Leikmenn keyptu kokkahúfurnar og gabbið var vel æft Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2023 14:30 Leikmenn og stuðningsmenn ÍBV fögnuðu ákaft saman eftir sigurinn í gær. Fáeinir stuðningsmenn voru enn með kokkahúfu á hausnum. VÍSIR/VILHELM Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson fór um víðan völl með sérfræðingum Seinni bylgjunnar strax eftir að hafa slegið út FH í undanúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta í gærkvöld. Kokkahúfur bar á góma, sem og markið sem að Dagur skoraði eftir að Eyjamenn göbbuðu FH-inga upp úr skónum. Dagur settist niður í setti Seinni bylgjunnar, með magnaða stuðningsmenn ÍBV fyrir framan sig en þeir héldu áfram að syngja löngu eftir að leiknum lauk, með 31-29 sigri ÍBV í framlengdum leik. „Það eru forréttindi að spila fyrir framan þetta lið,“ sagði Dagur og fullyrti að stuðningsmennirnir ættu stóran þátt í því að Eyjamenn væru svona góðir þegar mest væri undir. Dagur benti raunar á að sambandið á milli leikmanna og stuðningsmanna væri svo sterkt að þeir legðu saman á ráðin fyrir leiki, og sáu leikmenn um að borga fyrir kokkahúfurnar sem stuðningsmenn voru með í gær á meðan að leikmenn ÍBV „hægelduðu“ Hafnfirðinga. „Þetta eru peyjar sem eru að æfa með okkur margir hverjir, góðir vinir okkar, og við búum í þannig samfélagi að allir þekkja alla. Við erum alveg að plana með þeim. Ég get sagt ykkur það að leikmannasjóðurinn borgaði fyrir þessar kokkahúfur,“ sagði Dagur í viðtalinu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Dagur í setti eftir að hafa slegið FH út Dagur tók undir að einvígið við FH hefði verið spennandi þrátt fyrir að það færi 3-0. „Það fara tveir leikir í framlengingu. Það segir það sem segja þarf. Og að við höfum komist áfram segir líka hvað við erum ógeðslega góðir. Þetta FH-lið er drullugott.“ „Allir að bíða eftir að Rúnar hoppi upp og þá er ég búinn að skjóta“ Þá varpaði Dagur ljósi á skemmtilegt mark sem hann skoraði upp úr aukakasti, þegar hann kom ÍBV í 19-18 í seinni hálfleiknum. Dagur sást þá hvísla einhverju að Kára Kristjáni Kristjánssyni, áður en stillt var upp fyrir Rúnar Kárason en með því göbbuðu Eyjamenn FH-inga. Markið má sjá hér að ofan. „Það bjuggust allir við að Rúnar væri að fara að skjóta. Kári læðir þá boltanum yfir á mig, ég kem svona fyrir framan, þeir eru allir að bíða eftir að Rúnar hoppi upp og þá er ég búinn að skjóta. Þetta er eitthvað sem við höfum æft og er helvíti gott að geta gripið í á svona mikilvægu augnabliki.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira
Dagur settist niður í setti Seinni bylgjunnar, með magnaða stuðningsmenn ÍBV fyrir framan sig en þeir héldu áfram að syngja löngu eftir að leiknum lauk, með 31-29 sigri ÍBV í framlengdum leik. „Það eru forréttindi að spila fyrir framan þetta lið,“ sagði Dagur og fullyrti að stuðningsmennirnir ættu stóran þátt í því að Eyjamenn væru svona góðir þegar mest væri undir. Dagur benti raunar á að sambandið á milli leikmanna og stuðningsmanna væri svo sterkt að þeir legðu saman á ráðin fyrir leiki, og sáu leikmenn um að borga fyrir kokkahúfurnar sem stuðningsmenn voru með í gær á meðan að leikmenn ÍBV „hægelduðu“ Hafnfirðinga. „Þetta eru peyjar sem eru að æfa með okkur margir hverjir, góðir vinir okkar, og við búum í þannig samfélagi að allir þekkja alla. Við erum alveg að plana með þeim. Ég get sagt ykkur það að leikmannasjóðurinn borgaði fyrir þessar kokkahúfur,“ sagði Dagur í viðtalinu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Dagur í setti eftir að hafa slegið FH út Dagur tók undir að einvígið við FH hefði verið spennandi þrátt fyrir að það færi 3-0. „Það fara tveir leikir í framlengingu. Það segir það sem segja þarf. Og að við höfum komist áfram segir líka hvað við erum ógeðslega góðir. Þetta FH-lið er drullugott.“ „Allir að bíða eftir að Rúnar hoppi upp og þá er ég búinn að skjóta“ Þá varpaði Dagur ljósi á skemmtilegt mark sem hann skoraði upp úr aukakasti, þegar hann kom ÍBV í 19-18 í seinni hálfleiknum. Dagur sást þá hvísla einhverju að Kára Kristjáni Kristjánssyni, áður en stillt var upp fyrir Rúnar Kárason en með því göbbuðu Eyjamenn FH-inga. Markið má sjá hér að ofan. „Það bjuggust allir við að Rúnar væri að fara að skjóta. Kári læðir þá boltanum yfir á mig, ég kem svona fyrir framan, þeir eru allir að bíða eftir að Rúnar hoppi upp og þá er ég búinn að skjóta. Þetta er eitthvað sem við höfum æft og er helvíti gott að geta gripið í á svona mikilvægu augnabliki.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira