Kippa sér hvorki upp við dræma mætingu né beiðni leiðsögumanns Máni Snær Þorláksson skrifar 1. júní 2023 16:50 Ýrr Baldursdóttir og maðurinn hennar Ólafur Pétur Georgsson mótmæltu á Austurvelli í dag. Vísir/Vilhelm Skipuleggjendur mótmæla á Austurvelli í dag vegna ástandsins í þjóðfélaginu ætla að halda ótrauðir áfram þrátt fyrir dræma mætingu. Íslenskur leiðsögumaður á flakki með erlenda ferðamenn bað mótmælendur um að lækka róminn. „Það var lítill fyrirvari en þetta er ekki búið, þetta er fyrsti dagurinn af sautján,“ segir Ýrr Baldursdóttir, listamaður og ein af þeim sem skipulögðu mótmælin í dag, í samtali við fréttastofu. Þrátt fyrir að mætingin hafi ekki verið mikil sé hún stórhuga, stefnan sé sett á nýja búsáhaldabyltingu. Markmiðið er að mótmæla daglega fram að sautjánda júní, lýðveldisdegi Íslands. „Því það er varla hægt að halda upp á eitthvað lýðveldi þegar það er ekki lýðræði í landinu,“ segir Ýrr sem hvetur fólk til að mæta á næstu mótmæli, það megi endilega taka orðið. „Ég verð örugglega orðin raddlaus eftir smá.“ Ekki pólitíkus en komin með nóg Ýrr segist hafa boðað til mótmælana í hvatvísi í fyrradag þegar hún var pirruð á ástandinu í þjóðfélaginu. „Maður þarf ekkert endilega að vera jafn illa staddur til að finna til með fólkinu.“ Ýrr segir að þessi mótmæli hafi aðeins verið byrjunin.Vísir/Vilhelm Þó svo að hún og fleiri hafi það ágætt þá sé stór hluti af samfélaginu ekki í sömu stöðu. „Við erum 380 þúsund rétt svo hérna í þessu landi. Það er vel hægt að láta svo um hnútana að allir hafi aðgang að heilbrigðisþjónustu,“ segir hún. „Ég er nú ekki pólitíkus eða mikið inni í því en óréttlætið sést fyrir framan okkur öll sem erum ekki einu sinni að gá. Erum við ekki öll komin með nóg af þessu?“ Húsnæðismálin séu í ólestri Ýrr segir að skilaboðin með mótmælunum séu í rauninni hrikalega einföld: „Þessi ríkisstjórn er algjörlega vanhæf og hefur ekki staðið við eitt einasta loforð.“ Hún nefnir sem dæmi kosningaloforð Sjálfstæðisflokkinn um velferð og öryggi. Þá segir Ýrr að húsnæðismálin og staðan í þeim spili einnig stórt hlutverk í því hvers vegna hún boðaði til mótmælanna. Fólk hafi ekki efni á þaki yfir höfuðið og vinni myrkrana á milli til að safna fyrir íbúð. „Unga fólkið okkar á ekki séns í þetta, á ekki séns í leigumarkaði eða húsnæðismarkaði, ekki séns. Þau eru föst á leigumarkaði sem rífur af þeim allar þær tekjur sem þau fá mögulega í vasann, þetta er bara hryllingur.“ Á sama tíma séu ráðamenn á leiðinni í frí. „Með launahækkanir á kostnað litla mannsins,“ segir Ýrr. „Ég held að þau ættu að taka sér frí að eilífu.“ Mótmælti mótmælunum Sem fyrr segir voru þau ekki mörg á mótmælunum en það er þó ljóst að vel heyrðist í þeim. Leiðsögumaður sem var með ferðamenn á svæðinu gaf sig til að mynda á tal við mótmælendur og bað þau um að hafa lægra. Leiðsögumaður bað mótmælendur um að hafa lægra.Vísir/Vilhelm „Hann var að reyna að sýna túristum bæinn og þetta var svona óþægilegur partur af raunveruleika Íslendinga, við viljum auðvitað bara sýna fallegu og flottu hlutina, ekki þá vondu. Ég svo sem skil hann alveg en það var bara ekki í boði akkúrat þarna. Ég sagði honum reyndar að við yrðum nú ekki mikið lengur, ef hann myndi fara á kaffihús með fólkið þá værum við að hætta eftir smá.“ Skíthrædd um framtíðina Ýrr segir skipuleggjendur mótmælanna ætla að reyna að fylgja þeim eftir eins og þau geta. „Það verður bara að sjá hvað gerist en við vonum það besta,“ segir hún „Ég persónulega beið svolítið eftir því að fá að mæta á mótmæli en svo bara var ég hrædd um að það yrði ekki. Ég skil að fólk er orðið þreytt og vonlaust, finnist að þetta gangi ekki upp og virki ekki.“ Hún segist vera að þessu fyrir komandi kynslóðir: „Ég er amma, ég á barnabörn og ég er skíthrædd um þeirra framtíð. Með svona mikla, ljóta og grimmilega spillingu sem virðist vera að gegnumsýra öll ráðuneyti undir þessari stjórn.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Verðlag Kjaramál Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
„Það var lítill fyrirvari en þetta er ekki búið, þetta er fyrsti dagurinn af sautján,“ segir Ýrr Baldursdóttir, listamaður og ein af þeim sem skipulögðu mótmælin í dag, í samtali við fréttastofu. Þrátt fyrir að mætingin hafi ekki verið mikil sé hún stórhuga, stefnan sé sett á nýja búsáhaldabyltingu. Markmiðið er að mótmæla daglega fram að sautjánda júní, lýðveldisdegi Íslands. „Því það er varla hægt að halda upp á eitthvað lýðveldi þegar það er ekki lýðræði í landinu,“ segir Ýrr sem hvetur fólk til að mæta á næstu mótmæli, það megi endilega taka orðið. „Ég verð örugglega orðin raddlaus eftir smá.“ Ekki pólitíkus en komin með nóg Ýrr segist hafa boðað til mótmælana í hvatvísi í fyrradag þegar hún var pirruð á ástandinu í þjóðfélaginu. „Maður þarf ekkert endilega að vera jafn illa staddur til að finna til með fólkinu.“ Ýrr segir að þessi mótmæli hafi aðeins verið byrjunin.Vísir/Vilhelm Þó svo að hún og fleiri hafi það ágætt þá sé stór hluti af samfélaginu ekki í sömu stöðu. „Við erum 380 þúsund rétt svo hérna í þessu landi. Það er vel hægt að láta svo um hnútana að allir hafi aðgang að heilbrigðisþjónustu,“ segir hún. „Ég er nú ekki pólitíkus eða mikið inni í því en óréttlætið sést fyrir framan okkur öll sem erum ekki einu sinni að gá. Erum við ekki öll komin með nóg af þessu?“ Húsnæðismálin séu í ólestri Ýrr segir að skilaboðin með mótmælunum séu í rauninni hrikalega einföld: „Þessi ríkisstjórn er algjörlega vanhæf og hefur ekki staðið við eitt einasta loforð.“ Hún nefnir sem dæmi kosningaloforð Sjálfstæðisflokkinn um velferð og öryggi. Þá segir Ýrr að húsnæðismálin og staðan í þeim spili einnig stórt hlutverk í því hvers vegna hún boðaði til mótmælanna. Fólk hafi ekki efni á þaki yfir höfuðið og vinni myrkrana á milli til að safna fyrir íbúð. „Unga fólkið okkar á ekki séns í þetta, á ekki séns í leigumarkaði eða húsnæðismarkaði, ekki séns. Þau eru föst á leigumarkaði sem rífur af þeim allar þær tekjur sem þau fá mögulega í vasann, þetta er bara hryllingur.“ Á sama tíma séu ráðamenn á leiðinni í frí. „Með launahækkanir á kostnað litla mannsins,“ segir Ýrr. „Ég held að þau ættu að taka sér frí að eilífu.“ Mótmælti mótmælunum Sem fyrr segir voru þau ekki mörg á mótmælunum en það er þó ljóst að vel heyrðist í þeim. Leiðsögumaður sem var með ferðamenn á svæðinu gaf sig til að mynda á tal við mótmælendur og bað þau um að hafa lægra. Leiðsögumaður bað mótmælendur um að hafa lægra.Vísir/Vilhelm „Hann var að reyna að sýna túristum bæinn og þetta var svona óþægilegur partur af raunveruleika Íslendinga, við viljum auðvitað bara sýna fallegu og flottu hlutina, ekki þá vondu. Ég svo sem skil hann alveg en það var bara ekki í boði akkúrat þarna. Ég sagði honum reyndar að við yrðum nú ekki mikið lengur, ef hann myndi fara á kaffihús með fólkið þá værum við að hætta eftir smá.“ Skíthrædd um framtíðina Ýrr segir skipuleggjendur mótmælanna ætla að reyna að fylgja þeim eftir eins og þau geta. „Það verður bara að sjá hvað gerist en við vonum það besta,“ segir hún „Ég persónulega beið svolítið eftir því að fá að mæta á mótmæli en svo bara var ég hrædd um að það yrði ekki. Ég skil að fólk er orðið þreytt og vonlaust, finnist að þetta gangi ekki upp og virki ekki.“ Hún segist vera að þessu fyrir komandi kynslóðir: „Ég er amma, ég á barnabörn og ég er skíthrædd um þeirra framtíð. Með svona mikla, ljóta og grimmilega spillingu sem virðist vera að gegnumsýra öll ráðuneyti undir þessari stjórn.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Verðlag Kjaramál Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira