„Enginn að leika sér að veiða þessi dýr svo að þau þjáist“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. maí 2023 11:27 Vilhjálmur Birgisson segir áframhaldandi hvalveiðar gríðarlegt hagsmunamál fyrir atvinnulíf á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. Vísir/Vilhelm Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það gríðarlegt hagsmunamál að Hvalur hf. fái að halda áfram hvalveiðum sínum næstu árin. Að meðaltali hafi 90 starfsmenn Hvals verið félagsmenn í verkalýðsfélaginu á síðustu vertíð. Hann spyr sig hvaða veiðar skuli næst banna á grundvelli dýraverndunarsjónarmiða. „Þetta eru yfir 120 manns sem störfuðu við veiðar og vinnslu á síðustu vertíð og ég sé bara að meðallaun per mánuð er 1,7 milljón hjá verkamanni. Ég geri mér reyndar grein fyrir því að það er mikið vinnuframlag á bakvið það,“ segir Vilhjálmur Birgisson í samtali við Vísi. Hann segir hagsmunina sem fólgnir séu í hvalveiðum gífurlega fyrir Vesturland. Níutíu félagsmenn í Verkalýðsfélaginu á Akranesi hafi starfað hjá Hvali á síðustu vertíð. Tilefnið er umræða um hvalveiðar í kjölfar nýrrar eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar en Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hefur sagt tilefni til að skoða hvort leyfi til Hvals verði endurnýjað á næsta ári, þó hún hafi ekki vald til þess. Í skýrslunni kom meðal annars fram að aflífun sumra hvala tók marga klukkutíma síðasta sumar. „Í Akranesskaupsstað og Hvalfjarðarsveit þá koma 14,4 prósent útsvarstekjur frá þessum veiðum og svo koma gríðarlegar skatttekjur til ríkisins, fyrir utan afleiddu störfin sem verða til af þessu, bara í formi aðfanga og fæðis og flutninga og annars. Þetta er umtalsverðir hagsmunir þarna sem eru í húfi.“ Spyr sig hvar umræðan endar Vilhjálmur segir mikilvægt að auðlindir hafsins séu nýttar í samræmi við veiðiráðgjöf Hafrannsóknunarstofu. „Það er gefinn út kvóti þannig það er engin hætta á ofveiði nema síður sé. 200 dýr og ef ég man rétt er stofninn í kringum 11.000 þannig að staðan er bara svona.“ Í pistli á Facebook sem Vilhjálmur skrifar um málið segist hann spyrja sig hvaða veiðar verði bannaðar næst út frá dýravelferðarsjónarmiðum og nefnir þorskveiðar í net eða línu eða botnvörpu sem dæmi. „Ég spyr bara hvað næst? Það er líka það sem maður er að velta fyrir sér. Það kemur fram í skýrslunni að 70 prósent dýranna drepast samstundis og það geta alltaf komið upp svona aðstæður en ég er ekki í neinum vafa um að Hvalur muni einbeita sér að þessu, enda er enginn að leika sér að veiða þessi dýr svo að þau þjáist.“ Hvalveiðar Sjávarútvegur Stéttarfélög Vinnumarkaður Hvalfjarðarsveit Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
„Þetta eru yfir 120 manns sem störfuðu við veiðar og vinnslu á síðustu vertíð og ég sé bara að meðallaun per mánuð er 1,7 milljón hjá verkamanni. Ég geri mér reyndar grein fyrir því að það er mikið vinnuframlag á bakvið það,“ segir Vilhjálmur Birgisson í samtali við Vísi. Hann segir hagsmunina sem fólgnir séu í hvalveiðum gífurlega fyrir Vesturland. Níutíu félagsmenn í Verkalýðsfélaginu á Akranesi hafi starfað hjá Hvali á síðustu vertíð. Tilefnið er umræða um hvalveiðar í kjölfar nýrrar eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar en Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hefur sagt tilefni til að skoða hvort leyfi til Hvals verði endurnýjað á næsta ári, þó hún hafi ekki vald til þess. Í skýrslunni kom meðal annars fram að aflífun sumra hvala tók marga klukkutíma síðasta sumar. „Í Akranesskaupsstað og Hvalfjarðarsveit þá koma 14,4 prósent útsvarstekjur frá þessum veiðum og svo koma gríðarlegar skatttekjur til ríkisins, fyrir utan afleiddu störfin sem verða til af þessu, bara í formi aðfanga og fæðis og flutninga og annars. Þetta er umtalsverðir hagsmunir þarna sem eru í húfi.“ Spyr sig hvar umræðan endar Vilhjálmur segir mikilvægt að auðlindir hafsins séu nýttar í samræmi við veiðiráðgjöf Hafrannsóknunarstofu. „Það er gefinn út kvóti þannig það er engin hætta á ofveiði nema síður sé. 200 dýr og ef ég man rétt er stofninn í kringum 11.000 þannig að staðan er bara svona.“ Í pistli á Facebook sem Vilhjálmur skrifar um málið segist hann spyrja sig hvaða veiðar verði bannaðar næst út frá dýravelferðarsjónarmiðum og nefnir þorskveiðar í net eða línu eða botnvörpu sem dæmi. „Ég spyr bara hvað næst? Það er líka það sem maður er að velta fyrir sér. Það kemur fram í skýrslunni að 70 prósent dýranna drepast samstundis og það geta alltaf komið upp svona aðstæður en ég er ekki í neinum vafa um að Hvalur muni einbeita sér að þessu, enda er enginn að leika sér að veiða þessi dýr svo að þau þjáist.“
Hvalveiðar Sjávarútvegur Stéttarfélög Vinnumarkaður Hvalfjarðarsveit Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira