„Nú er þetta fyrsta hótelið á Íslandi sem er með Michelin-stjörnu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2023 22:53 Agnar Sverrisson, yfirmatreiðslumeistari á Moss í Bláa lóninu, er stoltur af því að veitingastaðurinn Moss sé nú kominn með Michelin-stjörnu. Veitingastaðirnir Dill og Óx fá að halda sínum Michelin-stjörnum og á verðlaunahátíð Michelin í Finnlandi í gærkvöldi fékk veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu stjörnuna eftirsóttu í fyrsta sinn. Agnar Sverrisson yfirmatreiðslumeistari á Moss var nýlentur á Íslandi þegar fréttastofa fékk að hitta á hann á veitingastaðnum og kom hann beint frá Keflavík. Hann sótti verðlaunahátíðina í Turku, elstu borg Finnlands, þar sem meðal annars Íslendingar elduðu og reiddu fram mat fyrir hátíðargesti. Agnar hefur áður fengið Michelin-stjörnu en aldrei fyrir veitingastað á Íslandi fyrr en nú. Hann var á sínum tíma fyrsti Íslendingurinn sem fékk þann heiður að hljóta stjörnuna eftirsóttu. „Ég var með Michelin-stjörnu í tíu ár úti í Bretlandi og síðan kom ég hingað heim 2020 og er að fá hana núna aftur og í þetta sinn fyrir fyrir Bláa lónið, sem er frábært fyrir alla.“ Agnar sagði að stjarnan hefði mikla þýðingu fyrir hann en líka allt teymið á veitingastaðnum enda væri starfsfólkið fagmenn fram í fingurgóma. Breytir þetta einhverju fyrir staðinn? Sérðu fyrir þér að það verði aukin aðsókn? „Það er nú yfirleitt alltaf fullt hérna hvort eð er en auðvitað breytir þetta heilmiklu. Nú er þetta fyrsta hótelið á Íslandi sem er með Michelin-stjörnu. Það er náttúrulega gríðarleg viðurkenning; öll umgjörðin og allt en auðvitað er þetta mér heiður. Þetta er bara frábært.“ Nú ertu kominn með stjörnuna og þá þarf að halda henni. Er það ekkert kvíðvænlegt? „Jú,jú það er kvíðvænlegt en við getum þetta alveg sko. Við gerum bara það sem við erum búin að vera að gera og reynum að gera það enn betur og þá hlýtur þetta að verða í lagi.“ Veitingastaðirnir Óx og Dill héldu sínum stjörnum í ár og bættist Moss í Michelin-stjörnuhópinn en fyrir utan þessa þrjá veitingastaði sem fengu hina eiginlegu Michelin-stjörnu þá mælir Michelin sérstaklega með fjórum öðrum íslenskum veitingastöðum; Súmac, Brút, Mat og drykk og Tides. En þessi sena á Íslandi, eru íslenskir matreiðslumenn að ná ansi langt? „Já, já, það hlýtur að vera. Það eru komnar þrjár stjörnur hérna á Íslandi en þær eru nokkuð fleiri á Norðurlöndunum en þau eru auðvitað stærri en jú, auðvitað erum við að gera vel.“ Matur Menning Veitingastaðir Íslendingar erlendis Michelin Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hæstánægður með stjörnuna og bauð stjörnukokkum upp á íslenskan rófurétt í Turku Einn eigenda veitingastaðarins Óx er himinlifandi með að staðurinn hafi haldið Michelinstjörnunni sinni þrátt fyrir flutninga á síðasta ári. Hann er nýlentur á Íslandi eftir að hafa sótt Michelin-verðlaunaafhendingu í Finnlandi en þar bauð hann, ásamt matreiðslufólki Óx, stjörnukokkum að gæða sér á íslenskum rófurétti. 13. júní 2023 13:02 Moss í Grindavík fær Michelin-stjörnu Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu í Grindavík er meðal veitingastaða á Norðurlöndunum sem geta skreytt sig með Michelin-stjörnu. Þetta var kunngjörnt í dag. 12. júní 2023 16:48 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Sjá meira
Agnar Sverrisson yfirmatreiðslumeistari á Moss var nýlentur á Íslandi þegar fréttastofa fékk að hitta á hann á veitingastaðnum og kom hann beint frá Keflavík. Hann sótti verðlaunahátíðina í Turku, elstu borg Finnlands, þar sem meðal annars Íslendingar elduðu og reiddu fram mat fyrir hátíðargesti. Agnar hefur áður fengið Michelin-stjörnu en aldrei fyrir veitingastað á Íslandi fyrr en nú. Hann var á sínum tíma fyrsti Íslendingurinn sem fékk þann heiður að hljóta stjörnuna eftirsóttu. „Ég var með Michelin-stjörnu í tíu ár úti í Bretlandi og síðan kom ég hingað heim 2020 og er að fá hana núna aftur og í þetta sinn fyrir fyrir Bláa lónið, sem er frábært fyrir alla.“ Agnar sagði að stjarnan hefði mikla þýðingu fyrir hann en líka allt teymið á veitingastaðnum enda væri starfsfólkið fagmenn fram í fingurgóma. Breytir þetta einhverju fyrir staðinn? Sérðu fyrir þér að það verði aukin aðsókn? „Það er nú yfirleitt alltaf fullt hérna hvort eð er en auðvitað breytir þetta heilmiklu. Nú er þetta fyrsta hótelið á Íslandi sem er með Michelin-stjörnu. Það er náttúrulega gríðarleg viðurkenning; öll umgjörðin og allt en auðvitað er þetta mér heiður. Þetta er bara frábært.“ Nú ertu kominn með stjörnuna og þá þarf að halda henni. Er það ekkert kvíðvænlegt? „Jú,jú það er kvíðvænlegt en við getum þetta alveg sko. Við gerum bara það sem við erum búin að vera að gera og reynum að gera það enn betur og þá hlýtur þetta að verða í lagi.“ Veitingastaðirnir Óx og Dill héldu sínum stjörnum í ár og bættist Moss í Michelin-stjörnuhópinn en fyrir utan þessa þrjá veitingastaði sem fengu hina eiginlegu Michelin-stjörnu þá mælir Michelin sérstaklega með fjórum öðrum íslenskum veitingastöðum; Súmac, Brút, Mat og drykk og Tides. En þessi sena á Íslandi, eru íslenskir matreiðslumenn að ná ansi langt? „Já, já, það hlýtur að vera. Það eru komnar þrjár stjörnur hérna á Íslandi en þær eru nokkuð fleiri á Norðurlöndunum en þau eru auðvitað stærri en jú, auðvitað erum við að gera vel.“
Matur Menning Veitingastaðir Íslendingar erlendis Michelin Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hæstánægður með stjörnuna og bauð stjörnukokkum upp á íslenskan rófurétt í Turku Einn eigenda veitingastaðarins Óx er himinlifandi með að staðurinn hafi haldið Michelinstjörnunni sinni þrátt fyrir flutninga á síðasta ári. Hann er nýlentur á Íslandi eftir að hafa sótt Michelin-verðlaunaafhendingu í Finnlandi en þar bauð hann, ásamt matreiðslufólki Óx, stjörnukokkum að gæða sér á íslenskum rófurétti. 13. júní 2023 13:02 Moss í Grindavík fær Michelin-stjörnu Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu í Grindavík er meðal veitingastaða á Norðurlöndunum sem geta skreytt sig með Michelin-stjörnu. Þetta var kunngjörnt í dag. 12. júní 2023 16:48 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Sjá meira
Hæstánægður með stjörnuna og bauð stjörnukokkum upp á íslenskan rófurétt í Turku Einn eigenda veitingastaðarins Óx er himinlifandi með að staðurinn hafi haldið Michelinstjörnunni sinni þrátt fyrir flutninga á síðasta ári. Hann er nýlentur á Íslandi eftir að hafa sótt Michelin-verðlaunaafhendingu í Finnlandi en þar bauð hann, ásamt matreiðslufólki Óx, stjörnukokkum að gæða sér á íslenskum rófurétti. 13. júní 2023 13:02
Moss í Grindavík fær Michelin-stjörnu Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu í Grindavík er meðal veitingastaða á Norðurlöndunum sem geta skreytt sig með Michelin-stjörnu. Þetta var kunngjörnt í dag. 12. júní 2023 16:48