Áfellisdómur ESA og blóðmerar Björn M. Sigurjónsson skrifar 10. maí 2023 13:01 Með áliti sínu þann 10. maí 2023 hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komist að þeirri niðurstöðu að blóðtaka úr merum og eftirfarandi vinnsla PMSG hormóns falli undir reglur um notkun dýra í tilraunaskyni sem tíundaðar eru í rg. 460/2017. Þetta eru miklar fréttir og góðar fyrir okkur sem höfum barist gegn þessarri óiðju síðastliðin misseri. Í bréfinu til matvælaráðuneytisins eru tíunduð rök ESA fyrir niðurstöðunni og við lesturinn er sláandi hve málsmeðferð ráðuneytisins og MAST er vond. Við sem höfum lagt fram álit eftir álit, samhljóma áliti ESA, með næstum sömu rökum, höfum furðað okkur á útúrsnúningum MAST og ráðuneytis, útímóa túlkunum lögfræðinga þeirra og lagaálitum sem virðast miða að því að koma starfseminni undan því eftirliti sem kveðið er á um í lögum. Sem dæmi má nefna að þegar þágildandi leyfi til blóðtöku úr merum rann út árið 2020, gaf þáverandi lögfræðingur MAST út það álit að reglur um tilraunadýr ættu við og því ætti að beita, þó ekki væri nema 20. gr. laga um dýravelferð sem kveður á um leyfisskyldu. Þessu álti var vikið til hliðar fyrir áliti lögfræðings Ísteka, sem tíundaði innihaldslaus rök gegn leyfisskyldu. Afleiðingin var sú að Ísteka starfaði án leyfis til sumarsins 2022. Þá um vorið hafði SDÍ kært þessa stjórnsýslu MAST til ráðherra. Tveimur mánuðum síðar hafði ráðherra sett reglugerð sem kvað á um leyfisskyldu. Hið ömurlega í reglugerðarsetningu ráðherra er að nákvæmlega engar breytingar eru á iðjunni, þrátt fyrir vísindaleg rök fyrir því að takmarka blóðmagn og milda þjáningar meranna. Það skipti engu máli fyrir dýravelferð þó reglugerðin væri sett, merarnar voru jafnilla settar fyrir og eftir reglugerð. Þrátt fyrir ótal röksemdir lækna, dýralækna og annarra sérfræðinga þess efnis að of langt væri gengið í blóðtökunni. Ráðherra gekk purrkunarlaust erinda einkafyrirtækis með efnisinnihaldi reglugerðarinnar. Þá er hlutur MAST ótalinn. Svo mörg rök hníga að því, að þeir sem halda þar um taumana á málaflokknum um blóðmerahald, eigi að víkja til hliðar, að óhjákvæmilegt er að svo verði. Þetta er einfaldlega allt of langt gengið og of gróft, til þess að stofnunin MAST getið notið nokkurs trausts. Stofnunin er mikilvægt stjórnsýsluvald í dýravelferð og landbúnaði. Stofnunin verður að vera skilvirk og vammlaus. Málsmeðferð stofnunarinnar í málefnum blóðmerahalds (og öðrum málum er varða dýravelferð) er svo vond stjórnsýsla að útilokað er að hægt sé að endurvekja traust almennings til hennar nema stórtækar breytingar á mannahaldi eigi sér stað. Við lestur álits ESA er augljóst að matvælaráðuneytið tekur aldrei sjálfstæða afstöðu til málaflokksins heldur bergmálar álit MAST. Þetta er út yfir öll mörk. Nú verður ráðuneytið að taka af skarið. Höfundur er í stjórn samtaka um Dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Dýraheilbrigði Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Með áliti sínu þann 10. maí 2023 hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komist að þeirri niðurstöðu að blóðtaka úr merum og eftirfarandi vinnsla PMSG hormóns falli undir reglur um notkun dýra í tilraunaskyni sem tíundaðar eru í rg. 460/2017. Þetta eru miklar fréttir og góðar fyrir okkur sem höfum barist gegn þessarri óiðju síðastliðin misseri. Í bréfinu til matvælaráðuneytisins eru tíunduð rök ESA fyrir niðurstöðunni og við lesturinn er sláandi hve málsmeðferð ráðuneytisins og MAST er vond. Við sem höfum lagt fram álit eftir álit, samhljóma áliti ESA, með næstum sömu rökum, höfum furðað okkur á útúrsnúningum MAST og ráðuneytis, útímóa túlkunum lögfræðinga þeirra og lagaálitum sem virðast miða að því að koma starfseminni undan því eftirliti sem kveðið er á um í lögum. Sem dæmi má nefna að þegar þágildandi leyfi til blóðtöku úr merum rann út árið 2020, gaf þáverandi lögfræðingur MAST út það álit að reglur um tilraunadýr ættu við og því ætti að beita, þó ekki væri nema 20. gr. laga um dýravelferð sem kveður á um leyfisskyldu. Þessu álti var vikið til hliðar fyrir áliti lögfræðings Ísteka, sem tíundaði innihaldslaus rök gegn leyfisskyldu. Afleiðingin var sú að Ísteka starfaði án leyfis til sumarsins 2022. Þá um vorið hafði SDÍ kært þessa stjórnsýslu MAST til ráðherra. Tveimur mánuðum síðar hafði ráðherra sett reglugerð sem kvað á um leyfisskyldu. Hið ömurlega í reglugerðarsetningu ráðherra er að nákvæmlega engar breytingar eru á iðjunni, þrátt fyrir vísindaleg rök fyrir því að takmarka blóðmagn og milda þjáningar meranna. Það skipti engu máli fyrir dýravelferð þó reglugerðin væri sett, merarnar voru jafnilla settar fyrir og eftir reglugerð. Þrátt fyrir ótal röksemdir lækna, dýralækna og annarra sérfræðinga þess efnis að of langt væri gengið í blóðtökunni. Ráðherra gekk purrkunarlaust erinda einkafyrirtækis með efnisinnihaldi reglugerðarinnar. Þá er hlutur MAST ótalinn. Svo mörg rök hníga að því, að þeir sem halda þar um taumana á málaflokknum um blóðmerahald, eigi að víkja til hliðar, að óhjákvæmilegt er að svo verði. Þetta er einfaldlega allt of langt gengið og of gróft, til þess að stofnunin MAST getið notið nokkurs trausts. Stofnunin er mikilvægt stjórnsýsluvald í dýravelferð og landbúnaði. Stofnunin verður að vera skilvirk og vammlaus. Málsmeðferð stofnunarinnar í málefnum blóðmerahalds (og öðrum málum er varða dýravelferð) er svo vond stjórnsýsla að útilokað er að hægt sé að endurvekja traust almennings til hennar nema stórtækar breytingar á mannahaldi eigi sér stað. Við lestur álits ESA er augljóst að matvælaráðuneytið tekur aldrei sjálfstæða afstöðu til málaflokksins heldur bergmálar álit MAST. Þetta er út yfir öll mörk. Nú verður ráðuneytið að taka af skarið. Höfundur er í stjórn samtaka um Dýravelferð á Íslandi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar