Á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júní 2023 17:48 Verkfallsverðir BSRB. BSRB BSRB segir að á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað í að minnsta kosti þrettán sveitarfélögum síðustu tvo sólarhringa. Verkfallsbrot á leikskólum hafi verið sérstaklega áberandi síðustu daga, þar sem stjórnendur leikskóla virðist hafa fengið fyrirmæli um breytingar á skipulagi sem feli í sér verkfallsbrot. Eins hafi borist ábendingar um brot á bæjarskrifstofum og í sundlaugum. Í tilkynningu á vef BSRB segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður stéttarfélagsins, að heimildir séu fyrir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi boðað stjórnendur leikskóla á fund á þriðjudag. „Fulltrúar í samninganefnd Sambandsins hafi m.a. stýrt fundum þar sem markmiðið virðist hafa verið að leggja línur fyrir leikskólastjórnendur og þeir hvattir til þess að fremja það sem hingað til hefur, að okkar mati, verið talið verkfallsbrot,“ er haft eftir Sonju. Fram kemur að verkfallsverðir BSRB hafi undanfarna tvo sólahringa orðir varir við miklar breytingar á skipulagi leikskóla frá því sem áður var. Víða hafi verið opnaðar deildir þar sem deildarstjóri er í verkfalli, sem hafi hingað til verið lokaðar. „Þá eru börn færð á milli deilda, starfsfólki sem ekki er í verkfalli boðið að taka börnin sín með í vinnu svo það þurfi ekki að vera heima og foreldrar beðnir um að senda börn í leikskólann með nesti þrátt fyrir að matráður sé í verkfalli, en fram til þess höfðu börn verið send heim í hádegismat.“ Þannig hafi ítrekað verið gengið í störf starfsfólks í verkfalli í að minnsta kosti þrettán sveitarfélögum. „Þá er sérstaklega alvarlegt að Samband íslenskra sveitarfélaga, sem starfar í umboði sveitarfélaga landsins, telji það réttlætanlegt að beita sér gegn starfsfólki sveitarfélaganna með þessum hætti.“ Samkvæmt BSRB hafa ábendingar um verkfallsbrot borist í eftirfarandi sveitarfélögum: Kópavogur Garðabær Árborg Ölfus Seltjarnarnes Hveragerði Reykjanesbær Grundarfjörður Snæfellsbær Dalvík Stykkishólmur Borgarnes Vestmannaeyjar Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira
Í tilkynningu á vef BSRB segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður stéttarfélagsins, að heimildir séu fyrir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi boðað stjórnendur leikskóla á fund á þriðjudag. „Fulltrúar í samninganefnd Sambandsins hafi m.a. stýrt fundum þar sem markmiðið virðist hafa verið að leggja línur fyrir leikskólastjórnendur og þeir hvattir til þess að fremja það sem hingað til hefur, að okkar mati, verið talið verkfallsbrot,“ er haft eftir Sonju. Fram kemur að verkfallsverðir BSRB hafi undanfarna tvo sólahringa orðir varir við miklar breytingar á skipulagi leikskóla frá því sem áður var. Víða hafi verið opnaðar deildir þar sem deildarstjóri er í verkfalli, sem hafi hingað til verið lokaðar. „Þá eru börn færð á milli deilda, starfsfólki sem ekki er í verkfalli boðið að taka börnin sín með í vinnu svo það þurfi ekki að vera heima og foreldrar beðnir um að senda börn í leikskólann með nesti þrátt fyrir að matráður sé í verkfalli, en fram til þess höfðu börn verið send heim í hádegismat.“ Þannig hafi ítrekað verið gengið í störf starfsfólks í verkfalli í að minnsta kosti þrettán sveitarfélögum. „Þá er sérstaklega alvarlegt að Samband íslenskra sveitarfélaga, sem starfar í umboði sveitarfélaga landsins, telji það réttlætanlegt að beita sér gegn starfsfólki sveitarfélaganna með þessum hætti.“ Samkvæmt BSRB hafa ábendingar um verkfallsbrot borist í eftirfarandi sveitarfélögum: Kópavogur Garðabær Árborg Ölfus Seltjarnarnes Hveragerði Reykjanesbær Grundarfjörður Snæfellsbær Dalvík Stykkishólmur Borgarnes Vestmannaeyjar
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira