eru á öllum aldri. Í dag eru u.þ.b. 10% íbúa Grímsnes- og Grafningshrepps með ótilgreint heimilisfang, þetta væri eins og það væru um 1.300 manns í Árborg og um 14.000 manns í Reykjavík með ótilgreint heimilisfang. Íbúar með ótilgreint heimilisfang geta verið búsettir t.d. í frístundahúsum eða í öðru húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði og þeir hafa því ekki eiginlegt heimilisfang og því erfitt að áætla t.d. hvar veita þurfi heimilishjálp, hvert senda eigi upplýsingar bréfleiðis, fjölgun barna í leik- og grunnskóla og fleira. Samkvæmt 4. mgr. 66. gr. stjórnarskrár Íslands skulu allir sem löglega búa á landinu, ráða búsetu sinni sjálfir og vera frjálsir ferða sinna með þeim takmörkunum sem settar eru í lögum. Í lögum um lögheimili segir að lögheimili skuli skráð í íbúð eða húsi sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og hefur staðfang. Þessi þróun með skráningu á einstaklingum með ótilgreint heimilisfang hefur ekki eingöngu áhrif á skipulagsáætlanir sveitarfélaga heldur einnig t.d. hagsmuni einstaklinga sem hafa keypt sér t.d. frístundahús eða frístundahúsalóð með væntingar um að þar verði framtíðar frístundahúsabyggð með takmarkaðri búsetu en ekki heilsársbúsetu. Sveitarstjórnir hafa skipulagsvaldið og því fylgir ábyrgð en það er með skipulagsáætlunum sem ákveðið er hvernig íbúa- og byggðarþróun er í sveitarfélögunum og er það eins og áður sagði byggt á ýmsum áætlunum og stefnum sem unnar eru út frá hagsmunum hvers sveitarfélags. Skipulagsáætlanir geta svo vissulega tekið breytingum með formlegu skipulagsferli. Í Grímsnes- og Grafningshreppi má finna fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir/ jarðir í dreifbýlinu. Miðað við gildandi skipulagsáætlanir er því vel hægt að flytja í íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu sem uppfyllir slíka skilgreiningu í anda laga og reglugerða. Það er stefna meirihlutans að halda áfram að bjóða upp á og ýta undir fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði og þar með styður Grímsnes- og Grafningshreppur við búsetufrelsi í landinu. Höfundur er oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af grundvallarverkefnum sveitarstjórnarmanna er að móta markmið og stefnu fyrir starfsemi, rekstur og framþróun síns sveitarfélags og fylgja þeim eftir. Það má því áætla að fólk sem býður sig fram til setu í sveitarstjórnum hafi bæði áhuga og metnað til að vinna fyrir sitt samfélag. Jafnframt má gera ráð fyrir því að flestir kjörnir fulltrúar séu að vinna að því sama, þ.e. að sveitarfélagið þeirra veiti ásættanlega grunnþjónustu til íbúa ásamt því að gera sitt sveitarfélag að góðum búsetukosti fyrir núverandi og framtíðar íbúa og þar með ýta undir búsetufrelsi í landinu. Grundvallar málaflokkur fyrir þróun byggðar, búsetufrelsi og samfélags eru skipulagsmál hvers sveitarfélags og er það í gegnum skipulagsáætlanir þ.m.t. aðalskipulagið sem vinnan á sér stað. Við gerð og endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélag er að mörgu að huga en í aðalskipulagi á að koma fram stefna sveitarfélagsins um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál. Í aðalskipulagi hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun með sínum skipulagsáætlunum og meta út frá því hverskonar uppbygging þarf að eiga sér stað í sveitarfélaginu. Samhliða aðalskipulaginu eru unnar ýmsar áætlanir m.a. húsnæðisáætlun og síðan er íbúaskrá, sem aðstoða sveitarstjórnir og starfsmenn sveitarfélaga við að gera áætlanir um þjónustu og innviðauppbyggingu í samfélaginu. Innviðir í sveitarfélögum eru t.d. leik- og grunnskólar, fráveitur og vatnsveitur. E-listinn sem situr í meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps leggur með skipulagsáætlunum metnað sinn í að bjóða upp á fjölbreytta búsetukosti, möguleika á uppbyggingu á iðnaði, verslun og þjónustu og aðra innviðauppbyggingu í sveitarfélaginu. Verið er að vinna að fjölgun lóða til úthlutunar í þéttbýlinu, stutt er í fyrstu skóflustungu á viðbyggingu við íþróttamiðstöðina, deiliskipulag fyrir athafnasvæði hefur verið samþykkt af Skipulagsstofnun og áætlað er að gatnagerð hefjist þar á næstu mánuðum, svokallað miðsvæði er á lokametrunum og er hafið samtal við áhugasama aðila um rekstur á því svæði. Við gerð þessara skipulagsáætlana hefur verið tekið mið af þróun byggðar og samfélagsins í Grímsnes- og Grafningshrepp undanfarin ár. Það sem hefur þó aðeins haft áhrif á skipulagsáætlanirnar er að íbúum með ótilgreint heimilisfang í sveitarfélaginu hefur fjölgað á undanförnum árum sem gerir sveitarstjórn ekki auðvelt fyrir þegar kemur að greiningu á uppbyggingu á þjónustu og innviðauppbyggingu en þessir íbúar eru á öllum aldri. Í dag eru u.þ.b. 10% íbúa Grímsnes- og Grafningshrepps með ótilgreint heimilisfang, þetta væri eins og það væru um 1.300 manns í Árborg og um 14.000 manns í Reykjavík með ótilgreint heimilisfang. Íbúar með ótilgreint heimilisfang geta verið búsettir t.d. í frístundahúsum eða í öðru húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði og þeir hafa því ekki eiginlegt heimilisfang og því erfitt að áætla t.d. hvar veita þurfi heimilishjálp, hvert senda eigi upplýsingar bréfleiðis, fjölgun barna í leik- og grunnskóla og fleira. Samkvæmt 4. mgr. 66. gr. stjórnarskrár Íslands skulu allir sem löglega búa á landinu, ráða búsetu sinni sjálfir og vera frjálsir ferða sinna með þeim takmörkunum sem settar eru í lögum. Í lögum um lögheimili segir að lögheimili skuli skráð í íbúð eða húsi sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og hefur staðfang. Þessi þróun með skráningu á einstaklingum með ótilgreint heimilisfang hefur ekki eingöngu áhrif á skipulagsáætlanir sveitarfélaga heldur einnig t.d. hagsmuni einstaklinga sem hafa keypt sér t.d. frístundahús eða frístundahúsalóð með væntingar um að þar verði framtíðar frístundahúsabyggð með takmarkaðri búsetu en ekki heilsársbúsetu. Sveitarstjórnir hafa skipulagsvaldið og því fylgir ábyrgð en það er með skipulagsáætlunum sem ákveðið er hvernig íbúa- og byggðarþróun er í sveitarfélögunum og er það eins og áður sagði byggt á ýmsum áætlunum og stefnum sem unnar eru út frá hagsmunum hvers sveitarfélags. Skipulagsáætlanir geta svo vissulega tekið breytingum með formlegu skipulagsferli. Í Grímsnes- og Grafningshreppi má finna fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir/ jarðir í dreifbýlinu. Miðað við gildandi skipulagsáætlanir er því vel hægt að flytja í íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu sem uppfyllir slíka skilgreiningu í anda laga og reglugerða. Það er stefna meirihlutans að halda áfram að bjóða upp á og ýta undir fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði og þar með styður Grímsnes- og Grafningshreppur við búsetufrelsi í landinu. Höfundur er oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun