Konur á kortið á Austurlandi Heiða Ingimarsdóttir skrifar 24. maí 2023 11:01 Það liggur eitthvað í loftinu þessa dagana. Það er bjart og sumarið er heldur betur farið að minna á sig. Allt er að vakna til lífsins, söngur lóunnar ómar, börnin eru búin að leggja kuldagöllunum og fullorðna fólkið er bæði að undirbúa sumartörnina í vinnunni sem og sumarfríið langþráða eftir þungan vetur. Á þessum tíma er kjörið að taka þátt í einhverju nýju, einhverju spennandi, einhverju valdeflandi. Þann 25. maí klukkan klukkan 17.00 ætla konur á Austurlandi að hittast í Vök Baths og stofna FKA Austurland. Ég hvet allar konur til að mæta og taka þátt í þessum merkilega viðburði. Nú þegar eru til landshlutadeildir innan FKA og það hefur sýnt sig og sannað að deildirnar verða til þess að lyfta konum upp, stykrja samstöðu og sambönd þeirra á milli sem og vekja athygli á þeim fjölbrettu og mikilvægu störfum sem þær sinna. Á Austurlandi eru konur í fjölmörgum áhugaverðum störfum að gera stórmerkilega hluti. Með aðild að FKA getum við nýtt okkur hvor aðra, lyft hvor annarri upp, lært hver af annarri og komið saman og haft gaman! Því breiðleiddari og fjölbreittari hópur kvenna því betra! Hvort sem þú ert í rekstri lítil fyrtækis, starfir innan stjóriðju, sért í obinbera geiranum, starfir innan menntastofnunar, rekur bú eða eitthvað allt annað þá áttu erindi á stofnfundinn. FKA eru félagasamtök fyrir stjórnendur og leiðtoga í íslensku atvinnulífi og eru hugsuð sem lyftistöng fyrir konur til af efla sig og styrkja tengslanet sitt. Konur sem eru partur af FKA fá aukin sýnileika á það sem þær eru að gera. Þær geta einnig sótt sér ýmiskonar fræðslu á vegum félagssamtakanna. Innan samtakanna eru einnig fjölbreyttar deildir og nefndir þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Með aðild að samtökunum skapast einnig tækifæri til þess að haf áhrif á samfélagsumræðuna. Með stuðningi hverrar annarrar og FKA getum við látið heyra enn betur í okkur og verðum við og okkar raddir sýnilegri. Sjálf er ég búin að vera stutt innan FKA en finn strax að á móti mér tók svo mikil samstaða, kærleikur og blússandi „pepp“. Konur ERU konum bestar! Ég hlakka til að taka þátt í að skrifa okkur, konur á Austurlandi, inn í söguna á fimmtudaginn og ég vona að þú látir þig ekki vanta! Ég hvet auðvitað þær sem ekki hafa skráð sig í FKA nú þegar til þess að gera það fyrir fundinn en þær sem ekki hafa gert það eru velkomnar líka. Skráning fer fram á www.fka.is, þá má einnig finna frekari upplýsingar um viðburðinn á Facebook. Sértu svo óheppin að komast ekki á staðinn þá verður einnig hægt að fylgjast með fundinum í gegnum streymi. Höfundur er stofnmeðlimur FKA Austurland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fjarðabyggð Heiða Ingimarsdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Það liggur eitthvað í loftinu þessa dagana. Það er bjart og sumarið er heldur betur farið að minna á sig. Allt er að vakna til lífsins, söngur lóunnar ómar, börnin eru búin að leggja kuldagöllunum og fullorðna fólkið er bæði að undirbúa sumartörnina í vinnunni sem og sumarfríið langþráða eftir þungan vetur. Á þessum tíma er kjörið að taka þátt í einhverju nýju, einhverju spennandi, einhverju valdeflandi. Þann 25. maí klukkan klukkan 17.00 ætla konur á Austurlandi að hittast í Vök Baths og stofna FKA Austurland. Ég hvet allar konur til að mæta og taka þátt í þessum merkilega viðburði. Nú þegar eru til landshlutadeildir innan FKA og það hefur sýnt sig og sannað að deildirnar verða til þess að lyfta konum upp, stykrja samstöðu og sambönd þeirra á milli sem og vekja athygli á þeim fjölbrettu og mikilvægu störfum sem þær sinna. Á Austurlandi eru konur í fjölmörgum áhugaverðum störfum að gera stórmerkilega hluti. Með aðild að FKA getum við nýtt okkur hvor aðra, lyft hvor annarri upp, lært hver af annarri og komið saman og haft gaman! Því breiðleiddari og fjölbreittari hópur kvenna því betra! Hvort sem þú ert í rekstri lítil fyrtækis, starfir innan stjóriðju, sért í obinbera geiranum, starfir innan menntastofnunar, rekur bú eða eitthvað allt annað þá áttu erindi á stofnfundinn. FKA eru félagasamtök fyrir stjórnendur og leiðtoga í íslensku atvinnulífi og eru hugsuð sem lyftistöng fyrir konur til af efla sig og styrkja tengslanet sitt. Konur sem eru partur af FKA fá aukin sýnileika á það sem þær eru að gera. Þær geta einnig sótt sér ýmiskonar fræðslu á vegum félagssamtakanna. Innan samtakanna eru einnig fjölbreyttar deildir og nefndir þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Með aðild að samtökunum skapast einnig tækifæri til þess að haf áhrif á samfélagsumræðuna. Með stuðningi hverrar annarrar og FKA getum við látið heyra enn betur í okkur og verðum við og okkar raddir sýnilegri. Sjálf er ég búin að vera stutt innan FKA en finn strax að á móti mér tók svo mikil samstaða, kærleikur og blússandi „pepp“. Konur ERU konum bestar! Ég hlakka til að taka þátt í að skrifa okkur, konur á Austurlandi, inn í söguna á fimmtudaginn og ég vona að þú látir þig ekki vanta! Ég hvet auðvitað þær sem ekki hafa skráð sig í FKA nú þegar til þess að gera það fyrir fundinn en þær sem ekki hafa gert það eru velkomnar líka. Skráning fer fram á www.fka.is, þá má einnig finna frekari upplýsingar um viðburðinn á Facebook. Sértu svo óheppin að komast ekki á staðinn þá verður einnig hægt að fylgjast með fundinum í gegnum streymi. Höfundur er stofnmeðlimur FKA Austurland.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar